Þjóðviljinn - 29.07.1939, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.07.1939, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1939 ÞJÓÐVItJINN þJöfnnuiNN Gtgefandi: Sameinlngarflokknr . alþýðn — Sósíalistaflokfaarinn — Adalsfeínn Sigmundsson: Víðsjá I>jódviljans 29.7. '39 ... ........... ,IMJ Áitstjórár: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. Sitstjórnarskrifstofnr: Hverf- isgötu 4 (3. hæð), sími 2270. Vfgreiðsln- og angiýsingaskrlf- stofa: Austurstræti - 12 (1. hæð) sími 2184. Askriftargjald & mánnði: .. . Reykjavík og nágrenni kr. 2,50. Annarsstaðar á landjnu kr. 1,75. I lausasölu 10 aura i eintakið. i ‘/ikingsprent h. f. Hverfisgö'u I 4. Sími 2864. „Moðhausínn" og Jónas Hér á landi starfa tveir nokkuð einkennilegir menn, sem báðir hafa það sameiginlegt, að þeir vilja vera trúarhöfundar með þjóð sinni. Kjarn :nn í irú þeirri, sem þeir boða, er að enginn sé „þjóðhollur Island- ingur'' nema hann hlíti þeirra leið- sögn í öllum trúarefnum, allir aðr- ir séu „koniniúnistar" og „öll þeirra viðleitni rniðist við sjúka Lenins- dýrkun og byltingaráróður“. Þessir menn eru „moðhausinn“ og Jónas. Jónas byrjaði það miklu fyrr að vilja vera trúarhöfundur. Hann boð- aði þá trú á samvinnu meðal fátæka fólksins. Ekki eru nema fimm ár sfðan að hann hugðist vera heilag- ur inaður fyrir það. „Síðan 1916“, sagði hann þá, „hef ég unnið skipulega að því að efla margskonar samtök fátækra manna og stétta í landinu, þeim til persónulegrar varnar og menningarbóta móti í- haldinu og starfsemi þess. Ég mun hafa starfað lengur að þessu en nokkur annar núlifandi maður í um-j bótaflokkum landsins“. Og Jónas fékk ýmsa til þess -tið trúa því í barnslegri einfeldni, að hann væri heilagur maður af þessum sökum. Á þessum árum hafði „moðhaus- inn“ ekki fundið annað hlutverk í sínu lifi en að vera á móti heil- agleik Jónasar. Það var eingöngu af því að hann taldi samvinnu fá- tæka fólksins vanheilaga. Hann hafði þá enga trú að boða sjálfur. Nú hefur „moðhausinn" tekið upp forustu í sameiginlegu trúboði. 1 .Mbl. 20. júlí talar hann um það af miklum fjálgleik að það hljóti að vekja einkennilegar tilfinningar hjá mörguin „þjóðhollum Island“ ingi“ að heyra það, að „kommún- istar“ ætli að gefa út rit um arf- leifð Islandinga „i sambandi við merkisárið 1943“.. „Slikt er svo fjaiTi heilbrigðri hugsun, að það er blátt áfram stórmóðgun við þjóð- ina þjóðin frábiður sig allri hlutdeild í einu og öllu því, sem þaðan kemur“. t Ekki liðu nemar tveir dagar þar til Jónas tók undir spágólið. Hann ritaði í Tímann 22. júlí um bóka- safn á hverju heimilí. Þar kallaði hann Mál og menningu, sem er samtök fátækra manna til menninga bóta, útgáfu „með hið fasta takmark að leysa sundur hið íslenzka þjóð- skipulag og afhenda arf þjóðarinn- yar í jjendur rangra erfjngja“. Rit- Gleymdur og kúgaður bróðir Undanfarna daga hafa staðið yfir ekki færri en þrjú norræn mót hér í Reykjavík. Hér hefur verið þessa dagana einskonar miðstöð norrænnar samvinnu, í fyrsta sinn í sögunni. Á mótum þessum og í veizluin þeim, sem fylgt hafa þeim, hefur verið fagurt mælt og vafa- laust. fylgt hugur máli. Þar hefur verið rætt um bróðerni Norður- landaþjóðanna, vilja þeirra 111 friðár og réttlætis í samskiptum sin á milli og við aðrar þjóðir. Og þar hafa faílið stór orð, mælt í hita s annfæringarinnar, um frels- id á NorðuHöndum. Blöðin og útvarpið hafa skýrt frá því með auðsærrí irrifningu, að á mótum þessúm hafi verið fulltrúar frá „ölluni Norðurlöndum“. Og þau hafa séð „fána allra Norðurland- anna“ blakta yfir mótunum, sém heilagt tákn hróðurhugarins og jafn réftisins og frelsisins á Norðurlönd um. Á mólurn þessum hafa setið full- trúar fimm þjóða. Yfir þeim hafa blakt fimm þjóðfánar. Og þar hafa hljómað fimm þjóðtungur. verk Sigurðar Nordals um arf ís- lendinga taldi liann að ætti að vera fyrjr þá eina, „sem aðhyllast mál- stað Sovétvaldhafanna“. En fyrir þá sem skipa sér í sveit „þar sem er sókn og vörn til verndar málstað islendinga“, hyggst hann að láta menntamálaráðið gefa út æfisögu Viktoríu Englandsdrottningar og 7—9 önnur rit þvílik árlega og út- býda gefins. „Um þessa útgáfu mun ekki leika á tveim tungum um heimildir. Hún verður alíslenzkt fyr- irtæki íslenzkra manna og íslenzkr ar menningar‘‘, sagði Jónas. Síðan liafa þeir félagarnir „moð hausinn“ og Jónas spágólað sinn tvísöng þannig, að „moðhausinn“ syngur fyrir, en Jónas eftir. „Moð- husinn“ segir, að með . starfsemi „kommúhis1a“ þvílíkri, sem Arfi ís- lendinga „verður dyggilega séð fyrir því, að enginn arfur verður til handa þjóðinni sjálfri“. Jónas segir: „Nú hefur blæjunni verið svift of- an af sprengjunni svo rýkur úr“. „En fólkið ,sem vill hafa ísland frjálst ' inun skapa sér sína iilutlausu hókaútgáfu á vegum menningarsjóðs". > Það verður að vísu að játast, að forustan í allri þessari trúboðun vjrðist hjá „moðhausnum" og þyk- ir fara vel á því. Það er og í hæfi við hans gáfur og barnatrú. En Jón- as iná vissulega það hrós eiga, að hann hefur að fullu afhelgað sig sem spámann „samtaka hinna fá- tæku“. Hann virðist og öllu forstokk Bðri; í trú sinni og stærrí í ofstæk- inu. Er því að öllu samanlögðu sann gjarnt að metá þá að jöfnu, sem sameiginlega höfunda að sameig- iníegum trúarbrögðum, „moðhaus- inn“ og Jónas. En islenzka þjóðin mun vissu- lega vera yfir ]>að hafin, að gera þeirra irúarbrögð að sínum. „Öll Nordurlönd‘‘ hef.ur þá þýtt: fimm lönd í r-æðum manna á niót- um þessurn og i fréttagreinum út- varps óg blaða undanfarna daga. En hvað eru Norðurlönd mörg? öll Norðurlönd. Þati eru sex. Allir háttvirtir ræðumenn nor- rænú mótanna í Reykjavík undan- farna daga, allir íslenzkir blaða- menii og alljr fréttamenn íslenzka útvarpsins vita það, að þótt á Norð urlöndum séu aðeins fimm riki, þá eru þar sex þjóðlönd — sex þjóðir með greinilegum ómótmælanleguin sérkennum. Sjöttu þjóðinni, minnsta bróðurnum, hefur bara verið ósköp kurteislega „gleymt“ við þetta merkilega tækifæri: Fœreyingum. Ástæðan til þessarar einkennilegu „gleyiTisku“ er alkunn: Danir, er hafa pólitísk yfirráð yfir Færeying- um, þola það ekki og telja það móðgun við sig, að Færéyingar séu taldir sérstök þjóð í norrænni sam vinnu. Þeir halda þvi fram. þvert •ofan í alla þekkingu og mannlega skynsemi, að Færeyingar séu dansk- ir og eigi að koma frain sem Dan- ir. Og slíkt er frelsið og réttlætið og bróðernið á Norðurlöndum, - á því herrans ári 1939, að islendingar Norðmenn, Svíar og Finnar vinna það tjl að styggja ekki Dani, að „gleyma“ Færeyingum minnsta bróður sínum! Það er nógu fróðlegt að atliuga livað er að gerast suði(r í Færeyjunl um sama leyti og þessi norrænu mót eru haldin í Reykjavík, þar sem Fæneyingum er „gleymt“. i vor fékk kennarafélagið í Fær-Í eyjum tilkynningu frá danska kennslumálaráðuneytinu um það að veittar séu 1200 kr .til kennara- námskeiðs í Færeyjum, á dönsku fjárlögunum ]>etta ár. En kennarafé lagið hefur haldið slík nániskeið um langt árabil, án ríkisstyrks. Hef- ur það oft fengið Islendinga til að kenna á námskeiðunum, m. a. þann sem þetta ritar, þrisvar sinnum. Það skilyrði var seti fyrir styrk þessum, að námskeiðin skyldu á- kveðin í samráði við kennslumála- ráðuneytið og það viðurkenna þau. Kennarafélagið svaraði, að það gengi að kostunum, en áskildi sér þó rétt til að halda námskeið, er það hefði áhuga á, styrklaust, ef ráðuneytið vildi ekki viðurkenna þau. Uni námskeiðið í ár tók það fram, að það hefði s. I. haust ráð- ið L. G. Sjöholm i Gautaborg til að hafa námskeið i súiábaniakenhslu' í suinar og óskaði eftir að fá styrk inn til þess. L. G. Sjöholm er einn, allraþekktasti og viðurkenndasti af skólamönnum Norðurlanda og liraut ryðjandi um smábarnakennsiu. Dan- ir eiga engan mann jafnviðurkennd- an honum á því sviði. Þó neitar danska kennsluniálaráðuneytið að viðurkenna og styrkja námskeið þetta. Ástæðan er auðskilin: Sjö- holm er ekki Dani. Og það á að knýja færeysku kennarana með pen- ingavaldi til að leita andlegra sam- banda aðeins tiL Damnerkur. En færeyskir kennarar fara sínu fram. Nániskeið Sjöholms stendur yfir •lúna, á kostnað kennarafélagsins, áii rikis^tyrks. Þetta námskeið færeysku ■ kenn- aranu er raunar ekkert stórmál. Þaö er aðeins lítið dæmi frá þess- um síðustu dögum. En það sýnir glöggt þéf' í litlu sé, liver er stefna og ætlun Dana í allri stjórn þeirra á Færeyjum. Þeir stefna að þvi með ráðnum hug, að má burt sér- einkenni þessarar minnsiu Norður- landaþjóðar, gera liana danska og háða Dönum sem mest og órjúfan- .legast, andiega og efnalega. Ég skal hefna tvö stærri og al- varlegri dæmi en námskeiðsmálið, iini stjórnarfar, sem varla er hægt að nefna öðru nafni en kúgun. Dæmi um réttleysi móðurmálsms í Fær- eyjum. j Árið 1908 gáfu dönsk yfirvöld út tilskipun um það að banna/ð sé að láta færeyska tungu lieyrast við guðsþjónustur í færeyskum kirkj- um. Engln önnur funga var bönnuð. í færeyskum kirkjum var leyfilegt að messa á dönsku, íslenzku, frakk- nesku, kínversku eöa Iivaða máli sem verkast vildi, nema á móð- urmáJi þess fólks. sem kirkjuna sótti og þjónaði þar guði sínum. Þetta hefur aldrei fengist formlega af- numið. Qn i framkvæmdinni er það .reyndar úr sögunni fyrir nokkrum ánnn, fyrir stórmerkilegt starf J. Dalils prúfasts, eins stórvirkasta kirkjuhöfðingja á Norðurlöndum. Homun tókst að fá löggilta fær- eyska helgisiðabók 1930. Hann liefur þýtt mikinn hluta biblíunnar á fære eysku og fékk þýðingu sína af Nýja testamentinu löggilta 1937. Með þessu má telja, að unninn sé fullnaðarsigur fyrir móðurmálið i færeyskri kirkju. Þó eru flestir prestar eyjanna danskir enn. Árið 1912 var gefin út konungleg tjlskipun dönsk um það, að kennslu málið í færeyskum skólum skyldi vera danska. Þó skyldi vera leyfi- legt að tála færeysku við yngstu skólabörnin, enda skilja þau auð- vitað ekkert annað mál en móður- mál siit, er þau koma í skólana 7 ára gömul. Þessi tilskipun var i gildi þar til snemma á síðastliðn- um vetri, að hún fékkst loks af- numin. Að minnsta kosti 10 sinnum hafði lögþingið heimtað hana af- numda, en enga áheyrn fengið. Og kennarastéttin færcyska hafði l>ar- izt vel og' dyggilega fyrir málstað móðurmálsins, bæði í orði og verki. Það er opinhert mál, að mikill meiri hluti kennara braut og þverhraut hina frægiu „7. grein“, um kennslu- málið. „Þeir voru nú settir í þá klípu, að þeir neyddust til að brjóta pessi lög f’Oa hin. Lá þá nær að hrjóta þau Lögin, er lögþing og kóngur liöfðu setl yfir þá, en hin, seni grundvaliarlög eru í öllu upp- eldi og náttúran og guð Iiafa sett, að byrja skal með barninu á þvi, sem það skilur“. (Smnin av Skarði) Framan af réyndi danska fræðslu- málastjórnin að beita harðneskju í þessu efiii, og setti.af kennara, sem kenndu á móðunnálinu og'. hvatti aðra á fundi til hins sama. Var það einn hinn ágætasti maður (L. Zach- ariassen, siðar verkfræðingur, nú landssímastjÖri). En mótstaða kenn" aranna harðnaði við liverja raun. Árið 1930 skýrði kennslumálaráð- herra frá því í danska þjngihu, uni leið og hann harðneitaði að nema 7. gr. úr glidi, að rannsókn í 82 fære eyskuni skólum hefði sýnt, að i .52 skólum væri keniislumáiið færeyska, í 24 skólum værn bséði ináíin notuð jöfnum liöndum, en í einum 6 skól- um væri tilskipuninni hlýtt og kennt ii dönsku. 1 fyirasiunar var mér sagt að þá noiuðu aðeins tveir barna- kennarar dönsku, sem kennslumál vfirleitt. Þó var 7. grein í gildi. En loks í vetur fékkst hún afnumin. En það afnárn táknar í rauninni enga undanlátssemi Dana við fær- evskt þjóðerni né viðurkenningu þess. Nú er aðeins beitt öðrum ráð- um, samskonar og námskeiðsdæmið, sem nefnt er hér að framan gefur- hugmynd um. Það er beitt valdi og áhrjfum peninganna. Allt danskt er launað og styrkt, en brugðið fæti fyrir þjóðlega færeyska starfsemi og andleg sambönd við aðra en Dani. ‘ Þetta gerist nú um sinn á hin- lýðfrjálsu Norðurlöndum, þar sem persónufrelsið og jafnréttið er haft í hávegiun. Næststærsta Norður- landaþjóðin beitir hina mlnnstu þeirra slíkri þjóðemiskúgun, sem má verða af fyrnefndum dæmum. Og það danska þjóðin sú sama, siunið hefur þungan, með fullum rétti, undan þjóðerniskúgun Þjóð- 'verija í Suður-Jótlandi. Sama danska þjöðin, sem sýnt hefur þýzka þjóð- emisminnihlutanum í Norður-Slés- vík eftir 1920 slikan skilning og hámæma sanngirni, að til fyrir- myndar mætti verða öllum heimi. Þýzki minnihlutinn í Norður-Slés- vík á volduga að. En Færeyingar virðast enga eiga á að treysta ,nema sjálfa sig, fámenna, fátæka og sináa, en þrautseiga og gáfaða. Hin- ar Norðurlandaþjóðirnar ,,gleyma“' þeim og sjá þá ekki, þegar rætt er um norræna samvinnu, norrænan bróðurhug, norrænt frelsi. Þæ* eru „allar“ án Færeyinga. „Og þú líka bamið mitt Brútus!“ Islendingar, sem eru nákomnari Fær eyingum en hinar þjóðirnar, þekkja betur þjóðernislega sérstöðu þeirra, og vita fullvel af eigin raun livað það er að vera lítill og gleymdur og kúgaður — Islendingar geta meira að segja tekið þátt í því, a& „gleyma“ næstu grannþjóð sinní, tvíburabróður sínum, án þess að skammast sín áberandi. Væri ekki fyllsta ástæða til gagn- gerðrar breytingar i þvi efni? A. S. Gistihúsið Prostariundnr tekur á móti dvalargestum fyrir sann- gjamt verð. £já auglýsingu á öðr- um stað hér í blaðinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.