Þjóðviljinn - 09.08.1939, Síða 2

Þjóðviljinn - 09.08.1939, Síða 2
Miðvikudagurinn 9. ágúst 1939. ÞJÓIVILJINN W’* f- Ui JVIUINN Gtgbfandi: Samemingarflokkur . alþýðu — Sósíalistaflokknrinn — Kitst jórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. aitst jór narskr if stof ur: Hverf- isgötu 4 (3. hæð), sími 2270. Afgreiðsln- og auglýsingaskrif- stofa: Austurstræti 12 (L hæð) sími 2184. 4skriftargja)d á mánnði: .. . Reykjavík og nágrenni kr. 2,50. Annarsstaðar á landinu kr. 1,75. I lausasölu 10 aura eintakið. Víkingsprent h. f. Hverfisgöiu 4. Sími 2864. Þat scm verbalýðurínn sfeapar þíóðarauðítin: Timamaduir! Sýndu tiru þína af verkunum! í Tímanum 3. ágúst er grein um nauðsynina á því að tryggja fátæk- um mæðrurn og börnum sumardvðl. Segir greinarhöfundur að verklýðs- lireyfingin hafi aldrei hirt um að berjast fj'rir þessu máli. Grremarhöfundur fer hér með rakalaus ósannindi, þó máske megi virða honum til vorkunnar að hann ekki viti betur, Samtök verkakvenna, (Verka- kvennafélagið Framsókn, Þvotta- kvennaféiagið Freyja og A. S. V.) hafa undanfarin ár gengist fyrir því að koma tugum fátækra barna og mæðra í sumardvöl. Mæðra- styrksnefndin hefur unnið sviþað. starf. Verkakvennafélagið Einingin á Akureyri ásamt öðru kvenfélagi þar hafa unnið að því sama. En þessi viðleitni verklýðshreyf ingarinnar til að bjarga hundruðum fátækra mæðra og bama úr ryki og óhollustu bæjanna, hefur lengst af átt við skilningsleysi og jafnvel um tíma fjandskap yfirvaldanna i bæ og riki að striða. Frá því kommúnistar eignuðust fulltrúa í bæjarstjóm Reykjavikuf 1934, hafa þeir við samningu hverr- ar einustu fjárhagsáætlunar lagt fram tillögur um fjárveitingar tiJ sumardvalar fátækra mæðra ógg bama. En alltaf feldi fhaldið þetta, um það 1938, er bæjarstjómarkosn- ingar stóðu fj'rir dyrum, loks tók nokkurt tillit til þessa. Á Alþþingi börðiist þingmenn Kommúnistaflokksins fyrir þessu frá því þeir fyrst fengu þar sæti. Á þinginu 1937 lögðu Brynjólfur B jamason, Einar Olgeirsson og Is- leifur Högnason fram breytingatil- lögu við fjárlögin um að veita 10 000 kr. til slíkra sumardvala og skyldi ráðherra úthluta fénu til fé- laga, er rækju slík heimili til sum- ardvala. Tillagan var felld með 27 atkv. gegn 10. Framsóknarflokk- urinn var allur á móti að heita má. Þeim Framsóknarmanni, er skrif- ar nefnda Tíma-grein, er því bezt að skýra satt frá þessum málum. En tillögur hans eru sjálfar góðar og fylgi hugur máli hjá honum •— þrátt fyrir þessu leiðu mistök hans —, * þá vonumst við til, að hann vinni að þessu þarfamáli nreð verk- lýðshreyfingunni og starfi að því að lú sinn flokk inn á þetta velferðar mál. Vinnan á tognrnnnm —þar scm æska Islands vínnur „æfíverh á hálfum aldrí" Á íslenzkum togurum vinna að staðaldri um 1000 sjómenn. Þessir þúsund sjómenn afla verðmæt- is, sem á venjulegum tímum eí um fjórðungur af öllu útflutnings- verðmæti Islands, eða 10 13 millj. króna. Þessir sjómenn vinna við stórvirkustu og um leið erfiðustu, framleiðslutækin, sem tsland á. Þegar togararnir fluttust inn í iandið og gerbreyttu fiskiveiöumun og þannig öllum atvinnuháttum Is- lendinga, bjuggust menn við að nú rjrnni upp ný gullöld fyrir Island, ekki aðeins fyrir togaraeigendurna, sem gætu nú ausið upp auðnum, heldur og fj'rir togarasjómennina, sem hlytu að öðlast svo miklu betri óg tryggari tilveru en vennennirnir höfðu átt að fagna. Togararnir hafa á sínum tima flutt eigendum sinum gull. Hitt er arrnað mál að eigendurnir hafa illa kunn- að með það að fara. Samanburður- inn á nýtízku skrauthýsum togara- eigendanna við úrcltu skipin þeirra talar sínu máli um yfirstétt sem fyrst og fremst hugsaði sem rót- laus braskari en ekki sem fram- sýnn atvinnurekandi. Vonimar, sem sjómennimir tengdu við togarana, brugðust að vissu leyti fljótt. öryggið, sem togarinn átti að gefa sjómanninum gegn öldum hafsins, brást. íslenzku fiskimennimir höfðu öld fram af öld orðið að sjá stéttarbræður sina veröa Ægi að bráð á opnum, stund- mn fúnum bátum útgerðarinnar. Þeir vonuðust fj'rst eftir, að togar- arnir gætu ekki farizt í rúmsjó. En hin ógurlegu slys síðustu ára hafa tekið af öll tvímæli um það. Togararnir eru meir og meir að verða að „líkkistum hraustustu sjó- manna heimsins" eins og atvinnu- málaráðherrann orðaði ,það einu sinni. En þær fögru vonir, sem þjóð- in batt við togarana, snerust ekki aðeins um öryggið. Hin hugsvmin var og rík: Hve miklu betri kjör hlutu ekki þeir sjómenn að fá, er unnu með þessum stórvirku tæk juin, en hinir, sem höfðu aðeins hin frumstæðu verkfæri að vinna með. Strax í byrjun tók togaraútgerð- in af öll tvímæli um kjörin. Skelfi- legri þrældómur en vinnan á tog- urunum, áður en togaravökulögin komu, hefur aldrei þekkst á Is- landj. Togaravökulögin forðuðu því að heil kjmslóð togarasjómanna væri bókstaflega drepin með þræl- dómi á nokkrum árum. Þau af- stýrðu samskonar hættu og þeirri, sem takmörkunin á bamavinnu i verksmiðjum afstýrði í Englandi 1846, eftir að vélbyltingín hafði gerzt þar þeirri hættu að upp- vaxandi kynslóðinni yrði að miklu' lej'ti líkamlega útrýmt með þræl- dómnum. jÞegar frumvarpið um, togard,- vökulögin var flutt á Alþingi 1921 sagði Pétur Ottesen: „Þetta er er- lend farsótt1*. Þetta er „alls ekki runnið undan rifjum íslenzkra sjó- manna“, —• og að svona viðleitni væri „ekki sprottin úr íslenzkum jarðvegi“.] En þótt togaravökulögin hafi forðað íslenzkum togarasjómönnum frá bráðum bana, þá hefur reynsl- an af togaravinnunni þegar sýnt að hún slítur togarasjómönnunum fyrr og ver en nokkur önnur vinna á Islandi gerir. Togaraflotinn heimtar til s:n beztu og hrauslustu starfsmenn þjóðarinn- ar, karlmennina á bezta aldrinum og tekur þá alltaf yngri og yngri að því er virðist. Samkvæmt manntalsskýrslunum há 1930 vinna i fiskveiðunum 23,2 af hverjum 100 karlmönnum, sem eru framfærendur og í virkri at- vinnu. Og ef athugaðir eru aldurs- flokkamir hlutfallslega þá eru hluifallstölumar fyrir fiskveiðarnar þessar: 16- 20 ára : 23,6 21 24 ára : 27,0 25 29 ára : 29,2 30 44 ára : 25,8 Þar sem flest allar hinar atvinnu greinarnar halda varla almennri meðaltölu sinni í aklursflokkunum 21 29, þá fara fjskiveiðamar þar stórum fram úr ,og af fiskveiðun- um irrnn togaraútgerðin ' einna heimtufrekust á bezta niannkraftinn. Helminguri'nn af togarasjómönnun um var 1930 menn innan við þrítugt. Tæpur þriðjungur var yngri en 25 ára. Og að öllum líkindum eru lilut- fallslega enn jmgri menn á togur- unum nú, árið 1939. Nú hafa að visu togarasjómenn sinn ákveðna hvíldartíma — og það hafa þeir fram yfir mótorírátasjó- mennina, sem hafa ótakmarkaðan vinnutlma. En þess ber að gæta um leið, að togarasjðmennimir hafa engar landlegur, sem mótorbáta- sjómennirnir oft geta notað til að hvila sig eftir endalausar vökur, — og svo jhiins, að á síldveiðum er enginn lögskipaður hvíldartími. Upp undir 16 tima stöðug erfið vinna og verstá strit á síldveiðun- um, oft hvíldarlítið eða næstum hvíldarlaust, ef síldveiði er mikil, það tekur á jafnvel hrausta karl- menn og ekki sízt ef ungir eru og óharðnaðir fj'rir. Því miður Iiggja ekki neinar fullkomnar rannsóknir fyrir um sjúkdóma og slit manna sökuni atvinnu hér á landi, en reynsla þeirra, sem tog- aravinnuna hafa stundað 10—20 ár, er sú að eftir ca 15 ár, þá dugi fæstjr til þeirrar vinnu lengur, af því likaminn þolir hana ekki leng- ur, bakið bilar hjá sumum, maginn hjá öðrum, gigtin setzt að í ofreynd um líffæruin, — og hinum hrausta togarasjómanni, sem ef til vill hef- ur byrjað 16—18 ára á togaranum, ,er kastað í land á læzta aldri 31 —33 ára: Grótta togaraflotans hef- ur malað úr honum besta þrekið, sem hann átti, — hún þarf hans ekki meir. Það má byrja sömu með ferðina á þeím næsta 16—20 ára. Þetta eru örlögin, sem togara- rekstur auðvaldsins býr mörgum þeim togarasjómönnum, sem hafið Úr eínní villunní í aðra Richarði Thors, forstjóra h. f. Kveldúlfs, þótti húsið til vinstri á myndinni ekki lengur nógu fínt og lét byggja skrauthýsið til hægri á myndinni með hinum háa Thorsara-múr umhverfis, svo togarasjó- menn gætu ekki séð inn fyrir. Richard Thors á samkvæmt eigin uppgjöf ekki einu sinni 5000 kr í skuldlausum eignum, borgar því engan eignaskatt. Fyrir hvaða fé byggir hann ? Fyrir tapið á rekstri Kveldúlfstogaranna ? Meðalaldur Kveldúlfstogaranna er um 20 ár. Þeir hafa þótt nógu fínir handa sjómönnunum, þjóðinni og Landsbankanum. Forstjórun- um hefur ekki þótt nauðsynlegt að endurnýja þá. þynnir. Sumir þeirra eru svo illa famir, er þeir koma í land, að þeir geia ekki einu sinni unnið við byggingu nýjustu „villunnar“, sem togaraeigandinn byggir fyrir „tap- ið á rekstrinum“, — af því þeir þola ekki vinnuna. Og enginn tal- ar um tap þessara sjómanna á tog- ararekstrinum. Þetta má ekki svo til ganga. Það dugar ekki að láta þá baráttu, er bar fj'rsta árangur sinn í togara- vökulögunum, niður falla. Það verð ur að knýja frain betri vemd á lífi og heilsu togarasjómannanna. Tog- aramir eiga ekki að vera iil þess að gefa örfáum bröskurain alls- nægtir, en þeim, sem skapa auðinn heilsutjón eða liftjón að iaunum. Það er verkefni sjómannasamtak anna að knýja fram betri kjör handa sjómönnum á togurum, sem á öðrum skipum, gera vinnutíma þeirra skaplegri, tryggja meira og betra eftirlit með heilsu þeirra, bæta aðbúnaðinn og síðast en ekki sizt að láta endumýja skipin, svo sjómennirnir fái öruggari skip að starfa' á og fullkomnari tæki að vinna með og þar með einnig mögu- leika til betri aðbúnaðar. Og til þess að sjómannasamtökin hefjist fyrir alvöm handa um þetta þurfa sjóinenn að láta þetta inál alvarlega til sin taka. Því það er auðséð að togaraeigindur og fulltrúar þeirra færa sig upp á skaftið og ætla að búa sjómönnum verri kjör en þeir hafa haft fram að þessu. Meðan að- alforstjóri Kveldúlfs storkar þjóð- inni með enn einni „villú'-bj’gg- ingunni á þessum vandræðatíinum, þá heimtar hirðprestur togaravalds- ins verri skip og lakari tæki, — loftskeytalausa „blikk“-dalla — handa sjómönnunum, því þannig skip „borgi sig“ fyrir auðmennina, — (vafalaust bezt, þegar þau famst og vátryggingin er horguð út). Það er tími til þess kominn nð togarasjómenn fari að mimia to/ araeigenduma og hirðpresta þeirm Öþreifanlega á það, að sá grái verð- ur jafnt dreginn á togurunum þó enginn togaraeigandi væri til, en ftn sjómanna gengur enginn togari. Það er á erfiði sjómannanna, sem gæðingar togara- og braskaravalds- íns lifa í vellystingum pragtuglega og sigla til Jórsala eða New York. Það er því alger misskilningur, ef slíkir menn halda að þeir geti skipað sjómönnuin í það endalausa að þræla fyrir kaup og kjör, sem þeir lögskipa þeim einsog sjómenn. Islands væru löghelgaðir þrælar þeirTa. Athugasemd Með því að ritstjóri Tímans hef- ur ekki enn séð sér fært að birta eftirfarandi leiðréttingu óskast hún birt í næsta tölublaði af blaði yðax. H. G. Reykjavík 28. júlí 1939. t)t af grein eftir J. J. í 80. tölu- blaði Tímans þ. 13. þ, m. með fyr- irsögninni „Tímamir breytast og mennirnir með”, neyðist ég til þess að fara fram á, að þér, herra rit- stjóri, látið birta í næsta tölúblaði Tímans leiðréttingu þá, er hér fer á eftir: 1 grein J. J. er því haldið fram, að ég hafi látið Útvegsbankann takast á hendur ábyrgð, gagnvart útlendu firma, á láni til iðnrekstr- ar hér á landi, en þegar til ábyrgð arinnar hafi átt að taka, þá hafi ég ekki getað staðið við hana. Hér er algjörlega rangt frá skýrt. Eg þykist vita við hvaða iðn- rekstur J. J. á, en bæði er, að ég hef aldrei og mun ekki, fyrr en þá mjög tilneyddur, ræða opinberlega viðskipti tJtvegsbankans við skipta vini hans, cg ennfremur hefur fyr- irtækið, em við er átt, sín aðalvið- skipti við annan banka, sem ég heldur ekki hygg að óski opinberra umræðna um málið. En ef stjórn- endur þess banka skyldu æskja þeirra, mun ég auðvitað ekki skor- ast undan þeim, þó mér þætti leitt að þurfa að brjóta þá sjálfsögðu reglu, að stjómendur banka ræði ekki opinberlega viðskipti einka- fyrirtækja þeirra, er við þá skipta. 1 þessu máli hef ég engu að leyna, hvorki mín vegna né Út- vegsbankans. Útvegsbankinn gat Framhald á 3. síðu. i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.