Þjóðviljinn - 26.08.1939, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.08.1939, Blaðsíða 1
Thálmann láf ínn laus? I r I ftangi kínverska dollarsins stórhækkar. - Hernað- arsigrar Kinverfa í Honan og Sjansi. - Sterknr sovétiloti komlnn irá Eystrasalti til Vladivostokk lapanssfjórnín mófmælír ekki~árásarsáftmálanum o$ sakar Hifler um svík Einkaskej’ti til Þjóðviljans Kaupmannahöfn í gaerkvöld I tilkynningu frá Berlín seg- ir að Emst Thálmann, hinn frægi foringi þýzka Kommún- istaflokksins hafi í dag verið látinn laus. Staðfesting liggur enn ekki fyrir frá verklýðshreyfingunni þýzku um hvort þessi fregn sé sönn. EINKASKEYTI TIL ÞJÖÐVILJANS. MOSKVA I GÆRKV. Gengi kinverska dollarins hefur skyndilega stigið allverulega, og er þetta talin afleiðing ekki-árásarsáttmálans milli Sovétríkjanna og Þýzkalands. 21. og 22. ágúst hóf kínverskur her sókn í suðurhluta Honans- fylkis og tókst eftir ákafa stórskotahríð að rjúfa varnarlínur Jap- ana, og standa bardagar enn yfir á þessum slóðum. Þá hefur kín- verski herinn einnig hafið sókn í suðvesturhluta Sjansj-fylkis, og hafa þar fallið af Japönum 5000 manns, en óvíst er enn hvernig bar- dagarnir fara. Sunnan við Kanton réðst lcinverskur her, aðfaranótt 22. ágúst á japönsku stöðvarnar í Vaxandi faervæðing i Nið- og Vestor-Evrðpn Hítler aflýsír hátíðahöldunum í Tannenberg. Útlendíngar streynia frá PýEhalandí. — Svíhja bæðí Italía og Spánn Pýzhaland, ef það fer í stríð út af Danzíg? EINKASKEYTI TIL ÞJÖÐVILJANS, KAIJPMANNAH. 1 GÆRKV. Ákveðið hafði verið, að Hitler Iiéldi ræðu við liátíðahöld I Tann- enberg í Austur-Prússlandi n. k. sunnudag. Samkvæmt tilkynningu frá Berlín hefur hátíðahöldunum \crið frestað, „vegna hins alvar- lega ástands”, og óttast menn að það kunni að þýða að Hitlers- stjórnin ráðgeri árás ú Pólland nú um lielgina. í allan dag hafa bori/.t fregnir víðsvegar að úr álfunni um áfram haldandi hervæðingu og aukinn ótta við yfirvofandi styrjöld. Hernaðarundirbúningur heldur ákaft áfram í Þýzkalandi, Pól- landi og Danzig. í fregnum frá Varsjá er sagt frá stöðugum fangels- unura pólskra þegna í Danzig. Þýzk blöð herða enn á árásum gegn pólsku stjórninni, — segja þau að um allt Pólland vaði uppi óaldar- flokkar, sem pólska stjórnin ráði ekkert við, og hafi pólska stjórnin því misst allan tilverurétt. Öll flutningatæki í Danzig hafa verið tek- in í þjónustu liersins. I morgun kom þýzkt herskip til Danzig og var því fagnað mjög. 24. ágúst komu til Vladivostok alhnörg Sovétherskip, sem fyrir nokkru héldu af stað frá Kron- stadt og fóru yfir Atlantshafið alla leið til stranda Kyrrahafsins. Fiá Tokio er símað: Fréttin um þýzk-rússneska ekki- árásarsamninginn hefur haft gíf- urleg áhrif á stjórnmálamenn í Japan. Japanska stjórnin hefur ákveðið að mótmæla sáttmálanum harð- lega við þýzku stjómina. Telur hún að með framferði sínu hafi þýzka stjórnin eyðilagt heims- bandalagið gegn kommúnisma. Japan verði því að endurskoða alla afstöðu sína til Evrópumála, því allri afstöðu þess frá samþykkt síðasta ráðherrafundar sé nú koll- hækkað undaufarna daga, sérstak- lega hefur þó sú hækkun numið mikiu á öiium skipuni, sem sigla til Þýzkalands. Eftir upplýsingum sem blaðið fékk í gær lijá Sjóvá- tryggingafélagi Islands hefur vá- trygging þeirra skipa, er hingað sigla hækkað uni lielming frá því sem var fyrir nokkruin dögum eða úr ca, V2% upp i 1%. Sjóvátryggingarfélaginu var hinsvegar ekki kunnugt um hve há vátrygging var á vörum, þeim er hingað eru fluttar, þar sem ekk- ert slíkt hefur verið afgreitt hing- •að síðustu daga, er Sjóvátrygging annast vátryggingu á. Eimskip hefur samið um stríðs- vátryggingu á skipum sinum fyrir nokkrum tíma síðan og mun sá samningur gilda nokkra næstu mánuði. „Hvidbjörnen”, danska eftirlits- -skipið var kallað heim í fyrra- Kinagmin með góðum árangri. varpað. Hafa Japanir hætt við að senda fulltrúa á flokksþing nazista í Niirnberg, Eitt helzta blað Japana, Teito Nizi Nizi, skrifar eftirfarandi: „Við ekki-árásarsamning Sovét- ríkjanna og Þýzkalands er gildi samningsins gegn Alþjóðasam- bandi kommúnista að engu orðið. Vegna þessa sáttmála má nú þeg- ar sjá mótsetningar milli Japans annarsvegar og Þýzkalands og It- alíu hinsvegar. Með þessu missir j Japan, sem á í stríði, algerlega j þa.ndamenn sina og þá, sem oss I voru hlyntir. Þessi sáttmáli hefur skapað mikið bölsýni meðal þjóð- arinnar og margir ætla að hann hafi slæm áhrif á stríðið í Kína’'. kvöld. Gerðist það með svo skjót- um hætti, að sjóliðanna, sem höfðu landgönguleyfi var leitað um allan bæinn og þeir sóttir inn á veitinga- hús og kvikmyndahús. Brezka eftirlitsskipið „Pelican”, sem hér hefur verið að undanförnu að fiskveiðaeftirliti hefur einnig verið kailað heim. Eru ráðstafanir þessar settar í samband við ófriðarhættuna. — Þýzka skólaskipið „Horst-Wessel” var væntanlegt hingað einhvern- tima á tímabilinu frá 20—30 ág- úst. Ríkisstjórninni hafa enn ekki borizt neinar tilkynningar um, hvort skipið komi eða ekki, en með sama útliti í alþjóðamálum má frekar búast við að ekkert verði úr komu þess hingað. Olíuskip kom hingað í gærkvöld með 1700 tonn af olíu, 1200 tonn af hráolíu og 500 tonn af benZíni, Sécítír í {ugoslaviu Zvetkovitsj, forsætisráðherra Júgóslaviu liefur sagt af sér, en verið falin stjórnarmyndun á ný. Hefur náðst samkomulag milli Serba og minnihlutaþjóðflokkanna í Júgóslavíu, og verða fulltrúar þeirra teknir í ríkisstjórnina. Sam- komulag þetta er sigur fyrir lýð- ræðisöflin í landinu. París Talið er líklegt að Daladier hafi í hyggju að endurskipuleggja stjórn sína á breiðum grundvelli. Daladier átti í dag langa viðræðu við Gamelin yfirhershöfðingja alls franska hersins. 1 gærkvöld voru öll ljós í París slökkt, til æf- • inga á loftvörnum borgarinnar. Franska hlaðið „Paris Midi” seg- | ir í ritstjórnargrein, að nú geti j mikið oltið á ítalíu, hvort styrjöld i brjótist út eða ekki og skorar á ít- j ölsku stjórnina að gera sitt til að bjarga friðnum. i sama streng taka ýms önnur frönsk blöð, og er vingjarnlegri tónn í þeim til ítalíu en um langan tíma. Berlín Hitler hefur undanfarinn sólar- hring átt langar viðræður við yfir- menn þýzka hersins, flotans og flugflotans. Útlendingar flykkjast frá Þýzka landi, og eru skip, járnbrautarlest- ir og flugvélar fullar af fólki, er flýr landið. Fréttaritarar brezkra blaða í Berlín eru farnir heim. Hitlér kvaddi í dag á fund ’ sinn sendiherra margra erlendra ríkja, þar á meðal brezka sendiherrann. Róm ítölsk blöð skýra í dag frá frið- arboðskap Leopolds konungs, páfa, og orðsendingu Roosevelts til ít- alíukonungs um að hann beiti á- hrifum sínum til að koma í veg fyrir styrjöld. Gera þau litlar at- hugascmdir við fregnirnar..og þvk- ir það einkennilegt. Italska stjórnin hefur boðið út tveim árgöngum varaliðs. Madrid Enginn hernaðarundirbúningur fer fram á Spáni. Er talið að Franeo-stjórnin sé ákveðin í að vera hlutlaus, hvað sem á gangi. Telur svissneska blaðið „Volks- recht” völd Franco á heljarþröm- inni, Hann geti rétt aðeins lafað í völdum með dýrslegri ógnarstjórn og treysti sér alls ekki til neinna aðgerða út á við. Fari barátta and fasista vaxandi i landinu. Mosbva Forsæti Æðstaráðs Sovét- ríkjanna liefur ákveðið að kalla Æðstaráðið (þing Sovétríkj- anna) saman til aukafundar 28. ágúst. London I dag var undirritaður í London nýr hjálparsamningur milli Bret- lands og Póllands. Er samningur- inn í átta liðum, og talinn hafa mikla hernaðarþýðingu. Margskonar undirbúningur fer fram í London til að tryggja íbú- ina ef tii striðs kemur. Skip, sem voru að leggja af stað til útlanda í -kemmtiferðir hafa verið stöðvuð, og ýmsar hömlur lagðar á útflutn- ing. Meístaramót I. S. L hefst á morgun I>á fer eínníg fram öld- unga-boðhlaupíð. Eins og áður hefur verið skýrt frá í blaðinu, hefst Meistaramót 1. S. 1. í frjálsum íþróttum á morg- un kl. 2 e. h. á Iþróttavellinum, 1 sambandi við mótið verður keppt i 5x80 m. boðhlaupi öldunga og stjórna félaganna. Verður sá liður vissulega skemmtilegur, því þar fær maður að sjá marga „gamla” íþróttagarpa koma aftur fram á sjónarsviðið. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli frá kl. 1,45, en síðan verður haldið suður á íþróttavöll fylktu liði. Keppendur á mótinu eru mjög margir og jafnir. Mótið liefst á 100 m. hlaupi: Þar verða sennilega fljótastir þeir Sveinn Ingvarsson, Hallsteinn og Jóh. Bernhard. Einnig má búast við góðu af Janusi (I.K.). í kúluvarpi verður hörð keppni þar sem mætast allir þrír: Vatt- Iramhald á 4. síðu. Áhríf sfriðshagfhinnar: VátryggiooargjðldiB tvðfaidast Herskipín víd Island kölluð heím Vátryggingagjöld hala mjög

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.