Þjóðviljinn - 06.09.1939, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.09.1939, Blaðsíða 3
■ ót>VILáir»N MIÐVIKUDAQUR 6. SEPT. 1939 ¥íðfal vlð Benjamín Eídbsson; Stofnping Landssambands islenzkra stéttaifélaga verönr haldið i hanst Tíðindamaður Þjóðviljans átti í gær éftirfarandi viðtal við Benja- mín Eiríksson, framkvæmdastjóra Bandalags stét'carfélaganna. — Þú munt vera nýkominn úr ferðalagi fyrir Bandalagið; geturðu sagt okkur nokkuð frá pví ferða- Iagi? — Ferðin, sem ég var að korna úr, var liður í undirbúningi að stofnun Landssambands íslenzkra stéttarfélaga, eins og hið óháða landssamband verklýðsfélaganna á að heita, samkvæmt lagafrumvarpi sem lagt verður fyrir stofnþingið í haust. Stofnþingið verður haldið hér í Reykjavík, sennilega fyrri- hluta nóvember, það er enn ekki búið að ákveða dagana endanlega. — Fórstu víða um? — Ég fór frá Reykjavík um allan vesturhluta landsins — allt til Eyja fjarðar, og var rúman mánuð í förinni. Atti ég tal við trúnaðar- menn verklýðsfélaganna á svæðinu en því miður voru víðast einhverjir úr stjórninni í burtu í atvinnu yf- ir sumarmánuðina. Tilgangur minn var að athuga möguleikana á því að félögin tækju þátt í stofnun Landssambandsins í haust. — Og hvemig leizt þér á það? — Sum félögin koma áreiðanlega, en erfitt er að gera sér fullá grein fyrir því, hvernig málið fer á fund- um þeirna í haust, því að auðvitað verða félögin sjálf að fjalla um mál ið og taka ákvarðanir. En óánægjan með Alþýðusambandið er mjög al- menn, og það einnig rneðal fólks, sem mun vera fylgjandi Alþýðu- flokknum i stjórnmálum. Auk þess sem styrkur þess er á þrotum. öll- um þorra manna er orðið Ijóst, að um einingu verkalýðsins í einu landssamban'di getur ekki verið að rœða nema á fullum jafnréttis- og lýðlræðisgrundvelli. —jEn fjárhagsmálin? — Fjárhagur flestra félaganna er þannig að þau þola ekki mikil út- gjöld, og tillög þeirra til verklýðs- sambands er talsverður útgjaldalið- ur fyrir þau, þótt þeim sé yfir- leitt ljós nauðsyn tillagsins. En þeim lízt flestum illa á það, að eiga von á því að þurfa að standa straum af hinu nýja 1/1 millj. króna láni Alþýðusambandsins. Hér syðra hefur Alþýðusambandsstjórnin reynt að breiða yfir áliættu verka- lýðsfélaganna i sambandi við lán- tökuna, en Skutull byrjaði hinsveg- ar grein sína um lánið á þessa leið: Alþýðusambandið hefur nýlega tek :ið lán í Svíþjóð------. — Eru mörg félög í Bandalaginu? — Þau eru 15, þar á meðal mörg þýðingarmestu félögin. Félögin sem mvnduðu Varnarbandalagið eru ekki öll komin ennþá, og svo eru enn önnur, sem komin eru úr Alþýðusambandinu, þótt þau séu enn ekki komin i Bandalagið. Þessi finnntán tóku flest ákvarðanir strax í vor. Svo ætla ég að biðja þig að geta þess að Bandálag stéttarfélaganna hefur skrifstofu i Hafnarstræti 19, opið kl. 4—7 og sími 4358. Níllilandasiglingnm Eimsfeipafé- lags Islands verðnr frestað í bili. Það er vcríd að ganga frá sfríðs^ váfryggíngu skipanna* Tefnr styrjöidin fyrir framkvæmd hitaveitnnnar? Eimskipafélagið liefur ákveðið að sigla ekki skipum 'sínum á milli landa að svo stöddu. Gullfoss, er. átti að fara út í gærkvöldi er þvi lemi í Reykjavík. Ekkert varð heldur úr því að Brúarfoss, sem átti að fara frá Kaupmannahöfir í gær færi þaðan. Ekki er vitað hve löng þessi stöðvun verður. Orsakir stövunarinnar eru, eftir því sem Eimskipafélagið tjáði Þjóðviljanuni| í gær, að enn er ekki búið að ganga frá stríðsvátrygg-- ingum skipanna. Standa yfir samn ingar um þau mál, en ekki er vit að hvenær þeim verður lokið, svo að feröir geti hafizt að nýju. Sjómannafélag Reykjavíkur og önnur stéttarfélög íslenzkra sjó- manna hafa bréflega krafizt, að í.s- lenzk skip verði þegari sett í stríðs vátryggingu. Hvað togarana snerttr er þetta atriði bundið samningum Ifrá því í fyrra, milli sjómanna og togaraeigenda. Jafnframt hefur þess I. O. G- T. Einingin nr. 14, fundur í kvöld klukkan 8,30 e. h. Tekið á móti nýjum félögum. — Einsöngur — str. Björg Guðnadóttir: Ræða, — upplestur. — Félagar fjölmennið stundvíslega. Æ. t. verið farið á leit, að sjómenn fái á- hættupeninga fyrir að sigla um styrjaldarsvæði. Eftir því sem afgreiðsla Samein" aða gufuskipafélagsins skýrði frá, verður ferðum Dronning Alexandr- ine haldið áfram eftir áætlun skips ins. Þannig að Drottningin fer til útlanda á mánudaginn kemur, ef ekki verður búið að gefa aðrar fyr- irskipanir fyrir þann tíma. Sama máli gegnir um Lyru. Fer hún út á fimmtudaginn samkvæmt áætlun. I gær var verið að mála norska fánann á hlið skipsins eftir kröfu striðsvátryggingarinnar norsku. Esja mun leggja af stað frá' Ála- borg um miðjan mánuðinn áleiðis til Islands. GreídiðJ Þjóðvíljann Um 80 manns vinna nú að und- irbúningi hitaveitunnar. Hefur Höjgaard & Schultz ekki þótt ráð- legt að ráðast enn í meiri fram- kvæmdir, vegna óvissu þeirrar, er ríkir um alþjóðamál. Nokkuð .af efni til hitaveitunnar kom hingað með Dronning Alexandrine. Skýrði bæjarverkfræðingur blaðinu svo frá að hægt yrði að vinna í allan vetur að liitaveitunni, þó að efni kæml ekki til viðbótar, en ekkert yrði hægt að fuligera. Langvad verkfræðingur Höj- gaard & Schultz fer utan með Lyru á morgun til þess að ganga frá ýmsu, sem snertir verkið, og fá leyst úr ýmsum þeim vand- kvæðum, er menn hyggja að geti stafað af styrjaldaraðgerðum, og fá úr því skorið, hvort líkur megi telja til þess að verkið stöðvist að sinni. Aðalleiðslan frá Reykjum verð- ur smíðuð í Kaupmannahöfn, og er talið að hún verði um 5000 smá lestir. Svo er ætlazt til að leiðsl- urnar verði sendar hingað, þegar komið er í hæfilega skipsfarma. Tilboð í leiðslur um bæinn verða opnuð bráðlega, líklega í næstu viku og verður þá væntanlega haf- in smíði á þeim. Reykvíkingar verða að vona í lengstu lög, að framkvæmdir við hitaveituna geti haldið áfram, en þeir mega ekki gleyma því, að sú yon getur auðveldlega brugðizt. Farþegar með Goðafossi vestur og norður í gærkvöldi. Alfa Pétursdóttir, Soffía Jó- hannesdóttir, Þrúður Ölafsdóttir, Danielle Brandsdóttir, Lára Proppé, Árni Matthiessen, Guðjón Þorgilsson, Sigríður Guðmunds- dóttir, Fanney Guðmundsdóttir, Judit Júlíusdóttir, Sigurlína Júlí- usdóttir, Frú Ása Theodórs, Þór- unn Þorbergsdóttir, Anna Guð- mundsdóttir, Steinunn Jónsdóttir. Hinar vinsælu hraðferðir Steindórs Til Akurcyrar um Akranes eru: Frá Reyltjavík: Alla mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga. Afgreiðsla okkar á Akureyri er á bífreíðastöd Oddcyrar, símí 260, /\.s- Fagranes annast sjóleiðina- Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. Allar okkar hraðferðir eru um Akranes. Stelndör simí ísso Selur atlskonar rzfrnagnsixki. vjelar og raflagningaefni. * < Annasi raflagnir (>J vidgerðn- á lögnum og rafmagn.sLvkjum. Duglegir rafvirkjar. Fljót afgreitísla. Jarðræktln genguir mcð jötunaflí cf noíuð cir trafetoroiían Jotnnn V. 0. frá Olínverzlnii íslands h. f. Dreglð verður i 7. H. A mánudag. StarsU vlnnlngur 20000 krónur. HAPPDRÆTTIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.