Þjóðviljinn - 13.10.1939, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.10.1939, Blaðsíða 2
Föstudagurinn 13. október 1939. ÞJ ÓÐVILJINN tUdðVlLflNN verkamanna í Englandi, Þýzka- Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofur: Aust- urstræti 12 (1. hæð). Símar 5276 og 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Austurstræti 12 (1. hæð) sími 2184. Askriftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr, 2.50. Annarsstaðar á land- inu kr. 1,75. 1 lausasölu 10 aura eintakið. Víkingsprent h. f. Hverfisgötu 4. Simi 2864. Dagsbrún kallar. Dagsbrún heldur fund í kvöld í Iðnó. Þaö hefur verið beðið eftir pess- um fundi með óþreyju af verka- mönnum Reykjavíkur, því aldrei hafa verkefni Dagsbrúnar verið eins mikil og nú. Atvinnuleysið sverfur nú að með versta móti en hirðuleysi valdhaf- anna og fjandskapur þeirra við verkalýðinn er meiri en nokkru sinni fyrr. Atvinnuaukning eins og bygging síldarverksmiðja og verka- mannabústaða er hindruð með ger- ræði yfirvaldanna. En samtímis er dýrtíðin aukin m. a. á þeim svið- um, sem hið opinbera gæti hindrað hækkun eins og hækkun á rafmagn- inu. Vegna þessarar vaxandi dýrtíðar verða þeir, sem vinnu hafa, eins fyrir barðinu á aðgerðum auðvalds- klikunnar eins og atvinnuleysingj- arnir. Ef þrælalög síðasta þings, gengislögin frá 4. apríl, sem bönn- uðu verkamönnum launahækkun, ekki verða brotin á bak aftur, þá bíður þeirra verkamanna, er vinnu hafa, hraðversnandi lífskjör, meðan bitlingahirð valdhafanna og skulda kóngar landsins lifa við allsnægtir á kostnað fólksins. Þessvegna er það brýnasta hags- munamál allra verkamanna, jafnt þeirra, sem atvinnulausir eru og' hinna, sem enn hafa vinnu, að taka nú höndum saman og knýja fram t senn atvinnubótavinnu og aðra at- vinnuaukningu og svo kauphækkun. Allir Dagsbrúnarmenn þurfa að standa sameinaðir um að skapa verk lýðnum sigur i þessari baráttu. Hvcr einasta verkamannafjölskylda á um sárt að binda sakir atvinnuleysis- ins og dýrtíðarinnar. Ráðþrota spyrja verkamenn daglega hvem annan hvað til bragðs skuli taka. Ráðin liggja í samtökum okkar sjálfra. í því að beita mætti sam- einaðs fjölda. ÞaT) er ekkert pa$ vatd til i Reijkjavík, sem megnar an stamla ú móti réttlátum kröfum DPrkli'/ösfélaganna, pegar pau sœkja fram sameimíS. Dagsbrún kallar. 1 kvöld mæta Dagsbrúnarmenn hundruðum sam- an til að skipuleggja sigur verka- manna í baráttunni gegn atvinnu- leysinu og baráttunni fyrir hækk- uðu kaupi. landi og Sovétrikjunum 1932-38. Hinn kunni hagfræðingur Jxirg- en Kuczynski hefur rannsakað kjör verkamanna í Englandi, Þýzkalandi og Sovétríkjunum 1932 —1938 og ritað bók um rannsókn- ir sínar, er út kom í Left Book Club í ár í London (,,Conditions of the Workers in Gt. Britain Ger- many and the Soviet Union 1932 —’38”). Eru í bók þessari margar merkilegar staðreyndir, sem nauð- synlegt er að hver maður viti um. Fyrst tekur höfundurinn sam- anburð á Englandi og Þýzkalandi, til að sýna mismuninn á kjörum verkalýðs í tveim auðvaldsríkjum, þar sem fasismi ríkir í öðru, en borgaralegt lýðræði í hinu, Niður- stöður þessarar rannsóknar eru sem hér segir: Frá 1932 til 1938 hafa laun lækkað í Þýzkalandi (úr 100 1932 niður í 97 1938), en hækkað í Eng- landi (úr 100 1932 í 113 1938). En hvernig kjörin eru sjálf kem- ur bezt í ljós, þegar borið er sam- an við það, sem hagstofur beggja Iandanna álíta nauðsynlegt að maður hafi i tekjur, til að lifa af án . þess að svelta. Og þá kem- ur í Ijós, að ef tekið er meðaltal af laununum í hverju umdæmi Þýzkalands, þá eru. meðallaunin allsstaðar langt fyrir neðan það Iágmark, sem þýzka fasistiska hagstofan álítur nauðsynlegt til framdráttar lífinu. Það þarf yfir- leitt að hækka meðallaunin um 40% að meðaltali svo þau nái lág- markinu, sem hagstofan hefur reiknað út (Lágmark þetta er í Þýzkalandi um 2 sterlingspund á viku). — 1 Englandi hinsvegar lifa allir landbúnaðarverkamenn und- ir lágmarkinu, sem enska hagstof- an álítur nauðsynlegt, 80% af kolanámumönnunum eru undir því, 75% af. öðrum námumönnum, 50% af byggingaverkamönnum og þannig fer lækkandi hlutfallstalan úr iðngreinunum, sem lifir hung- urlífi, unz kemur að prenturum og flutningaverkamönnum. Eru aðeins 4—5% þeirra undir lág- markinu. Sanit er það svo, að eng- inn iðnaður er í Englandi, sem ekki gj-eiðir einhverju af verka- mönnum sínum bungurlaun. Vinnutíminn á dag hefur verið lcngdur í Þýzkalandi og komið á fyrirnælum, sem Ieyfa jafnvel 16 tima vinnu á dag. Jafnframt er pínd meiri vinna út úr verkamann- inum og er það gert bæði í Eng- landi og Þýzkalandi. En í Þýzka- landi hefur þessi vinnuþrælkun verið rekin svo taumlaust að verkamenuirnir eru bókstaflega eyðilagðir með vinnuhraðanum, íivo framleiðsluafköst þeirra eru farin að minnka aftur. — Ein af- leiðingin af þessu er að slysum hefur fjölgað svo við vinnu i Þýzkalandi, að þau eru tvöfalt tíð- ari nú en 1932. Um leið hafa þau og aukist í Englandi um 35%. En á sama tíma hefur útborgunin vegna slysanna aukizt um 22% í Englandi, en í Þýzkalandi aðeins um 10%. Atvinnuleysistryggingarnar hvíla léttar á enskum verkamönnum 1938 en 1932 og atvinnuleysingj- arnir fá heldur meiri styrk. En í Þýzkalandi eru verkamenn látnir greiða eins mikið til atvinnuleysis- trygginganna eins og 1932, meðan kreppan var verst. En í stað þess að þetta fé renni svo aftur til verkalýðsins síðar, þá notar ríkið það til hergagnaframleiðslu. Úr atvinnuleysissjóðunum var greitt 1937 til ríkisins yfir 1000 milljón- ir ríkismarka (tæpir 3 milljarðar króna) og 1938 álíka upphæð. At- vinnuleysistryggingarnar eru í Þýzkalandi umhverfðar úr styrkj- um til verkamanna í skatt á verka mennina til hergagnaframleiðsl- unnar, Á álíka hátt neyðir þýzka ríkis- stjórnin alla trygingarsjóðina til að „lána” sér stórfé. Þannig er sjóðunum rænt og verkamenn sviftir tryggingunni, sem framlög þeirra eiga að veita þeim. Þegar heildartekjur verkalýðs- ins í hvoru landinu eru reiknaðar út til samanburðar við tekjur auð- mannanna, þá kemur í Ijós að hlutfallsleg afstaða enska verka- lýðsins hefur frá 1932 til 1938 versnað um 16%, en hlutfallsleg afstaða þýzka verkalýðsins um 50%. Og ofan á þessa hræðilegu afturför hvað lifskjörin snertir, bætist svo að í Þýzkalandi er al- þýðan svift öllu þvi frelsi, sem hún með fórnfýsi og baráttu hefur aflað sér á 100 árum. Kjörín í Sovéíríkjunum fíl samanburðar víd Engíand og Pýzhaland. Að þessum samanburði loknum tekur Kuczynski svo að bera sam- an Sovétríkin og þessi tvö auð- valdsríki. Fyrst ber hann saman reynzl- una í þessum löndum. Kemur þá í Ijós að neyzla í Þýzkalandi (reiknað í Kalorium fæðutegunda) hefur nokkuð minnkað og er 1935 lægri en kreppuárið 1932. í Engl. hefur neyzlan staðið í stað. En í Sovétrikjunum hefur hún aukizt stórum, t. d. næstum tvöfaldast neyzla kjöts og feitmetis. Kemst Kuczynski að þeirri nið- urstöðu að allur verkalýður Sov- étríkjanna lifi í dag fyrir ofan hungurtakmörkin, fái meiri fæðu en lágmark þess, sem þarf til að endurskapa vinnuafl þeirra. Hins- vegar lifir þriðungur ameríska verkalýðsins, helmingur brezka verkalýðsins og yfirgnæfandi meirihluti þýzka verkalýðsins neð- an við hungurtakmörkin. Og á keisaratímunum Iifði svo að segja allur rússneski verkalýðurinn neð- an við hungurtakmörkin. — Hins- vegar ber þess að gæta að þessi almenna staðreynd breytir ekki því að hluti af ameríska og brezka verkalýðnum lifi hinsvegar betur en verkalýður Sovétríkjanna. Hvað föt snertir er niðurstaðan þessi: Það eru engir verkamenn í Sovétríkjunum, sem þurfa að bjást af kulda að vetri til, af því þeir hafi ekki næg föt. Hinsvegar eru milljónir verkamanna í Bret- landi og Þýzkalandi, sem ekki geta farið út að vetri til nema skjálfandi, í fötum, sem ekki duga í vetrarkulda, Samtímis er hins- vegar fjöldi verkamanna í Eng- landi betur klæddur en Sovét- verkamennirnir. Hvað húsnæðið snertir, þá er húsnæðið í Sovétríkjunum hvað stórborgirnar snertir lakara en í Bretlandi og Þýzkalandi, sökum hins gífurlega aðstreymis til borg- anna, Hinsvegar eru framfarirnar i Sovétríkjunum á sviði húsnæðis- málanna afar örar. 1 sveitunum er húsnæðið í Sovétríkjunum hins- vegar betra en í Englandi og Þýzkalandi, því, þar er það alfeg ótrúlega slæmt, en hinsvegar hafa framfarirnar í húsnæðismálum sveitanna í Sovétríkjunum verið svo hraðar að auðvelt var að kom- ast þar fram úr Englandi og Þýzkalandi. „Maðurinn lifir ekki af einu saman brauði”, hefur Kuczynski að fyrirsögn fyrir kafla þeim, sem fjallar um menningarlif verkalýðs- ins. Sýnir hann þar fram á að stúdentum hefur frá 1932 tjl 1937 fjölgað um þriðjung í Sovétríkjun- um, staðið í stað í Englandi, en fækkað um 50% í Þýzkalandi. Og þó ber þess að gæta að í Sovétríkj- unum koma allir stúdentarnir úr alþýðustétt, en í Þýzkalandi að- eins sjötti hluti þeirra og í Bret- landi enn færri hlutfallslega. Upplýsandi eru og tölur hans um útgáfu vinsælustu höfunda þessara landa. Skáldsögur Dickens voru gefnar út í yfir milljón ein- tökum frá 1917 til 1936 í Sovét- ríkjunum og eru það fleiri eintök en gefin voru út af Dickens í Brct- landi. Sama er um Victor Hugo (1.800.000 eintök) — hærra en i Frakklandi. Og enginn höfundur nokkursstaðar nær þeim eintaka- fjölda, sem Gorki (32 milljónum eintaka), Puschkin (19 milljónir) og aðrir slíkir ná í Sovétríkjun- um. Þá ber höfundur saman trygg- ingarnar í þessum löndum. Ef verkamaður er veikur í Eng- landi eða Þýzkalandi, fær hann aðeins part af launum sínum og verður stundum að greiða lyfin að nokkru eða öllu. f Sovétríkjunum fær veikur verkamaður minnsta kosti hálf laun, og hafi hann unn- ið sex ár á vinnustaðnum, fær hann full laun. Og allir verka- menn fá alla læknishjálp og Iyf ókeypis. Fjöldi læknanna er hærri á hverra 1000 ibúa borganna í So- vétríkjunum en í Bretlandi og Þýzkalandi. — Höfundur ræðir sérstaklega þann mikla mun, sem er á umhyggjunni fyrir börnunum í Sovétríkjunum annarsvegar en Englandi og Þýzkalandi hinsveg- ar. — Heildarútgjöld til þjóðfé- lagstrygginga hafa breytzt mjög lítið í Englandi og Þýzkalandi frá 1932 til 1937, en í Sovétríkjunum hcfur upphæðin, sem hið opinbera ver til þeirra tvöfaldast. Er svo komið að hlunnindin, sem trygg- ingarnar veita í Sovétríkjunum, samsvara um það bil þriðjungi launanna, sem verkamaðurinn fær, Tryggingarnar eru þannig í Sovét- rikjunm hin riflegasta launaupp- bót til verkalýðsins, — en í Þýzka- landi eru þær orðnar mestmegnis skattur á laun verkamannanna, sem rýrir þau stórum. Héildarsamanburður Kuczyn- skys á kjörum verkamanna í þess- um þrem löndum er á þessa leið: Kjörin hvað fæði, klæði og hús- næði snertir eru þannig, að fyrir lægst launuðu verkamennina eru þau bezt í Sovétríkjunum, næst verst í Bretlandi, verst í Þýzka- landi. Minnihluti, og hann ekki svo smár í Englandi, lifir betur en í Sovétríkjunum, en í Þýzkalandi er aðeins hverfandi lítill minnihluti, sem hefur það betra en í Sovét- ríkjunum. En þess ber að gæta að í Sovétríkjunum fara kjörin batn- andi, í hinum standa þau í stað, eða versna. Hvað fæði snertir er sá gífurlegi munur á, að bæði í Bretlandi og Þýzkalandi líða milljónir verka- manna og fjölskyldna þeirra af fæðuskorti („are underfed”). Þessi sultarher er ekki til í Sov- étríkjunum. Um föt gildir sama og fæðið. Húsnæðið er lakast til samanburð- ar við England og Þýzkaland fyr- ir Sovétríkin, en fer hraðbatnandi. Hvað öll önnur kjör snertir en fæði, föt og húsnæði, þá eru þau miklu betri fyrir Sovétverkamenn, en brezka verkamenn og mun betri fyrir brezka en þýzka. Fyrir börnum, sjúkum og gamalmennum er hugsað miklu betur í Sovétríkj- unum en í Englandi, og betur í Englandi en í Þýzkalandi. Þó er munurinn milli Sovétríkjanna og Englands þar á miklu meiri en milli Englands og Þýzkalnds. Lokadómurinn er þetta: Kjör verkalýðs í Þýzkalandi liafa versnað svo að þau eru 1938 verri en versta kreppuárið 1932. Kjör verkalýðs í Bretlandi hafa ofurlítið skánað síðan 1932. K.jör verkalýðs í Sovétríkjunum bötnuðu hægt og hægt 1932 til 1934, en frá 1934 til 1938 hafa slíkar kjarabætur átt sér þar stað að þær eiga engan sinn líka í sögu verkalýðsips. Og hvert ár sem líður gerir muninn meiri á ástandinu í Bret- landi og Sovétríkjunum, en hins- vegar má eins og nú standa sakir búast við að saman dragi milli kjaranna í Þýzkalandi og Bret- landi, ekki af því að þau muni batna í Þýzkalandi, heldur af hinu, að þau fari versnandi í Bretlandi. Víð$kípfasamn« íngur míllí Brcf~ lands og Sovcf~ ríhjanna. EINKASKEYTI TIL ÞJÖÐVILJ. KHÖFN 1 GÆRKV. I dag var undirritaður í Londón nýr viðskiplasamningur milli Eng- lands og Sovétrikjanna. Samkvæmt samningi þessum er geri ráð fyrir auknum viðskiptum milli rikjanna, og munu Sovétríkin selja Bretum mikið af Irjávið, en, fá í þess stað gúnnní, tin o. fl. Skuldaskíl Jónasar Jónssonar víð sósíalísmann cftir Héðínn Valdímarsson er bók, sem allir þurfa að eiga og lesa, sem fylgjast vilja með í íslenzkum stjórnmálum. Bókin cr yfir 200 síður, en kostar aðeins kr. 1,50~ Fæst m. a. í Bókavcrzlun Hcímskrínglu Laugaveg 38. Sími 5055.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.