Þjóðviljinn - 18.10.1939, Blaðsíða 2
Miðvikudagurinn 18. október 1939
ÞJÖÐVILJINN
þJóoyiuiNN
títgefandi:
Sameiningarflokkur alþýðu
— Sósíalistaflokkurinn.
Kitstjórar:
Einar Olgeirsson.
Sigfús A. Sigurhjartarson.
Ritstjórnarskrif stof ur: Aust-
urstræti 12 (1. hæð). Símar
5276 og 2270.
Afgreiðsla og auglýsingaskrif-
stofa: Austurstræti 12 (1.
hæð) sími 2184.
Áskriftargjald á mánuði:
Reykjavík og nágrenni kr,
2.50. Annarsstaðar á land-
inu kr. 1,75. I lausasölu 10
aura eintakið.
Vikingsprent h. f. Hverfisgötu
4. Sími 2864.
„Fyrir hönd
Framsóknar~
flokksíns",
Það var í aprílmánuði 1937 að
flutt var á Alþingi tillaga um að
kjósa 5 manna milliþinganefnd til
þess að „endurskoða alla löggjöf
landsins um banka, sparisjóði og
aðrar lánsstofnanir’’. Fjármálaráð
herra var heimilað að fela henni
að gera tillögur um verðskrán-
ingu íslenzkra peninga.
Þessi tillaga var flutt „fyrir
•hönd Framsóknarflokksins”, að
því er greinargerð hermir.
Það var sú tíðin, að Framsókn-
arflokkurinn vissi að það var lítil,
gjörspillt klíka sem réði lögum og
lofum í fjármálum þjóðarinnar.
Formaður flokksins taldi þá,- að
viss „hálfdönsk fjármálaævintýri”
sem leikin hafa verið á bökum ís-
lenzkrar alþýðu, ætti að enda eins
og ,hið aldanska æfintýri við Land
mandsbanken”, en það endaði með
því að aðalbankastjórinn skaut
sig, en nokkrir af félögum hans
fóru í tugthúsið.
Þessi endir þótti að vonum.
Og Framsóknarflokkurinn lét
kjósa nefnd til þess að gera tillög-
ur um bankamálin. Það átti að
sýna það svart á hvítu að brodd-
um flokksins væri full alvara með
að láta ódyggðina og svikin i ís-
lenzkum stjórnmálum fá illan
endi.
Ásgeir Ásgeirsson var kosinn í
nefndina, eftir langa og erfiða
rannsókn komst hann að þeirri
niðurstöðu, að það væri gott starf
að vera bankastjóri.
Bemhard Stefánsson var einnig
þangað kosinn, hann hafði áður
gert sömu uppgötvun og Ásgeir,
og var löngu hættur öllum barna-
legum bollaleggingum um að
leysa vandræði þjóðfélagsins með
því að flytja af mölinni í faðm Öxn
dælr.krar sveitasælu. Með þessum
tveimur stórhöfðingjum störfuðu
þrír minniháttar menn, þeir
Gunnar Viðar, Þórir Steinþórsson
og Árni frá Múla. Og niðurstaðan
af umþenkingum nefndarinnar
virðist hafa verið sú, að ekkert sé
hæg að gera, (nema að láta Bern-
hard sigla á ríkisins kostnað), og
að ,hálfdanska æfintýrið’ verði að
halda áfram, og Jónas Jónsson og
Jón Árnason verði að lýsa blessun
sinni yfir því „fyrir hönd” Fram-
sóknarflokksinns. Svo var þjóð-
stjómin mynduð til þess að
vernda fjármálahneykslið og spill-
inguna, til þess að vernda Kvöld-
úlf og Landsbankann. Jónas Jóns-
son myndaði hana „fyrir hönd”
Framsóknarflokksins.
En hr. Jónas Jónsson! Nú er
Framhald á 4. síðu
******** V*.***”*”***** v •.**/ *•* •«**•* *»**,**»**»* %***• . **V V V V V ****** V V *.****»**.*’*•**•* V * v**WVVVVVVVVVW * •••♦•*»..
I
X
X
KVENNASIÐAN
'.♦V.«V,VVVVVVVVVV*.MvV
Hvernig lifum við
styrkþegar bæjarins
Mér gengur sæmilega að láta,
mér endast það skammtaða, hitt
gengur mér ver að hafa eitthvað
til að borga með bæði það og aðr-
ar nauðsynjar. Bóndi minn hefur
nú á annað ár verið óvinnufær
sökum lasleika, hefur því heimilið
eingöngu orðið að lifa á fram-
færslustyrk.
Við erum 6 í heimili, við hjónin
og f jögur börn; þrjú af þeim eru
á skólaaldri. Við fáum vikustyrk
eins og allir sem hafa okkar á-
stæður. Styrkurinn er venjulega
33 kr. á viku, stundum, t. d. í allt
sumar hefur hann verið 30 kr. á
viku. Af þessu eigum við að borga
auk fæðis, kol, rafmagn, hreinlæt-
isvörur, skóviðgerð og allt smá-
vegis til skólans. Sokka og nær-
fatnað á börnin hef ég verið að
draga af þessu líka. Eg hef fengið
einn utanyfirfatnað, eina sokka
og ein gúmmístígvél á hvert barn-
anna, sem eru í skóla, annað ekki
til fatnaðar. En þetta þykir áreið-
anlega mjög gott. Eg elda við kol
og hef ofna í herbergjunum. 1
fyrra vetur eyddi ég tveim pokum
af kolum á viku og hafði þó aldrei
eld nema í einu eldfæri í einu.
Minna get ég ekki gert ráð fyrir
að eyða í vetur. 2 pokar gera
með núverandi kolaverði kr. 8,50
á viku.
Rafmagnið er 8—10 kr. á mán-
uði — kr. 2 á viku — brauð og
sykurskammtur er mjög hæfilegt
handa mínu heimili, ef ég mætti
nota það. Brauð er erfitt að spara
við svanga krakka 10—13 ára.
Þegar ég á aura kaupi ég 2 potta
af mjólk á dag, það myndi gera
kr. 5,88 á viku. Kolin, rafmagnið,
mjólkin og skömmtuðu vörurnar
gera þá kr. 27,10 á viku. Þá eru
eftir tæpar 5 kr. til að kaupa fyrir
kjöt og fisk, kartöflur, smjörlíki,
hreinlætisvörur, skósóla; yfirleitt
allt smávegis sem heimili þarf. Eg
veit að það sjá allir að þessar 5
kr. nægja ekki til þessara hluta.
Nýru med fómöf~
um fíl míðde£ís~
verdar,
Þegar búið er að hreinsa’ allar
himnur og pípur af nýrunum, eru
þau lögð í vatn um stund. Á með-
an er svolítið smjörlíki látíð í pott
inn og dálítið af lauk, auk þess
eru 5—6 tómatar skornir í bita og
látnir í pottinn líka. Þetta er látið
sjóða góða stund áður en nýrun
eru látin út í. Nýrun eru svo soð-
in í þessu mauki þar til þau eru
orðin meyr. Það má setja dálítið
vatn í pottinn ef með þarf.
Þegar nýrun eru soðin er 1 mat
skeið af hveiti stráð í pottinn og
hrært út í. Gott er að þynna sós-
una með súrmjólk eða súrum
rjóma. Loks er jafningurinn salt-
aður og pipraður eftir þörfum.
Þessi réttur er borinn fram með
kartöflum.
Það gera þær heldur ekki. Eg
kaupi kjöt á sunnudögum fyrir
2—3 kr., fisk reyni ég að hafa
alla aðra daga vikunnar og smjör-
líki eða tólg við. Hvernig ég fer
að því? Jú, galdurinn er að ég
dreg af öllu, brauðinu, kaffinu,
sykrinu og m jólkinni; seinustu
dagana áður en ég fæ styrkinn
hef ég enga mjólk, lítið brauð,
fisk, ef fiskkaupmaðurinn lánar
mér, annars ekki; ég hef sem sagt
1—2 föstudaga i viku, svona til
heilsubótar. Auðvitað kemur ekki
til mála að geta birgt sig upp
með neinar haustvörur. Við sem
lifum á hinum skorna vikustyrk
úr bæjarsjóði verðum að sæta
hæsta smásöluverði á hverjum
hlut.T d. hefðum við ekki bragðað
slátur í haust, ef brjóstgott fólk
] hefði ekki gefið okkur innan úr
; lambi.
j Eg væri ekki að segja frá þessu
i hér, ef ég og mitt heimili væri
: einasta lieimilið sem byggi víð
þessi kjör. Eg veit að þetta er
I reglan með öll þau heimili sem
j lifa á styrk eins og við. Alla at-
| vinnuleysingja með konu og börn,
einstæðingsmæður með böm o. s.
frv. Já, þau eru víst nokkuð mörg
barnaheimilin hér i bæ Sem geta
sagt þetta sem sína sögu. En því
þegjum við mæðurnar? Því heimt-
um við ekki matgjafir fyrir börn-
in í skólanum? Já, því heimtum
við ekki allar, að styrkurinn sé
hækkaður, núna þegar flestar
nauðsynjar hækka í verði?
Ein af liundrað.
I
T
*
H ATT ATIZKAN
Hér eru nokkur sýnishorn nf haus
og vetrarliöttum, sem nú eru í t zku.
Þeir eru að vísu ekki skjólgóðir í
norðanhriðum, en Reykjavikumtúlk-
urnar langar til að eiga svona hatta
til þess að setja upp þegar þær
ætla út að skemmta sér.
Til þess að luilda þessum grunnu
höttum á höfðinu, eru notuð ýmist
bönd aftur fyrir hnakkann eða
hatturinn er bundinn niður með
slöri, sem nær yfir allt andlitið,.
og er bundið þétt saman aftur á
hnakka.
Slík slör eru furðu skjólgóð, þau
hlífa gegn kulda og hvassviðri, auk
þess sem þau eru hin mesta prýði.
Á myndinni sést auk þess „slá‘‘
ur lambsskinni, sem er bæði hlý
ög falleg flík, og auðveld að sauma
og fremur ódýr, þar sem lambs-
skinn eru ekki í mjög háu verði.
Matgjafiriiðr í bariiaskólunnni.
Núna undanfarna daga hef ég
oft verið spurð að því hvort ég
vissi nokkuð hvenær yrði byrjað
á matgjöfinni í barnaskólunum.
Baráfta kínveirskra kvenna gegn
fapönsku árásarseggjununi.
I árásarstríði Japana á Kína liefur
voldug frelsishreyfing sameinað kín
versku þjóðina til varnar. Kínversku
konurnar eru þar engir eftirbátar.
Margar sögur hafa borizt um hetju
afrek þeirra bæði á vígvelli og í
heimahéruðum. „Landssamband kín-
verskra kvenna til björgunar liéim-
ilunum”, hefur meir en milljón með
limi. Félagsskapur þessi, sem nær
til allra héraða, þorpa og bæja í
Kína, stofnar heimili handa börnum
þeim, sem missa foreldra sína í
stríðinu, skipuleggja konur til ým-
iskonar hjálparstarfa og vinnur að
því að útbreiða þekkingu meðal
fólksins á stríðinu gegn Japönum.
Við iðnað og landbúnað koma kon
(urnar í stað karlmannanna, 'sem í
stríðið fara og þátttaka kvenna í
stjórn landsins eykst geysilega. Við
peningasafnanir og þegar safna átti
3000000 jökkum handa hermönnunum
hafa konurnar staðið sig prýðilega.
Þó er framkoma þeirra á vígvöll-
unum einna glæsilegust. Kínverskar
konur hafa myndað fjölda smáskæru
hópa. Einum þeirra stjómar 29 ára
gömul stúlka að nafni Tsai I. Fei.
1 fyrstu voru þær 300 í hópnum
hennar, en nú eru þær orðnar 1500.
Þessi hópur liefur g:rt Japönum
marga skráveifuna. E'i t sinn kjinu
Framh. á 4. síðu.
Rahi I tbúdum.
i
! Ao forðast raka í húsum, sem
I eru lítið sem ekkert kynnt, er ánn
! að en gaman.
j Þegar kolin eru orðin svona dýr
I og þessvegna ekki hituð upp nema
þau herbergi, sem fólk er mest í,
i er það eitt aðaivandamál hverrar
húsmóður, hvernig eigi að verjast
skemmdum og óhollustu af völd-
| um rakans.
! Hver húsmóðir ætti að gæta
þess vandlega, að láta aldrei neitt
standa fast upp að vegg í rökum
herbergjum. Með því getur loftið
leikið um alla veggi og hjálpað
til að halda veggjum þurrum.
Eins er nauðsynlegt, að strjúka
um alla veggi með þurru stykki
ekki sjaldnar en einu sinni í viku.
Er gott að hnýta stykki á kúst-
hausinn og nota hann svo. Þeir
sem eiga ryksugu ættu að ryk-
soga veggina þar sem raka verður
helzt vart.
Það er eðlilegt að þessar og því-
líkar spurningar komi fram. Allir
i vita ao síðan stríðið byrjaði, má
] segja að nllar vörur hækki dag-
lega. Við fátæku konurnar, sem
ekkert gátum birgt okkur upp
eins og peningafólkið, og verðum
því að kaupa alt með uppsprengdu
verði finnum þetta tilfinnanleg-
ast. Það eina sem ekki hækkar, er
kaupið. Hvernig getum við látið
; þetta lága kaup, sem verkafólk
hefur, nægja fyrir öllum nauð-
| synjum, eftir að allt er orðið
! svona dýrt? Matgjafirnar í skól-
unum hafa mikið hjálpað fátæk-
osta fólkinu, það er .ekki svo lítill
léttir hvað kostnað snertir, en þó
fvrst o" i'remst að börnunum er
tryggð h-’rna holl og góð máltíð.
Nú verða máske talin vandkvæði
] á þessu, sökum þess að allt er
| skammtað, en það er alveg ó-
. þarfi, börnin geta haft með sér
fií’ia matarmiða að heiman. Það
; er nauðsynlegt, að þessar mat-
j gjafir byrji sem allra fyrst, því
j sjaldan hefur verið svartara fram
undan en nú hjá alþýðunni, þar
sem atvinnuleysið er eins tilfinn-
anlegt og nú er. Síðastliðinn vetur
vissi ég um mörg börn, sem litla
eða enga mjólk fengu. aðra en þá,
er þau fengn í skólanum. Við
"'ðurnar væntum þess fastlega
að þeir, sem með völdin fara, sjái
sér fært að hlynna svo að þessum
smæztu samborgurum sínum, að
ekki komi óþarflega hart niður á
þeim þeir erfiðu tímar, sem fram-
undan eru.
Ilúsmóðir.