Þjóðviljinn - 19.10.1939, Side 2
Fimmtudagurinn 19. október 1939
ÞJÓ8VILJINN
Frímann Helgason;
í loftvarnaræfingum.
pw j
jiLLnrGEir
Landamæri Þýzkalands og Frakklands. — Svörtu línurnar eru
IWaginot-, Siegfried- og Göring-varnarvirkin.
^iéoviuinii
Útgeiandi:
Sameiningarflokkur alþýðu
— Sósíalistaflokkurinn.
Kitstjórar:
Einar Olgeirsson.
Sigfús A. Sigurhjartarson.
Ritstjórnarskrifstofur: Aust-
urstræti 12 (1. hæð). Símar
5276 og 2270.
Afgreiðsla og auglýsingaskrif-
stofa: Austurstræti 12 (1.
hæð) sími 2184.
Áskriftargjald á mánuði:
Reykjavík og nágrenni kr,
2.50. Annarsstaðar á land-
inu kr. 1,75. 1 lausasölu 10
aura eintakið.
Víkingsprent h. f. Hverfisgötu
4. Sími 2864.
¥íð gröf óþekkfa
sfómannsíns.
•
Við gröf óþekkta sjómannsins
eru toluð fögur orð á ári hverju.
Á sjómannadaginn eru sjómenn
vorir lofaðir fyrir hreysti og fórn-
fýsi, útgerðarmenn og ráðherrar,
stundum í einni persónu, keppast
um að syngja þeim lof. Borgara-
blöðin skrifa um að einmitt sjó-
mennina eigi að hafa í hæstum
metum, verðlauna þá, heiðra þá,
sýna það í verkinu hvers þjóðin
metur þá.
Og nú er komið að verkinu. Nú
stöndum við frammi fyrir annari
gröf óþekkta sjómannsins, en
þeirri í Fossvogskirkjugarðinum.
Við stöndum við sjálft Atlantshaf
ið, þar sem kafbátar og vítisvélar
leynast hvarvetna á leið þeirri,
sem sjómönnum vorum er ætlað
að fara til að frelsa landið úr
vanda. Við stöndum við togarana
okkar, sem eiga að sigla til Eng-
lands, og við vitum að einhverjir
þeirra verða líkkistur sjómanna
vorra, er þeir sökkva í gröf At-
lantshafsins. Þegar beztu herskip-
um Breta er sökkt inn í Scapa
Flow, hvernig ættu þá allir okkar
togarar að sleppa?
Þjóðin vonast samt til þess að
sjómennirnir hætti lífi sínu nú
sem oftar. Og það stendur ekki á
sjómönnunum okkar nú frekar en
endranær að leggja líf sitt í söl-
urnar. En þeir hrópa, eins og
össneska þjóðhetjan Winkelried,
er hann henti sér á spjótsodda ó-
vinanna, til að rjúfa fylkingar
þeirra, til landsmanna sinna: Sjá-
ið fyrir konu minni og börnum!
Svisslendingarnir brugðust vel og
drengilega við því hrópi forðum
daga. En hvernig svara íslending-
ar því nú? Mennirnir, sem kalla
sig forustumenn þjóðarinnar,
mögla, — þeir telja eftir hvern
eyrir til sjómannsins, þeir þrefa
um hverja krónu, þeir reyna að
hafa af honum það, sem þeir geta
— og að lokum gera þeir þannig j
við þá, að fæstir sjómenn fara á :
togarana nema nauðugir, pískaðir j
af sultarsvipunni. Og mennirnir, !
sem neita sjómönnunum um
nokkra tugi króna í launahækkun,
um nokkur þúsund hærri dán-
arbætur og önnur smærri fríðindi,
það eru einmitt mennirnir, sem
sjálfir hafa ausið, ekki tugum,
ekki þúsundum, heldur milljónum
króna úr bönkunum í hít sína und
anfarin ár, lifað sjálfir vel af,
byggt sér skrauthýsi og borizt á
í hvívetna. Mennimir, sem neita
sjómönnunum um þeirra rétt, hafa
sjálfir skammtað sér um 20 þús.
kr. árslaun við að arðræna þessa
sömu sjómenn — og þeim dettur
ekki í hug að fórna neinu af fríð-
Þegar við komum til Duisborg-
ar var okkur tilkynnt að tvær
næstu naíturnar færu fram loft-
varnaræfingar um allt Vestur-
Þýzkaland. Öll ljós yrðu slökkt í
borgum og bæjum, og áberandi
ljós sem sæjust utan að væru
stranglega bönnuð. Ennfremur
var okkur tilkynntl að hyggilegast
væri að halda sig inni á hótelinu
þessi kvöld. Var þetta að sjálf-
sögðu tekið alvarlega, enda voru
menn ferðlúnir eftir langa sjóferð
og svo síðast járnbrautarferð
frá Hamborg. Eg er nú ekki
frá því að óhug hafi slegið
á þessa „útlendingaherdeild” þeg-
ar loftvarna- og myrkurtilkynning
in var gefin, en það varaði ekki
lengi og vék fyrir þeim „spenn-
ingi” sem því fylgdi að verða þátt
takendur í þessum „heræfingum”,
sem við höfðum oft heyrt talað
um en aldrei séð, sem betur fer,
og var beðið eftir rökkrinu með
eftirvæntingu.
Allsstaðar var viðbúnaður til
að verja ljósinu út úr húsunum.
Svörtum pappír var komið fyrir
alla glugga, og dyr þar sem rúð-
ur voru; mjög daufar perur voru
í göngum svo að Ijósglampinn
kastaðist ekki út á götuna. 1 her-
berginu mínu á hótelinu hafði per-
an í loftlampanum verið tekin
burtu og í náttlampann minn var
komin dökk pera sem gaf lítið
meiri birtu en svo að vel var les-
bjart rétt við lampann, auk þess
voru svört tjöld dregin fyrir glugg
ana, svo lítil líkindi voru til að
ég, sem ókunnugur, gæti brotið
þetta myrkraboð. Strax eftir
kvöldverðinn fór ég til herbergis
míns og hugðist að fylgjast þaðan
með hvað gerðist, ef þá annars
gerðist nokkuð. Eg byrjaði á því
að slökkva á náttlampatýrunni,
dró gluggatjöldin frá glugganum
og opnaði hann mjög hljóðlega,
því ég vildi ekki að min þátttaka
í þessum æfingum yrði til þess að
kasta rýrð á „útlendingahersveit-
ina” okkar, sem stödd var í Duis-
burg og bjó á ,,Hotel Prins Reg-
ent!” Þegar ég leit út var öll borg
in í kolamyrkri, hvergi ljósglæta
að sjá og kæmi það fyrir, hvarf
hún jafnskjótt aftur. Umferð var
minni en vant var, þó voru kaffi-
hús og aðrir samkomustaðir opnir
indum sínum nú, þegar þeir sjálfir
hrópa hæst að eitt skuli yfir alla
ganga.
Það er sama kúgunin, sami
gróðahugurinn í þessum harðstjór
um nú sem fyrr, — þótt við stönd-
um í rauninni frammi fyrir opinni
gröf óþekkta sjómannsins, sem
þeir við hátíðleg tækifæri tala
hjartfólgnast um.
En mestri furðu gegnir þó, að
þessum fjandmönnum sjómann-
anna skuli takast að svínbeygja
svo samtök sjómanna sem raun er
á orðin, í krafti þess að hafa
stjórn Sjómannafélagsins í vasa
sínum,
Sjómenn! Hér er hætta á ferð-
um! Látið það hneyksli ekki leng-
ur við gangast að þið getið ekki
fengið upp fund í ykkar eigin fé-
lagi! Krefjist fundar, linnið ekki
látum fyrr en hann verður! Vinn-
ið ykkar eigin félag fyrir ykkur,
til að gera það að því vopni í lífs-
baráttu ykkar, sem það einu sinni
var og sem það aftur á að verða!
eins og venjulega, og lífið þar
gekk sinn vanagang og myrkrið
úti hafði lítil áhrif á það.
Leigubifreiðar voru í gangi, en
settu einskonar ljóshlífar á Iugtir
sínar með smárifu, 3—4 cm.
breiðri, þvert yfir glerið, er lýsti
aðallega niður á götuna. Sporvagn
ar gengu líka og höfðu sama út-
búnað á ljósum sínum, en voru
með mjög dauf Ijós. í farþega-
rúminu þannig, að nokkuð til að
sjá voru þeir eins og maður gæti
hugsað sér „draugalestir”. Eini
hávaðinn frá fólki þetta kvöld var
frá strákaunglingum sem virtust
hafa tekið þetta sem nokkurskon-
ar gamlaárskvöld, og stungu
hlátrasköll þeirra og hávaði nokk-
uð í stúf við þá alvöru sem mér
fannst hvíla yfir .þessu kvöldi, en
þetta var bara æfing sem þeir
voru vanir og voru hættir að taka
alvarlega. Stöku sinnum kváðu við
þórdunur í lofti, eins og herguð-
inn frá römmustu heiðni væri nú
kominn aftur með þann boðskap,
„að nú skyldi ekki aðra guði
hafa”, og að því er virðist er sú
trú tekin. Uppi í dökku himinhvolf
inu sáust tvö Ijós augu. Það voru
augu herguðsins — flugvélanna
sem litu yfir aðgerðir mannanna
þetta kvöld „og sjá, það var harla
gott”. Þetta var vinveittur guð,
en þegar óvinveittir guðir koma
og hella úr skálum reiði sinnar,
yfir borgarana, eignir þeirra og
líf, þá fer gamanið að grána.
Víða sá maður ljósrákir um him
inhvolfið sem köstuðust til og frá
og voru frá ljóskösturum. Setti
það svip sinn á þetta ævintýra-
kvöld. Eins og fyrr segir var þetta
bara „æfing”, æfing fólksins á
heimilunum, sem kallað er á hin-
um friðsælu stöðum. Það á með
þessu að gera óvinunum erfiðara
fyrir að finna þéttbýlið þegar
hann kemur á hergandreið sinni
hlaðinni sprengjum. Þessar æfing-
ar sanna líka það að í nútímahern
aði er hvergi griðastaður. Þá hafa
menn gert skothelda kjallara fyrir
fólkið sem það flýr í þegar til-
kynnt er að loftárás sé í aðsigi.
Eru þeir víða og er nákvæmlega
auglýst með örvum hvar þeir eru:
Undir stórum hótelum og bygging
um, í sambandi við verksmiðjur o.
s. frv.
Þegar maður lét hugann hvarfla
til þess að þetta allt væri nú al-
vara og eignir og mannslíf væru
að farast í sprengjuregni óvin-
anna, þá fylltist maður vantrú á
öllu menningartali tuttugustu ald-
arinnar, þar sem staðreyndirnar
tala máli ómenningar, eyðilegging
i ar og mannúðarleysis. Síðara
kvöldið var alveg eins, en þá höfð-
um við strax samizt að -siðunum
og fannst allt eðlilegt. 1 sambandi
við þetta má segja frá því að Dan-
ir tóku upp þessar myrkraráðstaf-
anir eftir að stríðið skall á, en eft-
ir að sprengjurnar féllu í Esbjerg
komu fram raddir um að hlutlaus
lönd eins og Danmörk ættu að
lýsa vel upp sínar borgir og mála
danska fánann á flöt þök og lýsa
hann vel upp.
Þriðju myrkranóttina áttum við
í Hamborg nóttina áður en Þýzka-
land var kvatt. Var fyrst sagt að
það væri æfing, en síðar var til-
kynnt að þetta væri alvara vegna
þess að stríðið hefði þá staðið í
Póllandi í tvo daga og árás frá
Bretlandi var hugsanleg. Undir
hótelinu þar sem við bjuggum var
loftvarnarkjallari fyrir gesti
hótelsins og starfsfólk.
Handrit að símaskrá Reykjavík-
ur liggur frammi í afgreiðslusal
Landssímastöðvarinnar dagana 18
—21. þ. m. Er þar tekið á móti
öllum breytingum, sem menn
kunna að óska eftir á skránni kl.
8—21 daglega .
Sú saga gengur að fyrir nokkru
síðan hafi Þjóðverjar sent Frökk-
um eftirfarandi úrslitakosti:
Ef þér herðið ekki styrjöldina
innan 24 klukkustunda sér Þýzka-
land sér ekki annað fært en að
afla sér nýrra fjandmanna.
Kennarinn: Stíllinn þinn um
hundinn er nákvæmlega eins og
stíllinn hans bróður þíns.
Drengurinn: .— Já, það er von
við lýsum báðir sama hundinum.
-A--X*
Skoti nokkur ákvað að leggja
til hliðar dálitla upphæð til þess
að verja til sumarleyfis. Eftir
nokkurar bollaleggingar ákvað
hann að leggja 1 penny í spari-
kassa í hvert skipti sem hann
kyssti konuna sína. Loks þegar
sumarleyfið hófst opnaði hann
kassann og sá sér til mikillar undr
unar, að í honum voru ekki aðeins
penny, heldur shillingar og jafn-
vel stærri peningar. Snýr Skotinn
sér þá undrandi að konu sinni og
spyr, hverju þetta sæti.
Það eru ekki allir jafn nískir og
þú góði minn, svaraði konan,
**
Maðurinn kemur hlaupandi inn
á lögreglustöðina ög segir: — Það
var brotizt inn hjá mér í nótt.
— Hverju var stolið?
I — Öryggislæsingunni, öryggis-
hringingartækinu og varðhundin-
um.
Móðir Schopenhauers, hins
kunna þýzka heimspekings, skrif-
aði skáldsögur, sem þóttu fremur
léttvægar að efni og list. Gramd-
izt Schopenhauer þetta og segir
því einu sinni við hana: Eftir
hundrað ár verður hvergi hægt að
finna eina einustu af bókum þín-
um.
—• Það má vel vera, segir skáld-
konan, en ekki þætti mér ólíklegt
að af þínum bókum yrði þá hægt
að fá heil upplög fyrir sama sem
ekkert, en aftur á móti yrðu mín-
ar bækur þá svo sjaldgæfar að
þær yrðu borgaðar háu verði.
**
Einhverju sinni borðaði Schop-
enhauer í matsöluhúsinu einu. Tók
hann þá æfinlega upp gullpening
er hann settist að borðum og
stakk honum aftur í vasa sinn um
leið og hann stóð upp. Þjónninn
hugði fyrst, að hér væri um þjór-
fé að ræða, en sá brátt að það
var misskilningur. Víkur hann sér
því að heimspekingnum einu sinni
. þegar vel lá á honum og spyr
ann hverju sæti með gullpening-
inn.
— Eg ætla að greiða yðyr hann
í þjórfé, þegar eg heyri Englend-
ingana, sem sitja við næsta borð
tala um eitthvað annað en kven-
fólk og veðreiðar. Sagan segir að
heimspekingurinn hafi farið svo
úr matsöluhúsi þessu að hann
greiddi aldrei gullpeninginn.
Valgeir Björnsson bæjarverk-
fræðingur og K. Langvad verk-
fræðingur Höjgaard & Schultz
voru meðal farþega á Lyru frá
útlöndum í fyrrakvöld. Fóru þeir
utan í erindum hitaveitunnar um
þær mundir sem stríðið skall á,
meðal annars til þess að athuga
þau nýju viðhorf, sem urðu í hita-
veitumálinu af stríðsins völdum.
*