Þjóðviljinn - 19.10.1939, Qupperneq 3
Þ JÓÐ VILJINN
Fimmtudagurinn 19. október 1939
Stafford Cripps, enski verkalýðs-
leiðtoginn ræðst í „Tribune” gegn
sovétníði sósíaldemokrata. Hann
leggur áherzlu á að Sovétrikin hafi
ekki drýgt neinn árásarverknað, held
ur aðeins gert skyldu sína sem sósía
listiskt ríki. Sökina á hruni Póllands
eiga stjórnir Englands, Frakklands
og Póllands.
„Það takmark, sem við sósíalistar
teljum pess vert að berjast fyrir,
er frelsi alþýðunnar”, segir Cripps,
„og enginn skal fá mig til að fall-
ast á að þeim málstað sé greiði gerð
ur með baráttu gegn Sovétríkjun-
um. Vér verðum; í eitt skipti fyrir
öll að hætta allri yfirlætisafstöðu
til þessarar alþýðustjórnar, og þeir
sem með völdin fara verða að gera
sér það ljóst, að Sovétrikin eru
nú þýðingarmesti þáttur heims-
stjórnmálanna.
Þjóðstjórnin hefur verið plága á
ensku þjóðjnni, sem hún hefði fyr>-
ir löngu átt að losa sig við. Nú eru
siðustu forvöð, allt er í hættu, þau
verkefni, er nú bíða, „verða ekki
leyst af núverandi stjórn. Ef Cham-
beriainstjórnin fær að sitja áfram,
aigum við dimma tíma fyrir hönd-
um‘‘.
! greinarlok leggur Cripps áherzlu
á að enska stjórnin hafi alltaf stutt
árásarríkin og hlaðið undir Hitler,
hafi hindrað varnarbandalag við
Sovétríkin, þó að hún ætti kost á
þvi. Sem afleiðing af þessu hafi
þjóðstjórnin steypt Bretlandi út í
skelfilega og langvarandi styrjöld.
Fulltrúi kínverska herforingjaráðs
ins hefuir í viðtah við blöð sagt álit
sitt á ósigrum Japana í Hunan-
fylki.
Á hinum 27 mánuðum, er styrjöld
^ln í Kína hefur staðið, hafa Japanir
aldrei beðið annan eins ósigur. Eft-
ir sex mánaða undirbúning hófu Jap
anir stórkostlega sókn í átt til
Changsa, höfuðborgar Hunan-fylk-
is. Kínverska herstjórnin hafði fyr-
irfram ákveðið hernaðaraðferð sína
gegn þessari sókn. Á miðjum víg-
stöðvunum hörfaði kínverski herinn
hratt undan, en réðist síðan með
ölhnn kröftum á hliðarheri Japana.
Eftjr þriggja daga látlausar or-
ustur urðu Japanir að hefja undan-
haldið, og biðu hinn herfilegasta
ósigur, þrátt fyrir það að þeir hefðu
100000 manna lið á þessum slóðum
og óskaplegt magn hergagna.
S. /. S. þessi góðkunna skamrn-
stöfun er álíka þekkt i Sovétrikj-
unum og á fslandi, en austur þar
eru stafirnir skammstöfun fyrir
„Savod ímeni Stalina”, nafnfræg
bifreiðaverksmiðja, sem hoitir í h'öf-
uðið á Stalin. Hvað skyldu þeir
Jónas og Jón Árnason segja um
þessa ósvífni Rússanna?
Nýsoðín
Svíd
daglega
Kaffísalan
Hafnatrsfrætí 16
Athyglisverð menn-
ingarstarfsemi
-t
Ágúst Sígurðsson cand, mag. shýrír
frá námsflokkum Reykjavíkur.
Námsflokkar Reykjavíkur hófu
starfsemi sína í fyrravetur og
veitti Ágást Sigurðsson cand.
mag. þeim forystu. Nú eru náms-
flokkar þessir að byrja starfsemi
sína að nýju. Strax í fyrra tóku
menn þessari viðleitni hið bezta 5
og sóttu fleiri um en hægt var að
taka. Sú mun raunin verða á aft-
ur í vetur.
Bæjársjóður Reykjavíkur sér
um kostnaðarhlið námsflokkanna
að öllu leyti nema, hvað nemendur
greiða 5 króna inntökugjald.
Þjóðviljinn átti í gær stutt við-
tal við Ágúst Sigurðsson um náms
flokkastarfsemi þessa og fer frá-.
sögn hans hér á eftir:
Námsflokkastarfsemin á rætur
sínar í Svíþjóð. Þar var hún tekin
upp fyrir rúmum 25 árum
og er hún nú orðin útbreidd um
allt lándið. Þegar eg dvaldi í Sví-
þjóð kynntist eg starfsemi þessari
og tilraunir mínar hér heima eru
sniðnar eftir sænskum fyrirmynd-
um, þó að enn séu þær á byrjun-
arstigi.
Takmark námsflokkanna er að
gefa mönnum, sem notið hafa al-
mennrar barnafræðslu og eins
þeim, sem sótt hafa fræðslu í al-
mennum skólum kost á fram-
haldsnámi, samhliða öðrum störf-
um. Er nemendunum leiðbeint
hvernig þeir geti bezt náð árangri
og aflað sér s*taðgóðrar þekkingar
í þeim námsgreinum, sem þeir
leggja einkum hug á. Hefur sænsk
reynsla sýnt, að námsflokkafyrir-
komulagið hefur gefizt ágætlega.
Menn sem höfðu atvinnu og áttu
annars engan kost á skólagöngu,
hafa getað aflað sér þekkingar í
einni eða fleiri námsgreinum, án
þess að hverfa frá vinnu, meðan
á náminu stóð.
Þá tel ég starfsemi sem þessa
einkar hentuga fyrir atvinnulausa
eða atvinnulitla unglinga. Þeim er
tvímælalaust betra að glíma við
námsverkefni en að láta tímann
ganga úr greipum sér að fullu eins
og oft vill verða annars ef engin
verkefni eru fyrir höndum.
Loks vil ég koma að einu atriði
sem mér finnst mjög mikilvægt.
Þó að námsflokkastarfsemin hafi
enn sem komið er aðeins verið
reynd hér í Reykjavík, þá hika ég
ekki við að fullyrða, að hún á
engu siður erindi til sveitanna og
smábæjanna. Það er að vísu ekki
Móðír ohhar
Sígriður
Magnúsdóttír
Ágúst Sigurðsson.
við því að búast, að þar verði alls-
staðar völ á sérfræðingum til
kennslu í hverri námsgrein, en
án þeirra mætti komast langt ef
vel er áhaldið. I Svíþjóð eru náms
flokkarnir útbreiddir um allt land-
ð, og það er takmarkið, sem ég
tel okkur eiga að keppa að hér.
Eg álít að bæjarstjórn Reykja-
víkur eigi þakkir skilið fyrir að
hafa tekið þessu menningarmáli
vel þegar í byrjun.
Ðtbreiðið Þjóðviljann
andaðíst í gærmorgun eftír stutta legu.
Steínunn Árnadóttír Ársaell Árnason
Þórhallur Árnason Guðkjörg Árnadóttír
Magnús Á. Árnason Ingíbjörg Árnadóttír
Póstferðir 20. okt. 1939.
Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-
Kjalarness, Reykjaness, Ölfuss-
og Flóapóstar, Hafnarfjörður,
Fljótshlíðarpóstur, Austanpóstur,
Akraness, Borgarness, Snæfells-
nesspóstar, Stykkishólmspóstur,
Norðanpóstur, Dalasýslupóst.ur.
Til Reykjavíkur: Mosfellssveit-
ar, Kjalarness, Reykjaness, Ölfuss
og Flóapóstar, Laugai'vatn, Hafn-
arfjörður, Meðallands- og Kirkju-
bæjarklausturspóstar, Akraness,
Borgarness, Norðanpóstar og
Strandasýslupóstar.
4:1.1
Í3
TélskipM Oelgl
hleður tíl VestmannaeYja
næsthomandí taugardag.
Stúlkur
geta fengið margar ágætar vist-
ir. Upplýsingar Vinnumiðlunar-
skrifstofunni (Alþýðuhúsinu).
Lesendor!
Skíptíð við þá,
sem auglýsa í
Þjóðvíljamim
HAsmæðnrl
Svo sem shýrt var frá hér í blaðínu 10. þ. m.
hafa rannsóhnír leítt það i ljós. að
Gerílsncydíng (í stassanovél) rýrír ekkí
fínnanlega C-fjörvísmagn mjólkurlnnar.
Sýníshorn af sömu mjólk á undan o$
eftír stassaníseríngu# sýndu sama C-
fjörvísmagn eftír gerílsneyðlnguna og
fyrír hana.
Slcpptu mér —
haSíis mér
Sól oq syndir
K5
/Áikki TÁús lendir í ævintýrum. 197
Þá er að athuga hvernig
maður kemst héðan. Strák-
urinn, sem kallar sig kon-
ung, sagði að allsstaðar
væru varðmenn.
Og ég sé að hann sagði það satt.
„Halló, hvernig komst þú hing-
að?” „Eg — ég ætlaði bara að
heimsækja —
Það þýðir ekki mikið, dúfan mín
litla. Farðu burtu héðan strax eða
þú skalt eiga mig á fæti.
Hér mega engir kvenmenn koma,
segir konungurinn. Magga: Eg
hef nú aldrei vitað aðra eins með-
ferð á heiðarlegri konu!