Þjóðviljinn - 22.10.1939, Síða 3
ÞJÓÐVILJINN
Sunnudagurinn 22. október 1939.
—
HLUTAVELTA
knaffspTfnufélagsíns FRAM vcrdur hafdin í íshúsínu við Slökkvisfdðina I da$,
Af öllu því, sem þar er í boði má nefna:
Rannsókn hélt áfram í gær
vegna slyssins í Hafnarstræti. Var
allmargt fólk yfirheyrt, og bar
framburði þess í öllum meginat-
riðum saman við framburð bíl-
stjórans. Þess skal þó getið, að
bíll sá, er bifreiðarstjórinn var að
víkja fyrir, er slysið vildi til, var
ekki strætisvagn, heldur stór
fólksflutningabifreið.
Hjónaband. Nýlega voru gefin
saman í hjónaband, ungfrú Ing-
veldur Guðmundsdóttir og Sigur-
bergur Hjaltason.
750 kr. í penlngnm
Mafarfordi fíl vefraríns:
1 tunna Saltkjöt .... kr. 42,50
50 kg. Rófur ......... — 8,50
50 kg. Kartöflur .... — 12,50
25 kg. Saltfiskur.....— 14,00
25 kg. Nýr fiskur .... — 6,00
10 kg. Sagó ........... — 9,00
10 st. Smjörlíki ..... — 8,40
1 kassi Kex .......... — 10,00
5 kg. Kartöflumél .... — 4,00
2 kg. Kaffibætir ...... — 5,00
5 ds. Niðursoðnir ávextir — 5,00
Alls 125,00 hr. vírðí
Allt í einum drætti fyrir 50 aura.
krónur I eínum dræífí,
sem verða afhenfar á
hlutavelfunní.
Ferðafélag fslands biður þá,
sem þátt tóku í skemmtiferðum í
Þjórsárdal, Þórsmörk, Hveravelli
og Kerlingafjöll, Borgarfjörð og
Surtshelli og Fjallabaksferðina
um að koma saman í Oddfellow-
húsinu uppi á mánudagskvöldið
23. þ. m. kl. 9 til að skoða og
skiptast á myndum úr ferðunum
og rabba saman um sólskinsstund-
irnar í sumar. Takið myndirnar
með.
Ríkisskip. Esja var á Vopna-
firði á hádegi í gær. Súðin er í
Reykjavík.
Málverk
150 kr. vírðí
500 kg. kol
1 eínum draettí.
20 sekkir
Akraness-kartðflor
Farseðlar
Til Isafjarðar
oo' Vestmannaeyja.
o
50 króna
svefnpokí
Hlutaveltan hefst stundvíslega hl 4. — Hljóðfærasláttur allt hvöldíð. — Hlé míllí 7—8.
Lítíð í Sýníngargfuggann híá HARALDI, — Inn$angur 50 fyrír fullorðna og 25 fyrír börn. — Dráffurínn 50 aura.
Konan mín, móðír ohhur, tengda-
móðír og amma
GUNNLAUG GUNNLAUGSDÓTTIR
verður jarðsungín þríðjudagínn 24. oht. frá heímílí
sinu Líndargötu 36 kl. 1 e. h.
íarðað verður í gamla hírhjugarðínum.
Sæmundur Einarsson,
Guðrún Sæmundsdóttir, Gunnlaugur Sæmuiulsson.
Bjarnheiður Sæmundsdóttir. Páll Sæmundsson,
11 na Sæmundsdóttir. Sólberg Eiríksson
og barnabörn.
Brynjólfur
Þorláksson
gerír víð og stíllír
píanó og orgel.
Símí 4633.
Píanókennsla
Söngkennsla
Hallgrímur Jakobsson.
Brávallagötu 4. Tíl víð-
tals hl. 5—8 þríðjud.
og föstudaga.
I. 0. ft. T.
Sf. Framfíðín nr. 173.
Fundur í kvöld kl. 8,30.
Inntaka nýrra félaga.
Hagnefndaratriði:
1. Einsöngur: Frú Ásta St. Jós-
efsdóttir.
2. Upplestur Frú Anna Guð-
mundsdóttir.
3. „Akrobatik” (?)
Ungir og' gamlir!
Takið þátt í starfseminni fyrir
• aukna siðmenningu, og gerizt
. félagar í I. O. G. T.
Æðstitemplar.
Utbreiðið Þjóðviljann
Ufanrikíssfefna
FRAMH. AF 2. SIÐU.
valdsinsogí þeirri von að geta þann
ig slegið tvær flugur í einu höggi:
Steypt valdi verkalýðsins í Rúss-
landi pg gert Þýzkaland að fjarhags
legu leppríki Bretlands. Sömu
draumana dreymdi ritstjóra Alþýðu-
blaðsins og Tímans hér heima.
Til pess að gefa slíkum hugmynd-
um undir fótinn, var andkommúnisfa
bandalagið stofnað. í samræmi við
þessa drauma var Muchensáttmálinn
gerður. í samræmi við þessa drauma
var allur hávaðinn um Stór-úkraín-
iskt ríki undir vernd Þýzkalands og
um herferðina til austurs. Eftir
Munchen gægðist úlfurinn und'an
sauðargærunni. Blöð Chamberlains
og Daladíers töluðu þá ekki um
annáfe en Stór-Úkraínu, rétt eins |
og striðið milli Rússlands og Þýzka
lánds væri að hefjast, sýnilega 1
þeim tilgangi að etja Rússlandi og
Þýzkalandi saman.
Þegar Hitler byrjar á ógnunum
sínum gagnvart Póllandi eru ný öfl
komin til- sögunnar. Frammi fyrir
brezku þjóðinni er grínian farin að
falla af. pólitík Chamberlainstjórnar
innar. Sterk auðvaldsöfl í Bret-
landi. sjá að þetta er hættulegur
leikur. Chamberlain verður að láta
undan kröfuni þjóðarinnar um að
taka upp samninga við Rússland.
En það koin brátt í ljós að heil-
indin voru engin. Ekki kom til mála
að veita Rússlandi aðstoð að austan
og Rússland mátti ekki verja sig
að vestan. Rauði herinn mátti
ekki fara í gegn um Pól-
land. Pólland og Eystrasalts-
löndin neituðu að þiggja aðstoð
Rússlands og rússneskir stjórnmála-
menn fullyrða að hér hafi Bretar
verjð að verki. Upp á þessi býfi
átti Rússland að fara í strið við
Þýzkaland. Það er ekki að undra
þó Molotoff spyrði: Eru mennirnir
orðnir vitlausir?
Vonir manna um að afstýra styrj-
öld í þetta sinn hrundu í rústir.
Eina vonin til þess að beina rás
þróunarinnar í annan farveg hefði
verið að verkalýð Bretlands og
Frakklands tækist að steypa aftur-
SovétTikfanna
haldsstjórnunum í heimalandi sínu.
En verkalýður Vestur-Evrópu reynd
ist þessu ekki vaxinn.
Nú gerir Rússland griðasáttmál-
ann við Þýzkaland.
Hvað myndi nú liafa orðið ef
Sovétstjórnin hefði gengið að fillög
um Chainberlains og Co. eða neitað
að gera griðasáttmálann við Þýzka-
land?
Þáð var sýnilegt að Chamberlain
hafði ekki breytt um stefnu. Enn
var það draumur lians að etja Sov-
étlýðveldunum einangruðum út i
stríð við fasistarikin. Á sama tíma
sem hanri var að semja í Moskva,
semur hann við Japani og gefur
þeim frjálsar hendur í Kína og hugs
ar gott til þess að gcta sigað þeim
á Sovétríkin, enda hefja Japanir
nýjar árásir á landamærúm Sovéf
rikjanna í sama mund. Þetta var
aðeins einn liðurinn í áætluninni.
Á sama tíma og samið fer í Moskva
er leitað hófanna um stórt hrezkt
lán til handa Þýzkalandi. Á sama
tíma er Þýzkalandi afhentur gull-
forði Tékkanna. Er nú sérlega lík-
legt að stjórn, sem þannig liagar sér
hafi gert ráð fyrir að lenda sjálf
í stríði við Þýzkaland. Það væri fá-
víslegt að ætla sér að fara að geta
upp á þvi, hvaða dulmál kunna að
liafa farið milli Hitlers og brezku
stjómarinnar. En það er að minnsta
kosti ekki of mikið sagt, að ef Sov-
étrikin hfefðu hafnað griðasáttmál-
anum við Þýzkaland, þ. e. ðgnað
Þýzkalandi með ófriði, þá var mikil
liætta á því, að Chamberlain Hefði
samið við Þýzkaland á ný, gert
nýjan Muncbensáttmála, sem t. d.
hefði orðið eitthvað á þá leið, að
Þýzkaland liefði fengið Danzig og
pólska liliðið gegn þvi að beina
geiri sinum eingöngu til austurs,
hinsvegar ráðgert að bæta Póllandi
skaðann á kostnað Rússlands. Nú
virðist alveg óhætt að fullyrða að
það liefði verið gálaus og glæfra-
leg pólitík af Sovétstjórninni að
eiga nokkuð undir trausti Chamber
lainstjórnarinnar eins og sakir stóðu.
Rússland átti á hættu að lenda í
stríði við Þýzkaland og Japan, þar
sem þessi lönd liöfðuu verið studd
af Bretlandi og Frakklandi, beint
eða óbeint. Sovétstjórnin kom' i veg
fyrir þetta með sáttmálanum við
Þýzkaland. 1 stað þess var taflinu
snúið við. Nú er það Bretland,
Frakkland og Þýzkaland, helztu
auðvaldsstórveldin í Evrópu, sem
ifeiga í ófriði saman. .
Áfleiðingarnar af þýzk-rússneska
griðasantningnum urðu m. a. þessar:
Andkommúnistiska bandalagið féll
í mola. Japan og ítalía sögðu skil-
ið við Þýzkaland. Rússland fékk
frjálsari liendur að austan í stuðn-
ingi sínum við Kína, en ella hefði
orðið. Japanska stjórnin féll, og
eitt fyrsta verk nýju stjörnarinnar
var að hiðja um frið við Rússland.
Enda þótt griðasamningurinn gefi
Rússum írjálsári hendur að austan,
þá liggur í augum uppi að þeir höfn
uðu ekki friðartilboði Japana. Til
þess er ástandið í svipinn alltof
ótryggt að vestan, þar sem þeir
geta þurft á öllum styrk sínum að
halda á hverju augnabliki.
Nú rekur hver atburðurinn ann-
an. Pólska ríkið lirynur í rústir.
Þegar svo er komið fer Rauði her-
inn inn í Pólland og tekur Hvíta-
Rússland og Úkraínu sem eru rúss
nesk lönd, er voru lögð undir Pól-
land í lok stríðsins. Að öðrum kosti
hefðu þessi lönd fallið í liendur
Þjóðverja. Rússar taka oliuhéruð
Póllands næsium algerlega í sina>-
liendur og loka rúmensku landa-
mærunum. Þar með er Hitler gerð
sú mesta skráveifa, sem hann hef-
ur orðið fyrir siðan liann komst til
valda.Leiðin til rúmensku oliunnar
og Svartahafsins er í höndum S-ovét-
rikjanna. Skýjaborgir Hitlers um
Stör-Ukrainu eru hrundar i rústir
og það má bæta við, loftkastalar
Chamberlains um Stór-Úkrainu og
hrun Sovétstjórnarinnar eru leystir
upp i þoku. Þetta er mál, sem full-
trúar valdsins skilja. Tyrkland, Rúm
enía og Júgóslavía keppast við að
tengja vináttubönd við Sovét, og
Eystrasaltslöndin, sem áttu að verða
stökkpallur i framrás fasismans til
austurs hafa orðið að venda sínu
kvæði í kross. Sovétríkin eru
Framhald á 4. síðu.