Þjóðviljinn - 02.11.1939, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.11.1939, Blaðsíða 1
Hvað hefuir þú gerf fif að úfbreíða Þiéðviljann ■ 9 IV. ARGANGUR. FIMMTUDAGUR 2. NÖV. 1939 254. TÖLUBLAÐ ■■■I ir ipsott stiFiallapiinar Tíllðgutr sovélsíjórnarínnar víd Fínna cru um gapkvæm- an hjálparsáftmála o$ rádstafanír fil öryggís Lcníngrad. Ræða sú, er Molotoff, forsætis- og utanríbisþjóðfulitrúi Sovét- ríkjanna, flutti á fundi í sameinuðu þingi í fyrrakvöld, liefur vakið heimsathygli. Ræðan íjallar um alþjóðamál og afstöðu Sovétríkjanna. Skýr- ir Molotoíf rækilega írá samningum sovétstjórnarinnar við þýzku stjórnina, rekur tildrögin að styrjöldinni og segir skorinort álit sitt á tilgangi Bretlands og Frakklands með baráttunni við Dýzkaland. Þá kemur ýtarleg frásögn af töku Vestur-Hvítarússlands. og Vestur-Ukrainu, og Ioks er slðasti hluti ræðunnar um samningaum- leitanir sovétstjórnarinnar við. Finnland og Tyrkland. Hefur það vakið sérstaka athygli, að sovétstjórnin heíur farið i'ram á skipti á finnskum landskika í nágrenni Leningrad ásamt nokkrum smá- eyjum í Finnska flóvmum og tvöfalt stærra landi í SovétKarelíu. Molotoff ávítar harðlega Roosevelt forseta fyrir íhlutun hans um samningana við Finnland, og telur það sainræmast illa hlutleys- Isafstöðu Bandaríkjanna. Þjóðviljinn birtir þessa merku ræðu Molotoffs í heild, sam- kvæmt einkaskeytum frá fréttaritara blaðsins í Moskva. Fyrrihluti ræðunnar birtist í dag, en síðari hlutinn, þar sem m. a. er hin stórfróðlega frásögn af samningunum við Finna og Tyrki, verður að bíða morguns vegna þrengsla. Framsöguræða Molotoffs á fímmta fundí Æðstaráðs Sovétríhjanna í. nóv. 1939. EINKASKEYTI TIL ÞJÖÐVILJANS. MOSKVA I GÆRKV. Félagar! Þingmenn! Síðustu mánuðina tvo hafa orð- ið þýðingarmiklar breytingar í al- þjóðamálum. Á þetta einkum við ástandið í Evrópu, en einnig við lönd fjærri Evrópu. Eg skal nefna þá þætti þessara breytinga, er úrslitaþýðingu hafa 1. Breytingarnar á sambúð Sovétrikjanna og Þýzkalands. Hinn 23. ágúst gerðu Sovétríkin og Þýzkaland með sér griðasátt- mála, og með því var bundinn end- ir á þá óeðlilegu afstöðu ríkjanna hvors til annars, er staðið hafði nokkur ár. f stað fjandskaþar sem viss Evrópuríki blésu að af öllum mætti, hófu Sovétríkin og Þýzkaland samninga og komu á heilbrigðari samböndum Þessi af- staða kom einnig í ljós í samning- Um Sovétríkjanna og Þýzkalands um vináttu og landamæri, er und- irritaðir voru í Moskva 28. sept Þessi snögga breyting á inn- byrðis afstöðu Sovétríkjanna og Þýzkalands, tveggja stærstu ríkja álfunnar, hlaut að hafa áhrif á al- þjóðaástandið. Hvað það-snertir hafa atburðirnir algerlega stað- fest þá skýringu á pólitískri þýð- ingu bættrar sambúðar Sovétríkj- anna og Þýzkalands, er gefin var a síðasta fundi Æðstaráðsins. 2. Hertaka Póllp.nds og hrnn pólskr ríkisii -. Stjórnarklíkur Póllands höfðv ósjaldan gortað af „festu” ríkis- ins og „krafti” hersins. Það sýndi sig þó, að snöggar aðgerðir, fyrst af hálfu þýzka hersins og síðan Rauða hersins nægðu til þess að ekkert varð eftir af þessum van- skapning Versalasamninganna, er lifað hafði á kúgun erlendra þjóða.. Pólitík pólsku stjórnarinn- ar er ýmist beindist að Þýzkalandi eða Sovétríkjunum reyndist hald- laus og rann út í sand. 3. Hin mikla Evrópustyrjöld hefur valdið djúptækum breyting- um í alþjóðaástandinu. Styrjöld þessi byrjaði sem stríð milli Þýzkalands og Póllands, en varð að stríði milli Þýzkalands öðrumegin og Englands og Frakk- lan^s hinumegin. Stríðið milli Þýzkalands og Póllands fékk skjótan* enda, vegna hinnar algeru uppgjafar pólsku stjórnarinnar Eins og kunnugt er varð Póllandi ekkert lið að hjálparskuldbinding- um Englands og Frakklands, og enn er í rauninni ekki vitað hvers- konar „skuldbinding” "það hafi verið. Styrjöldin milli Þýzkalands og ensk-franska bandalagsins er enn á byrjunarstigi, og hefur ekki enn orðið víðtæk Engu að.síður er það eðlilegt, að slík styrjöld hafi í för rr.cð sór djúptæliar kreytings : á á- standinu i Evrópu, og ekki einung- is í Evrópu. Með tilliti til þessara þýðingar- miklu breytinga á alþjóðaástand- inu eru ýmis gömul hugtök, er vér höfum notað fram til þessa og margir hafa bitið sig fasta í: greinilega úrelt og ónothæf leng- MOLOTOFF ur. Þetta veröur maður að gera sér ljóst, til að forðast alvarlegar skekkjur, þegar dæma skal um hið nýja stjórnmálaástand í Ev- rópu. Það er t. d. augljóst, að hug- tök slík sem „friðrof” og ,,frið- rofi” hafa nú síðústu mánuðina öðlazt nýja, ákveðna meiningu svo að vér getum ekki notað þau hugtök eins og gert var fyrir segjum þrem til fjórum mánuðum. Ef um stórveldi Evrópu er að ræða, er Þýzkaland nú í þeirri að- stöðu, að það vill ljúka styrjöld inni eins fljótt og kostur er. En England og irstandandi styrjaldar undir því yfirskini að endurreisa eigi gamla pólska ríkið er heimskulegt. Stjórnum Englands og Frakk- lands er þetta fullljóst — en samt vilja þær ekki að styrjöldinni sé hætt og friði komið á, heldur leita nýrra réttlætinga á styrjöld við Þýzkaland. Upp á síðkastið þykj- ast stjórnarvöld Englands og Frakklands berjast fyrir lýðræðis- réttindum þjóðanna gegn Hitler- isma. Enska stjórnin lýsir yfir því, að takmark hennar í styrjöld- inni við Þýzkaland sé hvorki meira né minna en „útþurrkun Hitler- ismans”. Það kemur þá á daginn að ensku stríðsfylgjendurnir og á- samt þeim þeir frönsku hafa sagt Þýzkalandi stríð á hendur vegna lífsskoðana, í líkingu við trúar- bragðastyrjaldirnar hér áður fyrr Þá voru í tízku trúarbragðastyrj- aldir gegn heiðirígjum og annarrar trúar mönnum. Styrjaldir þessar voru auðvitað þungar búsifjar öll- um almenningi, leiddu af sér at- vinnulega eyðileggingu og skildu við þjóðirnar ráfandi í myrkri menningarleysis og eymdar. Eru stjómarvöld Englands og Frakk- lands ekki að varpa oss aftur til þessara miðaldatíma, tíma trúar- bragðastyrjalda, hjátrúar og menningarleysis ? Að minnsta Framhald á 4. síðu. Alpingi kom sam^ an í gær. Fundir í Alþingi hófust aftur í gær með fundi í sameinuðu þingi. Forsætisráðlierra las upp konungs jréf um að fundum skyldi haldið áfram. Setti 1. varaforseti samein- aðs þings, Pétur Ottesen, fundinn og minntist tveggja fyrrv. þingm er látizt höfðu í sumar, þeirra Ejcirns Kristjánssonar og Þórðar Thoroddsens. Risu þingmenn úr sætum til að minnast þeirra. Síðan var kjörbréf Jóns Ivars- sonar rannsakað og samþykkt — að því loknu var fundi frestað. Þrír þingmenn eru fjarverandi þeir Haraldur Guðmundsson og Jóhann Jósepsson erlendis í samn- ingum fyrir ríkisstjórnina, en Gísli Guðmundsson á sjúkrahúsi. Blisðameun efaa til ijðl- breyttrar kvöldvökn annað kvöld Fyrsta kvöldvaka Blaðamanna- félags Islands verður annað kvöld kl 9 að Hótel Borg. Verður þetta ein allra fjölbreyttasta skemmtun sem völ hefur verið á hér í bæn- um. M. A.-kvartettinn sjngur. Pétur A. Jónsson og Sigrún Magn- úsdóttir fara með kafla úr nýrri óperettu „Brosandi land”, sem sýnd verður hér innan skamms. Þarf ekki að efa, að marga mur. langa til þess að heyra þau í þess- um hlutverkum. Þá dansa þeir Lárus Ingólfsson og Brynjólfur Jóhannesson, Alfred Framhald á 4. síðu. Stíórnarnefnd ríkisspítal* anna stefnir endurskoðend~ um landsreíknínganna fyrír meíðyrðí. Stjórnarnefnd ríkisspítaiana hef Frakkland, er fyrir | ur höfðað mál gegn endurskoðend- skömmu hófust handa gegn frið- rofi, vilja áframhald stríðsins og ekki friðarsamninga. Eins og þér sjáið er hlutverkum skipt. Yfíríýsíngar Breta o$ Frakka um baráífu fyr- ír lýðrœðí o$ úfþurrk- un Hítlerísmans eru blekkíngar. Tilraunir ensku og frönsku stjórnanna til að réttlæta þessa nýju afstöðu með skuldbindingum við Pólland eru augljós blekking. Endurreisn hins gamla Póllands kemur aldrei til greina, það mun hve. og ein rnkiljr. Áh ’.mhald yf- um landsreikninganna, þeim Jóni Pálmasyni, Jörundi Brynjólfssyni og Sigurjóni Á. ölafssyni fyrir niéðgandi athugasemd, sem þeir ha ía gert við þann Iið landsreikn- inganna, sem íjallar um kostnað við ríkisspítalana og ríkisbúin. Grein sú, er hér um ræðir er svolil jóðandi: „Kostnaður við ríkisspítalana og ríkisbúin hefur hækkað gífur- lega síðustu árin. Á eftirtöldum stofnunum var breytingin þessi frá 1936—1937: Landsspítalanum. Ploldsveikraspítalanum, Gamla Kleppi, Nýja Kleppi, Vifilstaða-' hæli, Reykjahæli, Vífilstaðabúi og Klcppsbúi: Starfsmannalaun hækkuðu samtals um kr. 63.357.&0 Kostnaður alls um —179.176.70 Rekstrarhalli varð 1937 meiri en 1936 um —120.791.35 Af þessu sést, þótt orsakir séu ekki raktar, að fjárstjórnin á þess um stofnunum er eitthvað undar- leg. Væri æskilegt að vita, hvort • eru ósjálfráð öfl eða eitthvað annað að verki?” Ummæli þessarar greinar telur stjórnarnefndin stórlega móðgandi fyrir sig og telur töluliði þá. sem tilgreindir eru, ranga. Þar sem Jón Pálmason alþm. hefur viðurkennt að hann beri Framhald A 4. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.