Þjóðviljinn - 02.11.1939, Blaðsíða 2
Fimmtudagur. 2. nóvember 1939
ÞJÓÐVTLJINN
Hiðomuiim
Ctgetandi:
Sameiningarflokkur alþýðu
— Sósíalistaflokkurinn.
*
Kitstjórar:
Einar Olgeirsson.
Sigfús A. Sigurhjartarson.
Kitstjórnarskrifstofur: Aust-
urstræti 12 (1. hæð). Símar
5276 og 2270.
Afgreiðsla og auglýsingaskrif-
stofa: Austurstræti 12 (1.
hæð) simi 2184.
Áskriftargjald á mánuði:
Reykjavík og nágrenni kr,
2.50. Annarsstaðar á land-
inu kr. 1,75. 1 lausasölu 10
aura eintakið.
Víkingsprent h. f. Hverfisgötu
4. Sími 2864.
Eru alþingiS"
mcnnímír vand~
(anum vaxnír?
Sú spurning hlýtur að koma
upp í huga hvers manns nú þegar
Alþingi er komið saman á ný
hvort þingmenn þeir, er það skipa
séu vandanum vaxnir, sem nú ber
þjóðinni að höndum. Ef þjóðin á
að framfylgja því boðorði að láta
eitt yfir alla ganga og gera um
leið hið sterkasta átak til eflingar
atvinnulífinu, þá er nauðsynlegt
að þingmenn þjóðarinnar séu óháð
ir þeim öflum, er hnekkja þarf
svo þessi boðorð verði framkvæmd
Og þau öfl eru aðallega tvenns-
konar: Annarsvegar einokunar-
klíka atvinnulífsins, sem þarf til
að viðhalda valdi Kveldúlfs og
Landsbankans að hindra nýsköpun
og eflingu atvinnulífsins, og' hins-
vegar valdsmannahópur sá, sem
myndast hefur kringum ríkisjöt-
una og sölsar undir sig sívaxandi
hluta af því, sem alþýðan fram-
leiðir.
Ef gera skal heilbrigðar ráðstaf
anir til að efla atvinnulífið, þá
verður að hnekkja einokunarklík-
unni. Hún hefur hinsvegar, eins
og kunnugt er, hin sterkustu ítök
í stærstu þingflokkunum. Þing-
menn „Sjálfstæðisflokksins”, sem
þykjast vera hlynntir frelsi, í
verzlun og atvinnu, hafa í hvert
einasta skipti, þegar á hefur reynt
kiknað fyrir hagsmunum Kveld-
úlfshringsins og brugðist kjósend-
um sínum til að geta þóknazt hon-
um. Þeir þingmenn Framsóknar
sem kosnir hafa verið á þing hvað
eftir annað, til að uppræta Kveld-
úlfsspillinguna í Reykjavik, hafa
þegar á reyndi lagt blessun sína
yfif það, að mynda stjórn með
Ólafi Thors til að viðhalda átu-
meini Kveldúlfsskuldanna, — og
allir rétt upp hendina með því að
láta verkamenn og bændur borga
brúsann fyrir braskarana í Reykja
vík. Og vesalings Skjaldborgin, —•
engir hafa opinberlegar svikið
kosningaloforðin, en mennirnir,
sem kosnir voru á þing með þeirri
yfirlýsingu að þeir yrðu aldrei
með því að fella krónuna, aldrei
með því að mynda stjórn með
íhaldinu — og gerði svo hvort-
tveggja áður en tvö ár voru liðin
Landsbankaráðið hefur undan-
farið fyrirskipað þingmönnum
þessara flokka, hvað þeir skuli
gera — og þeir hafa hlýtt. En
er nokkur von til þess að þeir fari
að gera nokkra uppreisn nú, þori
að vera sjálfstæðir menn, þori að
vera framsóknarmenn ? Þeir, sem
dæma eftir fenginni reynslu, hafa
vafalaust litla von um það.
Þá er hitt aðalatriðið: Þora þeir
Rússland og heimsslvrjöldin.
I-ióðvilþnn segir að innan Sósía-
listafiokksins gæti ýmsra sjónarmiða
um það, hvort Sovétríkin hafi með
atburðum' síðustu vikna og daga
„svikið sína margyfirlýstu friðar-
stefnu” og jafnvel svikið sósíalism-
ann, eða hvort þau hafi „ekki ein-
asta séð stórveldahagsmunum ?ínum
vel borgið, heldur hafi þau og búið
vel í haginn fyrir sigur sósíalism-
ans i heiminum”.. Þessi ýmsu sjón-
armið inunu vera sorgleg staðreynd
og fyrir staðreyndunum verða allir
að beygja sig. Ennfremur segir Þjóð
viljinn, að hver flokksmaður sé að
sjálfsögðu sjálfráður að því, hvaða
skoðun hann myndar sér í þessu
efni. Þetta gleður mig stórlega, því
að þá veit ég að ég er einmitt sjálf
ráður að því, hvaða skoðun ég
mynda mér. Emifremur segir hann
að hann muni veita móttöku grein-
um nafngreindra höfunda um þessi
mál. Það er mér mikið fagnaðarefni
og mælist tii að hann neiti þá ekki
minu sjónarniiði um rúm, því brýn
nauðsyn er á að ræða hverjar séu
orsakir þess hvernig komið er, af
hvaða rótum afstaða Sovétríkjanna
sé runnin og hvað þau geti gert
sér til réttiætingar og dómsáfellis.
Um þetta mál er óskaplega margt
að segja. Ég hef einmitt þessa daga
að láta eitt yfir alla ganga, skera
niður óhófslaunin í þjónustu þess
opinbera og óhófsgróðann hjá
þeim, sem græða á vinnu fólksins
— Fyrir 5 árum síðan setti Al-
þingi launamálanefnd til að rann-
saka um slíkan niðurskurð. Hún
komst að þeirri niðurstöðu að
spara mætti 750 þús. kr . laun hjá
ríki og bönkum. Lítið sem ekkert
af sparnaðartillögum þessum var
framkvæmt — en bitlingar hafa
mikið aukizt síðan. En hefur batn-
að útlitið með að þingmenn borg-
araflokkanna þori að skera niður
á þessu sviði ?
Helmingurinn af þingmönnum
„Sjálstæðisflokksins” munu sjálfir
vera í þjónustu hins opinbera
beint eða óbeint. „Sjálfstæðisflokk
urinn” telur í sínum hóp þyngstu
þjóðarómaga og tekjumenn lands-
ins. Þeir heimta nú skattalækkun
á sér!! Það er aðferðin, sem þeir
hugsa sér við að bera byrðarnar
með þjóðinni!
Af þingmönnum Framsóknar
munu % vera í þjónustu hins op-
inbera. Reykjavíkurvald Fram-
sóknar byggist á því að gagnrýna
embættiskerfið með Framsóknar-
mönnum. Eru Framsóknarforingj-
arnir líklegri til að lækka launin
sem gefa svo drjúgan í flokkssjóð-
inn. Og eru þeir þingmenn Fram-
sóknar, sem með sjálfum sér vildu
eitthvað gera, líklegir til þess eft-
ir uppgjöfina fyrir Jónasi og
| Kveldúlfi.
j Alþýðuflokksmennirnir eru allir
í þjónustu hins opinbera. Þeir
hafa fórnað flokknum, síðustu
leifunum af heiðri hans og stefnu
til að fá að lafa við stjórn og i
stöðunum. Eru þeir líklegir til að
fara að skera niður bitlingana
einu undirstöðuna þeirra, sem eft-
ir er?
Það er því ekki mikils af þing-
mönnum þjóðstjórnarflokksins að
vænta. Aðeins skarpasta aðhald
frá hálfu alþýðunnar í landinu get
ur knúð þá til að gera eitthvað í
* áttina til þess, sem gera þarf.
verið að lesa ýmiskonar bæklinga 1
varðandi utanríkismálapólitik Sovét-
ríkjanna frá fyrstu stundu þeirra
til þessa dags og er nú að búa mig
undir að semja um hana stóreflis
ritgerð, og vona ég að hún verði vel
þegin á sínum tíma, því að það eru
svo margir, sem eru ákaflega þyrst
ir í það að geta skilið, hvað Sov-
étríkin hafa verið að fara undan"
Efiir Gunnar
farna daga og hvernig hægt sé að
skýra það út frá þeirra fyrri stefnu.
Ég er því með gróflega inikið í höfð
inu um þessi efni og tíni til hrafl
eitt af þvi, er snertir þessa síðustu
atburði.
II.
Ég leyfi mér að byrja á sama
hátt og þegar ég tala uin málið við
verkamennina hér á Eyrarbakka og
segi: Þótt þú sért voðalega reiður
við Stalín, þá treysti ég þér til að
vera ekki reiður við mig, því að
Stalín vanrækti algerlega að leita
ráða til mín svo að ég get enga á-
byrgð borið á athæfi hans. En af
því að hér á landi kvað vera skoð-
anafrelsi þá get ég ekki stillt mig
um að lýsa því yfir að enn sem
komið er er ég mjög ánægður með
frammistöðu hans og fæ ekki séð,
að um sé að ræða nokkra breyt-
ingu á ulanríkispólitík Sovétríkjanna.
Skal ég nú færa fram rök til rétt
lætingar þessari skoðun minni á
grundvelli þass, livernig Þjóðvilj-
inn reifar málið á hlutleysisyfirlýs
ingu sinni.
Fyrst er það viðvíkjandi griða-
samningi Rússa og Þjóðverja *)
Hann kom mjög á óvart, meira
að segia fjölda sósíalista og þar á
meðal margra ára harðsvíruðum
kommúnistum að mér sjálfum með
töldum. 'En þegar ég fór að setja
mig* inn/ í málið, þá varð mér það
einkar ijóst, að það er eðlilegt að
við getum haft það til að gapa
yfir framkomu Sovétstjórnarinnar,
ef við vanrækjum gersamlega að|
fylgjast með í jiví, hvað þeir háu
lierrar þar austur frá segja um
hlutina á hverjum tíma, að öðru
leyti en því, sem við fáum gegn
um opinberar fregnir frá London og
Berlín. Nú hef ég lesið ræðu, sem
Stalin hélt á þingi Kommúnista-
flokks Sovétríkjanna 10. marz s. i.
og aðra, sem Manuilski hélt á sama
þingi 11. s. m. Og hljóðið í þessum
herrum er alls ekki á þann veg, að
maður liljóti að ganga út frá því
sem sjálfsögðum hluf, að Rússar
geri hernaðarbandalag við Englend-
inga skilyrðislaust eða upp á hvaða
skilmála, sem vera skyldi. Kommún-
istarnir í Rússlandi hafa ekki litið
á enska ílialdsmenn sem neina frið
arengla, eins og flestir Islendingar
*) Griðasanming nefni ég það, er
í blöðum og útvarpi hefur verið
nefnt „ekki-árásarsamningur”. , Ekki-
árásarsamningur” er engin íslenzka,
en griðasamningur er íslenzkt orð,
sem segir nákvæmlega fil um eðli
þessara milliríkjasamninga, þar sem
tveir eða fleiri aðilar löfa því gagn
kvæmt að ráðast ekki hver á ann-
an. Þetta fólsit í því þegar sett voru
grið í gamla daga.
hafa gert og þar á meðal fjöldi
sösíalista. Manuilski lítur á Eng-
lendinga sem skipuleggendur þeirra
árása, sem fasistarikin hafa gert
á sjálfstæði Spánverja og Tékka.
Ég held, að sú skoðun hafi mikið
til síns máls, að það er enska í-
haldið, sem skipuleggur það hvernig
S|>ánn er lagður í rústir með hin-
um alræmdu hiutleysissáttmálum,
Benedikisson.
og það eru Englendingar, sem einn
ig skipuleggja frelsisránið á hend-
ur Tékkum með Miinchensáttmálan
um. Það skal ekki ýtanlega út í það
farið að þessu sinni að sýna fram
á það hvernig enska stjómin hefur
á allan hátt unnið gegn stefnu Sov
étstjórnarinnar í alþjóðamálum.
Þeir biirðust gegn aðgerðum í Ab-
essiníumáiunum, þeir ráku Eden úr
stjórninni, en hann hafði á sinni
tíð tekið upp vingjarnlega afstöðu
gagnvart Sovétríkjunum og barðist
fyrir öryggisstefnu þeirri,, sem Lit-
vinov lagði til í Þjóðabandalaginu,
enska stjórnin gengst fyrir hlut-
leysisárásinni á Spán, með hennar
hjálp keinst svartasta íhald Frakk-
lands til valda, en frá völdum fara
þeir, sem vinsamlega afstöðu höfðu
til Ráðstjómarríkjanna, og að síð-
ustu leggja þeir í rústir Tékkósló-
vakíu, sem hafði sterkasta og ein-
lægasta vinarafstöðu til þeirra. 1
fám orðum hefiir enska stjórnin
lagt á það allt kapp, að einangra
Sovét-Rússland og hindra áhrif
þeirra í alþjóðamálum. Og skoðun
hinna stóru kommúnista í Rússlandi
fer si^ í marz síðast Iiðnum, að tak-
•mark ensku stjóranrinnar sé það
að beina stríðsæði Þjóðverjanna
austúr á bóginn á Sovétríkin, —
ineð eyðileggingu Tékkóslóvakíu er
hurðin opnuð upp á gátjt í þá átt-
ina. Engum þeiin, sem kunnugt var
um þetta viöhorf Rússa, gat því
komið á óvart, þótt þeir gættu
ýtrustu varfærni í samningum við
England og heimtuðu tryggingar
gegn því, að hægt yrði að velta á-
hættu styrjaldarinnar á þá eina, og
honum gat heldur ekki komið það
á óvart, þót.t samningarnir færu í
hundana, þar sem vitað var að
enska stjómin gekk sárnauðug að
samningaborðinu. Og nú veit mað-
ur nokkuð greinilega á hverju
strandaði: Rússar fengu ekki leyfi
til að fara með her inn á pólska
grund, þótt til styrjaldar kæmi. Og
þannig lagað bandalag hefði verið
nákvæmlega samskonar f jarstæða og
ef maður hugsar sér það að Eng-
lendingar mættu ekki setja her á
land í Frakklandi í sameiginlegri
styrjöld þeirra við Þjóðverja. Bein-
harðir íhaldsm., sótsvartir Hriflu-
sauöir og steinbljndar kratablækur
geta staðið sig við það að ganga
fram hjá þessari staðreynd í rök-
færsluum sínum. En það getur eng-
inn sósíalisti verlð þekktur fyrir
slikt, fyrir hverjum einásta sósíal-
ista hlýtur það að vera augljóst-
mál, að Rússuni er ekki um það
að kenna, þótt samningar milli
þeirra og Englendinga tækjust ekki.
Og ^ithuga. skyldu menn það, að
þegar ensku og frönsku hémaðar-
sérfræðingarnir koma frá Moskva,
þá koma engar tilkynningar. um
skýrslur þeirra. Á þeim myndi vart
hafa verið legið, ef þær hefðu þótt
líklegar til að koma ábryrgð samn,
ingsslitanna á herðar Rússum.
En þá er það griðasáttmálmn við
Þjóðverja. Ekki var hann nauðsyn-
legur þó ekki gengi saman við Eng-
lendinga. „Heimurinn horfir undr-
andi á þessa höfuðfjendur standa
upp frá samningaborðinu”, segir
Þjóðviijinn. Já, menn töldu að með
þessu hefðu Rússar brotið einhverja
meginreglu í utanríkispólitik sinni,
þeir gtrðu griðasamning við fas-
istaríki
En þetta er byggt á algerri van-
þekkingu á utanríkispólitík Rússa
að undanförnu. Rússar hafa aldrei
átt neimi þann höfuðfjanda að þeir
hafi ekki viljað gera við hann sams-
konar sainning og þeir gerðu um
daginn við Þjóðverja, því frá þeirra
bæjardyrum séð er sá samningur
ekkert annað en loforð hins að-
ilans um að ráðast ekki á Sovétrík-
in, þvi að Sovétríkin hafa aldreí
ætlað sér að ráðast á neirrn. Við
fasistarikið Italíu gerðu þeir sams-
konar samning fj'rir mörgum árum,
og þá grét allur hinn kapitalistiskí
heimur, af þvi að þá var talið, að
Stalín hefði svikið sósíalismann.
Samskonar samning höfðu þeir gert
við fasistaríkið Pólland, og sá samn-
ingur var í igildi þar til pólska rík-
ið var fatlið í rúst. Hvað eftir ann
að hafa ráðamenn Sovétríkjanna
harrnað það í xæðu og riti, að þeir
höfðu ekki náð þessum samningum
við Þjóðverja og Japani og þegar
þeim tekst það nú þessar síðustu
vikur, þá er það eitt út af fyrir
sig ótvíræður vitnisburður um styrk
Sovétrlkjanna, eins og margsinnis
hefur verið bent á í Þjóðviljanum,
Hvort þetta er rétt stefna hjá Rúss
um, það er mál út af fyrir sig,
en þetta er engin ný stefna hjá
þeim, heldur hafa þeir fylgt henni
jiú í nærri 22 ár. Við megum held-
ur ekki láta það villa okkur, þótt:
Þjóðverjar hafi gengist fyrir and-
kommúnistisku bandalagi, og halda
að Sovétstjórnin setji það fyrir sig.
Sovétstjórnin lítur svo á að þessu
hernaðarbandalagi, sem nefnt var
þessu nafni hafi aldrei fyrst og
fremst verið beint gegn Sovétríkjun
um, heldur gegn Englandi og Frakk
landi en gefið þetta nafn, til að
villa á sér heimildir, og i þeirri
reeðu Staiins, er ég nefndi áður
gerir hann svellandi grín að þess-
um andkommúnista þríhyrningi er
gerður er á hendur Frökkum og
Englendingum. — Með þessu er einn
ig gerð grein fyrir griðasamningun
um við Japani. Þjóðviljinn telur
það hafa verið álit ýmsra, að griða
samninginn við Þjóðverja hafi þeir
gert, til þess að tryggja sér frið
í vestri, tii þess að geta þjarmað
að erfðaóvininum í austri, Japön-
um og svo er að skilja sem það
álit hafi fallið um sjálft sig, þ.egar
griðasamningurinn við Japani er
gerður. Hér kemur fram hið borg-
aralega sjónarmið á utanrikismála-
stefnu Rússa, ef svo á að skilja
þessi ummæli, að Rússar hafi ætiað
að þjarma að Japönum á þami hátt
að ráðast með her inn á þeirra lönd
Það væri í engu samræmi við stefttu
Sovétrikjanna undanfarið. Þau hafa
varið land sitt fyrir hverskonar á-
Framhald á 4. síðu