Þjóðviljinn - 17.11.1939, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 17.11.1939, Qupperneq 4
HJÓOWUINH Úp bopgtnnt, Næturlæknir: Kristín Ölafsdótt- ir Ingólfsstræti 14, sími 2161. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Næturakstur: Steindórsstöð Hafnarstræti, sími 1580. Halldór Kristjánsson frá Kirkju bóli flytur æskulýðsþátt í útvarp- ið. M. A.-kvartettinn syngur á sunnudaginn kl. 3 síðdegis í Gamla Bíó vegna ítrekaðra áskorana. Fjölbreytt söngskrá, Bjarni Þórð- arson aðstoðar. Aðgöngumiðar seldir í Bókavérzlun Sigfúsar Ey- mundssonar og Bókaverzlun Isa- foldarprentsmiðju. Austfirðingafélagið heldur aðal- fund og gleðskaparkvöld að Hótel Borg (í innri salnum) í kvöld kl. 9. Stendur mótið til kl. 2 um nótt- ina. Aðgangur er ókeypis, en með- limagjald verður innheimt á fund- inum. Allir Austfirðingar eru vel- komnir. Afmælisfagnað heldur Æsku- lýðsfylkingin í Reykjavík annað kvöld ltl. 9 í Oddfellowhúsinu. Skemmtiskráin er mjög fjölbreytt ræður, upplestur, kvikm'ynd, gítar- leikur og dans. Aðgöngumiðar fást á skrifstofu Æ. F. R. eftir kl. 5 í dag og á morgun og kosta þeir kr 2.50.. Ctvarpið í dag: 10.00 Veðurfregnir. 12.00—13.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 18.40 Þýzkukennsla, 2. fl. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Þingfréttir. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Vegna stríðsins: Erindi. 20.30 Otvarpssagan: „Ljósið, sem hvarf” eftir Kipling. 21.00 Hljómplötur: Létt lög. 21.05 Æskulýðsþáttur (Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli). 21.25 Píanókvartett útvarpsins: Píanókvartett nr. 20, eftir Mozart. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Póstar á moigun: Frá Reykjavík: Mosfellssveitar, Kjalarness, Reykjaness, Ölfuss og Flóapóstar, Þingvellir, Laugarvatn Hafnarfjörður, Grímsness- og Bisk upstungnapóstar, Akranes, Álfta- nespóstur, Fljótshlíðarpóstur. Til Reykjavíkur: Mosfellssveit- ar, Kjalamess, Reykjaness, Ölfuss og Flóapóstar, Þingvellir, Hafnar- fjörður, Austanpóstur, Akranes Álftanespóstur, Snæfellsnespóstur. Kíkisskip. Esja fór frá Siglufirði kl. 6 síðdegis í gær áleiðis til isa- f jarðar. Kvikmyndahúsin. Gamla Bíó sýnir í kvöld amerísku kvikmynd- ina Marie Antoinette, sem byggð er að nokkru leyti á hinni frægu ævisögu hennar eftir austurríska rithöfundinn Stefan Zweig. Nýja Bíó sýnir Fox-myndina. Njósnari kardinálans og gerist hún á dög- um Riehelieu kardinála, sem var einn af valdamestu mönnum Frakklands á sínum tíma. Aðal- Ojc Nýyaíóib ag jiNjósnari Spennandi kardínálans$ X I og viðburðarik | amerísk kvikmynd frá Fox, *t* um hreysti og hetjudáðir, er gerist í Frakklandi á dög- um Richeleu kardínála. Aðalhlutverkin leika: Annabella og Conrad Veidt. Aukamynd: Röntgengeislar. Stórmerkileg mynd um töfra- *j* mátt röntgengeislanna. *:* v 4 4 * I ? ? 4 V X x §. ©amlal31b % IMaríe Antoínetté^: Heimsfræg og hrífandi fögur •*• •{• Metro Goldwyn Mayer stór- X y V mynd. að nokkru leyti gerð •> y sanikvæmt æfisögu drottning- 4 y ♦% y arinnar eftir Stefan Zweig. •> •{• Aðalhlutverkin leika: | ♦{* Norma Sliearer og X A Tyrone Power. *t* I I $ ;*.>:..;~x~;..»<~:-:”»X":“:-»*:**:-:*‘:-:-> Vísir fer með vísvitandi ósannindi. „Vísir” reynir í gær aö halda því fram, að starfsemi Sósíalista- flokksins sé rekin fyrir rússneskt fé- Ekki færir blaðið eina einustu siaðreynd fram sinurn ósvífna á- burði til stuðnings, nema hvað blað- ið reynir að staðhæfa það sama og Alþýðublaðið, að skeyti séu send frá Rússlandi til einstakra manna í Sósíalistaflokknum. 1 frásögn Alþýðublaðsins um skeytasendingar frá Sovétríkjun- um, segir orðrétt: „Meginið af þessum ótrúlegu skeytasendingum frá Rússlandi hefur verið til Þjóðviljans, en nokkuð til Kommúnistaflokksins sjálfs, eða til þeirra manna innan hans, sem halda uppi sambandinu við Kússland”. Blaðaskeyti geta auðvitað allir lesið, en hvaðan hefur Alþýðu- blaðið upplýsingar um það, til hverra önnur skeyti frá Sovétríkj- unum en blaðaskeyti hafa verið? Landssíminn mun ekki gefa upp- lýsingar um viðtakendur sím- skeyta nema samkvæmt dómsúr- 'skurði. Það er ekki nema tvennt til: Annaðhvort hefur ritstjóri Al- þýðublaðsins sjálfur búið þessar „fréttir” til, eða þá í orðum hans felst ósvífin aðdróttun að starfs- mönnum símans um brot á em- bættisskyldu. Væri æskilegt að ritstjóri Al- þýðublaðsins tæki af öll tvímæli: Hvaðan eru upplýsingar hans um viðtakendur símskeyta frá Sovét- ríkjunum ? Þjóðstjórnarblöðin þykjast ætla að sanna með þessum skrifum, að „yfirstjórn” Sósíalistaflokksins sé „austur í Moskva”. Hvorki flokksstjóm Sósíalista flokksins né einstakir flokksstjórn armeðlimir hafa fengið eitt einasta símskeyti frá Sovétríkjunum á því tímabili, sem umrædd skeyti hafa verið send. Þjóðviljinn veit ekki heldur til að neinir „einstakir menn” í Sósíalistaflolcknum hafi fengið skeyti þaðan. Allar aðdrótt anir um að send séu nokkur fyrir- mæli til flokksins frá Sovétríkjun- um í skeytum eða öðruvísi er al- ger upi»spuni. Rikisstjórnimi stendur opió ad rannsaka öll pessi skeyti■ d Landsi- símanum — og er máske biíin oS pví. Hún hefur láiið hlera í síma fyrr. — Það er ekki til neins fyrir þessi blöð að reyna að 'ljú'ga upp sökum á Sósíalistaflokkinn og hlutverkin leika Annabella og Con rad Weidt. blöð hans til aö reyna að skapa grundvöll fyrir að banna hann. — FeimskuLegust af öllu eru þó ó- sannindin um rússneska féð til starfsemi hans. Er þetta alveg sér- staklega kaldhæðin lygi andstæð- inga vorra, þar sem þeim enganveg- inn er ókunnugt um þá fjárhags- legu e rfiðleika, sem flokkurinn á í. Hásfcólínn, •’RAMH. AF 1. SIÐU. Verður þá allur kostnaður við hinar nýju deildir eins og hér seg- ir: 1. Viðskiptaháskóli í 3 deildum kr. 9000.00 2. Verkfræðinám — 7000.00 3. Náttúrufræði — 6000.00 4. Hagfræðinám — 2000.00 Samtals kr. 24000.00 Ef þessum undirbúningsdeildum yrði komið á, yrði stúdentafjöldinn þessum nýju deildum að 2 árum liðnum: 30 í viðskiptadeild, 18—20 í verkfræði, 6—8 í náttúrufræði, 8 í hagfræði, eða samtals nál. 65 stúdentar, og væri þá auðveldara að takmarka tölu stúdenta í lagadeild og lækna- deild allverulega. Hagnaður við þetta fyrirkomu- lag væri: 1. Sparnaður á erlendum gjald- eyri nál. 130.000 kr. árlega. 2. Efling háskólans, en það verðnr að telja skyldu hvers þjóð- félags, er hefur sinn eigin háskóla, að veita stúdentunum kennslu í öllum |>eim greinum, er þjóðfélag- inu megi að gagni verða, ef þess er nokkur kostur. 3. Margbreytni í námi, sem beinir nýjum stúdentum inn á fleiri brautir, en nú er kostur á. Árlega útskrifast um 80 nýir stúdentar og leita margir þeirra til erlendra háskóla, þótt engan utan- fvrarstyrk fái, ef aðstandendur þeirra eru þess megnugir, og er því engin leið að hindra framhalds nám þeirra við háskóla, enda verð ur það að teljast ógerlegt að stöðva framalöngun ungra og efni- legra stúdenta. Til þess að standast kostnað við hinar nýju deildir mætti verja þeim 20000.00 kr., sem nú eru á fjárlögum til viðskiptaháskóla, en gera má ráð fyrir að hákólinn gæti sjálfur lagt fram 4000.00 kr. úr al- manakssjóði til kennslu í eðlis- fræði og stærðfræði. EDNA FERBER SYONASTOR 19* • • að bisa við að opna ryðgaðan útidyralásinn. Loks opn- uðusL dyrnar, og kennslusloi'ulyktin gaus á ínóti henni, sambland ai’ ösku- og oliulykt, angan aí' óþvegnum krökkum, ryki, músum, kalki, eldivið, brauðleifum, mold og steinspjölddm þvegnum með munnvatni. Og Selína steypti sér inn í þetta, og nú hóist stríðið við'oín- inn. í ganginum inn í kennslustofuna var kassi með eldi- \ið og annar með þurrurn kornviskum. Lar lijá slóð olíudúnkur. Kornviskarnar voru hafðar í uppkveikju. Af þeim tók maður einar tíu-tólí, rennbleytti i olíu og dreif þær inn í ginið á ryðguðum járnofninum. Þá að kveikja á eldspýtu og bera hana að. Iíornviskarnar blossuðu upp. Lá átti að leggja á nokkrar viðarflísar og loka svo ofii- hurðinni. Nú tók við reykur og svæla og dálílil bið. Svo kom blossi og snark, — kviknaði í viðnum. Þá þurfti að drífa í hann stóran klump, og bíða þar lil kviknað var í honum. Þá annan klump. Uppkveikiunni í skóla- ofninum lokið þann daginn. Smám saman hlýnaði i stof- unni og þiðnaði af rúðunum, svo að Selína treysti sér lil að fara úr utanyfirfölunum. Um það leyti sem börnin komu, var orðið verandi i skólanum. En auðvitað ætluðu börnin, er næsL sátu ofninúm að slikna, en þau sem sátu við gluggann að drepast í 'kulda. Stundum fannst Selínu hún ælla að ganga af göflunum er hún sá allan bekkinn aka sér og klóra. — þegar hitinn óx í slofunni höfðu krakkarnir ekki við- þol í ullarnærfötunum og dúðanum. Selína hafði séð sig í anda, virðulega og þó milda, í kennarastól, veitandi prúðum, hollenzkum börnum und- irstöðuatriði þekkingarinnar. En það er ekki auðvelt að vera virðulegur og mildur í framkomu ef maður þjáisl ai kuldabólgu. Selína fékk að kénna á þessum leiða kvilla, og allir nemendurnir meira eða minna. Hún ým- ist sal i kennarasætinu eða gekk um gólf, með svarta is- garnshyrnu á herðum þegar næðingurinn var bitrastur eða ef ofninn var óþægur venju fremur. Litla föla and- litiö sýndist þá óvenju föll. Smágervu hendurnar henn- ar voru orðnar gófar og sollnar. Elzla barnið í skólan- um. var þrettán ára, yngsla hálfs fimmta árs. Frá klukk- an hálfníu á morgnana til fjögur á daginn stjórnaði Selína þessu litla ríki, — fullri stofu af krökkum, sumum of heitt og öðrum of kalt, hnerrandi, hóstandi, iðandi hóp, — alltaf var einhver að klóra viðþolslausum kulda- bólguhæl með tánum eða viðþolslausum tám með hæl- unum, einn lók \ið af öðrum, klórið Lók engan enda. Aggie Vander Sijde, viltu greina setninguna: Jörðin er vot af regni”. Miss Vander Sijde sprettur upp, fiún er ellefu ára og gular flétlustrítlurnar standa' beint úl í lol'tið. „Jörðin — frumlag, er vol — úmsögn — —”. Selína hlustar með áhuga eg hvatningarsvip. „Jan Snip, viltu greina setninguna: Blómið fölnar ef þáð er slitið upp”. Brúni vinnukjóllinn, svar'a ísgarnshyrnan, krítin og skólinn, — allt þelta taiínaði aðeins stutlan þátt í ævin- týrinu. Til þessa tíma mundi hún bráðum hugsa með undrun og gamansemi. Nú fyrst færi eitthvað að gerast. Miklir viðburðir og merkilegir, og liún átti langt og skennntilegl líf l'ramundan. Eftir finnn ár, tvö ár, 'kann- ske eitl ár, — hver vissi nema hún lægi þá í knipplings- búnum svæfli einmitt kaldan velrarmorgun sem þenn- an, með mjúkar og hlýjar ábreiður yfir sér, og rósrauð gluggafjöld milduðu birluna í svefnslofunni (Hugmvndin var úr tímaritinu góða „Viö arineldinn”), og þá uumdi hun kalla á þernuna og segja: „Hvað er framorðið, Celeste?” „Klukkan ei ellefu, írú mín góð”. „Er hún" ekki nema elllefu . „A ég að undirbúa borðið handa lrúnni strax i*ða ekki fyrr en seinna?” „Seinna, Celeste. Færðu mér súkkulaðiö mitt og bréf- in” . . . ”—-— slitið er sögn, heitir að slíla”, Jan Snip var þá reyndar enn að greina setninguna, og hafði von- andi gert það rétt. I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.