Þjóðviljinn - 22.11.1939, Side 2

Þjóðviljinn - 22.11.1939, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓV. 1939 ÞJÖÐVTLJINN ....*""" <1 ' 1 .. .. Arnór Sígmfjónsson s Vfsnr Þnrn f Barðt. þðöoviuiain Útgeíandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Kitstjórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. Ritst jórnarskrifstof ur: Aust- urstræti 12 (1. hæð). Símar 5276 og 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Austurstræti 12 (1. hæð) sími 2184. Áskriftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr, 2.50. Annarsstaðar á land- inu kr. 1,75. 1 lausasölu 10 aura eintakið. Víkingsprent h. f. Hverfisgötu 4. Sími 2864. lír mínnísblöðum Alþýduflokksíns. Maður er nefndur Jónas Jónsson kenndur við Hriflu. Hann fékk ný- lega vitneskju um hversu mörg orð væru send í símskeytum til Islands frá ýmsum löndum, og hversu mik- ið gjald væri fyrir þau greitt. Þessi vitneskja var honum gefin sem trúnaðannanni þjóðarinnar, slíkum trúnaðarmönnum ber að treysta, samkvæmt landslögum, þessvegna er Jónasi treyst, þrátt fyrir það þótt hann sé Jónas frá Hriflvu Gamli maðurinn mun nú hafa kom izt að þeirri niðurstöðu, að hægt væri að nota þessar upplýsingar, með því að hagræða staðreyndun- um, til þess að hefja rógs- og lyga- herferð á hendur ísienzkum sósíal- istum. Það mátti sem sé læða því út, að skeytin, sem send væru frá Moskva, væru meðal annars, send einstökum mönnum innan Sósíalista flokksins, og væri þetta sönnun þess, að flokkurinn lyti boði og banni þessara háu herra austun í Moskva. Vel var Jónasi ljóst, að upplýsingar um það, hverjum væru send skeyti frá útlöndum, gátu ekki komið frá öðrurn en starfsmönnum símans.og jafnframt var honum Ijóst, að síma maður, sem gefur slíkar upplýsing ar, brýtur svo freklega af sér í starfi, að hann er skilyrðislaust ræk- ur. Einnig vissi hann, að ekki mundu miklar likur til að starfs- menn símans fremdu slík afbrot. Gamli maðurinn inun því hafa óskað þess, að einhver óhlutvandur heimskingi kæmist í þessi plögg, er gæti búið til lygasögu um skeyta sendingar til sósíalista frá Moskva, Og látið skínsa í það, að starfsmenn símans hefðu framið það afbrot að gefa upplýsingar. Svo bar við að starfsmaður frá Alþýðublaðinu sá plöggin og draum ur Jónasar birtist í Alþýðublaðinu, síðan var hann endurprentaður í Vísi, Morgunblaðinu og Tímanum og endursagður í Ríkisútvarpið, en áð- ur en hægt væri að nota útvarpið þannig hafði sú öryggisráðstöfun verið gerð að segja öllu starfs- fólki þess upp. 1 flestum skemmtilegum sögumer eitthvert fífl og fíflið í þessari sögu er litli hvolpurinn, sem kíkti á blöð in hjá Jónasi. Þetta vesalings fífl hefur kornið því til leiðar, að ekki verður hjá því komizt að fletta upp í gömlum minnisblöðum Al- þýðuflokksins, og rifja upp eitt og annað úr viðskiptum hans við er- lendar þjóðir og erlenda flokka Það eru nær tuttugu ár síðan, að Nýlega liefur komið út ofurlítið kver með um 100 vísuin eftir Þuru í einn af leiðtogum AlþýðufLokksins hóf för sína í Austurveg. Hann gisti hið nýstofnaða ríki verkalýðs' ins í Rússlandi. Hann bað leiðandi menn þess ákaft um fé, og lét þau orð falla, að ef haim aðeins fengi svo sem 60 þúsundir króna, þá skyldi hann „garantera“ byltinguna á tslandi eftir svo sem tvö ár, og það án þess að til nokkurra veru- legra blóðsúthellinga kæmi. Honum varð fátt til fjár, en prent vél eina gáfu Rússar Alþýðufl. og liefur hún dugað honuin vel og lengi. En hinum byltingasinnaða sendiboða gáfu þeir nafnið: „Den gale Mand med Skægget“, og gekk hann lengi undir því nafni í Garða- ríki meðal þeirra manna, sem eitt- hvað kunnu í skandinaviskum tung- 1 um. v En Alþýðuflokkurinn gafst ekki upp við þetta, nú voru sendir menn til ýmsra landfi í fjárleit.Einn þeirra , kóinst alla leið til Svisslands. Sá var „doktor“ og vinur Þýzkalands- keisara. Upp úr þessum ferðum höfðust um 60 jiúsundir króna í reiðu fé. Þess má geta, að á meðan þessu fór fram um fjársöfnun á erlendum vettvangi, barðist flokkurinn vel og ötullega fj'rir málstað íslenzkrar al- þýðu. Þessari baráttu var haldið á- fram að meiru eða minna leyti frain til ársins 1936. Það ár gafst flokk- urinn upp fyrir Landsbankanum, í baráttunni við Kveldúlfsóreiðuna og önnur svik og svindl íslenzkrar yf- irstéttar. Þá átti liann kjarklausan mann, en vel vifiborinn og góðan (dreng í ráðherrastóli, það var Har- aldur Guðmundsson. Síðan breytt- ist flokkurinn í Skjaldborg. Hún heldur vörð um hagsmuni leiðtog- anna, hún heldur vörð uin Kveldúlf og Landsbankann, hún ver hálauna i menn og bitiingalýð fyrir árásum verkalýðsins, hún á Stefán Jóhann Stefánsson i ráðherrastóli. Hann hefur alla ókosti Haralds í ríkum mæli, en enga kosti hans. Það ræður af líkum að bágt er til bjargar fyrir slíka „borg“, þó hún kalli sig flokk. Á íslandi er enga björg að fá, og því eru menn sendir á svið erlendra þjóða, til þess að afla peninga og siðferðis- vottorða. Peningarnir fengust í Svíþjóð, meir en 250 þúsundir ís- lenzkra króna. Siðferðisvottorðin fengust frá Danmörku. „Því var slegið föstu í eitt skipti fyrir öll, að það væri enginn munur á Skjaldborginni og Sósíaldemókrata- flokkum annarra Norðurlanda. Aum ingja Sósíaldemókrataflokkarnir á Norðurlöndum. Það er ekki ástæða til að birta öllu meira úr þessum minnisblöðum Alþýðuflokksins, en þess er vert að geta, að á síðasta blaðinu stend ur þetta: 1 baráttu flokksins fyrir hagsmunum St. Jóhanns & Co, fyrir verndur Kveldúlfsóreiðu og Lands- bankaspillingu, í baráttu hans gegn verklýðssamtökunum, er öll hans von fest á sænska peninga, dönsk siðferðisvottorð, rússneska utanrik- ispólitík, og lygasögur um Sósíal- istaflokkinn og einstaka menn innan vébanda hans. Garði. Ég verð að segja eins og er að ég hlakkaði að vísu dálítið til þess að eiga vísur Þuru í laglegu kveri, en ég kveið þó meira fyrir því, að þær væru látnar á þrykk út ganga. Ekki var það þess vegna, að ég gerði ráð fyrir, að Þura þyrfti að skammast sín fyrir sínar vísur, hvar sem þær kæmu. En mér var allt af vel ljóst, að þær nutu sín ekki nema menn vissu öll tildrög þeirra. Nú er vísnakverið kom- ið, og það er gott. Þó eru vísur Þunu í Garði raunverulega talsvert miklu betri en þeir geta ætlað, er þekkja þær af þessu kveri einu saman. Þegar sá dómur er um kverið felldur, að það sé gott, er ekki þar með sagt, að þar sé hver vísa góð. Sumar eru vísurnar mjög lít- ils virði. Þannig er t. d. vísan um Hemmeriurnar mjög fátækleg út- legging á prósanum, sem prentaður er með smáletri á undan, sömuleiðis er vísan til hinnar handar í sömu opnu. Beðið fyrir bíl, lélegur skáld- skapur, og svo mætti fleira telja. En hitt ber meira að meta, að þama eru margar ágætar vísur, t. d. fyrsta vísa bókarinnar og sú síðasta — og margar þar á milli. Þegar sagt er, að vísur Þuru í Garði séu raunverulega talsvert miklu betri en ráða mætti af kver- inu einu saman, þarf það sinnar skýringar. Eg á ekki við, að Þura hafi orkt margar vísur betri en þar eru. Um það efni vil ég ekki segja meira en að hún hafi orkt margar vísur, sem ekki eru í kverinu, álíka góðar og betri vísurnar þar. Sum- ar þær vísur er ekki hægt að prenta í vísnabók, ýmist fyrir það, að þær- eru of tækifærisbundnar eða þær eru um efni, sem hvorki Þura eða aðrir kæra sig um að verði lands- fleyg. En aðrar mátti vel taka í stað þeirra vísna í kverinu, sem lé- legri eru. Ég minnist t. d. þessara afar meinlausu vísna um Bárð í Höfða, þegar hann var einsetumað- ur: Siníðað hefur Bárður bás, býr þar sjálfur hjá sér, hefur til þess hengilás að halda stúlkum frá sér. og síðar, er fyrsta barnið er á leið- inni: Þrengjast fer í Bárðar bás, bráðum fæðist drengur, liefur bilað hengilás, hespa eða kengur. Til þess að gera mönnum ljóst hvað ég á við með því að dæma vísur Þuru betri en bók hennar,- finnst mér að ég þurfi að fara dá- lítinn útúrdúr: St. G. St. segir í kvæði sínu um Jón hrak: Erindi hann orkti líka um það sem menn vildu ei flíka nema svona í hálfum hljóðum heima og í veizlum góðum. Hegðun sú var hermdarefni: Hrak hann fékk að viðurnefni. Þuru fer mjög á annan veg. Það er einmitt mest íþrótt hennar að geta sagt það upphátt, sem aðrir hvísla sín á milli, segja það þannig, að flestir hafa gaman að en fáir firtast við. Ég veit helzt ekki til, að nokkur hafi firrzt, nema helzt einhver vesalingur í Skagafirði út af „Skeyti til Skagfirðinga", enda er það skeyti mislukkað. Annars skýtur Þura skeytum sínum oft beint i mark, og er þessi íþrótt hennar að segja margt svo að það leyfist, enn meiri þess vegna. Ég held að þetta stafi af því, að Þura hefur lært að samþýða kven legan næmleika karlmannlegri djarf mælgi. Ég held ennfremur að það sé einskonar heimanmundur hennar úr Mývatnssveit. Það er einkenni fleiri kvenna þar að geta skilið við- fangsefnin á kvenlegan hátt og tal- að um þau á karlmannlegan hátt. En ástæðan til þess er vafalaust sú, iað í Mývatnssveit hefur um mjög langan tíma verið mikið félagslíf og karlar og konur umgengizt með frjálslegra hætti en í nokkurri ann- arri sveit hér á landi, þar sem ég hef haft kynni af. Annars er íþrótt Þuru að yrkja lausavísur af því brýnd, að hún er alls ekki ein í Iþeim leik þalr í sveit- inni, og á þar bæði sína fyrrennara og keppandi samferðafólk. Ég fékk !eitt sinn í hendur safn af lausavís- um úr Mývatnssveit svo langt sem nienn muna, og af því safni mátti sjá, að bæði djarfmælgi og spaug ■ um viðkvæm efni er gamallt þar. Elzta vísan var þessi eftir Sigmund í Belg, og munu allir Mývetningar vilja hafa kveðið hana: Af öilu hjarta ég þess bið andskotann grátandi að flugna óbjarta forhert lið fari í svarta Helvítið. Annars réð ég það af þessu mý- verska vísnakveri, að sá hafi heitið Gabriel Halldórsson á Kálfaströnd sem innleiddi þetta létta, nákvæma jspaug í alþýðukveðskap Mývetninga fyrir rúmum 100 árum. Hann orkti meðal annars Griðkurímu um það, að vinnukonur börðust í fjósi með J flórspöðum og minniþ sá kveðskap- ur helzt á rímur af Oddi ■ sterka, eftir örn Amarson að því leyti, hve ódýrt og nákvæmlega er kveðið. Þetta er fyrsta visa rimunnar, og voru allar með sama hætti: Yggjarsjó ég út á legg * uggandi um Dvalins kugg, hyggjudugur dvinar segg duggan þegar fer á rugg. Systur átti Gabríel og bjó sú á Hofstöðum niður með Laxá. Bóndi hennar átti bam fram hjá, en hún tók barnið til uppeldis og orkti um það þetta: Ellefu ég átti börn í ærlegu hjónabandi, en hið tólfta gæfa gjöm gaf fré öðru landi. Um þvílíka atburði mundi Þura í Garði ekki hafa orkt léttilegar. Af samtíðarfólki Þum hefur Jón á Arnarvatni orkt flest góðra lausa- vísna, og hefur Þura margt af hon- um lært og þó ekki náð því bezta, grátglettninni og eigi heldur mein- fýsnini, sem Jón átti líka til, þó að hann beitti ekki mjög. En hinsvegar jeikur sameiginlega erfðagózið, ■ spaugið, ef til vill enn Jéttar í hendi Þum, enda hafa margir getað kallazt og kveðizt á við hana í þeim tón í sveitinni. Ég minnist þess frá því að Þankastriksvisurnar voru á ferö- inni, að það rann heilt syndaflóð af þeim kveðskap ofan um allar sveit ir frá þeir Mývetningum, og vom ýmsir höfundar að og margt góðra vísna. Þessum vísum var t. d. beint til Þuru, og var sín frá hverjuin: Tvítugar þó tali gilt, þær taki ekki lítinn pilt, þritugar munu þankastrik þiggja fyrir utan hik. Langt finnst þeim, er búinn bíður að byrja handarvik, og eftir því sem lengra líður lengjast þankastrik. Þura var heldur ekki ein á ferð af þeim stúlkunlum í Mývatnssveit um kveðskapinn. Fríða (Amfríður á Skútustöðum) lagði alúð við alvar- lega ljóðagerð og orkti góð kvæði. Þorbjörg á Arnarvatni orkti lausa- vísur á sinn hátt eins vel og Þura, en það var rnest íþrótt hennar aö 5'rkja svo uin efni sem öðrum var frjálst um að tala, að fara verður með vísur hennar eins og manns- morð. Björg á Geirastöðum var lík ari Þuru. Af hennar vísum koma Ifyrst í hugann þessi um föður henn- ar: Þegar ég agðast um bæinn öggj í skapi og blökk á kinn, þráir tengdasoninn 'sinn Siggi gamli pabbi minn. Og þar næst þessi visa orkt aö sögn í tilefni af því, að piltur leiddi hana á skautum yfir Mývatn heim að Geirastöðum: Mig dreymdi að það væri að vora og hlýna — og voninni er fært yfir allt — en þegar ég háttaði í holuna mína var helvítið ís-jökulkalt. Ef til vill finnst mönnum þetta ekki mikið um vísur Þuru í Garði. En svo á það þá að vera. Þetta á að sýna ofurlítið af því, að þær eru eios og flest þaö, sem menn hafa gaman eða gagn af og er einum eða emm eignað, árangur af félagsgerð, sprottnar úr sínu umhverfi. Rætur þeirra má að vísu miklu lengra og víðar rekja en um Mývatnssveit — og því geta merm lika haft gam- an af þeim víðar — en hér skal þó ekki lengra farið. Heimilið og KRON. 10. blað þessa árgangs er nýkomið út. Birt ist þar m. a. grein eftir Ragnar ólafsson lögfræðing um „Við- skiptahöft — viðskiptaf relsi’ ’, grein eftir Ingólf Davíðsson um garðrækt. Skuldaskil Jónasar Jónssonar víð sósíalísmann efffr Hédínn Valdimarsson er bók, sem allir þurfa að eiga og lesa, sem fylgjast vilja með í íslenzkum stjórnmálum. Bókin er yfir 200 síður, en kostar aðeins kr. 1,50. Fæst m. a. í Bókaverzhm Hcítnskrínglu Laugaveg 38. Sími 5055.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.