Þjóðviljinn - 24.11.1939, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.11.1939, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGINN 24. NÓV. 1939 ÞJÓÐVTLJINN ÍSiðflVIUINN trtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Bitstjórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrif stofur: Aust- urstræti 12 (1. hæð). Símar 5276 og 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Austurstræti 12 (1. hæð) sími 2184. Askriftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr, 2.50. Annarsstaðar á land- inu kr. 1,75. I lausasölu 10 aura eintakið. Víkingsprent h. f. Hverfisgötu 4. Simi 2864. Hverjír eru ffand tnenn ísletizku þjóðarf nnar ? Fjandmaður þinn er sá, sem reyn- ir að gera þér allt til miska, reynir að svelta þig, kúga þig, ræna þigi rétttndum, svipta þig atvinnu ogi lífsviðurværi, banna þér menntun og menningu. Hverjir breyta þannig við þig, íslenzka þjóð? Hverjir eru það, sem neita ís- landingum um að fá að vinna sem frjálsir menn á sínu eigin landi? Hverjir eru það, sem neituðu ís- lendingurn í sumaT að fá að reisai stóra nýtízku síldarverksmiðju á Siglufirði? Hverjir eru það, semi neita íslenzkum verkamönnum uro að fá að byggja 80 verkamannabú- staði í Reykjavlk í surnar? Hverjir eru það, sem neita Islendingum um að fá að framleiða og flytja út sjálfir það, sem þeir vilja, — og neita þeim um að fá að flytja inn hráefni og vélar til að vinna úr og með?. Hverjir eru það, sem láta fátæk- ustu fjölskyldumar í Reykjavík svelta um þessar mundir, en tala sjálfir hæst um að eitt verði yfir alla að ganga? Hverjir eru það, er horfa á það aðgerðalausir að börn hinna fátæku komist ekki í skóla vegna klæðleysis eða skóleysis, — en neita samt fjölskyldufeðrum um vinnu eða styrk til að ’geta lifað sómasamlega? Hverjir eru það, sem ræna þá fá- tæku á 'íslandi hverjum mannrétt- indunum á fætur öðrum og búast nú til að gera þá að þrælum, er verði að vinna fyrir hvaða kaup, sem yfirvöldin ákveða? Og hverjir eru það, sem sjá of- sjónum yfir hverri viðleitni alþýð- unnar til að afla sér menningar og mennta, leitast við að eyðileggja samtök hennar í því skyni að úti- loka hana sjálfa frá menntastofn- ununum? íslenzka þjóðin þekkir þessa rnenn, sem þarmig breyta. Þeir skýla sér undir grímu þjóðemisins og tala manna hæst um vemdun sjálfstæðis og þjóðernis, meðan þeir eru að brugga ráðin til að ræna þjóðina mannréttindum, hneppa hana í fjötra og svelta þá íslendinga, sem verst eru settir í þjóðfélaginu. íslenzk alþýða! Láttu ekki grímu þessara manna blekkja þig. Þeir þykjast vera að vara við erindrek- um erlendra valdhafa, — en sjálf jr eru þeir í samvinnu við erlent Framhaid á 4. siðu UNBA FO L KIB Eftir ráðstefnuna Ráðstefnu Æ.F. er nu lokið. Á mrgun birtist ávarp til æskulýðs- ins. í því eru settar fram kröfur unga fólksins um' aðgang að gæðum landsins, um vinnu, menntun og mannréttindi. Og í þvi er bent á leiðina: samtök æsku lýðsins sjálfs til að sækja rétt sinn til lífsins' í hendur burgeisa og bit- lingaklíkunnar, sem ræður lögum og lofum í landinu og stefnir í fas- ismaátt. En til þess að sameina unga fólk- ið þarf fyrst og fremst, að efla Æskulýðsfylkinguna, hin einu póli- tísku samtök þess, sem ekki láta kefla sig né kaupa. Og hvemig á að efla Æskulýðsfylkinguna? Það var kjarninn í öllu starfi ráðstefnunnar. Með ánægju og stolti gat ráð- stefnan horft á miklar framfarir á því eina ári, sem Æ.F. hefur starf- að. En verkið er þó aðeins hafið. Það er fyrst og fremst nauðsynlegt að efla og festa þær deildir sam- bandsins, sein fyrir eru, gera fé- lagslífið fjölbreyttara og hefja öfl- uga fræðslustarfsemi. Ráðstefnunni var það ljóst, að efiing sambandsins getur ekki verið verkfáeinna manna, heldur fjöldans, allra meðlimanna. Þessvegna undir strikaði hún, að „það væri nauð- synlegt að efla sem mest frum- kvæði og sjálfstæða starfsemi með- limanna og vera vakandi gagnvart öllum gagnlegum tillögum um .starfið. I öllu starfi verður að ríkja hið fyllsta lýðrœði, en úm leið nauð synlegur félagsagi. Pað parf ad gera eflingu Æ. F. «ð málefni œsku- lýdsins sjálfs“. Æskulýðsfylkingin er enginn inni- lokaður félagsskapur fáeinna út- valdra. Hún á að vera fjöldasamtök hinnar framsæknu æsku, fjöldasam- tök, er standi vörð um hagsmuni hennar og réttindi. Þessvegna lagði ráðstefnan ríka áherzlu á það, að „Æ. F. láti öll málefni, er snerta hagsmuni, menningu og önnur vel- ferðarmál æskulýðsins, til sín taka‘. og að hún og félög hennar „upp- lýsi æskulýðinn um þá hættu, sem frelsi og hagsmunum hans og allr- ar alþýðu stafar af afturhaldsstefnu þjóðstjórnarflokkanna, og sameini hann til baráttu gegn hinum upp- vaxandi fasisma, fyrir atvinnu og frelsi, fyrir almennum framförum, fyrir sósíalismanum“. Ráðstefna Æ. F. sýndi vaxandi þrótt og bjartsýni hinnar sósíalist- isku æskulýðshreyfingar. Hún sýndi ennfremur, að engiF klækir afturhaldsins hafa getað riðlað röðum hennar. Og með aihug1; munu meðlimir Æ. F. taka undir með ráðstefnunni þar sem hún heitir á alla félaga Æ. F. „að slá vörð um einingu sambandsins og láta engum takast að rjúfa hana, en þjappa sér ennþá fastar um Æsku lýðsfylkinguna og málstað hennar“. Nú þarf að gera samþykktir ráð- stefnunnar að veruleika. Til siarfa félagar! Framtíðin er okkar! Ýmsar íréttír frá æskulýðs* hrcyfíngunní. Ráðstefna ÆF. 'stóð yfir dag- ana 15.—19. nóvember. Fulltrúar voru 23 frá 8 stöðum. Starfsmenn voru þessir: forseti, Svavar Guð- jónsson, varaforseti Sigurrós Odd geirsdóttir, ritarar Teitur Þorleifs son og Ása Ottesn. Samþykkt var ávarp og ályktun um starfsemi og verkefni sar..- samþykktir um blaðaútgáfu ÆF. æskulýðsmót á næsta sumri og merki fyrir sambandið, og verður þeirra síðar getið. „Landflótta æska”, grein eftir Ingvar Björnsson frá Gafli, birtist einhvem næstu daga í Þjóðviljan- um. Athygli skal vakin á Lesstofu ÆFR, sem verður opnuð í kvöld Hafnarstræti 21. Frumvarp um almennan viur.u- skóla ríkisins hefur verið lagt fram á Alþingi. Mun það ve-ða rætt í Þjóðviljanum bráðlega. „Heimdallur”, félag ungra Sjálfstæðismanna, hefur lýst yfii fylgi sínu við þegnskylduvlnuu F'r nú aðeins eftir, að hin Mcð sfjornarfélögin, FUJ. og FLF., fylgi fordæmi þess. Lesstoi'a Æ. F. R. verður opnuð í kvöld kl. 8,30 í sambandi við bókasafn félagsins. Æ. F. R. hef- ur nú aukið við bókasafn sitt og er þar að finna nokkuð af þeim bókum, sem gefnar hafa verið út á íslenzku nú síðustu árin. —Eins er töluvert í safninu af bókum á dönsku, ensku og þýzku. — Búið er nú að semja skrá yfir bækurna og gerir það safnið aðgengilegra. Svo er til ætlast, eins og áður hefur verið getið um hér, að „kvöldin” hefjist með fyrirlestri um ákveðnar bækur, en það er ó- víst að úr því geti orðið í kvöld. — Lesstofan verður framvegis op- in á föstudagskvöldum — Félag- ar! Mætum sem flest í kvöld og mætum stundvíslega. Daiisklúhburinn Cinderella held ur dansleik í Oddfellowhúsinu, laugardaginn 25. nóv., kl. 10 e. h. Þar eð langt er um liðið síðan klúbburinn hefur haldið dansleik, en þeir jafnan verið vel sóttir, má gera ráð fyrir húsfylli. Fólki er þessvegna ráðlegt að tryggja sér miða í tíma. Nýja Bíó sýnir í kvöld amerísku kvikmyndina „Viðburðarík nótt”. Námshrlngnr ÆFR. Prýdílcg fræðslusíarfsetní cr nú hafín mcðal ungra sósialísfa í Rvíb, önnur fclög Æ, F. æffu að fylgja dæmi þcírra. Hver félagi Æ.F.R. verður að vera virkur málsvari hinnar sösíal istisku hugsjónar. — Það var þetta sem fyrir okkur vakti, þegar undir búningur var hafinn að stofnun pólitísks námshrings innan félagsins. Málið fékk ágætar undirtektir þeg (ar í upphafi. Á fundinum þegar námsáætlunin var reifuð, gáfu sig þegar fram margir af áhugasöniustu félögunum til þátttöku. Tveir námstímar eru þegar af- staðnir, á hvorum voru yfir 20 þátt takendur. Nú eru 31 skráðir. Tekin ern fyrir nokkur veigamestu þjóðfélagslegu viðfangsefnin, sem nútíma hugsandi menn glíma við: Kapitalisminn, heimsveldisstefnan, sósíalisminn og þróun fslands það sem af er þessari öld. Einar Olgeirsson leiðbeinir af sín um alkunna dugnaði, áhuga og þekk ingu. Þátttakendur taka einnig til máls og undirbúa sig með lestri. Þeir, sem ef til vill héldiui í upphafi, að nám þetta væri þurt og leiðin- legt, hafa áreiðanlega sannfærstum hið gagnstæða við þá 2 námstíma, sem lokið er. Því hér kemur ein- mitt fram það, sem ungir sósíal- istar stöðugt eru að velta fyrir sér, en vantaði rökrétta skýringu á. Enn er rúm fyrir fleiri. Menn gefi sig fram á skrifstofu Æ.F.R. eða komi i næsta námstíma á sunnudaginn kl 1,15 e. h. í Haftiar- stræti 21. Hér. fer á eftir námsáætlun fél.: /. vidfmgsefni: Kapitalisminn. Sunnud. 12., 19. og 26 nóv. 1939 2. viðfangsefni: Heimsveldisstefnan. Sunnud. 3. og 10. des. 1939. 3. viðfangsefni: Sósíalisminn. Sunnud. 17. des., 8., 15. og 22. jan 4. viðfangsefni: tslenzka verklgðs-\ hreyfingin. Sunnud. 12., 19. - og 26. febr. og 5. marz. Félagar ættu að geyma þessa töflu sér til minnis. I fyrsta námstíma voru fjarver- þndi 5 af skráðum þátttakendum og í þeim næsta 4. Þeir eru hérmeð á- minntir um að látá sig ekki vanta oftar. UNGUR MAÐUR utan af landi skrifar okkur m. a. þetta: Framnald á 4. siðu Ef ckkerf óhcppílegf kemur fyrír ydur alla fíð fil cllíára, þá standíð þcr vd að vigí mcð að lcggja nokkrar krónur á árí í yðar eígín vara- sjóð, fil þcss svo að fá sjóðínn úfborgaðan f, d, um 60—65 ára aldur. En cf ólánið kcmur, og það kcmur tíl margra, þá cr fáff fíl, sem jafnasf á víð góða líftryggíngu, Lífhryggíð yður sfrax, (Það vcrður líka dýrara, cffír því scm þcr vcrðíð cldrí), Líffryggingarskírtcinín frá „Sjóvátryggíng" cr bc2ta cígnín, sem þér gcfíð áft. Aðalskrifstofa: SjóvátnjqqiUÍaq íslandst Tryggingarskrifstofa: Eimskip, 2. hæð. Carl D. Tulinius & Co. h.f. Sími 1700. * Austurstræti 14, sími 1730.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.