Þjóðviljinn - 24.11.1939, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.11.1939, Blaðsíða 3
ÞjÓÐVILjíN^ FÖSTUDAGINN 24. NÓV. 1939 Ríkisútvarpið og fréttaskeytin frá Moskva/ Athugasemdír útvarpsstjóra. tJtvarpsstjóri heí'ui' sent bLaðinu t'rétt þá, sem útvarpið flutti síðastliðinn sunnudag, varðandi lygaherferð Alþýðublaðsins á hend ur Sósíalistaflokknum, en herferð }>essi var sem kunnugt er byggð á heimildum, sem Alþýðublaðið stal og falsaði. Með fréttinni fylg- ir krafa útvarpsstjóra um birtingu hennar. Ennfremur hefur út- varpsstjóri birt langa greinargerð í útvarpinu og þar sem hann vísar algerlega á bug allri gagnrýni sem hann hefur sætt vegna þessa fréttaflutnings. Sjáifsagt þykir að verða við þeirri kröfu útvarpsstjóra að birta þessi plögg, og það því fremur, sem þau staðfesta þá skoðun blaðs ins, að fréttin hafi það eitt „gildi” að útbreiða róg um Sósíalista- flokkinn og meðlimi hans. Blaðið hélt því einnig fram, að útvarpsstjóri og aðrir starfs- menn útvarpsins, vildu ekki ótllneyddir og vitandi vits, brjóta hlutleysi iitvarpsins á þennan hátt. Það minnti á þá staðreynd að öllu starfsfólki útvarpsins hefur verið sagt upp frá áramótum að telja, og að þjóðstjórnarklíkan hefur sýnt að hún ætlar sér að taka Ríkisútvarpið í sína þjónustu. Það taldi því líklegt að útvarpsstjóri gæti sagt. eins og Páll forðum: „hið illa sem ég ekki vil það geri ég”. Hinsvegar sér blaðið ekki ástæðu til að meina útvarpsstjóra að bera syndir annarra, fyrst hann endilega vill það. En það breyt ir engu skoðun blaðsins á því hver sé hinn eiginlegi syndaselur. Hr. ritstjóri Pjóðvilians Reykjavík. Ut af dylgjuin yðar í blaðinu þawt 21. þ. m., þar sem þér gefiði í skyn að ég hafi sem gæzlumaður opin berrar fréttastofu þjóðarinnar brugð ist skyldu minni um gæzlu hlutleysis log hagað mér eftir fyrirmælum manns eða manna, sem standa ut- an við fréttastarfið, þá leyfi ég mér liérmeð að senda yður eftirrit af umdeildri frétt, sem birt var í útvarpinu sunnudaginn þann 19. þ. m. Skora ég á yður fyrir hönd frétta stofunnar að birta fréttina í heilu lagi, svo og þetta bréf, í næsta eða' öðru tölublaði blaðs yðar, að viðlagðri málsókn. Virðingarfyllst Jónas Þorbergsson Undanfarm daga hefur blöðunum í Reykjavik orðið alltíðrætt um skeytasendingar frá Moskva liing- að til lands, er liafi hlaupið á 160 þús. krónum á einu og þrem fjórðu hlutum úr ári nú undanfarið. Hér verða, sakir tímaskorts eng in tök á að rekja allar þær umræð- ur, en Alþýðublaðið hóf máls á þessu síðastliðinn miðvikudag með grein, er hét svo: „Rússar hafa varið 160 þús. krón um til símskeyta hingað síðaín í árs byrjun 1938. Hér um bil helmingur allra símskeyta hingað kemur frá Rússlandi. — Hvað vilja Rússar fá fyTir þetta fé og hverju hafa komm- únistar lofað þeim?” Blaðið fullyrðir að siðan í árs- byrjun 1938 hafi hér um bil helm- ingur allra þeirra símskeyta — og mun þar átt við blaðaskeyti — verið frá Rússlandi til Þjóðviljans og Kommúnistaflokksins — síðar Sameiningarflokks alþýðu — Sósí- alistaflokksins. Deilir blaðið á þetta, þá og síðar, og það hafa fleiri blöð. gert eftir að þessar umræður hóf- ust. Þjóðviljinn svarar næsta dag og ber ekki. á móti því, að umræddar skeytasendingar hafi átt sér stað, en telur að Alþýðublaðinu hefði verið bez't að rannsaka, hvort það gæti ekki sjálft komist að þeim sanmingum, að fá blaðaskeyti frá Moskva fyrir lítið verð, ef það bara vildi birta eitthvað af þeim — svo og að ekki fari vel á því að prenta óhróður um Sovétrikin i þeirri prentvél, sem rússneska alþýðan hafi á mestu þrengingatímum sín- um gefið Alþýðublaðinu. Tíminn sem út komi í gær birtir skýrslu um blaðaskeyti frá útlönd- um til íslands. — Skýrslan nær í fyrsta lagi yfir árið 1938 og í öðru iagi yfir mánuðina janúar—septem- ber 1939. Skýrslan hefst á svohljóð andi formála: Sökum þess að skýrsla sú, sem .fjárveitinganefnd fékk frá lands- símastjóra um blaðaskeyti frá út- löndum, hefur komist í hendur eins- blaðs og það birt nokkum liluta úr henni, hefur formaður fjárveitinga- nefndar, Jónas Jónsson, óskað eftir að Tíminn birti hana í heilu lagi, svo að rnenn ættu auðveldara með að glöggva sig á því hvaðan skeytin kCma: Aðalefni skýrslunnar er að öðru leyti þetta: Árið 1938 voru blaðaskeyti Frá Færeyjum . . . . orð 767 .... ísl. kr. 170,00 — Danmörku — 85140 .... — — 19486,00 — Noregi 524 .... — — 160,00 — Svíþjóð — 1120 .... — — 341,00 — Englandi . . . . — 37414 .... 8562,00 — Rússlandi .... — 117936 — 95093,00 Samtals — 242928 .... — — 123812,00 1939 mánuðina janúar—september voru blaðaskeyti: Frá Færeyjum . . . . orð 100 .... ísl. kr. 21,00 — Danmörku — 70414 .... — — 16116,00 — Svíþjóð — 863 .... — — 262,00 — Englandi .... — 31795 .... — — 7268,00 — Þýzkalandi — 197 .... — — 106,00 — Rússlandi .... — 78302 .... — — 63136,00 Samtals — 181635 .... — — 86910,00 Formaður f járveitinganefndar Jón as Jónsson, ritar í sambandi við þetta forystugrein í Thnjaltn í gær. Um ástæðumar fyrir því að þetta mál er komið fram i Al- þýðublaðinu á þann hátt, sem að framan er greint, lætur liann þess getið: „Tildrög þessa máls eru þau, að fjárveitinganefnd safnar um þessar mundir óvenjulega miklu efni um. fjármálaaðstæður þjóðarinnar, í því skyni að borgarar landsins fái sem fyllsta vitneskju um hinn sameigin lega hag. Ein af þeim skýrslum, sem ég óskaði eftir, var frá lands- simanum um það, hve iniklar væm tekjur hans af skeytum frá útlönd- um. Póst- og símamálastjóri gaf þessa skýrslu og gat ekki annað en gert það. Alþingi og þjóðin öll á að fá að vita, ef þess' er óskað, hve mikil skipti íslands i simamál- um er við hverja þjóð. Bréfið kom til skrifstofu þingsins og var bók- fært þar eins og önnur skjöl ogj síðan sent til fjárveitinganefndar: En á þeirri leið hefur einhver mað- ur séð bréfið og tekið úr því, einn þátt, skipti Rússa við Island og sett þessa vitneskju í Alþýðublaðið. Það mun óhætt mega fullyrða, að hvorki skrifstofa Alþingis eða menn í fjárveitinganefnd hafi komið efni ínnílegt þakklætí fyrír auðsýnda samúð víð and- lát og jarðarför mannsíns míns, SVEINS NÍELSSONAR, fyrrum bónda á Lambastöðum á Mýrum. Sígurlin Þ, Sígurðardótfír. Thór Thórs ogíðn- lögín, . FRH. AF 1. SÍÐU að nemendur taki þátt í verkföll- um. Er auðsjáanlega stefnt að þvi með þessu, að gera nemendur að verkfallsbrjótum gagnvart sveinun- um, og að pína kaup þeirra niður án þess að sveinafélögin fái að gert. Réttindi sveinafélaganna hafa verið stórum skert á undanförnum þinguin, og nú færir afturhaldið sig enn meira upp á skaftið. Er hér stefnt geirnum sérstak- lega gegn prenturum, járniðnaðar mönnum og öðrum faglærðum verkamönnum. Er nú ráð að hin sterku félög þeirra sýni vald sitt. i tíma, til að mótmæla því, að samtök þeirra verði eyðilögð, eins og auðsjáanlega er miðað að með þessu. Einliuga þurfa sveinafélögr in að rísa upp gegn þessum kúg- unarlögum. bréfsins á framfæri. En húsakynn- um) í þingi er þannig háttað, að mjög margir menn utan þings ganga daglega um herbergi, þar sem ver- ið er að nota skjöl þingsins. Þingj- menn líta yfirleitt ekki á skjöl þings ins sem leyndarmál. Yfirleitt má telja, að þingið hafi i fórum sínum næsta lítið af skjölum, sem ekki má kalla almanna eign. Siðar í þessari grein — en liana nefnir höfundur: „Hvernig gefast gullskór?” minnir höfundur á ihlutun Norðmanna um stjórnmál Is lendinga á 13. öld og afleiðingafl hennar. — Hann telur og, að ef það hefði vitnast ómótmælanlega, að ráðandi menn í Danmörku, Eng landi eða Þýzkalandi hefðu varið 160 þúsundum króna á tveimur ár- Umj í aðeins einn lið pólitískrar á- róðursstarjfsemi, þá hefði það sleg ið flemtri á íslenzku þjóðina og andstaða risið gegn slíkum áróðri. AM. (sign.) Útvarpað 19,45; 19. XI. 1939, ÞÖSt., Ríkisútvarpið. Samhljóða útvarpaðri frétt. Jónas Þorbergsson, Sigr. Bjarnad. /Aikki /Aús lendir í ævintvrum. 219 Gættu að þér Músíus, og láttu ekki sjá þig livað sem á gengur. Varlott er hér á næstu grösum. Nú er um að gera að láta ekki á sig fá hvað sem tautar. Bara að Músíus verði þægur. Hann væri vís að stökkva upp áður en Varlott er genginn í gildr una. Þarna koma þeir. Farðu nú af veginum með þetta bannsetta vagnskrifli þitt. — Mikki: Já, góði herra, ég skal hlvða. Berfha Físcher, Framhald af 1. síðu svín og mynd af Hifler. Auk þess var allmikið af vistum í skipinu og hefur þeim verið komið á land ásamt handtöskum og ýmsum öðr- um farangri. Ymsar vistarverur skipsins voru lokaðar og hafa enn ekki verið opnaðar. t Tekið var ofan af lestunum og kom þá í Ijós, að skipið var hlað- ið korni, en ekki hafði gefizt færí á því, er Þjóðviljinn átti tal við Homafjörð í 'gær ,að ákveða hvort hér væri um hveiti eða lirísgrjón að ræða. Búizt er við, að allmikið vatn muni vera komið í lestina, að minnsta kosti aðra þeirra, en ef veður helzt sæmilegt, eru þó taldar líkur fyrir þvi, að hægt verði að bjarga einhverju af farminum. Lærið að synda Sundnámskeið í Sundhöllinni hefst að nýju mánudaginn 27. þ. m. Þátttakendur gefi sig fram í dag og á morgun kl. 9—11 f. h. og 2—4 e. h. Upplýsingar á sömu tímum í síma 4059. ' SUNDHÖLL REYKJAMKUR Nýsodín Svíd da$Ee$a Kaffísalan Hafnarsfraefí 16 Fullkomnasta $úmmivíd$erdarsfofa bœjaríns. Sími 5ii3. Sækjum, Sendum. Gúmmískógeirðfn Laugareg 68. rvr KIPAUTC ■■■VMwaHnn Rl KIS ■ c . s. Helgí hleður tíl Vestiúannaeyja annað kvöld. Flutníngí veítt móttaka tíl hádegis á morgun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.