Þjóðviljinn - 01.12.1939, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.12.1939, Blaðsíða 2
XiVitiidagurúm 1. desc.i.ber i; 3i'. ÞJGÐVTLJINN þlðOWIUINN Gtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Kitstjórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. Eitstjórnarskrif stof ur: Aust- urstræti 12 (1. hæð). Símar 5276 og 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Austurstræti 12 (1. hæð) simi 2184. Askriftargjald á mánnði: Reykjavífe og nágrenni kr, 2.50. Annarsstaðar á land- inu kr. 1,75. 1 lausasölu 10 aura eintakið. Víkingsprent h. f. Hverfisgötu 4. Simi 2864. Affurhaldsst jótrnin sfcf n- ír að því, að eyðíle$$ja þjóðfrelsíð o$ þjóðína. Fyrir ári síðan minntist islenzka þjóðin 20 ára fullveldis sins. Hve langt finnst mönnum ekki liðiðsíð- an! Hve hrapalega hafa vonir þær brugðist, sem íslenzk alþýða J' gerði sér enn um að unnt yrði að stefna til meira frelsis, réttlætis og menningar á þessu landi. Árið 1939 er soramarkað í sögu Islands af „þjóðstjóminni“ og aft- urhaldspólitík hennar. Og á þessum minningardegi íslenzks sjálfstæðis, hlýtur hver ærlegur Islendingur að lita með ugg á þá framtíð, sem íslenzk þjóð og þjóðfrelsi vort á vændum undir þessari stjóm. Meirihluti Islendinga hefur verið sviptur þeim mannréttindum að mega með samtökum sínum ráða á hvaða verði þeir selja vinnuaíl sitt. Meirihluti Islendinga verkalýð ur og launþegar allir, eru þar með hnepptir í þrældóm braskarastéttar innar. Og svo dirfast nokkrir hræsn- arar að lofsyngja það „frelsi“,er íslenzkur verkalýður nýtur! En valdhafarnir undirbúa ríkislögreglu undir einvaldi dómsmálaráðherra, til að slá skjaldborg um spillinguna og halda verkalýðnum niðri. Jafnframt er undirbúið að innleiða sveitaflutn ing og þrælkunarvinnu aftur fyrir þá fátækustu, sem valdhafamir neita um atvinnu eða önnur ráð til að bjarga sér. Samtímis hefur valdaklíkan harð- vítuga ofsókn á hendur menningar- viðleitni íslenzku þjóðarixmar, til þess að innleiða andlega einokun spilltrar afturhaldsklíku, um leið og hún hefur komið harðvítugustu ein okun á atvinnu- og verzlunarlif þjóðarinnar til hagsmuna fyrir nokkra skuldakónga og braskara. Þannig er afturhaldsstjómin að grafa undan frelsi þjóðarinnar og menningu hennar. Og með því að stefna þannig að þvi að eyðileggja frelsi hennar og menningu innan- lands, þá er hún að grafa stoðirn- ar undan sjálfstæði og þjóðfrelsi voru. Því það verður engu raunveru legu sjálfstæði haldið uppi af and- lega og efnalega þrælkuðum; mönnum. Skilyrðið til varðveizluog fullkommmnar sjálfstæðis vors er einmitt að Islendingar fái að njóta fulls frelsis innanlands. Þessvegna er núverandi ríkis- stjóm og afturhaldsstefna hennar skaðleg sjálfstæði landsins. Og belnlínis hefur fjárhagslegt full- veldi vort verið skert með þeim I ÍÞBÓTTIB % •x-x-x-t-x-x-x-x-x-t-i-x-í-t-x": V Fyrir nærri tveimur árum skipaði ríkisstjómin 9 manna nefnd til að gera tillögur um framtíðarskipulag íþróttamála á íslandi. Mun það hafa verið fyrir áhrif forsætisráðherra Hermanns Jónassonar; sem er þekktur að áhuga um íþróttir, að þessi nefnd varð til. í nefndina voru valdir kunnugir íþróttamenn eða frömuðir. Átti nefnd þessi að leggja fram fmmvarp til iaga um þessi mál fyrir næsta þing. Það má fullyrða að þessi áhugi, sem kemur fram í þessari nefndarskipun, hafi vakið óskipta ánægju allra íþróttamanna. Sér- staklega þeirra, sem komið hafa auga á misskiptingu styrkja eftir- litsleysis með því hvernig því er varið af hálfu þess opinbera, og hvort þeirra er þörf þar sem þeir eru veittir. Eftirlit með slíkum framkvæmdum vantar o. m. fl., sem lagast gæti, ef Íöggjöf yrði sett um þetta. Nú mun nefndin hafa lagt fram fmmvarpið á síðasta vor- þing, en fékk þá ekki afgreiðslu. Nú situr hér annað þing og hefur málið verið rætt þar einu sinni (önnur umræða) en ekki er útlit fyrir að það hljóti afgreiðslu á þessu þingi. Hafi nú verið þörf á að skipa þessa nefnd þá hlýtur að vera þörf á að taka frumvarpið til afgreiðslu sem fyrst. Verði það ekki gert hljóta íþróttamenn að efast um þann áhuga, sem virð- íst koma fram í nefndarskipuninni. Þó ýms atriði þessa frumvarps þurfi mikillar athugunar við þá réttlætir það ekki þenna drátt. Þessi atriði eru t. d. að ekki er gert ráð íyrir hvernig tekna skal aflað, sem er þó í raun og vem aðal- atriðið. Væri ekki rétt að láta nefndina gera tillögur um það fyrir næstu umræðu? Annað atriði er þar mjög hættulegt, ef samþykkt verður, en það er að tveir aðilar verði viðurkenndir til að hafa yf- irstjómina í íþróttamálunum hér á landi. Annars er margt gott í þessu frumvarpi, t. d. um skólaíþróttir, en þeir hafa oflítið sinnt þessum málum hingað til, íþróttaráðunautur, verklegar framkvæmd ir o. fl. Þessu starfi nefndarinnar getur svo bezt orðið gagn að, að þingið afgreiði frumvarpið og við íþróttamenn vonum að áhuginn sé ekki að minnka, að þetta hafi ekki verið bóla, sem eigi að hjaðna af sjálfu sér. Dr.— Knattspyrnnþinginn irest að til 16. iebrnar n. kj Iþróffamolatr. Skíðamönnum mim hafa þótt ráð sitt vænkast þegar snjóa tók nú um síðustu helgi, og þó bensínskortur og bensinverð sé mikið má gera ráð fyrir, að skíðaferðir verði miklar í vetur og snjórinn eltur. Ef til vill kemur hann til okkar. Ég hef nú ekki heyrt hvemig skíðamótum i vetur verður varið, en sjálfsagthef ur skíðaráðið undirbúið það eitt- hvað, því eftir því sem mér virð- ist er það starfsamt; væri ekki úr vegi að birt yrði bráðlega yfirlit yfir skíðamótin í vetur, og fara þannig að dæmi annara þjóða. I þessu sambandi vildi ég koma fram með eina tillögu varðandi skíðamót og samstarf skíðafélag- anna, en hún er á þessa leið: Tvö og tvö félög heimsæki hvort annað einu sinni og keppi við þá i ákveðn um greinum t. d. 10 km. göngu og svigi og tefli fram minst 10 mönn- um á hverja grein og samanlagður timi flokksins réði úrslitum. Með þessu koma ailir til með að gera sitt gagn og þá fæst úr skorið, hvort félagið er fjölbreyttara í mannvali. Að sjálfsögðu má enginn keppa nemía í einni grein í hvert skipti. Þegar keppt hefur verið í báðum stöðum, þá gefur samanlagður besti tími sigur í hverju fyrir sig. Þetta er mikið tíðkað erlendis og gefst vel og þykir viðburður í fé- lagslífinu. S. 1. sunnudag hélt Gunnar M. Magnúss fyrirlestur í Nýja Bíó, er haim nefndi „Knattspymumenning" Var hann fremur illa sóttur, þó inngangseyri væri stiilt í hóf (1 kr.) Hafði hann lítið nýtt að flytja nema yfirlit yfir, hvað blöð bæjar- ins hafa eýtt af dálkum sínmn fyr- ir frásagnir um knattspymu og tölur um markafjölda íslenzkra knatt- spymumanna við erlenda, og liggur mikil vinna í samningu fyiirlest- ursins. Nokkurs misskilnings og ó- kunnugleika gætti með köflum, þeg- ar hann ræddi um einstaklings- hyggju og félagasamanburði hér. Að endingu lagði hann fram tillögu um þessi mál í þrem liðum: 1. að skipa þriggja manna nefnd til að athuga þessi mál, 2. að koma á landsliði, sem væri að þvi er virt- ist óháð félögunum hér, 3. að kom- ið verði á kennslh, í skólum landsins í knattspymu, og verði það í leik- forani. Þessar tillögur mun ég komanán ar inn á í næstu iþróttasíðu, en verð nú að láta það bíða vegna rúm leysis. miklu áhrifum, sem brezkt hanka auðvald þegar hefur fengið. Því er nú svo komið, að einhver allra þýðingarmesti liðurinn í sjálf- stæðisbaráttu Islendinga er barátta á móti afturhaldspólitík ríkisstjórnar innar, baráttan á móti því einræði og ófrelsi, sem lítil klíka braskara og bitlingamanna er að leiða yfir þjóð vora. Annar fundur þings knattspyrnu manna í Reykjavík fór fram s. 1. þpiðjudag. Var þá til umræðu til- lögur KRR. um brey.tingar á reglu' gefð KRR. Fulltrúar Vals lögðu .fitan all víðtækar breytingatillögur við þær og voru þær ræddar tölu- vert, en þar sem margar iillögur komu fram um málið var ákveðið að stjórnirnar skyldu skipa nefnd til að samræma það allt og kalla þing saman aftur um 16. febrúar. Þar sem svo var áliðið kvölds að ekki vannst tími til að ljúka næsta máli dagskrárinnar, sem var breyt' ;ingar á fj'rirkomulagi móta, var þvi frestað iil framhaldsþingsins 16. febr úar. Þá voru teknar fyrir ýmsar tillög ur, sem fram höfðu komið, t. d. tillaga frá Frímanni Helgasyni. ÖÞ afi Þorvarðssyni og Björgvin Schram um að gera endurbætur á iþróttavell inum, urðu um þær nokkrar um- ræður er beindust að stjórn íþrótta- vallarins, sem var talinn hafa staðið illa í stöðu sinni. I því sambandi kom fram tillaga frá Guðjóni Einarssyni um að skipa þriggja manna nefnd til að fara til bæjarstjórnarinnar og koma málun um þannig áíram. Tillaga frá þeim þhemenningunum Frímanni, Ólafi og Schram um að efnt yrði til dóm- aranámskeiðs, kom fram. Urðum hana nokkrar umræður. Allar þess ar tillögur voru samþykktar. Fleiri tillögur voru bornar upp og sam- þykktar umræðulaust, þar á meðal tillaga frá Sigurði Ölafssyni og Sig- urði Jónssyni, þess efnis, að jafn- rétti yrði fylgt í innflutningi á- vaxta og áfengis og byggðu þeir það á því, að íþróttir sköpuðu heii- brigði og ávextir gerðu slíkt hið sama og hvortveggja væri til að byggja upp betra þjóðfélag, en á- fengið mótsett. Var tillagan sam- þykkt með lófataki. Var þessuþinjgi síðan slitið, sem ennþá skortir þann viTðuleik, sem því ber — en í 3. sinni fullreynt og það er 16. febr. neestkomandi. Erlcndar fréffir Jóseí Brodl, heimsmeistarinn í skiðastökki féll svo illa á æfingu, nú fyrir nokkru, að hann brákaðisit á fæti svo hann var fluttur á sjúkra- hús. Meiðslin eru það slæmrar teg- undar að hann verður að halda sig frá æfingum í nokkra mánuði. S. 1. vetur kom svipað fyrir hann, en hann náði sér þá svo að hann gat tekið heimsmeistaratitilinn, en hvort hann ver titil sinn vegna meiðsla sinna eða að aðrar skyldur hindra hann frá því, skal ósagt látið. Brodl er frá Austurmörk. Sauolainen, bezti spretthlaupari Finna, sem nú gegnir herþjónustur lenti í bílslysi og brotnaði vinstri fótur hans á tveim stöðum. Þaö er alveg óvist hvort Savolainen get ur tekið þátt í keppni framar. Evrópumet í 400 m. baksundier nýlega sett af hinum fræga sund- manni Svía, Björn Borg, á 5:15,9, á sundmóti í Norrköbing. Heimsmet Amerikumannsins Kiefirs er 5:13,0. I Englandi hefur öll atvinnumanna knattspyrna tekið á sig ihiklar breyt ingar og er lögð niður í formi þvi, sem liún var. Eru þetta áhrif striðs ins, enda er þetta kallað stríðs- knattspyrna, sem nú er iðkuð þar, en knattspyrna er leikin þar þrátt fyrir allt. Þannig eiga líka England og Wales að keppa bæði heima og heiman eða tvo leiki og gengur ágóðinn af þeim leikjum til Rauða krossins. Enn fremur bæjarkeppn- ir. Hið fræga félag, Arsenal, hefur svo að segja haett í bili, lánað völl- inn til hersins, látið BrynJones, er það keppti fyrir 320 þús. krónur í fyrra, fyrir ekkert til Cardiff City!! Sömuleiðis Cunner. Aðrirhafa fengið innskot hjá Tottenham Lot spur, sem er vinveitt Arsenal. Á þann hátt hefur Arsenal gefið fag- urt fordæmi. Ástralski hnefaheikariim í milli- vigt, Georg Hanson, hefur tamið kengúru, er hann hefur gert að þjálf félaga sínum er sagt að kengúran hafi slegið hann mörgum sinnum í gólfið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.