Þjóðviljinn - 20.12.1939, Qupperneq 1
IV. ARGANGUR.
MIÐVIKUDAGINN 20. DES. 1939.
294. TÖLUBLAÐ.
Eíga hundrud manna að sífja i margföldum embæft~
um og víð hálaun, meðan skorfurínn sverfur að alþýðu
Reiði fólksins út af bitlingaaustri og hálaunum valdaklíkunnar
hefur farið sívaxandi. Það er blóðugt að horfa upp á það, þegar vinn
andi stéttirnar skortir hið nauðsynlegasta til lífsins, að milljónum
króna skuli vera eytt í hálaun og óþarfa bitlinga. Hinsvegar hefur
valdaklíkan ekki hreyft við þessari spillingu í þjóðlífinu, því stjórn-
arflokkarnir eru allir samábyrgir orðnir um þetta.
Nú hafa því þingmenn Sósíalistaflokksins, Brynjólfur, Einar
og ísleifnr, lagt fram þingsályktunartillögu, sem stefnir að því að
framkvaema nauðsynlegan sparnað á þessu sviði.
Tillaga þeirra er á þessa leið:
Alþingi ályktar að skora á ríkis-
stjórnina:
1. Að láta endurskoða launalög-
gjöf landsins í því skyni, að lækka
hálaun og draga úr óþörfum launa
greiðslum, og sé sú regla upp tek-
ín, að hámark árslauna sé 8000
krónur. Skal rikisstjórnin leggja
tillögur sínar fyrir næsta reglulegt
Alþingi.
2. Að láta gera nákvæma
skýrslu um allar launagreiðslur
hins opinbera og á grundvelli
þeirra athugana að draga úr út-
gjöldum fjárlaganna, með afnámi
óþarfra launaðra embætta og
starfa og með því að láta allar ó-
þarfa greiðslur niður falla.
Greinargerð.
Tillögur þessar þurfa ekki
langra skýringa við. Aílir tala nú
um, að ástandið sé þannig, að nauð
syn beri til þess að grípa til gagn-
gerðra sparnaðarráðstafana, meira
að segja verði ekki hjá því komizt
að draga stórlega úr útgjöldum
sem ekki orkar tvímælis um, að
telja verður til allra óhjákvæmi-
legustu útgjalda ríkisins, ekki sízt
á þessum tímum. T. d. hafa komið
tillögur um að draga stórlega úr
útgjöldum til opinberra fram-
kvæmda, og hafa sumar þeirra
verið samþykktar, enda þótt at-
vinnuleysi sé eins og það hefur
mest verið og yfir vofi, að það auk
ist stórum, samtímis því, sem stöð-
ugt fækkar úrræðum alþýðu
manna til þess að geta framfleytt
lífinu. — En hvað sem líður rétt-
mæti þess, að nauðsyn beri til að
draga úr útgjöldum ríkissjóðs
venju fremur, þá er það víst, að
öll alþýða til sjávar og sveita vill
hafa ódýra ríkisstjóm, og er sam-
mála um, að ef þarf að spara, þá
á að byrja á því að draga úr hálaun
um, „bitlingum”, aukagreiðslum og
allskonar óþörfum greiðslum, en
hitt þykir alveg furðulagt, að ráða
menn þjóðarinnar skuli fyrst láta
sér detta í hug að draga úr at-
vinnu og framkvæmdum af hálfu
hins opinbera, en hirði ekkert um
hitt, þótt hundruðum þúsunda af
útgjöldum ríkisins sé varið til ó-
þarfrar eyðslu.
Samkvæmt tillögum milliþinga-
nefndar í launamálum 1934 var
hægt að spara yfir 700 þúsund
krónur. Lítinn vafa teljum við á
því, að við samvizkusamlega athug
un myndi koma í ljós, að nú væri
hægt að spara mun meira.
Látið Mæðrastyrksncfndina koma
iólagiðfam yfefear til hinoa snauöu
Ef þú vilt og getur lagt eitthvað ,
af mörkum til þess að gleðja I
snauða um jólin, þá annast Mæðra j
styrksnefndin milligöngu fyrir þig -
ef þú óskar þess. Nefndin hefur um
margra ára skeið haft samband
við fjöldann allan örsnauðra fyrir-
vinnulausra heimila, og fáir munu
þekkja þessi heimili eins vel og
þær konur, sem í nefndinni starfa,
Flest þessi heimili fá að vísu styrk
frá bænum. Hann er eins og allir
vita ekki til þess að lifa á honum
sómasamlegu lífi, og má þá nærri
geta hvort hann endist til þess að
gera dagamun á jólum eða endra
nær. Á þessum heimilum er ekki
um neina jólaglaðningu að ræða
nema að til komi hjálp góðra
manna. Mæðrastyrksnefndin hefur
skrifstofu í Þingholtsstræti 18.
Þangað géta menn komið jólagjöf-
um, peningum, fötum eða mat-
vöru, eftir því sem hver getur
helzt látið af hendi rakna til nefnd
arinnar, þeim er veitt viðtaka alla
daga frá kl. 4—7. Nefndinni er
kærkomið að fá jólapakka sem
hver og einn getur útbúið eins og
handa sínu eigin bami, og hún
mun koma þeim til þeirra, sem
annars fá engan jólapakka,
Æ. F. R. Annað kvöld kl. 8
halda Æ. F. R. stúlkur brúðu- og
leikfangabazar. Verður þar fjöl-
breytt úrval af brúðum og jóla-
sveinum, stórum og smáum.
Ef þið viljið gefa börnum ykkar
brúðu í jólagjöf, fáið þið hana ó-
dýrasta og bezta á bazar Æ. F. R.
stúlkna.
Chamberlain.
Herirád Banda~
manna á fundí í
Paris,
EINKASKEYTl' TIL ÞJÓÐVILJ.
Æósta herráð Bandamanna kom
saman í París í dag, og voru m. a.
viðstaddir Chamberlain forsætis-
ráðherra Bretlands og Daladier.
forsætisráðherra Frakklands, og
hershöfðingjarnir Gamelin og Iron
side. Á fundinum hélt Daladier
ræðu og óskaði hann Bretum til
hamingju með sigurvinninga
þeirra í sjóhernaðinum. Eftir fund-
inn var tilkynnt, að fullt samkomu
lag hefði náðst um öll þau mál er
rædd hafi verið.
Þýzkar fregnir skýra frá því að
fjöldi brezkra flugvéla hafi reynt
að ráðast á hernaðarbækistöðvar
Þjóðverja á Frísnesku eyjunum og
norðurströnd Þýzkalands, en orðið
frá að hverfa án þess að þeim
hefði tekizt að valda tjóni. Lögðu
þýzkar flugvélar til orustu við
brezku flugvélarnar og telja Þjóð-
verjar að þeir hafi skotið niður um
30 flugvélár en aðeins misst fáar.
Frá Alþíngí í
gaer,
Fátt merkilegra tíðinda gerðist
á Alþingi í gær. I neðri deild voru
framfærslulögin til fyrstu um-
ræðu og var þeim vísað til annarr-
ar umræðu og nefndar. Annars fór
mestur tími þingmanna í að ræða
um eyðingu hrafns og svartbaks
og virtust þingmenn hafa stórum
rneiri áhuga fyrir þeim málum en
vandamálum þeim er snerta fólkið.
I efri deild voru bráðabirgða-
breytingar á ýmsum lögum (band-
ormurinn) til umræðu. Þar á með-
al var rætt um fólksflutninga úr
Rússnesldr sjóliðar.
Sovéthersækirfram
í Norður-Finnlandi
Lítíð um bardaga á öðrum vígstöðvum
SAMKVÆMT EINKASKEYTUM TIL ÞJÓÐVILJANS I GÆR.
Öllum iregnum ber nú saman um að sovétherinn sæki fram á
nyrztu vígstöðvunum í Finnlandi og sé finnsld herinn þar á undan-
lialdi. Hinsvegar virðist vera mjög litið um orustur á öðrum vístöðv-
um, því að hvorugur aðili birtir þaðan stríðstilkynningar.
Loftárásir voru gerðar á Helsinki og ýmsa aðra staði í Finnlandi
I dag. Segja fiimskar fregnir að 12—18 sovétflugvélar hafi tekið
þátt í árásurium, en aðeins nokkrar þeirra komizt inn yfir borgina.
Um skaða af árásunum hefur ekki frétzt.
Síðasta hernaðartilkynning for-
ingjaráðs Leningrad-hemaðarsvæð
is er svohljóðandi:
„Sovéther sótti fram á Norður-
vígstöðvunum 18. des., og tók á
vald sittPitkajárvi, sem er 85 km.
suður af Petsamo. Á öðmm víg-
stöðvum urðu aðeins skærur milli
könnunarflokka, nema hvað nokk-
uð var um stórskotahríð á Kyrjála
eiðinu. Talsvert var um hemaðar-
aðgerðir í lofti. Nokkur skip
Eystrasaltsflotans héldu uppi skot
hríð á strandvirkin á Björkö-svæð-
inu”. >
Yfirherstjóm Bandaríkjanna
hefur samþykkt að stuðla að því
að Ryti-stjóminni verði veitt öll
hugsanleg efnaleg hjálp.
Fjórða bób Máls og menn-
íngar ,Húsakostur og híbýla-
prýdí' kemur út í dag.
Fjórða bólí Máls og menningar
á þessu ári kemur út eftir hádegi
í dag. Er það bókin Húsakostur og
híbýlaprýði, rituð af ýmsum ung-
um sérfræðingum í húsagerðarlist,
en auk þeirra eiga þeir Gunnlaug-
ur Claessen dr. med., Aron Guð-
brandsson forstjóri og Halldór
Laxness rithöfundur sína greinina
hver í bókinni.
Bókin er 122 blaðsíður í sama
broti og Vatnajökull, sem flestir
af meðlimum Máls og menningar
kannast við. En auk þess eru í bók
inni 118 myndir og teikningar,
flestar prentaðar á gljápappír.
kaupstöðum upp í sveitirnar. Páll
Zophoníasson talaði meðal annars
um, hvernig þingað hugsaði sér að
flytja fólk upp í sveit á sama tíma
og lífsmöguleikar í sveitum væru
stórlega skertir frá því sem nú er
og styrkir lækkaðir. Fletti Páll
miskunnarlaust en góðlátlega ofan
af grilllum ýmsra þjóðstjórnar-
manna í þessum efnum og sýndi
fram á, hve fráleitar þær eru allri
rökhyggju og viti.
Bókin hefst á grein eftir Hörð
Bjarnason húsagerðarmeistara og
er grein hans sögulegt yfirlit um
byggingar og byggingastil aftan
úr grárri fomöld. Sigurður Guð-
mundsson húsameistari ritar
um „Húsastíl og stílmenning”. Þór
ir Baldvinsson húsameistari ritar
um „Heimili sveitanna”. Einar
Sveinsson húsameistari um „Fýr-
irkomulag og gerð íbúðarliúsa í
kaupstöðum”, Helgi Hallgrímsson
„Ágrip af sögu húsgagnanna”
Skarphéðinn Jóhannsson „Heimili
og húsgögn”. Sigurður Guðmunds-
son „Hitaval”. Eirikur Einarss'oh
„Skrúðgarður”. Gunnlaugur Claes
sen dr. med. „Hollustuhættir”, Ar-
op Guðbrandsson forstjóri „Um
lán til bygginga”, og Halldór Kilj-
an Laxness „Sálarfegurð í manna-
bústöðum”.
Bókin verður afgreidd til félags-
manna í Máli og menningu, en
nokkur eintök verða til sölu í bóka
verzlunum og kosta þau kr. 9,00
óbundin en kr. 11.50 í bandi.