Þjóðviljinn - 24.12.1939, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.12.1939, Blaðsíða 2
SuaguJ..0!r,r« ‘24. Jes. í.. J. ^jC i 7. :J»N fuðmnuiNH Ctgeiaudi: Sameiningarflokkur alþýðu ' — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. liitst jóma rskrifstof ur: Aust- urstrarti 12 (1. hæð). Símar 2184 og 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Austurstræti 12 (1. hæ5) sícai 2184. Askr iftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr, 2.51. Annarsstaðar á land- inu kr. 1,75. I lausasölu 10 aura e'ntakið. Víkmgsyrent h. f. Hverfisgötu 4. Sími 2Í64. Svona lifseíg cr kenning Krísts Önnur grein hinnar postullegu trúarjátningar fjallar um trúna á Jesú Krist, um trúna á „jóla- barnið”. Þrjú atriði eru fram tekin í þessari grein. Fyrsta að Jesús sé getinn af heilögum anda, þar næst, að hann hafi verið píndur undir Pontíusi Pílatusi, krossfest- ur dáinn og grafinn og loks að hann hafi stigið niður til íieljar síðan risið upp frá dauðum og stigið upp til himins, og þaðan muni hann síðar koma til að dæma lifendur og dauða. Um líf Jesú frá Nazaret, um kenningu hans, þegir trúarjátning- in vandlega. En því miður, fyrir suma „sannkristna menn” þá eru til frásagnir af lífi og kenningu Jesú, og það eru til frásagnir um það, hvemig hinir fyrstu læri- sveinar hans túlkuðu kenningar hans, og hvernig þeir létu þær | koma fram í lífi mínu. Eina slíka frásögn er að finna í fjórða kapí- tula postulasögunnar í 32—35 versi. Hún hljóðar þannig: „En í hinum fjölmenna hópi þeirra, sem trú höfðu tekið, var eitt hjarta og ein sál, og enginn þeirra taldi neitt vera sitt, er hann átii .heldur var þeim allt sameig- inlegt. Og með miklum krafti báru postularnir vitni um upprisu Drottins Jesú, og mikil náð var yfir þeim öllum, því eigi var held-' ur neinn þurfandi meðal þeirra I því allir landeigendur og húseig- endur seldu, og komu með and- virði hins selda og lögðu fyrir fætur postulanna, og sérhverjum var úthlutað eftir þvi sem hann hafði þörf til”. Hvernig væri nú fyrir kristna menn að fara að dæmi þessara lærisveina. Að telja ekki „neitt vera sitt”, heldur líta svo á að jörðin með öllum hennar gögnum og gæðum sé sameign allra manna og með skynsamlegu skipulagi sé fyrir það girt, að nokkur maður sé þurfandi vor á meðal. Það er bezt að játa það strax, að þetta uppátæki postulanna, að fara að tala um sameign og jafn- rétti allra manna mæltist afarilla fyrir. Þeir voru ofsóttir, hraktir stað úr stað, land úr landi og drepnir, fyrir þær sakir einar að ' taka kenningu Jesú Krists um bræðralag allra manna alvarlega. 1 Það var annað en gaman fyrir stóreignamenn þeirra tíma, menn | sem ekki áttu aðeins of fjár. heldur og fjölda þræla, að eiga yf- ir höfði sér menn, sem héldu því fram í fullri alvöru að það væri enginn munur á frjálsum mönn- um og þrælum, að þetta væru allt bræður, sem ættu að lifa við sömu Maðurinn, sem barðist við ketti Einu sinni um nýjársleytið, þegar fátt bar til tíðinda og við vorum i hraki með efni í blaðið, setti ég í það frásögn um það, að maður nokk ur í 14. umdæmi í borginni hefði skreiðzt út á þakið*) á húsi sínu, iklæddur nærskyriunni einni saman og vopnaður gömlum stígvélagörm- um, til þess að reka nokkra breiina ketti á flótta; gat ég þess ennfrem ur, hversu maðurinn liefði elt kett- ina yfir þökin á einunn fimmtán til tuttugu húsum, og um það, er hann viltist á þakgluggum og fór inn um þakglugga á skökku húsi, er han-n ætlaði heim til sín; hversu hann kom von bráðara heldur hraðfara upp um þann þakglugga aftur og annar maður á eftir honum, og loksins sagði ég frá því, hversu hann sá gamla árið líða út, meðan hann lá í fylgsni bak við reykháf og lög- regluþjónarnir skutu á hann úr skammbyssum neðan af strætinu, þar til er birti af degi. Það er auðvitað ekki eitt satt ofð í |allri þessari sögu, en það sem til höfuðkappans í sögunni kemur, þá skulum við segja að ég hafi kall- að hann Jón, þó að ég nú satt að segja nefndi hann nú öðm nafni þá. En áfram með söguna! Eitthvað hálfum mánuði síðar hver rekst þá inn um dyrnar hjá mér neina maður með svo stilli- legum einfeldnis-svip, að ég fékk hreina virðingu fyrir honum. Hann sagði, að hann héti Jón, og að hann ætti heiinya i fjórtándu borg- *) Þökin á húsuin í borgum í Ameriku eru venjulega flöt, en húsin svo gjörð, að gaflar hverra tveggja húsa eru áfastir, verður þannig1 húsaröðin frain með strætinu ein áföst lengja og má ganga þak af þaki á þeim. deild og einmitt í slikri húsaröð, sem lýst hefði verið og þar sem hann þar að auki væri sá eini Jón í 14. borgdeild, þá findi hann köllun hjá sér til að geta þess, að öll þessi umrædda saga væri ósvífinn upp- spuni og argasta lýgi. „Varið þér nú yðúr Jón” sagði ég og hvessti augun á þetta fok- vonda gamla dýr. „Varið þér yður nú á, hvað þér segið! Þetta má sanna með vottum! Dettur yður fsannarlega í hug að segja mér, að þér hafið aldrei nokkru sinni í nærskyrtu rekið ketti á flótta með gömlu stígvélunum yðar uppi á húsþakinu yðar!‘‘ „Aldrei”, inælti Jón, „aldrei á ævi minni! Ég hef aldrei verið upp á þaki á nærskyrtunni”. „Það liefur aldrei nokkur maður sagt. Það gæti þó andskotann ekki komið neinum til hugar að fara að bera yður á brýn, að þér gengjuð iineð þaki í nærskyrtunni. Það væri þó allt of ótrúlegt — alveg óðs manns æði!‘‘ „Ég á við að frásaga yðar hér i blaðinu um það, að ég hafi kastað farið að elta ketti á nærskyrtunni,‘ „Það skil ég meir en vel; ég vil aðeins bæta þeirri ósk við: ég vona Jón minn góður að þér finnið aldrei ketti í nærskyrtunni yðar, hversu gaman, sem yður annars kann að þykja að eltast við ketti já, Iivað það snertir, aldreij í nær- buxunum yðar heldur!” „Nei, takið þér nú einu sinni eft Jr!‘‘ sagði Jón, og reyndi að sitja á sér. „Þér hafið sagt, að ég hafi far- ,ið út á þekju, eftrr að ég var búinn að klæða mig úr öllum mínum föt- um nema skyrtunni til að eltast við einhverja ketti”. „Ég hef alls ekki skrifað eitt orð [ í Jrá átt, að J)að hafi verið í [iví skyni að þér liöfðuð afklætt yður öllu nema nærskyrtunni yðar; það [ stendur heldur ekki eitt orð um það í blaðinu að það hafi verið yðar skyrta, sem þér voruð í, mér er ekkért það kunnugt, er verið geti því til fyrirstöðju, að það hafi ver ið einhver skyrtan landshöfðingj- ! ians er þér voruð í‘‘. „Og að ég hafi rekið á flótta þessa ketti með stígvéium”. Eftir Mark Twain stígvétunum minum upp á þak á eftir köttum hún er alveg til- hæfulaus”. „Það hefur aldrei staðið i l)lað- inu Jón. Hefði ég borið yður það’ á brým, að þér hefðuð kastað upp stígvélum, þá hefði hver maður gert að mér háð og spott, því aö sér- hver mannleg vera liefði óðara séð, að slík uppköst voru óhugsandi að öllu nátúrlegu eðli*'. „Og hvern djöfulinn!" sagði Jón. Það sem ég er að reyna að gera yður skiljanlegt, er að ég hef aldrei „Hvað er þetta inaður? Kettimeð stígvélum?! Ég hef alls ekki talað uin ketti með stígvélum”. „Þér vitið vel hvað ég á við‘‘, sagði Jón, og var nú lieldur en ekki farið að sigla í hann; „þér vit ið vel að ég hef aldrei nokkurn tíma verið að eltast við, að reka ketti á flótfa á þekjunni, með gömlum stigvéluin í nærskyrtunni”. „Jón minn góður! Ef þér getið sýnt mér nokkurnstaðar í blaðinu að það standi eitt orð um, að það @é boiið á yður að þér hafið vaf- ið gömlu stígvélin yðar í nærskyrt una yðar, þá skuldbind ég mig til að skrifa að minnsta kosti fjögra dálka langa afsökun og forlátsbón ogi að rei'sa á minn kostnað minnis- varða á legstað yðar, þegar yðar hérvistardögum er lokið. Það er persónuleg sannfæring mín, að þér hafið aldrei getað gjört yður sek^ an í slíkri heimsku”. „Ó, andskotinn taki allar yðar hártoganir!” öskraði Jón. „Ég legg þar við drengskap minn, að allur þessi þvættingur um að ég hafi kastað stígvélum á eftir köttum, og hafi hafst við alla nóttina upp á þekju, og hallast upp að reykháf til að halda á mér' hita, er helber andskotans lygi‘‘- „En til hvers skollans hefðuð þér eiginlega þurft að hallast upp að reykháfnum, ef það var ekki ein- mitt til þess að halda á yður hita?" „En ég hallaðist hreint ekki upp að honum! Ég sá alls ekki gamla árið líða út af þakinu á húsi mínu í skjóli bak við reykháfinn eða bak við nokkurn skapaðan hlut annan“. „Nei takið þér nú sönsum Jón minn! Það er þó allt of hlægilegt, að koma með það, að ég hafi látið mér það um munn fara um gamla árið, að það hafi liðið út af þakinu á húsi yðar, og að það hafi leitað' 'sér skjóls á bak við reykháfinn. Mér hefur ekki komið til hugar að drótta slíkuim barnaskap að gamla árinu. Hvenær hef ég gert það? Verið þéí nú sanngjarn Jón. Nei, þér verðið að játa, að þér hafið rangt fyrif yður“. „Nei, nú er nóg komið“, grenjaði Jón óður og uppvægur; „en það skuluð þér samt vita að ég hef aldrei farið niður um skakka þak- gluggann minn, og að lögregluþjón- ar hafa aldrei skotið á mig. Það er allt bölvuð lygi! Ég lá grafkyrr og hreyfingarlaus í rúminu alla þá nótt, þér skuiuð afturkalla það allt saman; annars stefni ég yður fyrir ósannan óhróður! Fari í helvíti, ef ég geri annað“. Og að svo maaltu þeyttist ráð- vendnisskepnan, Jón eins og djöf- ulsins eldibrandur ofan stigann. kjör, já meira að segja, þeir ættu ‘ að eiga aiit sameiginlega: jörð, fénað og fjármuni. Það var sannarlega ganianlaust að fást við þessa kristnu menn. En þeir sem eiga peninga, lönd, fénað og þræla, kunna við ýmsu ráð. Fyrst reyndu þeir að gera þessa vesalinga hlægilega, þegar þeir börð af hvað mestri andagift fyrir kenn- ingum meistarans, var sagt að þeir væru „drukknir af sætu víni“. Þeir voru kallaðir „ofstækismenn“ og „heimskingjar“, en allra versta skammarheitið, sem þeim var valið, var heitið „kristjnn”. Það þýddi í munni samtíðarinnar: fáráðlingur, i bjálfi, æsingarfífl og þar fram ejftir götunum. En ekkert af þessu dugði. Læri- sveinamir voru „höndlaðir af Kristi“ og þeim var alvara með að -lifa fyrlr kenningar hans um bræðralag- ið. En þá var að reyna að láta þá deyja. Og það kom í ijós, að þeir voru einnig reiðubúnir til að deyja fyrir bræðralagshugsjónina. Og þeir voru teknir af lífi unnvörpum En það dugði ekki heldur. Þeir dóu, en kenningin lifði. Nú voru góð ráð dýr. Það gat þó aldrei gengið, að mennirnir færu að lifa eftir kenninguin „ofstækis- mannanna”, að hætta að tala um fátæka og rika, og allir yrðu jafn- ir. Og nú var í stað þess að lierj- ast gegn „kenningunni", gripið tii þess ráðs að falsa liana. Þá var búin til trúarjátning, sem hleypur yf ir allt líf og kenningar Jesú, en býr til skáldsögu um fæðingu lians og ferðalög hans til Helvítis. Þetta ráð dugði og hefur dugað til þessa dags. Enn er hægt að tala um fátæka og rika, þræla og frjálsa, ennþá blómgast misrétti og rang- læti undir veggjum kristinnar kirkju, enn em þeir menn, sem irerjast fyrir jafnrétti og bræðra- lagi kallaðir ofstækismenn, landráða | menn og heiskingjar. Það er líka ; annað en gainan, að tíl skuli vera þeir menn, scm lia'lda því fram í ailvöru að Óli Maggadon og Óli Jensensson eigi sama rétt til lífs- ins, að þeir séu bræður bæði á jólum og milli jóla. Að til skuji vera menrs, sem lialda ])ví fram, að anginn eigi að telja neitt sitt lield- ur eigi allt að vera sameiginlegt. En |>essir menn eru (il, sva líf- seig er kenning hins mikla meist- ara frá Nasaret. Gleðíleg jól! Kexverkstníðjan Frón h. f. Fínnar o$ Rússar Framhald af 1. síðu étliersins numið að meðaltali 3,2 km. á dag, og hefur víða tekizt að brjótast gegnum aðalvarnarlínu Finna, hina svonefndu Manner- heimlínu”. Ef þessi sóknarhraði Rauða lrersins við ,Mannerheimlínuna ’er borinn saman við sóknarhraða hins sameinaða hers Breta og Frakka við „Siegfriedlínuna”, þá verða menn að játa að sovétherinn hefur náð verulegum árangri með- an fransk-enski herinn stendur enn í sömu sporum og virðist getu- laus með öllu. Hví skyldu blöð er- lendis ekki hafa áhuga á því, hve marga kílómetra á dag hinn sam- einaði her Frakklands og Eng- lands hefur sótt fram undanfarna fjóra mánuði, en hlutverk hans er eins og allir vita, að gersigra Þýzkaland. Skyldi það geta verið af því, að framsókn þessara vold- ugu herja mundi ekki mælast i kílómetrum á dag heldur í sentí- metrum, þar sem á annaðborð er um framsókn að ræða”. Samkvæmt hernaðartilkynningu foringjaráðs Leningrad-hemaðar- svæðis gerðist ekkert markvert á vígstöðvunum í Finnlandi í gær, 22. des.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.