Þjóðviljinn - 04.01.1940, Qupperneq 3
I’JÓÐVILJINN
Fimmtudagur 4. jan. 1940
Verkamannabréf:
Mótorbátasjómenn verða að
sameinast til baráttu fyrir
bættum kjörum
Erns og allúr vita, sem. þekkja til
islenzkra vinnustétta, eru engir
eins samtakalausir og bátasjómenn
og sjómenn á smærri skipum, er
stunda þorskveiðar. Enda er engin
stétt manna á okkar landi, sem
býr við jafn lélega aðbúð, jafnlang
an vinnuthna, jafnmikla vosbúð og'
jafnlágt kaup og þessi hluti verka-
lýðsins. '
Sigurjón Sjómannafélagsfonnaðui
skrifaði grein fyrir skömmu í Al-
þýðublaðið, þar sem hann telur
partaráðningu á íslenzkum bátum
óréttláta, en bendir ekki á neina
leið til bóta fyrtr sjómenn. Sigur-
jón tekur til dæmis kjör manna i
nágrannalöndunum við fiskveiðar'
En þar hafa menn allsstaðar fritt
fæði og borga ekki útgerðarkostnað,
eins og hér við Faxaflóa, þar sean
sjómenn borga olíu, beitu, salt og
fæði. Enda er þetta litla kaup sjó-
manna reitt af þeim til að borga
með þessa liði, sem eru þeir dýr-
/ustu í útgerðinni.
Ekki getnm við lifað af því þó
partur okkar geri 1200 krónur, eins
og stundum er, þegar allt er plokk
'að af okkur aftur nema kannske
hundrað krónur á mánuði, og stund
um ekki það. Nokkrar undanfarnar
vertíðir í Vestmannaeyjum hefur
þáð verið svoleiðis, að sjómenn ut-
an af landi hafa varla átt í fjargjald
ið heim, eftjr að hafa þrælað alla
vertíðina, og oft ekki fengið að sofa
sólarhringana út. Hlutur manna við
bátana er misjafn, en allsstaðar
munu kjörin vera óréttlátari á Suð-
urlandi en á Austurlandi og Norð-
urlandi. Það þekkist hvergi á Aust
urlandi að sjómenn borgi útgerðar-
kostnað, enda verða sjómenn að
berjast móti slíku. Hér er ekki rnn
neinn sameignarrekstur að ræða,
sjómenn fá enga hlutdeild í gróða
þegar hann er og eiga ])ví ekki að
taka þátt í kostnaði: Sumstaðar er
borgað visst af hverju skippundi,
sem fiskast, en það er svo lítið,
um tvær krónur, og getur þá hver
sem vill séð útkomuna, þegar bát-
amir fiska um fjögur til fimm
hundruð skippund, og fæði og hús-
næði kostar 120 kr. á nránuði. Á
Austfjörðum fá sjómenn venjulega
um fimm krónur af hverju skip-
pundi þegar fiskurinn er seldur
fuilverkaður. Það er því augljóst
hvaða órétti sjómenn eru beittir á
Súðurlandi.
Aðbúð sjómannanna á verstöðvun
um er mjög svipuð kaupinu, lé-
legri hreysi en verbúðir á Suður-
nesjum eru vart til. íbúðin einn
gejunur, sem allir sofa í, ráðskonur
landmenn og sjómenn. Þarna er
eldað og þvegnir þvortar. Verði
sjómenn veikir, fái ígerð í hendur
ieða skaði sig á vcrtíðinni, eða verði
frá verkum á annan hátt, er keyptur
maður á kostnað þess veika, og er
þá sjaldan knífað að borga.
Hafnir verstöðvamia sunnanlands
eru hinar verstu. Aðstaða til að
landa fiskinn er mjög erfið, svo
þröngt að litill hluti bátanna, sem
rœr úr hverri verstöð, kemst að
bryggjunni. Á meðan verða liinir
að bíða svo klukkutimum skiptir
til að komast að. Og oft er það svo
leiðis, að þegar þeir loksins eru
búnir að landa fiskinn, þá er kominn
timi til að róa aftur, svo hvíldar
og svefntími verður enginn. Og þann
ig er stundum haldið áfram vikum
saman. í flestum þessum verstöðv-
um gæti verið góð aðstaða ef byggð
ar væru bryggjur og hafnarbætur
gerðar, og það opinbera léti sig
aðstöðu sjómanna nokkru skipta
En hvað hefur verklýðshneyfingin
og Alþýðusambandið gert fyrir
þessa fjöimennu stétt? Því er
fljótsvarað. Það er ekki neitt. Hafi
bátasjómenn beðið Alþýðusamband
ið um sluðning þá hafa venjulega
komið nægjusemis og hógværðar
prédikanir og við það hefur setið.
Fast kaup hefur aldrei. mátt orða,
kauptryggingu eða neitt visst, —
alltaf orðið að vera hlutaráðning,
sem hefur gert afkomu sjómanna
nvjög á tvo vegu, og^ 1 öllum tilfell
um lélega.
Sjómannasamtök eru ekki til,
nema ef telja skyldi Sjómannafé-
lag Reykjavíkur, sem bara er fyr-
ir þá sem eru á togurunum og
flutningaskipunum, og mjög
starfslítið.
Þetta er mál sem Landssam-
band stéttarfélaganna verður að
taka að sér, að leiða hagsmuna-
mál bátasjómanna til farsældar.
Alþýðusambandið hefur ekki vilj-
að og vill ekki skipta sér neitt af
þeim. Og það hefur sýnt sig að
það hefur enga þýðingu þó eitt
verkamannafélag í þessum stað
eða hinum sé að samþykkja kaup-
kröfur eða lífskjarabætur fyrir sjó
menn, þegar allsherjarsamtökin í
landinu fást ekki til að styrkja
þau: Það er ergilegt fyrir báta-
sjómenn að vita, að þeir afla þjóð
inni þeirra verðmæta, sem að
mestu leyti standa undir henni
en lifa við þau hallæriskjör
sem þeir lifa við. Enda veit ég
ekki að það tíðkist við neinn at-
vinnurekstur nema báta-útgerð.
að ef eitthvað gengur stirt, þá sé
mannakaup lækkað ofan í ekki
neitt. Enda væri slíkt ekki hægt
nema vegna samtakaleysis sjó-
manna. Eg geri ekki ráð fyrir því.
á meðan sjómenn lifa við 'slík
kjör sem þeir búa við nú, að það
þýði að prédika að þeirra kaup
drepi útgerðina. Meðan einn bátur
fiskar á vertíðinni upp á sextíu til
sjötíu þúsund krónur, og manna-
kaup á vertíðinni er f jórtán til sex
tán þúsund krónur, og sjómenn
borga meirihlutann af því aftur
til útgerðarinnar upp í beitu, olíu
og salt, ná slíkar staðhæfingar
engri átt. Bátasjómenn verða að
mynda samtök sín á milli. Án öfl-
ugra samtaka er engin leið að
bæta kjörin.
Svavar Árnason.
f *j*
X Æ- F- R- I
V
■*♦*****»•*♦**♦**•**♦**«• •*•
'k
Málfundahópur Æ. F. R. heldur
fund i Hafnarstræti 21, kl. 9 í
kvöld. Félagar fjölmennið og mæt-
ið stundvíslega.
Hjónaband. Nýlega voru gefin
saman í hjónaband ungfrú Guð-
rún Vilmundardóttir og Gylfi Þ
Gíslason. Heimili þeirra er í Garða
stræti 13.
Hrelnar lér-
eftstuskur
kaupír hsesfa verðí
Vikingsprenf h,f.
Prófessor
\. B. S. Hafdane;
Réttnr Sovét-
rihjanna til
landvarna
Prófessor J. B. S. Haldane &r
heimsfrægur enskur visindamaðj
maður, er hefur einkum i seinni
tíð látið þjóðfélagsmál allmikið
til sin taka. Qremar eftir hann
hafa birzt í „Þjóðviljanum“ og
„Vöku“ tímariti áhrifamanna úr
þjóðstjórnarflokkunum.
1 ræðu, sem prófessor HaÞ
dane hélt nýlega í Lancashiro
lýsti hann yfir stuðningi við
Sovéiríkin og samúð með þeim.
Haldane lagði áherzlu á rétt
Sovétrikjanna til landvania.
„Mér þykir vænt um að Sovét-
ríkin skuli hafa notað þennan
rétt. Sovétstjórnin fór ekki
fram á neitt það, er skertisjálf
stæði Finnlands. Það eina, sent
hún ætlaðist fyrir, var að afstýra
því að hægt væri að halda uppj
stórskotahríð á Leningrad og
teppa siglingar þangað“.
NýSbók.
Ný bók.
Einar Olgeirssons
Valdakerf ið álslandi
1927-1939
Rit þetta sem er sérprentun úr „Rétti”, fæst nú í bókaverzl-
unum. — Allir þeir, sem vilja skilja stjórnmálaástandið á Islandi
verða að lesa þetta rit.
Verð kr. 1.50. — Fæst í
Bókaverzl. Helmskrlnglu
Laugaveg 38.
Sírni 5055.
t
Flokkurínn
^K-K-K-K
.:„X"K“K"K 3
Hefur þú, félagi góður lesið síð-
asta hefti Réttar? Ef þú ert ekki
búinn- að því, þá ættir þú að gera
það sem allra fyrst. Þetta hefti
flytur mjög athyglisverða ritgerð
eftir Einar Olgeirsson um valda-
kerfið á Islandi 1927—1939. Þar
er sýnt fram á hvernig það ríkis-
vald, sem nú ógnar frelsi ís-
lenzkra verkamanna og smáfram-
leiðenda, hefur þróazt stig af stigi
undir handleiðslu Jónasar Jóns-
sonar. Þessa ritgerð þurfa allir
SÓsíalistar að lesa. Ekki er síður
athyglisverð þýdd ritgerð eftir
Palme Dutt, sem heitir Styrjöldin
og sósíalisminn. Dutt er Indverji
búsettur i Englandi og ritstjóri
tímaritsins Labour Monthly. I rit-
gerð þessari skýrir hann af frá-
bærri skarpskyggni hin dýpri rök,
styrjáldarinnar sem nú geisar í
Evrópu og sýnir fram á hvaða af-
stöðu sósíalistar hljóta að hafa til
hennar.
En eftir á að hyggja. Ef til vill
hefur þér láðst að gerast kaupandi
Réttar til þessa. Ef svo er þá ætt-
ir þú að bæta úr þeirri vanrækslu
strax. Réttur kostar 5 kr. á ári og
þú getur gerzt kaupandi í Heims-
kringlu (sími 5055).
Baldur Möller flytur útvarpser-
indi í kvöld um skákförina til Arg-
entínu.
Blaðamannafélagi Islands hefur
borizt eftirfarandi. nýárskveðja
frá dönsku blaðamönnunum er
voru hér á ferðalagi í sumar.
„Dönsku blaðamennirnir, sem
komu til Islands í sumar, minnast
með þakklæti gestrisni íslenzku
blaðamannanna og senda starfs-
bræðrum og vinum á fslandi óskir
um gott nýár, er færi með sér frið,
og heill og hamingju blaðamanna-
félagi Islands”. — Carl Th. Jen-
sen.
Lelkíélag Reykjavíkur sýnir í
kvöld leikritið „Dauðinn nýtur lifs
ins” fyrir venjulegt leikhúsverð.
Bandalagíð gegn
Sovéfríkíunum
Framhald af 1. síðu.
in, og reyni nú að leika saina leik-
inn með Svíþjóð, Noreg og Eystra-
saltsrikin.
Ulmani, forseti Lettlands, lét svo
um mælt í nýársræðu, að samn-
ingar Lettlands við Þýzkaland og
Sovétríkin, og brottflutningur Þjóð-
verja frá Lettlandi, væru þeir at-
burðir liðna ársins, er mesta þýð-
ingu hefðu fyrir framtíð lettneskn
þjóðarinnar og rikis hennar.
Mlkkí Mús í nýjum œvintýrum. 238
Æ, Mikki — ég gleymdi krukk-
unni sem Beta frænka bað mig að
kaupa. — Mikki: Það er of seint
athugað, þeir eru að taka land-
ganginn.
Góði stýrimaður, viljið þér gera
svo vel að fresta brottfcr í fimm
mínútur. — Stýrimaður: Nei, við
erum alveg að fara.
Magga: Hvað segið þér! Mér
hefur verið sagt að skipið sé sex
og hálfan sólarhring á leiðinni. Er
það ekki rétt ? — Stýrimaðu'r: Já
jú. . .
Magga: Jæja þá! Eg vil þá leyfa
mér að halda þvi fram að fimm
mínútna töf gerir hvorki til né frá
— Mikki: Þetta er stúlka í lagi!