Þjóðviljinn - 06.01.1940, Blaðsíða 2
Laugardagur 6. jan. 1940.
ÞJÓÐVILJINN
gMðmnuinii
j Ctgefandi:
Sameiningarflokkur alþýðu'*
— SósíalistaflokkurinE.
Bitstjórar:
Einar Olgeirsson.
Sigfús A. Sigurhjartarson.
Bitstjórna rskrif stofur: Aust-
urstranti 12 (1. hæð). Símar
2184 og 2270.
Afgrelðsla og auglýsingaskrif-
stota: Austurstræti 12 (1.
hæð) sími 2184.
Askr iftargjald á mánuði:
Reykjavík og nágrenni kr,
2.53. Annarsstaðar á land-
inu kr. 1,75. I lausasölu 10
aura e'ntakið.
Víkingsyrent h. f. Hverfisgötu
4. Sími 2864.
Hríngur i sfað
frjálsrar sam*
keppni
Alþingi var slitið í gær. Hafði
það verið háð 137 daga. Á þessum
137 dögum hefur það fengið til
meðferðar 142 lagafrumvörp, og
enzt tími til að afgreiða 81.
Þetta er eitt allra lengsta þing,
sem haldið hefur verið á íslandi,
það er því ekki nema að vonurn
þó það á ýmsum sviðum hafi sleg-
ið met fyrri þinga.
Þegar rekja skal afrekaskrá þings
ins, verða fjárlögin fyrst fyrir. Met-
ið er óumdeilanlegt, það hefur sam-
ið og samþykkt hæstu fjárlög, sem
nokkurntíma hafa verið í gildi á
íslandi. Þó hefur verið dnegið úr
framlögum til ýmsra verklegra fram
kvæmda. Þetta verður nú niður-
staðan af þvi þegar hinir „ábyrgu
flokkar" fara að koma sér saman
um að spara.
En fleira er á metaskránni en
fjárlögin,
Þingið lögleiddi sveitaflutning og
ríkislögreglu, það svipti byggingar
samvinnufélög verkamanna sjálfs-
forræði, það stofnaði nýtt alóþarft
lögreglustjóraembætti í Reykjavik,
það samþykkti nýja tollskrá, sem
stórhækkar tollana, það gaf andlegu
gamalmenni, með heilbrigðisvottorð
frá yfirlækninum á Kleppi upp á
vasann, alræðisvald yfir úthlutun
styrkja til skálda og listamanna,
það svipti' verklýðsfélögin rétti til
þess að semja um kaup og kjör
rneðlima sinna. Það neitaði stjóm-
arandstöðunni um orðið til þess að
gagnrýna gerðir stjómarinnar
frammi fyrir alþjóð, það þverbraut
sín eigin lög og starfsreglur hvað
eftir annað, það neitaði sjómönnum
og útgerðarmönnum um endur-
greiðslu á litlum hluta þess gróða
sem síldarverksmiðjur ríkisins höfðu
af bræðslusildinni í sumar, og þá
munu vera talin helztu afrekin.
Nei, einu er gleymt:
Það tortímdi virðingu elztu og
virðulegustu stofnunar þjóðarinnar,
Alþingis.
Þett^i er þá orðið starf liinna
„ábyrgu flokka“, sem síðastliðinn
vetur komu sér saman um að taka
stjórn landsins í sínar hendur. Enda
var þessa og einkis annars að vænta
og þetta og ekkert annað var
tilgangurinn.
Samstarf hinna „ábyrgu“ er mið-
að við það eitt að tryggja forrétt-
indi þeirra manna, sem hafa hærri
laun en 10 þúsund krónur á ári.
Samstarf hinna áhyrgu er líka til-
raun yfirstéttarinnar á fslandi til
Víðsjá Þjóðvíljans 6, 1« '40
Theodore Drelser: '
Framtið mennmgarmnar
Eftirfarandi grein eftir hinn heimsfræga rithöfund Dreiser er
þýdd úr ameríska tímaritinu „Cominon sense”. I»ó greinin sé hvað
ýmsar skoðanir snertir mjög fjarri lífsskoðun sósalismans, þá vill
blaðið ]>ó láta hana koma íyrir sjónir lesenda sinna svo þeir sjái
hvernig einn helzti borgaralegur rithöfundur Ameríku lítur á
framtíð menningarinnnar og Sovétrikín.
(Ameríska timaritið „Comm-on
Sense“ hefur snúið sér til hins
heimsfræga rithöfundar, Theodore
Dreiser og lagt fyrir hann þessa
spurmngu: „Haldið þér að styrj-
Öldiif í Evrópú, Waífi í sér fólgið af-
nám menningarinnar í því formi,
sem iiún er í nú, í Ameriku og
Evrópu?“ — Þessu svarar Dreiser
í eftirfarandi grein.)
Ég trúi ekki að sá stonnur sem
nú er að hefjast og herjar Evrópu
muni eyðileggja menninguna (civi-
lisation) á jörðinni. Ég verð að
viðurkenna að orðið „civilisation"
hefur óþægilegan keiin. í eyrum
mmum hljómar það sem svikinn
málmur. Þetta orð er raotað af
fjölda fólks með ólíkar heimsskoð
anir, ólíkustu lífsreynslu, og við ó-
líkustu félagslegar kringumstæður.
Prestar, er halda sem fastast í of-
stækisfull sjónarmið, þegar um það
að ræða hvernig við erum kom-
in, hingað, og urn fyrirkomulag rík-
isins, staðhæfa með óhrekjanlegum
óskeikulleik að þeirra hugmyndir
og „dogmur“ séu ósvikin menning.
Samtimis skýrir eðlisfræðingurinn og
efnafræðingurinn frá þvi, að jörðin
með öllu, sem á henni er beri að
fullkominni útþurrkun; heimur
friamtiðarinnar er í hættu, segja
þeir, þó engum hafi tekist að leysa
þá spurningu hvernig hann hafi orð
ið til.
Sumir halda (þar á meðal Edd-
ington, ef ég man rétt. Th. Dr.)
að jörð vor hafi eitt sinn verið
tröllaukin stjarna, sem hafi sprung-
íð í parta. Þessir partar köstuðust
með ógnar hraða út í alheiminn,
rúmið, ein-s og óskapnaður. Maður
á ef til vill að ganga fhn á það, að
við mennimir höfum verið með i
þessu mikla ferðalagi, um rúmið, í
ekki minna en 200—300 þúsund ár.
Og það merkilega við þetta er, að
við erum taldir að hafa þroskazt,
skapað verðmætj, svo að við höf-
um nú menningu. Ég hefi lesið, að
áður og fyrr, hafi orðið til ýmls-
koraar íífsform, einskonar andlegeða
teknisk þróun, og afleiðing af henni
hafi orðið sú, að við fórum að
verða til á jörðunni (þetta segja
þeir lærðu, en ekki ég. Th. Dr.).
Hvað sem þessu líður er enginn
vafi á, að við emm til, að við mun
um þnoskast, eða hætta að vera
til. Persónulega efast ég auðvitað
þess að halda völdunum enn um
stund, enginn einn afturhaldsflokk-
urinn var þess umkominn. Aðeins
samábyrgðin um svikin, svindlið og
arðránið gat hjálpað.
Á sviði verzlunar- og fjármála er
þessi aðferð alþekkt. Fyrst keppa
svindlararnir, síðan mynda þeir
hring til þess að losna við sam-
keppnina.
Lengí keppti afturhaldið á fslandi
í þremur flokkum, keppt var um
pietí í blekkingum, þessi samkeppni
var flokkunum dýr, alveg eins og
samkeppnin hefur reynzt öðrum
kaupmönnum og svindlurum of dýr
þá var hringurinn myndaður þjóð
stjómin.
Það er ekki furða þó öll þau met
sem til óþurftar eru fyrir land og
lýð hafi verið slegin á þessu þingi.-
um þetta. Ég veit að frá fimmtu
frtam á þrettándu öld drottnaði
myrkur miðaldanna, en það varbara
í Vestur-Evrópu. Gleymið því ekki.
Á öllu þessu timabili blómguðust í
Kína samfélagsframfarir og und-
ursamleg menning, (Konfusius).
Þessi menning, með sína undra-
verðu list, og byggingarþekkingu,
hefur varað til vorra tíma. Allt til
þessa hef ég fyllst undrun og aðdá-
un á þessari menningu. En á undan
Kína og Japan (Japan er afkvæmi
Kína) var til í Indlandi heimspeki
og stórmerkilegar hugmyndir um
uppruna lífsins á jörðunni (Brama,
Bitdda). Þessar hugmyndir eiga mik
illeik sinn fólginn í hugsanadjúpi og
manniegleika. Þær hafa haft mikil
áhrif á alla nútíðar heimspuki Ev-
rópu; þá Kant, Hegel, Schopenhauer,
Goethe, Nietsche og Emerson.
— Fyrr eða samtimis Indlandi var
Egyftaland til með sinn Amon Ra.
Isida, Osirís og „Bók dauðans“ þar
sem maðurinn er gladdur með þvi,
að hann væri fæddur af tilviljun
á jörðina. Eftir Egyptalandi kemur
Qrikkland og Róm. En 'j)ó hófust
hinar myrku miðaldir. Eftir þær
kom italska endurreisnartímabilið.
Nýtt líí brýzt fram í Englandi,
Frakklandi, Þýzkalandi og Niður-
löndum ogl i Ameriku. Þá kom vél
ira til sögunnar og vísindin- Franska
byltingin, ameriska byltingin, borg-
arastyrjöldin fyrir afnámi þræla-
haldsins, og nýlega hin mikla rússn-
eska bylting, sem eftir minni hyggju
vegur upp d móti allri peirri ógœfu,
sem pjakaði heiminn árin 1914-18-
Þér segið: „Villimennska, róttækni,
maður“. Það er það sem þér þurfið.
Vesturhluti jarðkringiurmar, helm-
ingur hnattarins er nú einusinni
bannig úr garði gerður, að hann
þarf að gleypa ákveðinn áróður,
eins og á dögum hinna myrku mið-
alda. Enginn les blöð Sovétríkjanna.
Að lesa slík blöð er skoðað sem
glæpur! Ekki eitt einasta ameriskt
blað- þorir að opinbera röð af stað-
reyndum um hið tröllaukna starf
sem unnið er í Sovétríkjunum, um
að þar er verið að skapa nýjan heini
um að þar er öllum tryggð viima,
án undantekningar, og að fólkinu er
öllu gefinn möguleiki á að lifa und-
ir mannlegum skilyrðum. Þessi
Dlöð skrifa ekkert um þá miklu
almennu þekkingu, sem fá má frá
iandi, sem nær frá Beringsundi til
Kína, frá Arkangelsk til Iran og
Afganistan. Ekkert blað nefnir einu
orði hinar nýju járnbrautir, akveg
ina, flugleiðirnar, og aukningu tal-
og ritsima, um hinar stórkostlegu
nútíðar vélrænu aðferðir í landhún-
aði, um hina miklu háskóla, vis-
indastofnanir, risaverksmiðjur og
iðnaðarlxirgir, sem allstaðar þjóta
upp á landsvæði Sovétríkjanna.
Við höfuiTi heyrt, okkur til mikill-
ar undrunar, að flotamálaráðherra
Englands, hr. Winston Churchill,
liafi sagt að Sovétrikin væru sterk
ustui ríkj í heimj. En enginn minn-
ist á livernig þau urðu það. Og
þegar því er nú einnig haldið fram
að allt sé i ólestri í Sovétríkjun-
um, hvernig getur maður þá skýrt
það, að hægt sé að fæða, kkeða og
skóa milljónaher? Og hvernig gátu
sárafáir menn, hetjur þessa hers,
sett slíkan skrekk í hina marglof-
uðu Japani, að hjá þeim varð blátt
áfram uppistand svo þeir urðu að
biðja um frið.
Hvernig á að skýra þetta?
Það tekst vist ekki að segja að
loðnir, viltir bjánar sitji þar við
stjórn? — Ef þetta er nú þannig,
hvert skal þá sækja skýringu á þv.
að Bretar og Frakkar fóru til þeirra
og báðu um hjálp?
Áðurnefndur Winston Churchill
sagði við mig 1928, þegar ég hitti
Jiann á heimleið minni frá Sovétríkj-
unum, að hugsjónir bolsévikkanna
væru rangar, og að allt myndi falla
urn koll hjó þeim innan sjö ára.
Nú eru ellefu ár liðin síðan og liinn
sami Churchill lýsir yfir, að Sov-
étríkin séu mesta herveldi í heimi!
Hvernig; á að skilja þetta? Kannske
Stalin hafi gert: þetta allt sjálfur í
hasti?
Sýnir ekki þetta allt, að 180 millj-
ónir manna lifa nýju lífi fullu af
kraftí og bjartsýni, í fullri vissu um
það, að einhvemtima muni korna að
því, að hið hræðilega félagslega
ranglæti taki enda, sem ég sá í
EnglancVi í ágúst 1928 og einnig 1920
og fyrr, árið 1912 (þá fengu verka
inenn þar í vikulaun 12,15—18 shil-
lings). Ég vil ekki minnast á það
ihvað ég sáj í Frakklandi þessi sum-
ur (þar fengu verkamenn um 60
sent á dag) og víðai) i heiminum. í
Ameriku: St. Louis, Kansas City,
í Suðurríkjunum, í Vestur-Virgini(a,
í Pittsburg, í Chicago, og í námunum
í Utha, — var sama ranglætið.
Þegar þér spyrjið mig um hina
svo nefndu menningu, þá verð ég
fyrst af öllu að fá að vita hvað
þér meinið með þessu orði. Kann-
ske það sé fjárhagslega og félags-
lega ranglætið, sem ég gat um í
Evrópu og Ameriku, að ég nú ekkl |
tali uin í Egyftalandi, Afriku, Ind-
landi, Kina, Suður'-Ameriku, Mexiko
og fleiri löndum? Eða það sé þá
hið svo nefnda „barbarí“, sean þér
Afíurhaldið í Danmörku hefur upp
á síð*Kastið reynt að æsa upp gegn
Martin Andersen-Nexö, hinu ágæta
aiþýðuskáldi Dana. Ekki hafa saant
æsingar þessar haft áhrif meðal al-
þýðunnar.
,,Arbejderbladet“ snéri sér nýlega
til ýmsra bókasafna, sem lána úf
bækur, til að vita livernig stæði
með útlán og lestur á bókumhans,
um sama leyti og afturhaldið tók
til bókabrenna að fasista sið.
Ailsstaðar fékk blaðið sama svarið,
að ækur hans væru lesnar meir
en nokkru sinni fyrr.
Dössing, bókasafnsforstjóri, kvað
öll bókasöfn Danmerkur eiga bæk- i
ur* Nexö og væri hann einhver mest
Iesni rithöfundurinn. — í aðalbóka-
jsafninu í Fredriksberg vora bækur
Nexö ófáanlegar, af því þær voru
allar í útláni. Kvað bókavörðurinn
eftirspurnina eftir þeim nú vera
með mesta móti.
Bókasafnsstjóri Kaupmannaliafnar
sagði eftirfarandi: „Tugir af bókum
Nexö eru lesnar upp til agna á óri
hverju. Hann er einn af þeirn rit-
höfundum, sem þannig baka okkur
rnest útgjöld. Eftirspurnin eftir
þeim er eins mikll og nokkru sinni
fyrr. Við urðum einmiit nú að fá I
meinið að róði í Sovétrikjunum?
Ef þér nú meinið þær skelfingar,
sem ég hef verið vitni að í Evrópu
og Ameriku og öðrum heimsálfum,
þá er ég sammála yður, að slík
menning líður undir lok, — menn
ing Vestur-Evrópu og auðvaldsins
— og Bandaríkjanna, sem er fjötruð
auðvaldi annarra landa.
Eftir að spánska flotanum „Arm-
ada“ var sökkt, liefur England aldr-
ei viljað gefa eftir vald sitt á haf-
inu, og jafnframt ákveðið að á meg-
inlandinu skyldi enginn geta tekið
upp samkeppni við það. Af þessu
stafar styrjöldin. Meira að segja
Napóleonsstríðin, þýzk-austuríska-
stríðið, fransk-þýzka stríðið, og að
tokum heimsstyrjöldin, þar sem Eng
land var ekki eitt um sigurinn, er
af sömu ástæðum.
Þýzkalandi hafa skapazt ástæður
fyrir háværum kröfum um að fá
„sælti í sólinni“. Eftir Versalafriðinn
gat Þýzkaland ekki sætt sig vlð
réttlæti Þjóðabandalagsins vegna
þess að þar drottnuðu brezk-frönsk
áhrif. Það er engum vafa undirorpið
að framtakssöm þjóð — þrátt fyrir
andúð Englands og Ameriku — er
byggði upp Þýzkaland fyrir 1914
myndi ekki láta staöar numið. Nú-
tíðar Þýzkaland eftir 1918 er ekki
land kjána og heimskingja. Þessi
þjóð krefst „sæ't)s í sólinni“ og hef-
ur* alveg eins og Englendingar skil-
ið það að berjast fy*rir þeim rétti.
Upplaufn'n, sem verður meðal ein-
staklinga og einka-auðvaldsins —'
hér er ótt við hinar ráðandi stéttir
. Englands, Frakklands, Ameriku og
I annarra kapitalistiskra landa ef
til hagnaðar fyrir alla.
Ég sé morgunroðann i austrinu.
Hin rétta og sanna menning líður
ekki undir lok. Hún mun einungis
þróast í nýjum búningi.
fyrr
100 eintök í viðbót af endurminn-
ingum hans. Þér* sjáið af því hve
mikið hann er Iesinn í Kaupmanna
höfn“.
Annarsstaðar eru svörin eins. Aft
urhaldið heftir sízt megnað að veikja
vinsældir þessa skálds alþýðunnar
með æsingaherferð sinni, heldur
;þvert á móti.
H. N. þýddi.
Bækur Martín Andersen-
Nexos meír lesnar en nokkru
sínnt