Þjóðviljinn - 07.01.1940, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.01.1940, Blaðsíða 1
V. ARGANGUR. SUNNUDAGUR 7. JAN. 1940 5. TÖLUBLAÐ. msmmm isoo neoo á Nokkrír skuldakónga valsa með fugmilljónír króna af þjóðarfé og leíka valdhafa — En á meðan erfar^ íð með verkalýðinn, sem skapað hefur allan auðínn, eíns og fáfækf hans vaerí glæpur Alþingi það, sem nú heí'ur nýlokið störfum, fór með verkalýð- inn eins og væri hann þrælastétt, sem valdhafamir ættu bara að liagnýta sem bezt, og væri hann fátækur og hjálparþurfi vegna at- vinnuleysisins, sem yfirstéttin leiðir yfir hann, þá bæri að iíta á það sem glæp; Sveitaflutningarnlr ríkislögreglan og kaupþrælkunin, — en öllu þessu dyngdi þingið á verkalýðinn, — sanna þetta bezt. I»að er því ekki úr vegi að rifja upp, hvernig háttað er liög- um íslenzku þjóðarinnar nú, hvernig eignaskiptingin er hér á landi. Upplýsingarnar, sem Hagtíðindin gefa um eignaskiptinguna 1938 eru eftirfarandi: 7632 gjaldendur eignaskatts eiga samlagt 118 milljónir króna í skuldlausum eignum: 17000 manns, sem gefa upp, en ekki ná því að 'borga eignaskatt, (eiga eign innan við 5000 kr., meðal þeirra eru t. d. allir ráðherrarnir, Richard Thors o. li.) eiga til samans undir 30 milljónir króna í skuldlausum eignum. Ef gengið er út frá sömu hlutföllum um skiptinguna innbyrðis á inilli eignamannanna eins og var 1928 eftir rannsókn Haraldar Guðmundssonar, þá má ganga út.frá því, að fimmti hlutinn af þessum 7632 mönnum — ]». e. 1500 manns — eigi ’/r, hluti liinna skuldlausu eigna. Er þá eignaskiptingin á þessum 150 milljónum króna, sem upp eru geínar þannig: 1500 menn eiga 96 milljónir króna, 6100 menn eiga 22 milljónir ki'óna, 17000 menn eiga 30 milljónir króna. Svona er eignaskiptingin á ís- landi án þess að skattsvikin séu reiknuð með. Þessar skýrslur sýna hve rík eignastéttin á íslandi er, hve mikinn auð eignaleysingjam- ir, verkamennirnir á sjó og landi, hafa skapað handa þessari eigna- stétt. Við þetta bætist svo að lánsfé landsmanna og sparifé smáspar- endanna hefur af bankastjóm Landsbankans verið að miklu leyti sett í höndurnar á örfáum fjár- glæframönnum, sem í krafti þessa valds síns hafa nú með aðstoð kjötkatlalýðsins náð slíkum tökum á ríkisvaldinu að þeir fyrirskipa nú íslenzkri alþýðu að þræla fyrir sig við kaup og kjör, sem þeir á- kveða sjálfir með þvingunarlög- um, en hóta henni sveitaflutning- um, ríkislögreglu og hungri jafn- hliða, að svo miklu leyti, sem vald- hafar þessir vegna óstjórnar sinn- Víðskiptí Sovéfrikjantia víð Kina og Búlgaríu aukasf Víðskípíasamníngar víð Japan undírbúnír EINKASKEYTI TIL ÞJÓÐVILJ. Forseti Æðstaráðs Sovétríkj- anna lagði í gær, 5. jan., fullnað- arsamþykkt á viðskiptasamning milli Sovétríkjanna og Kína. Samningur þessi var undirritað- ur 16. júní 1939, og gerir ráð fyrir mikilli aukningu viðsldptanna milli ríkjanna. I gær, 5. jan., var undirritaður samningur milli Sovétrikjanna og Búlgaríu um viðskipti og skipa- samgöngur, og gildir hann til þriggja ára. Eru þetta gagnkvæm- ir beztu-kjara-samningar. Samningurinn um viðskipti - r,kjanna 1940 gerir ráð fyr- ir mjög auknum viðskiptum Sovétríkin kaupa aðallega ýms hráefni í Búlgaríu en selja þangað Framhald á 3. síðu. Mikojan, þjóðfulltrúi utanríkis- verzlunar Sovétríkjanna. ar ekki geta notað vinnuafl henn- ar á skynsamlegan hátt. Tekjuskiptingin í Reykjavik hef ur síðustu árin verið nálægt þvi að 1000 mans hafi haft 11 millj- ónir króna í árstekjur — 11 þúa. kr. að meðaltali á hvern, — með- an allur þorri alþýðu, sem fram- leitt hefur tekjur þessar, hefur orðið að lifa af 1500—4000 kr. árstekjum. Og nú hefur dýi'tíð, atvinnuleysi og ráðstafanir ríkis- valdsins þrengt enn meir kosti al- þýðu. Framhald á 3. síðu. Mynda Ifalía Ungverjaland hernadarbanda- lag? EINKASKEYTI TIL ÞJÓÐVILJ. Czaky greifi, utanríkisráðherra Ungverja, og Ciano greifi, utan- ríkisráðherra Itala, hófu viðræður í Feneyjum í dag. Tilkynnt er að þeir muni ræða um öll þau mál, er snerta sambúð ríkjanna, og ennfremur almenn mál, varðandi stjómmál á Balkan- skaga. 1 Róm er því opinberlega mót- mælt að heimför ítalska send’herr ans frá Moskva sé í nokkm sam- bandi við brottför enska og franska sendiherrans þaðan. og Framhald á 3. síðu. Tíðíndalítíð frá Fínnfandí I liemaðartilkynningu foringja- ráðs Leningrad-hernaðarsvæðis segir, að 5. jan. hafi engir mark- verðir viðburðir gerzt á vígstöðv- unum í Finnlandi. I stefnum frá Uchta, Repola og Petrosavodsk urðu skærur milli könnunarflokka 1 stefnu frá Petrosavodsk gerfelldi könnunarflokkur fimmtíu manna liðsveit óvinanna. Á Kyrjálavíg- stöðvunum höfðust könnunarflokk ar og stórskotalið nokkuð að. Sovétflugvélar gerðu nokkrar vel heppnaðar árásir á staði sem hafa hernaðarþýðingu. Ný sifórn í Belgíu Pierlot, fyrrverandi forsætisráð herra Belgíu, hefur tekizt að mynda nýja stjóm í Belgíu. Er sósíaldemókratinn Spaak utanrík- isráðherra. Herstjórn Breta í fyrra ráðuneyti Chamberlains: Hore Belisha Wintrton lávarður og sir Thomas Inskip. Breytíngar á brezku stjórn- ínní fíl að audvelda sam- komulag víð Pjóðverfa? Hore Belísha, hermálaráðherra o$ Mc MíHan, úfbreíðslumálaráðherra, láfnir fara frá SAMKVÆMT EINKASKEYTUM TIL ÞJÓÐVILJANS I GÆR. Breytingar hafa verið gerðar á brezku stjórninni, er vekja milda athygli um allan heim. Hore-Belislia, hermálaráðhe rra, og McMillan útbreiðslumála- ráðherra, hafa sagt af sér. Himi nýi hermálaráðlierra er Oliver Stanley, fyrrum verzlunarráðherra, og í embætti útbreiðsluinálaráð- herra liefur verið skipaður Johu Reitli. Ymsa tilgátur hafa komið fram um ástæður þessara ráðstafana Er talið að innan ráðuneytisins hafi verið skiftar skoðanir um ýms mál varðandi styrjöldina, og hafi það verið brezka herforingjaráðið, er knúði fram fráför Hore-Belisha Aðrar fregnir herma að Hore-Bel- isha hafi krafizt þess að herstyrk- ur Breta í Frakklandi yrði alger- lega undir brezkri stjóm, og ætlað að koma fram allvíðtækum breyt- ingum á skipulagi hersins. Mörg brezk blöð deila harðlega á stjórnina fyrir þessa ráðstöfun. Hinsvegar hefur fráför Hore-Bel- isha vakið mikinn fögnuð í Þýzka- landi, því að hann var mjög hat- aður af nazistum m. a. vegna þess, að hann er Gyðingur. Hefur í því sambandi verið komið með þá tilgátu, að breytingin í ráðuneytinu muni m. a. gerð með það fyrir augum, að hægra verði Tveirnýirembættismenn Jónaian Hallvardsson skípadur sakamáíadóm- arí o$ Agnar Kofoed Hansen lögreglusfíórí í Rvík Samkvæmt lögum frá nýaf- stöðnu Alþingi var embætti lög- reglustjóra skipt í embætti saka- máladómara og lögreglustjóra. I gær voru settir menn til að gegna þessum nýju embættum. Var Jónatan Hallvarðsson, fyrr- verandi lögreglustjóri, settur saka máladómari, en Agnar Kofoed- Ilansen, flugmálaráðunautur, sett- ur lögreglustjóri. Taka þeir þegar við störfum sínum. Nýi lögreglustjórinn, Agnar Kofoed-Hansen, er 24 ára að aldri, Tilkynníng Að- gefnu tilefni skal það tek ið fram, að Þjóðviljinn mun hér eftir sem hingað til taka smátilkynningar íþróttafélaga, líknarfélaga o. s. frv. í bæj- arfréttir, í fullu trausti þess að þegar um eiginlegar auglýs- ingar er að ræða láti þessi fé- lög Þjóðviljann njóta viðskipta á við önnur dagblöð. að nálgast samkomulag við þýzku stjórnina. Brottför Mc Millans vekur enga sérstaka athygli, stjórn hans á út- breiðsluráðuneytinu hefur verið harðlega gagnrýrð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.