Þjóðviljinn - 07.01.1940, Blaðsíða 3
I*J ÓÐVILJINN
Sunnudagur 7. jan. 1939.
Síldarbræðsluhringur Kveldúlfs, Alli-
ance og ríkisins hefur rænt 31j2 millj-
ón króna af sjómönnum og útgerð-
' •
armönnum í sumar
PVWWWVWVWWWWWV
t
y
Æ- P- R-
?
t
T
Æ- F. R. Námshringurinn tekur
aftur til starfa í dag á venjuleg-
um stað og tíma.
Haldið verður áfram með við-
fangsefnið: Sósíalisminn.
Munið að koma á réttum tíma.
Og hríngurínn víll engu shíla aftur. Kjötkatla- og fjár-
glæframennírnír á Alþíngí slá skjaldborg um hann
Fátt hefur vakið aðra eins athygli
ogfi það, sem gerðist á Alþingi við-
víkjandi kröfunni um að ríkisverk
smiðjurnar borguðu sjómönnum og
útgerðannönnum uppbót á bræðslu-
síldina. Það sló slíku felmtri á
þjóðstjórnarliðið að allt komst í
uppnám. Og svo var málið úrskurð
að út úr þinginu með hinum al-
ræmda úrskurði Haralds og ekkert
borgarablaðanna minntist einu orði
á atburðinn. Það á að leyna þjóðina
því, sem gerðist og orsökum þess.
En þær eru þessar:
Yfirráðin yfir síldarverksmiðjum
ríkisins, Kveldúlfs og Alliance eru
nú sameinuð í klíku þeirTÍ, sem
myndar Landsbankaráðið. Þessi
klíka, sem sameinar í æðra veldi
kjötkatla-póiitíkusa Framsóknar og
fjárglæframenn Kveldúlfs, stjómar
verksmiðjunum með það fyrir aug-
um að féfletta sjómenn og útgerðar
menn, en sölsa arðinn af framleiðslu
þeirra undir klíkuna. Allar síldar
bræðslurnar tóku á móti úm 770
þúsund málum síldar á síðustu ver
tið. Þær græddu 41/2—5 krónur á
hverju máli — eða alls uin 31/*
milljónir króna.
Þegar við það var komið að
greiða eltthvað af þessu til baka
til þeirra, sem höfðu framleitt það
ætlaði klíkan alveg að ganga af
göflunum. Því var eftir miklar bolla
leggingar lýst yfir af forseta, sem
sjálfur- var byrjaður að bera tillög-
urnar upp, að þær væru ólöglegar,
Það að brjófaj í bág við hagsmuni
bræðsluhringsins var sama og afj
fcrjötai í bág við lög.
Það er skiljanlegt að þessi
bræðsluhringur kæri sig ekki um
meiri samkeppni. Þessvegna bann
aði ríkisstjórnin bæjarstjórn Siglu-
fjarðar að setja upp stóra, nýtísku
síldarYerksmiðju, er unnið gæti úr
5000 málum á sólarhring. Einokmiar
hringur fjárglæframannanna og bit-
lingamannanna beitir vægðarlaust
ríkisvaldinu til að bæla niður hverja
samkeppni, sem stofnað gæti arð-
ráni hans í hættu, — hverja atvinnu
aukningu, sein rýrt gæti heljartök
hans á atvinnulífi þjóðarinnar. Og
til þess að reyna að dylja þessa
einokun sína og gífurlegt arðrán,
bælir hringurinn niður 'gagnrýni á
ríkisstjórnina, brýtur þingsköp og
lög til að hindra að Sósíalistaflokk
urinn fái að segja sannleikann urn
stjómina á landinu og þyrlar upp
rykskýjum blekkinga til að kom-
astj hjá að svara til saka.
Þennan einokunarhring verður að
brjóta á bak aftur. Það er sameig-
inlegt hagsmunamál sjómanna, smá
útgeröarmanna og alls verkalýðs að
afnema vald Landsbankaklíkunnar: yf
ir síldarverksmiðjum landsins. En til
þess að brjóta hringinn á bak aftur
verður að koma Jónasi frá Hriflu
og Thorsurunum úr þeim valdasessi,
er þeir nú skipa, steypa þjóðstjórn-
inni, sem „rifin og fúin og ramskekt
er öll“, — og setja í staðinn ríkis-
stjóm framfara og lýðræðis á ís-
landi, stjórn, sem verkamenn, fiski
menn, bændur og millistéttir standa
Þcir faka braudid frá
börnum og $amal~
mennum o$ fleygja
þvi fyrír hundana
Þjóðstjórnarliðið felldi þá til-
lögu Sósíalistaflokksins að hækka
ellilaun, örorkubætur og aðrar
alþýðutryggingabætur og barns-
meðlög í hlutfalli við dýrtíðina,
En þjóðstjórnarliðið samþykkt;
að hækka framlagið til lögregÞ
uiinar! í Rej'kjavik mn 30 þúsund
krónur og konungsmötuna um 15
þúsund krónur. Og ekki vantaði
að nýjurn embættmn og bitlingum
væri bætt á Kveldúlfshirðina.
Það er aðeins við alþýðuna, er
þarf að spara. Böm og gamal
menni mega svelta, bara ef 10
þúsund króna mennimir hafa
nóg. 1
Þetta kallar þjóðstjórnin að
láta eitt yfir alla ganga. Þetta
er hennar siðferði og réttlæti.
að, en ekki helztu skuldakóngar
og bitlingamenn landsins.
Sósíalistaflokkurinn er eini stjórn
málafiokkurmn, sem þorir að berjast
gegn þeirri ríkisstjórn einokunar og
spillingar, sem nú situr að völdum.
Óánægjan með „þjóðstjórnina“ fer
dagvaxandi og það í öllum flokk-
um. Þjóðstjórnarklíkan hyggst að
bæla þessa óánægju niður með at-
vinnukúgun og hótunum.
En það má aldrei verða. öll frjáls
lynd öfl i landinu, allir, sem vilja
vinna gegn einokun, afturhaldi og
kúgun, verða að sameinast gegn
einokunarklíku fjárglæframannanna.
Útlitið með byggingavinnu á
komandi sumri er hið versta. Enn
hafa byggingamenn nokkra vinnu
innanhúss, en þó minni en í fyrra.
En yfirvöldin neita nú algerlega
um innflutningsleyfi á byggingar-
efni til að byggja ný hús. Lítur
því út fyrir að svo að segja ekk-
ert verði byggt í sumar.
Þó er vitanlegt að hægt er að
fá byggingarefni, þó dýrt sé. Enn-
fremur eru til menn, sem vildu
byggja, þó slæmt sé að verða að
byggja á stríðstímum. En valdhaf-
arnir hafa auðsjáanlega ásett sér
að nota stríðið til að hindra bygg-
ingar í Reykjavík. Ýmsir Fram-
sóknarmanna, t.d. Skúli Guð-
mundsson, hafa verið að skrifa um
það undanfarna mán., að það nái
engri átt að byggja í Reykjavík.
Sama skrifaði Jónas frá Hriflu
líka 1923. Er þetta alltaf viðkvæði
þessara manna í hverri kreppu,
því þá ætla þeir að reka allt fólk
upp í sveit, þó ekki geti þeir frek-
ar veitt mönnum möguleika til að
lifa þar.
Virðist nú auðséð að nota eigi
Vídskípfasamn-
íngar Sovétríkj^
anna
Framliald af 1. síðu.
landbúnaðarvélar, járnmálm, olíu,
áburðarvörur, baðmull o. fl. Samn-
ingurinn var undirritaður af Mi-
kojan, þjóðfulltrúa Sovétríkjanna
fyrir utanríkisverzlun, og Boljilóff
f jármálaráðherra Búlgaríu.
Sama dag, 5. jan., tók forseti
þjóðfulltrúaráðs Sovétríkjanna,
Molotoff, á móti forseta japönsku
viðskiptanefndarinnar, sem nú er
staddur í Moskva. Viðstaddir um-
ræðurnar voru Togo, sendiherra
Japana , Moskva, og Losovski, að-
stoðarutanríkisþjóðfulltrúi Sovét-
ríkjanna.
tækifærið, sem stríðið gefur, til að
stöðva byggingar alveg. En þess-
háttar þjóð-fjandsamlegar aðgerð-
ir valdhafanna verður að reyna að
hindra.
5000 mans í Reykjavík eiga lífs-
framfæri sitt undir byggingarvinn
unni í Reykjavík. Stöðvun bygg-
inganna er árás á lífsafkomu
þessa fólks. Þeir valdhafar, —
sem sjálfir maka krókinn og hlaða
á sig nýjum bitlingum,- en vilja
engin hálaun lækka, — hafa eng-
an rétt til að prédika sparnað yfir
öðrum og svipta þá eðlilegri lífs-
afkomu. Meðan hálaunaiýðurinn
hagar sér eins og nú, þá er hjal
hans um sparnað aðeins hræsni og
hótun hans um að stöðva bygging-
arnar eru beinlínis fjandskapur
við alþýðuna, sem svara verður á
viðeigandi hátt.
Hrcínar léreffsluskur
kaupir Víkingsprent h. f.
Æflajrf irvðldin að stððva alla
Mngarviniui í snmat ?
Þá míssa um 50 manns lífsframfærí sítt
/Aikki /Aús í nýjum ævintýrum. 241
Á þarna fór bakkinn. — Já, þér
þurfið ekkert að afsaka. Þetta var
allt mér að kenna. En mér liggur
mikið á.
Viljið þér senda þetta skeyti
strax! Það er ákaflega þýðingar-
mikið. — Því miður, ungfrú góð,
skipstjórinn er að senda skeyti.
En þetta þolir enga bið,
— Jæja, ef það er svona
áríðandi, verð ég líklega
að láta það ganga fyrir.
t
Þakka yður kærlega fyrir, skip-
stjóri. Eg var að biðja kunningja-
konu mína að taka á móti mér
á bryggjunni.
.KKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKK
| Flokkurinn I
y
♦!«
♦:kkkkkkkk«
SÖSIALISTAR !
Á yfirstandandi mánuði er það
lífsspursmál fyrir Þjóðviljann að
við vinnum öll kappsamlega að út-
breiðslu hans og eflingu.
Hver einasti félagi þarf að
starfa að útvegun nýrra áskrif-
enda og söfnun peningastyrkja.
Enginn sósíalisti má liggja á liði
sínu.
Látið ekki dragast að hefja
starfið.
Hver einasti dagur í janúarmán-
uði verður að færa blaðinu marga
nýja áskrifendur og aukna styrki.
Við væntum þess, að áður en
þessum mánuði lýkur, hafir þú
gert eittlivað fyrir blaðið þitt.
Eí$naskipfíngin
Framliald af 1. síðu.
Eignastéttin, braskararnir og
hálaunaði embættislýðurinn hafa
slegið skjaldborg um völd sín, sem
byggjast á arðráni og þarafleið-
andi fátækt fólksins. Til þess að
viðhalda þessum völdum, þarf að'
beita í senn blekkingum og harð-
stjórn. Hvorttveggja þessu beitir
þjóðstjórnin nú í ríkum mæli.
Það er því allt undir þvi komið
fyrir verkalýð íslands að hann
kunni í senn að slíta sundur blekk
ingavef þjóðstjórnarinnar og
brjóta harðstjórn hennar á bak
aftur.
Á hverri einustu vinnustöð og í
hverju verklýðsfélagi þarf nú að
ræða allt framferði þjóðstjórnar-
innar. Það verður að skera upp
herör meðal allrar alþýðu gegn
þeirri stjórn, sem í senn er voði
fyrir frelsi alþýðunnar og lífsaf-
komu allra.
Italía og Balkan-
ríkín
Framhald af 1. síðu.
muni sendiherrann fara von bráð-
ar aftur til Moskva.
Blaðið „Politika” í Belgrad flyt-
ur grein eftir Markowitseh, utan-
ríkisráðherra Júgóslavíu. Segir
ráðherrann, að júgóslavneska
stjórnin muni líta á það sem aðal-
hlutverk sitt a vernda hlutleysi
landsins og halda því utan styrj-
aldarinnar sem nú geisar í Evrópu
Hefði stjórnin fullan hug á því að
halda friðsamlegri sambúð við öll
ríki.
Ný bók. Ný bók,
Einar Olgeirsson
Valdakerfið á
íslandi 1927-’39
Rit þetta sem er sérprentun úr
„Rétti”, fæst nú í bókaverzlunum.
Allir þeir, sem vilja skilja
stjórnmálaástandið á Islandi
verða að lesa þetta rit.
Bókaverzl.
Heimskringlu
Laugaveg 38. —Sími 5055.