Þjóðviljinn - 17.01.1940, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.01.1940, Blaðsíða 1
um meira eu Þadáað faratír Dagsbrtínarkaupí níður í 98 aura um fímann! Hollenzkir landamæraverðir. Aukínn sfríðsundírbtíníngur í Hollandí og Belgíu Brezka sffórnín lofar öflugrí hjálp cf þessí riki lenda x sfyrjöld víð Þýzkaland EINKASKEYTI TIL ÞJÓÐVIL.I Undaníarna daga hafa verið gerðar ýmsar ráðstafanir í Hol- landi og Belgíu, er benda til þess að óttazt sé um árás frá Þýzka- landi á þessi lönd. Hefur mikið lið verið kvatt til vopna, heimfarar- leyfum frestað og landvamirnar tryggðar. Brezkar og franskar fregnir hafa skýrt þetta sem gagnráðstaf- anir vegna þess að geysimikill þýzkur her hafi verið fluttur til þeirra héraða, er næst liggja landa mærum Hollands og Belgíu. Hefur það fylgt fréttunum að her Bandn manna og þá einkum brezki her- inn, sé reiðubúinn til hjálpar, ef Þjóðverjar ráðast inn í Holland og Belgíu. Þýzk blöð telja fregnirnar um herflutninga Þjóðverja að landa- mærum Hollands og Belgíu upp- spuna, og sé ráðstafanir þessara landa byggðar á fölsuðum upplýs- ingum. Telja blöðin að hér sé um herbragð að ræða af Bretum til að reyna að vekja andúð gegn Þýzkalandi í Hollandi og Belgíu og æsa þau til þátttöku í styrjöldinni lefiilco noMr IDINKASKEYTI TIL ÞJÖÐVILJ. Hinn 13. jan. kl. 8,17 (ísl. tími) lagði ísbrjóturinn „Jósef Stalin” að „Sedoff”, sovétskipinu, sem ver ið hefur á annað ár að rannsókn- arstörfum í Norðuríshafi. Ferðin til „Sedoffs” var ákaflega örðug, og búizt við að heimferðin verði einnig erfiðleikum bundin. Lýsing eins þátttakanda í leið- angrinum á „Jósef Stalin”, á því er ísbrjóturinn brauzt inn í ísinn til bjargar „Sedoff”, birtist í Þjóð viljanum á morgun. Tílgangurínn með sambræðslunni í Dagsbrún er að reyna að ná Dagsbrún úr höndum verka* manna svo hún verðí ekkí nofuð fil að híndra þessa gífurlegu kauplaekkun Það verður nú með hverjum deginum ljósara að hverju hin smánarlega sambræðsla íhalds og Skjaldborgar stefnir. Hið nýjasta um fyrirætlanir þessa þokkalega þjóðstjórnarsamsæris er eftirfar- andi: Ríkisstjórnin hefur ákveðið að lækka kaupið við vegavinnu þá sem unnin er í atvinnubótavinnu í Krísuvíkurveginum um þriðj- ung. Til Krísuvíkurvegarins eru veittar á f járhagsáætlun af at- vinnubótafé 100,000 kr. Helmingurinn af vinnunni á að verða fyrir reykvíska verkamenn, en helmingurinn fyrir hafnfirzka verkamenn Er verkamönnum sagt að þetta eigi að vera uppbót til þeirra fyrir að öll malbikunin er nú burtfelld En ríkisstjórnin ætlar að notv sér neyðarástandið meðal verka- manna til að koma fram kauplækkun í vegavinnunni. Það á að lækka kaupið úr því, sem Dagsbrún hingað til hefur ákveðið, — og nú er það kr. 1.58, um tímann, — niður í almennt vegavinnu- kaup, sem mun nú verða 98 aurar um tímann. Það er með öðrum orðum 60 aura á tímann, sem ríkisstjórnin ætlar að ræna af hverj- um Dagsbrúnarmanni, — eða 6 krónur á dag. Heimildina fyrir þessari fyrirhuguðu ránsherferð þjóðstjórnar- innar er að finna í áliti fjárveitinganefndar Alþingis, þar sem segir: „Sú venja hefur haldizt á undanförnum árum, að mun hærra kaup hefur verið goldið verkantönnum, sem störfuðu að vegagerð suður hjá Krísuvík, heldur en við aðra vegi. Nefndin er mótfallin því. að nokkurt slíkt ósamræmi eigi sér stað við landssjóðsvinnu út um byggðir landsins”. Undir þetta nefndarálit skrifa allir fjárveitinganefndarmenn og gerir fulltrúi Alþýðuflokksins, Em il Jónsson, engan fyrirvara út af þessu. Af hverju hefur kaupið verið hærra í Krísuvíkurveginum undan farin ár en í annari vegavinnu? Af því Dagsbrún hefur verið nógú sterk og undir nógu róttækri for- ustu til að knýja fram hátt kaup í veginum. Þegar þjóðstjórnin þessvegna ætlar sér að lækka kaupið í Krísu- víkurveginum um 6 krónur á dag hjá hverjum verkamanni, þá veit hún að hún verður að byi’ja með því að lama Dagsbrún, eyðileggja Dagsbrún sem vopn í hendi verka- lýðsins, því ella myndi Dagsbrún hindra þessa kauplækkun. Þess- vegna er það að kaupkúgunarráð- herrarnir Stefán Jóhann og Ölafur Thors koma sér saman um kaup- kúgunarlista í Dagsbrún. Með hon um á að reyna að eyðileggja Dags brún innan frá, af því þeir treysta sér ekki til árásar á hana utan frá. B-listinn, það er rýtingur þjóð stjórnarinnar, sem reka á í bak Dagsbrúnar, svo kaupkúgararnir geti yfir lík hennar gengið að því að koma þessum svivirðilegu kaup lækkunaráformum sínum í fram- kvæmd. Þessi kauplækkunaráform há- launamannanna, að ætla að ræna 6 krónum af dagkaupi hvers verka manns í Krísuvíkurveginum — eru þau ljótustu, sem sögur fara af i íslenzkri verklýðshreyfingu. Þau Framhald á 4. síðu HowHel lehiral- stOðu len M- QglilMimonm I Horooi I Nonegi hefur af hólfu afturhald* blaðanna „Tidens Tegn“ og „Aften- posten“ verið rekinn ákafur undir- róður fyrir því að Noregur styddi Mannerheim hemaðarlega. Hafa menn eins og Rolfsen, fyrverandi að- miráll, Vogt, fyrverandi ráðherra og Lemkuhl, fj'rrum ríkisráð, eink ium látið á sér beraj í sambandi við slíkan undirróður. Movinckel, fyrverandi forsætisj ráðherra, sem islendingum er að góðu kunnur frá heimsókn hans í sumar sem leið, flutti ræðu 22. des- þar sem harai tók eindrégna afstöðu gegn þessum undirTóðri. Sýndi hann fram á að ef Noregur og Svíþjóð færu i stríðið við Sovétríkin, þá myndu þau dragast inn í styrjöldina alla og gætu þá alls ekki hjálpað Finnlandi hemaðarlega. Movinckel kvað hina ábyrgu menn Noregs þurfa að hugsa, áður en þeir töluðu og framkvæmdu. Þeir mættu ekki láta pólitísk verk sín stjórnast at tilfinningum á eins léttúðarfullan hátt og hinir þrír herrar, sem hér er getið um. Ot af þessari ræðu Movinckels hefur afturhaldið ráðizt heiftarlega á hann, þar ó meðal flokksbræður hans, eins og t. d. Ræstad, fyrver- andi utanrikismálaráðherra. looapaeioeniluF paka samaa fi í ísfisksöl Hreinn ágódí af 3ja víkna fúr er off 100 þús. kr. Og fogarafélögín eru skaftfrjáls • o§ úfsvarsfrí, meðan verkalýður o$ míllísféffír eru þraufpínd af því opínbera Gróðinn á ísfiskssölu togaj’anna þessa dagana er gífurlegur. Vegna bannsins við að gefa upplýsingar um fei’ðir skipa, er ekld hægt að nefna hér fyrir hvað hver selur. En það er vitanlegt að sölurnar þessa dagána eru iyrir frá 140 þús. kr. til 170 þús. kr. á togara. En það þýðir að gróðinn á þessum togurum er oft um 100 þús. kr. jafnvel íyrir þriggja rikna túr. Með því að liætta lífi sjómann- anna ná togaraeigendur þessum ofsagróða. Sjómennirnir hætta lífi sínu fyrir þjóðina og fyrir gróða togarafélaganna. En hvernig rækja togaraeigendur skyldur sín- ar við þjóðfélagið? Af þessum ofsagróða greiða þeir hvorki skatta né útsvör. Þjóð- stjórnin hefur séð svo fyrir að tog arafélögin eru skattfrjáls og út- svarsfrjáls. Meðan byrðarnar á verkamönn- um og millistéttum eru þyngdar þannig að menn eru að sligast und ir sköttum, útsvörum og dýrtíð, þá ganga togaraeigendur skatt- og útsvarsfrjálsir. Það má sannar- lega segja að ríkisstjóm Kveld- úlfs sér vel fyrir sínum, en að Framhald á 4. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.