Þjóðviljinn - 28.01.1940, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.01.1940, Blaðsíða 3
>• JÖÐVILJINN Sunnudagur 28. janúar 1940. Eiga hrognkelsaveiðarnar í Reykjavík að leggjast niður? Frá ómunatíð hafa hrognkelsa- veiðar verið stundaðar hér við land, og einkum úr verstöðvum kringum Faxaflóa. Hrognkelsin eru eins og kunnugt er, veidd í net á þeim stöðum, sem þaragróður er nokkur í botni. Hrognkelsin Jeita í þarann til hrygningar á vor- in og koma nokkrar göngur fram á miðsumar og stundum jafnvel lengur. Veiðiskapur þessi hefur Jöngum þótt hin mesta búbót og er fólk hér mjög .sólgið í hrogn- kelsi, bæði ný, sigin, söltuð og reykt. Á síðustu áratugum hafa hrognkelsaveiðar aðallega verið stundaðar af mönnum við aldur, eða í hjáverkum, en ekki er neinn vafi, að miklu hefur munað efna- rýrum hemilum sú björg, er hægt var að sækja hér út fyrir eyjar eða suður á Skerjafjörð. Það ligg- ur í augum uppi, að slíkar veiðar sem þessar verða ekki stundaðar af stærri skipum, bæði er afli of rýr og svo sem miklu ræður, að netin eru stjóruð í botni méð grjóti og myndu þau aflagast og fara í hnút ef um stærri skip væri að ræða, þar sem veiðin er tekin með því að fara eftir flotstreng netsins. Af þessum sökum eru ein- göngu notaðir litlir bátar, mest- megnis tveggjamannaför við veið- arnar. Eru jafnan 1—2 menn á bát, sem róa í býti að morgni til þess að vera komnir með aflann svo snemma, að húsmæður geti fengið rauðmagann lifandi (en hann er éins og kunnugt er æði 'Jífseigur). Þar til fyrir 10—15 árum not- uðu fiskimenn segl eða eingöngu árar, en nú munu flestir hafa feng ið sér litla benzín-mótora, 2—4 hestafla. Áður en höfnin var byggð, lögðu hrognkelsabátar að landi í vörum þeim, sem hér voru þá, t. d. Selsvör, Ánanaustum, Hlíðar- húsavör og á nokkrum stöðum inni í Skuggahverfi, við Rauðarár- vík o. s. frv., en með hafnarmann- virkjunum fór þessum lendingar- stöðum fækkandi. Lengst af munu þó einhverir bátaeigendur hafa haft uppsátur í Selsvör, og inni í Skuggahverfi. Urðu því allir þeir menn sem áður höfðu lent innan hafnar, þ. e. a. s. milli örfiriseyj- argranda og Battaríis (þar sem nú eru kolabryggjur o. fl. austast í höfninni), að leggja bátum sín- um undan bryggjum, eða jafnvel úti á höfn. Eins og gefur að skilja var það hið mesta óhagræði, því bæði var erfitt og umstangsmikið að ná þeim og auk þess þóttu slík- ar fleytur minnstu útgerðarmann- anna í íbænum ekki óhultar fyrir hinum stærri fartækjum, sem ná þurftu landi við bryggjur eða hafnarbakka. Varð þetta til þess, að eigendum opnu bátanna var leyft að nota krókinn fyrir neðan Verkamannaskýlið, milli eystri hafnarbakka og Zimsensbryggju fyrir bátalægi. Allir þeir, sem sjó áttu að sækja héðan í bæ (einnig „utanhafnar”) hagnýttu sér þetta leyfi og höfðu þar ból sín og báta. Bátalægið þótti flestum hið prýði- Jegasta, enda þótt þröngt væri og stundum ekki allskostar hættu- laust mönnum við aldur að kröngl ast niður hafnarbakkann, einkum gigtveikum og fótlúnum, en allir Jétu sér það samt lynda, því í „króknum” var skjól fyrir öllum áttum og bátarnir að mestu óhult- ir. Var það von allra bátaeigenda, að ekki yrði nein breyting á þessu, nema að þeim væri áður tryggt það lægi, er þeir mættu vel við una. Þessi von hefur nú brugðizt með öllu. Eins og almenningi er kunn- ugt, var það ráð tekið af háttvirtri bæjarstjórn, að fylla upp allt vik- ið milli hafnarbakkanna eystri og vestri og s.l. vor var hafizt handa um framkvæmdir þess verks. Sam stundis voru hrognkelsabátamir óalandi og óferjandi í Reykjavík- urbæ. Nokkrir bátaeigendur tóku nú saman ráð sín, því sízt stóð hagur þeirra til bóta á þessum vandræðatímum, er þeim var bann að að sækja sér björg í sjó, hrogn kelsin og þaraþyrskling, en af hon um veiðist nokkuð sum árin og þykir morgum liann gómsætur, spriklandi nýr úr sjónum. Þessir menn áttu svo tal við ýmsa for- ráðamenn bæjarins, og var þeim tjáð, að á næsta ári myndi útbúið bátalægi, að líkindum viðíkÆgis- garðinn, en á því ári (sumarið 1939) væri ekki hægt að sinna því. Hafnarstjóri tók dauflega í erindi hrognkelsakarla og var það helzt á honum að lieyra, að þeir yrðu að bjargast á þann hátt er bezt gengdi. Menn undu hið versta við þessi málolok og bentu á að nokk- urt lægi mætti útbúa öðruhvoru- megin eða beggja Ægisgarðsins, sem nú er í smíðum. Hafnarstjóri féllst á að eitthvað þyrfti að gera, en taldi eins og aðrir valdsmenn bæjarfélagsins vandkvæði á að nokkur lausn fengist á árinu 1939. Síðastliðið sumar lifðu smábáta- eigendur því í voninni um að hag- ur þeirra myndi vænkast á næsta ári og reyndu að bjargast eftir því sem föng voru á, helzt með því að sæta lægi við bryggjur hafnarinn- ar, ef stærri skip voru ekki á ferli. Þó voru einstaka sem settu báta sína ekki fram, því. sumir stjóm- , enda þilskipa eru óvægir við slíka smælingja ef þeir verða á vegi þeirra. Nú er komið að efndum gefinna loforða, og nú krefjast smábáta- eigendur ákveðins svars um það, hvort þeim þýði að hugsa um hrognkelsaútgerð á sumri kom- anda, því ekki er seinna vænna að útvega sér véiðarfæri til þess að geta stundað veiðamar, sem venju lega hefjast í aprílmánuði. Ef forráðamenn bæjarins gera ekki nú þegar gangskör að’því að útbúa bátalægi, er hætt við að smábátaeigendur — einnig eigend- ur stærri „trillubáta” — fargi bát- um sínum og þá mun með öllu leggjast niður hrognkelsaútgerð frá Reykjavík, nema úr Skerja- firði. Einhverir munu ef til vill hugsa að það skipti litlu máli þótt hrogn kelsaveiðar séu ekki lengur stund- ^.ðar, en ennþá eru margir, sem gjarna vilja bragða rauðmaga og signa grásleppu og síðast en ekki sízt, þá menn skiptir það máli, sem þessa atvinnu hafa stundað, sumir þeirra marga áratugi. Það er nú á valdi bæjarstjórnar livernig þessu reiðir af. Hendrik J S. Ottósson. heldur aðalfund í Oddfellowhúsínu þríðjudagínn 30, janúar hl. 8,30 e. h. Sfjórnin. Sósfalistafél. Reykjaviknr Skyndífundur verðar haldtnn í Iðnó uppi annað hvöíd, Mánudaginn 29. þ. m. . Fundurinn hefsf siundvíslega hl. 8. Tehin verður áhvörðun um mjög míhilsvarð- andí félagsmál. Stjórnin. Berlzt áskrilendur I Eg undirritaður óslca hér með að gerast áskrifandi að Þjóð' viljanum. Reykjavík.......... 1940 SKÁKs j Tvær hollenzkar skákir Eftír Guðmund Arnlaugsson 1 þeim hollenzku skákum, sem Þjóðviljinn hefur flutt í tvö síð- ustu skipti, hefur hvítur orðið svo illa úti, að ég þori ekki annað en snúa við blaðinu, svo að menn freistist ekki til að halda, að svart ur eigi vinninginn vísan, ef hann leiki hollenzkt. — Fyrst kemur falleg skák með Stanntonbragðinu (1. d4 f5, 2. e4!). Hvítt: Réti 1. d2—d4 2. e2—e4 3. Rbl—c3 4. Bcl—g5 Svart: Euwe f7—f5 f5—e4 Rg8—f6 g7—g6 Svartur getur ekki haldið peðinu með d7—d5 vegna 5. Bg5xf6,e7x f6, 6. Ddl—h5f g7—g6, 7. Dh5xd5 og hvítur stendur betur. Hinsveg- ar er líklega bæði 4. b7—b6 og 4. c7—c6 betra en 4. g7—g6. 5. f2—f3! e4xf3 6. Rglxf3 Bf8—g7 7. Bfl—d3 c7—c5 8. d4—d5 Dd8—b6 9. Ddl—d2 Hvítur gekk ekki í gildruna: 9. 0__0 c5—c4f og vinnur biskupinn. 9. ----— Db6xb2 ? Eg veit ekki, hvort sagan af mill- jónamæringnum, sem hótaði að gera son sinn arflausan, ef hann dræpi nokkurntíma peðið á b2 (eða b7) í byrjuninni, er sönn, en hitt er víst, að leikurinn er sjald- an góður. Peðarán í byrjuninni eru venjulega of tímafrek til að vera arðbær fyrirtæki. 10. Hal—bl Rf6xd5! ? ? Svartur reiknar með 11. Hxb2, Bxc3 og hann hefur 3 peð yfir. En hann er heldur ekki öfunds- verður eftir 10. -Da3, ll.Rb5 Dxa2 12. 0—0. Tvöfalda hrókfórnin í næstu leikjum hvíts er óvenjuleg og glæsileg. 11. Rc3xd5!! Db2xbl) 12. Kel—f2 Dblxhl 13. Bg5xe7 d7—d6 Til þess að losa um kónginn. 14. Be7xd6 Rb8—c6 15. Bd3—b5 Bc8—d7 16. Bb5xc6 b7xc6 17. Dd2—e2f og hvitur mát- ar í fáum leikjum. Hvernig ? Hin skákin sýnir mjög frumlega meðferð á byrjuninni, sem leiðir fljótlega til vinnings, sökum þess að svartur reynir að halda peðinu, sem honum var fómað, í stað þess að koma mönnum sínum sem fyrst út. Hvítt: Svart: Tartakower. Mieses. Telfd á skákmóti í Baden Baden 1925. 1. d2—d4 f7—-f5 2. e2—e4 . f5xe4 3. Rbl—c3 Rg8—f6 4. g2—g4! ? Tartakower er frægur fyrir óvenju lega leiki í byrjununum. Þótt þeir séu ekki alltaf jafngóðir, hafa þeir það til síns ágætis að koma and- stæðingnum á óvart og setja hann út af laginu. — Bezta svarið við >essum leik er sennilega h7—h6. 4. — — d7—d5 5. g4—g5 Rf6—g8 6. f2—f3 e4xf3 stað 5. Rg8 kom til greina að eika Bc8—g4 og í stað síðasta eiksins var áreiðanlega betra að eika e7—e5 til að rýmka um stöð- ma. 7. Ddlxf3 e7—e6 8. Bfl—d3 g7—g6 ívítur hótaði Df3—h5f. 9. Rgl—e2 Dd8—e7 10. Bcl—f4 c7—c6 ívítur hefur nú svo mikla yfir- burði í stöðu, að hann hlýtur að fá mjög sterka sókn. 11. Bf4—e5 Bf8—g7 12. Df3—g3 Rb8—a6 Svartur má auðvitað ekki drepa á e5. 13. 0—0 Bc8—d7 Nú ætlar svartur að liróka langt í næsta leik. 14. Be5—d6 De7—d8 Drottningin á engan annan reit. 15. Dg3—f4 ■ Gefst upp. I Flokfcunnn ^ t T I Sósíalistafélag Reykjavíkur lield ur skyndifund í Iðnó uppi kl. 8, á mánudagskvöldið. Tekinn verður ákvörðun um mjög mikilsvarðandi máL Fundurinn Verður að byrja stundvíslega, þvi honum á að vera lokið kl. 9. Munið að mæta og mæta stundvíslega, ef þið mögu- lega getið. /,V Æ f R Skemmtihvðld heldur málfundahópur Æ. F. R. í kvöld hl. 8,30 e. h. í Hafnarstrætí 21. Til shemmtunar verður: Eríndí, upplestur, sam- dryhhja o. fl. Félagar fjölmenníð! Síjórnín. Nýsoðin S YÍÖ Kaffistofan Hafnarstræti 16. Einar Olgcirsson ValdQkerfið á Islandi 1927--39 Það er ritið, sem menn þurfa að lesa til að skilja gang íslenzkra stjórnmála á síðustu 12 árum og nú. Kostar kr. 1.50. — Fæst í Bókaverzl. Hcimskringlu Laugaveg 38. —Sími 5055. KmmmtmmmBmmmasasmmBnamm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.