Þjóðviljinn - 21.02.1940, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 21. febrúar 1940
• JOÐVILJINN
V
V
?
5*
5*
?
J
5*
t
?
?
t
?
V^. ............................
Víðfal við alþýdubonur IL
**»*vvv **•**♦**••*•♦••♦♦• %**»**.* vv %**»*vv%* %’*♦*%**«*•♦*’♦**«**♦**•*’»*%••»**** »**»,*»”»vv ♦».♦..♦♦♦♦.♦•
KVENNASIÐAM
a
|»ÖðVlUlNH
Otgefandi:
Sameiningarflokkur aiþýðu
— Sósíalistaflokkurinn.
Bitstjórar:
Einar Olgeirsson.
Sigfús A. Sigurhjartarson.
Bitstjórn:
Hverfisgötu 4 ('Víkings-
prent), sími 2.’70
Afgreiðsla og anglýsingaskrif-
stota: Austurstræti 12 (1.
hæð) sírai 2184.
Áskriftargjald á mánnði:
Reykjavík og nágrenni kr,
2.50. Annarsstaðar á land-
inu kr. 1,75. I lausasölu 10
aura e'ntakið.
Víkingsprent h. f. Hverfisgötu
4. Sími 2864.
„Flokkur allra
sféffa" og jarð~
rækfarlögín
Öll blöð afturhaldsins tala um
flóttann úr sveitinni, sem eitt
allra mesta vandamál þjóðfélags-
ins.
Blöð Sjálfstæðisflokksins eru
þar jafnvel fremst í flokki. Ymis-
legt hefur verið rætt og ritað um
hvað valda muni, en allt er aft-
urhaldið sammála um það að
straumnum verði að snúa við, með
góðu eða illu skal fólkið í sveit-
imar aftur.
Það er sennilega eitthvað rétt
í því að fólkið hafi yfirgefið svei*-
irnar meira en góðu hófu gegni,
en hvað mundi valda?
Megin orsökin er tvímælalaust
sú, hve erfitt er fyrir ungt fólk,
að reisa bú í sveit. Sveitabú verð-
ur ekki reist nema með því að
hafa allmikið fé. handa á milli,
það þarf venjulega að kaupa jörð,
kaupa bú og búsáhöld. Fé er ekki
fyrir hendi og lánsskilyrði slæm.
Ungum hjónum er það undir mörg
um kringumstæðum ómögulegt að
reisa bú í sveit, og flest þeirra
sem geta það verða að byrja með
svo miklar skuldir, og svo óhag-
stæðar að taprekstur er fyrirsjá-
anlegur. Og hvað geíur unga fólk-
ið svo gert annað en að flýja
sveitimar ?
Flokkarnir, sem einu sinni voru
umbótaflokkar, skildu þetta að
nokkru. Lög um Bygginga- og
landnámssjóð, lög um nýbýli, lög
um verkfærakaupasjóð, allt þetta
miðaði að því að gera mönnum
kleift að reisa bú og búa í sveit.
Eitt af því allra þýðingarmesta,
sem gert var í þessu skyni var 17.
grein jarðræktarlaganna, sem
kveður svo á, að jarðir megi ekki
hækka í verði, vegna þess styrks,
sem fram er lagður af því opin-
bera til jarðabóta, heldur skulf
þær umbætur, sem fyrir slíkt fé
em gerðar, metnar sér, og teljast
fylgifé jarðarinnar frá ábúanda til
ábúanda, en ekki má það hafa á-
hrif á verð jarðarinnar. Með þessu
var gerð myndarleg tilraun til
þess að koma í veg fyrir verð-
hækkun jarða, og þar með greiða
að nokkm götu þess að ungir
menn gætu reist bú í sveit.
En nú ber svo undarlega við að
„flokkur allra stétta” Sjálfstæðis-
flokkurinn hamast gegn þessu
með hnúum og hnefum, og nú síð-
ast á nýafstöðnum landsfundi
hans. Samþykkti flokkurinn enn á
ný að beita sér fyrir afnámi 17.
gr. Jarðræktarlaganna.
Hvemig verður ni; samrýmdur
þessu áhugi flokksins fyrir því að
Framhald á 3. síðu.
Hugsum okkur ömmur okkar og
langömmur sem urðu að láta sér
lynda að þvo hár sitt úti í fjósi
úr þvottaefni, sem dónalegt er að
nefna á prenti, og höfðu ef til vill
ekki annan spegil en vatnið í fjós-
tunnunni, Berum það saman við
nútíma hárgreiðslu og snyrtistofu
með öllum tilfæringum: bjarta og
rúmgóða með stórum speglum og
snotrum stólum, þægilegum til að
sitja í. Aðlaðandi stúlkur, hógvær-
ar og háttprúðar, bíða búnar til að
veita alla þá þjónustu sem óskað
er, þvo hár, lita, liða og leggja í
allávega krúsumdúllur, laga auga-
brýmar, neglurnar, hendumar,
andlitið; láta eftir öllum dutlung-
um og vandfýsni viðskiptakonunn-
ar til þess að reyna að bæta um
verk skaparans eða að minnsta
kosti að láta það njóta sín sem
bezt. Er fráleitt að hugsa sér að
hárgreiðslustofurnar séu einn af
órækustu vottum um breytta og
betri tíma? Það má kannske segja
að þær séu engin lífsnauðsyn,
hvorki fyrir einstaklingana né
þjóðfélagið, en óneitanlega auka
þær þrifnað og snyrtimennsku
þeirra sem geta látið eftir sér að
nota þær. Það er ákaflega notalegt
að sitja í þægilegum stól með hend
urnar í kjöltunni á meðan hinar
æfðu hendur snyrtikonunnar þvo
manni og snurfusa. Það er góð
hvíld og vekur vellíðan, sem mað-
ur ósjálfrátt óskar að hver einasta
kona geti notið. En því miður eru
hárgreiðslustofurnar of dýrar til
þess að almenningur geti notað
þær að staðaldri og þarmeð þess
þrifnaðar og þæginda sem þær
veita. Eða máske væri réttara að
segja, að. því miður hefði að
minnsta kosti allur þorri hús-
mæðra of litla peninga á milli
handa til þess að geta nokkurn-
tíma látið það eftir sér.
Tíðindamaður kvennasíðunnar
naut þeirra þæginda héma um dag
inn, að fá sér höfuðbað og hárlagn
ingu, og á meðan hárgreiðslustúlk
an, með liprum handtökum, lagði
hárið í snotra sveiga, notaði tíð-
indamaður tækifærið að spyrja um
kaup og kjör þessara þjónustu-
sömu anda sem gera garðinn fræg-
an á hárgreiðslustofunum.
— Hvað lengi eruð þið að læra?
spyr tíðindamaðurinn.
— Þrjú áí, og til þess að geta
orðið meistarar í iðninni, verðum
við að vera önnur þrjú ár sem
sveinar.
— Hvernig eru svo kjörin með-
an á námstímanum stendur?
— Fyrstu 6 mánuðina vinnum
við alveg kauplaust, næstu 6 mán.
fáum við 25 kr. á mán. Þriðju 6
mán. 35 kr. á mán. Fjórða missir-
ið 45 kr., og fimmta 55 kr. á mán.
Sjötta og seinasta missirið fáum
við 75 kr. á mánuði. Auk þess borg
ar meistarinn skólagjaldið í Iðn-
skólann. Ýmsir nemar hafa lokið
gagnfræðaprófi áður en þær byrja
að læra og þurfa þá ekki að vera
nema einn vetur í Iðnskólanum.
Þykir meisturum það auðvitað mik
ill kostur, þar sem það bæði sparar
skólagjald og þann tíma sem skóla
vistin útheimtir, stúlkur með gagn
fræðaprófi ganga því fyrir að kom
'ast að sem nemar.
— Hvemig fara nemarnir að því
að lifa á þessu?
—- Það er ekki hægt fyrir aðrar
stúlkur að læra hárgreiðslu en þær
sem annaðhvort eiga eitthvað til
svo þær geti fætt sig og klætt á
meðan þær eru að læra, eða þá að
þær eigi svo vel setta foreldra eða
aðra aðstandendur sem geta fætt
þær endurgjaldslaust.
— Hvernig eru svo launin eftir
þennan erfiða námstíma?
— Það hefur ekki verið neinn
ákveðinn taxti fyrr en í vetur. að
félagið okkar samdi við hár-
greiðslustofumar. Venjulega hygg
ég að fullorðnir sveinar hafi byrj-
að með 100 kr. á mánuði, sem svo
hækkaði eitthvað óákveðið eftir
geðþótta meistarans.
— Og vinnutíminn, hvað er
hann langur daglega?
— Venjulegur vinnudagur er
frá kl. 9—6 og á laugardögum til
kl. 8 e. m. Annars fer það eftir
því hvað mikið er að gera. Fyrir
hátíðir og jafnvel oftar, vinnum
Braœsðiu
Brauðin em alltaf afar stór lið-
ur í mataræði alþýðunnar. Nú þeg
ar brauðin eru orðin svona dýr,
munu margar húsmæður reyna til
að spara með því að baka heima.
1 því sambandi má athuga það, að
kolin eru dýr ,og ef að kynda þarf
beinlínis til þess að baka, þá er
efamál að það borgi sig. Aftur á
móti, ef kolavél er notuð til eld-
unar, þá er ótvíræður sparnaður
að nota hitann til þess að baka
við hann brauð, bæði í ofninum og
ofan á heitum hringjum. Þeir sem
hafa ralmagnsvélar eru einnig
þeirrar skoðunar, að það borgi sig
að baka heima. Em sumar hús-
mæður farnar að baka seydd rúg-
brauð í rafmagnsofnum. Baka
þær brauðin í pjáturdunkum og
'hafa ofninn á lægsta straum. Væri
gaman ef einhver húsmóðir sem
bakar slík brauð, vildi senda
kvennasíðunni uppskrift af þvi.
Hveitibrauð eru flestar húsmæður
vanar að baka heima og tekst vel.
En nú. er hveitið skammtað, enda
ftalið heldur lakara til neyzlu en
rúgmjölið, Eg hef í vetur bakað
brauð úr hveiti og rúgmjöli sam-
an, sem þykir mesta sælgæti á
mínu heimili. Datt mér því í hug
að senda Kvennasíðunni uppskrift
j 'af því, ef einhver sem ekki hefur
| feynt það sjálfur, vildi prófa að
baka slíkt brauð.
Búghveitibrauð:
4 bollar hveiti,
4 bollar rúgmjöl,
6 teskeiðar lyftiduft (sléttfullar),
1 tesk. salt,
1 matskeið sykur,
'3yz bolli mjólk, vatn eða áfir (áf-
ir beztar).
Hnoðað þar til það er slétt og
við fram eftir öllu kvöldi, eftir því
sem þörf krefur.
— Fáið þið þá eftirvinnukaup ?
— Við höfum aldrei fengið það,
en eftir nýju samningunum eigum
við að fá 75 aura fyrir hvem byrj-
aðan hálftíma eftir kl. hálf sjö.
Nemarnir fá enga eftirvinnu borg-
aða.
— Hafið þið nokkur hlunnindi,
t. d. vinnuföt og þvott á þeim?
— Nei.
— Þér voruð að minnast á samn
ingana sem þið fenguð í vetur og
kostuðu ykkur allmikið hark.
Hvað getið þér sagf mér meira frá
þeim ?
— Eftir þeim eiga laun útlærðr-.
ar hárgreiðslukonu að vera minnst
150 kr. á mánuði, og annað atriði
FRAMHALD Á 4. SIÐU
Einhverjum kann að finnasf að
við konur stílum ekki hátt í póli-
tíkinni þar sem við helst tölum um
jafn hversdagslega hluti eins og
mat og eldhúsamstur og jafn leið-
inlega hluti eins og framfærslur
mál. En það er hvorttveggja að
okkur virðist „pólitíkin” hjá þeim
„stóru” oft snúast um matinn,
reyndar um stærri bita en nokkurn
tíma koma í okkar pott, alþýðu-
kvennanna, enda verður því ekki
neitað, að „matur er manns meg-
in”. Meirihluti okkar eru svo sett-
ar alla æfi, að öll orka andleg og
líkamleg verður að fara í það að
hugsa um að hafa eitthvað í mag-
ann, og hlutskipti flestra og heim-
ur er eldhúsið.
Hvað framfærslumálum viðvík-
ur, þá er svo háum upphæðum var
ið til þeirra hér í bæ, að bæði þeir
sem eru svo gæfusamir að vera
gjaldendur og hinir, sem hafa þau
þungu kjör að vera þiggjendur,
eiga fulla heimtingu á að um þau
sé rætt þannig, að beggja málstað-
ur komi eins skýrt í ljós og unnt
er. Við engan kemur misbeiting
framfærsluvaldsins eða hinn afar-
lági framfærslustyrkur eins hart
eins og við húsmæðurnar á hinum
þurfandi heimilum. Framfærslu-
málin eru mál málanna fyrir þeim
sprungulausf. Látið í kaldan ofn-
inn ef bakað er við gas eða raf-
magn. Ef bakað er í kolavél er
betra að láta það lyfta sér ofurlít-
ið í opnum ofninum og bakist síð-
an við fremur hægan hita.
Samskonar deig er afbragðsgott
í flatbrauð, „kökur”, sem bakað
er annaðhvort ofan á heitum
hringjunum eða á rafmagnsplötu.
Flatbrauð vill oft verða seigt og
hapt, ef haft er heitt í það. Ef
haft er í það lyftiduft og vætt úr
köldu, kemur það tæplega fyrir.
Kvennasíðunni barst nýlega
bréf frá mjög áhugasamri konu,
sem nefnir sig „Sveitakona”. Þessi
kona vill senda Kvennasíðunni
greinar um áhugamál sín, enda er
hún vel fær um það. Nú óskar
Kvennasíðan þess, að „Sveita-
kona” skrifi henni sem allra fyrst,
og gefi upp nafn sitt og heimilis-
fang, svo að ritstjórn Kvennasíð-
unnar geti komizt í samband við
þessa konu, og fengið aðstoð henn
ar til þess að gera Kvennasíðuna
þannig úr garði, að hún sé fram-
leiðsla og eign kvennanna sjálfra.
Því fleiri konur sem leggja til lið
sitt, því betra, á þann hátt getur
Kvennasíðan orðið lifandi mál-
gagn sem allra flestra alþýðu-
kvenna, og það er takmark henn-
ar.
Utanáskriftin er:
Kvennasíða Þjóðviljans,
Austurstræti 12,
Reykjavík.
sem undir þeim búa. Það er ekki
gert út í bláinn, að Reykjavíkur-
bær ver svo milljónum skipti til
framfærslu hér í bænum. Það er af
því að við erum menningarþjóð,
sem hefur mannúðlega stjórnar-
skrá, er mælir svo fyrir að samfé-
lagið skuli annast þann sem ekki
er fær um af einhverjum orsökum
að sjá um sig sjálfur, í stað þess
að láta -hann deyja drottni sínum
þar sem hann er kominn. Hitt að
Reykjavíkurbær verður að verja á
aðra milljón króna í sultarstyrki
handa mönnum sem bæði geta unn
ið og vilja vinna, það er sleifarlag,
sem bæði þjóðfélagið og meirihluti
baiiarstjómar geta mikið þakkað
sjálfu sér, í landi sem er lítt num-
ið og me ðhafa fullt af fiski. En
fyrst svo er, þá eru það að mínum
dómi sameiginlegir hagsmunir
bæði gjaldenda og þiggjenda að
þessir styrkir séu þannig að þeir
♦tryggi það, að heilsu fólksins sé
' ekki stefnt í þann voða, að full-
‘orðnir og böm geti jafnvel orðið
'að æfilöngum sjúklingum og ófær
til vinnu, ef einhverntími skyldi
rofa upp úr atvinnuleysinu. Slíkt
er vitlaus hagfræði frá gjaldend-
ans sjónarmiði, en frá sjónarmiði
styrkþegans gildir það lífið sjálft,
og felur í sér meiri sársauka en
hægt er að túlka með orðum ein-
um. Mér virðist því að hagsmunir
gjaldenda eða bæjarins og styrk-
þurfanna fari saman eins og það
hlýtur líka að vera sameiginlegt
áhugamál meginþorra gjaldenda
og allra vinnandi styrkþurfa að
hægt verði að leysa þessi mál með
því einu sem lausn getur heitið,
sem sé h'fvænlegri atvinnu fyrir
alla sem eru vinnufærir og að þeim
sem af einhverjum orsökum ekki
geta unnið, fái svo sómasamlega
styrki, að heilsu þeirra sé ekki
hætta búin af skorti á brýnustu
lífsþurftum.
Frá eldhúsdyrum
alþýðukonunnar