Þjóðviljinn - 21.02.1940, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.02.1940, Blaðsíða 3
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. febrúar 1940 Eins og lög gera ráð fyrir byrja ég að hlusta á fréttimar. Um inn- lendu fréttirnar er ekkert að segja, og þær erlendu eru ekkert hlutdrægari í kvöld en hin kvöld- in. Það er auðvitað tekið fram, að Finnar hafi „gersigrað 18. herfylk ið” og að þeir hafi „unnið þýðing- armikla sigra” norðan við Ladoga vatn. Það er annars furðu lífseigt þetta 18. herfylki, mér telst sem sé svo til, að búið sé að gersigra það eitthvað 8 eða 10 sinnum og umkringja það svo 12—15 sinn- um. En nú hefst þáttur um daginn og veginn. Drynjandi bassarödd heyrist. Flutningur er fremur ó- þjáll. Málfarið er með köflum til- þrifamikið, en stundum er boginn spenntur of hátt, og brestur. Það er Sigfús Halldórs, sem talar. Ef hann gæti skilið montið og sjálfbirgingsháttinn eftir heima, þegar hann fer í útvarpið, þá væri hann ekki sem verstur, en að bjóða hlustendum hann eins og hann er, það er mjög misráðið af útvarpsráði, þó ekki sé hann eins óhæfur til að tala um daginn og veginn eins og Ámi frá Múla til að lesa útvarpssögu. Að þessu sinni lagði ég það á mig að hlusta á Sigfús frá upp- hafi til enda. Hann fer fyrst mörgum fögrum orðum um friðinn, og mörgum ljót um orðum um ófriðinn. Hann bendir í vesturátt. Hann sér stjörnu friðarins blika yfir Vestur álfunni, hann sér landamæri Bandaríkjanna og Canada með friðarbogum og friðarbrún í stað víggirðinga, og hann talar rétti- lega um að gamla Evrópa ætti að læra að beita heilbrigðri skynsemi og byggja friðarboga og friðar- brýr í sínum mörgu landamærum, í stað víggirðinga. Auðvitað á hann svo mikið af hagleik listamannsins, að hann truflar ekki hina listrænu frásögn Félag járniðnaðarmanna. /[irlnNn^v' Æ F R rvarcðO* um friðinn í vestri með þvi að geta þess að Canada sendir nú þús undir sona sinna á blóðvellina í Evrópu. En nú fer hann að segja fréttir frá Vesturheimi. Hann segir okk- ur frá nýlátnum Vestur-lslendingi. Eftir lýsingunni að dæma hefur þetta verið harðfengur myndar- maður. Sigfús lýsir honum svo, að hnefi hans hafi verið sannnefndur ♦----------------=----------♦ Hvaða laun borgar S.I.F. Hvernig skípias! 148 þúsundirnar? Á reikningum Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda fyr- ir síðasta ár, eru uppfærðar tæpar 148 þúsundir í laun fram kvæmdastjóra, starfsfólks og endurskoðenda. Mikil forvitni er hjá mönn- um að fá að vita hvernig þessi álitlega fúlga skiptist. Fram- kvæmdarstjórar eru þrír og munu hafa um 18 þús. kr. hver, ?ða 54 þús. kr. samlagt. Þykir mönnum það gott dæmi um hvernig íhaldið fer að fram- kvæma spamaðinn, sem það alltaf er að boða, að Kveldúlfs- liðið skyldi hindra að nokkuð yrði sparað á þessum lið, — neyða þannig smáútvegsmenn til að kosta dýra framkvæmda- stjóra togarafélaganna í Reykjavík, þvert á móti vilja meirihluta útvegsmanna eins og atkvæðagreiðslan sýndi. Það er hérmeð skorað á S. 1. F. að birta launalista sinn eins og bæjarstjórn Reykjavíkur hefur gert. Hvaða laun borgar S. 1. F. ? Plöggin á borðið. Öfeigshnefi, og hafi hverjum þeim haldið við beinbroti og bana, sem þegið hafi högg af hnefa þeim. Hann telur það hafa verið eitt af aðalseinkennum þessa manns, að hver sá sem hallaði á Islending í orði, í návist hans, komst í kynni við öfeigshnefann. Hann tilfærir dæmi. Einn af frændum Bretakonungs kemur til Winnipeg. Það er reist- ur sigurbogi yfir aðalgötu borgar- innar. Boginn er 70 feta hár, því gatan er breið. Þegar verkinu er nær lokið er íslendingurinn stadd- ur á palli upp við hápunkt bogans, ásamt Ira nokkrum, þeir eru að leggja síðustu hönd á verkið. Ir- inn spyrnir fæti við verkfærum Is- lendingins, og velur honum og þjóð hans hæðiyrði. Ófeigshnefinn er reiddur, höggið er greitt og Ir- inn fellur við. Hann nær þó taki á pallinum, en fellur ekki til jarð- ar. Islendingurinn hleypur til og vill sparka honum til jarðar, en var hindraður í verkinu, það forð- aði Iranum frá bráðum bana, og Islendingnum frá því að verða morðingi. Vel er hægt að skilja samúð Sig fúsar með þessum landa vorum; skapbrestamenn eru oft svo mikl- um kostum búnir, að þeir eignast óskipta samúð allra sæmilegra manna, sem þeim kynnast, og svo ber á það að líta, að minnimáttar- kennd Islendingsins í Vesturheimi mun oft hafa leitað mótvægis með því að beita hnefa. Allt var þetta gott og blessað, og hefði verið kvalalaust á að hlusta, ef ekki hefði hinn sjálf- birgingslegi flutningur Sigfúsar spillt frásögninni. En ekki gat ég látið vera að hugsa, sem svo: Hvemig getur einn og sami maður vegsamað friðinn og fordæmt ófriðinn, og vegsamað og hafið til skýja það hugarfar, sem greiðir högg við höggi. Við hiustendur getum ekki látið vera að óska eftir, að einhver heil hugsun sé í þvi sem við okkur er sagt. Sigfús Halldórs virðist til þess eins kominn í útvarpið að tala. Æskulýðsfylkingin í Reykjavík heldur fund í K. R.-húsinu fimmtu daginn 22. febrúar kl. 8,30 e. h. Nánar auglýst. Handavinnuhópurinn lieldur fund í kvöld (miðvikudag kl. 8,30 á skrifstofu Æ. F. R. Túngötu 6. Kennt verður að mála. Mætið vel og stundvislega. Hverfisstjórar Æ. F. R. eru beðnir að mæta á skrifstofunni í Túngötu 6 milli 5—7 í dag. „Mér hefur dottið í hug að gefa yður eitthvað í afmælisgjöf. Seg- ið mér ungfrú, hvað það ætti helzt að vera?” Stúlkan svaraði: „Trúlofunar- hring”. — Hvernig sýnist þér mér fara bezt að greiða mér, Pétur? — Mér sýnist þér fara bezt að greiða það fram fyrir andlitið, elskan mín. 3» ♦!♦ | Gúmmískógerðín! VOPNI Sími 3423. < Y V V Y X. Aðalstrætf 16. •*• X X Framkvæmir allar gúmmívið' £ gerðir vandaðast og ódýrast.2 X x Kaupum íómar f lösknr Flestar tegundir. Kaffistofan. Hafnarstræti 16. Edward Beattie, fréttaritari United Press og Vísis „frá víg- stöðvunum” í Finnlandi, er aðal- heimildarmaðurinn að fregnunum um „gersigruð” rússnesk herfylki á vígstöðvunum norðan við Lad- ogavatn. Það var einmitt þessi sami Ed- ward Beattie, sem gerði United Press og Vísi að athlægi nýlega, með fregnum sínum „af vígstöðv- unum” á Kyrjálaeiði. Hann sím- aði nefnilega sama daginn og Rússar unnu fyrsta stórsigurinn í sókninni, tómar friðarfréttir, um hlé á orustum og að Finnar hefðu tekið aftur allar „framvarðar- stöðvarnar” sem þeir hefðu misst Og ritstjóri Vísis varð himinlif- andi vegna þess að blessaðir finnsku hermennirnir hefðu þó fengið að hvíla sig þann daginn! ** Daginn eftir varð Vísi (og Un- ited Press?) svo bumbult af að- hlátrinum, að Edward Beattie lét sér nægja að senda yfirlætislaus skeyti — ekki frá vígstöðvunum, heldur frá Helsingfors. Það er ó- líkt varlegra að hafa hann þar. ** ' Nei, ónei! Edward Beattie er aftur kominn á stúfana, og gerir aftur sitt til þess að gera alvar- legt mál hlægilegt. Sannleiksgildi fréttanna má miða við frétta- skeyti hans frá 16. þ. m. „frið- sæla” daginn á Kyrjálavígstöðv- unum. ** Hefur Finnlandshjálpinni aldr- ei flogið í hug sú merkilega stað- reynd, hve Finnar eiga auðvelt með að umkringja dag eftir dag heil rússnesk herfylki? Allir sem fylgjast með útvarpsfregnum Sig- urðar Einarssonar vita, að einn Finni stendur á móti fimmtíu Rússum. Samt er þessi eini Finni sýknt og heilagt að umkringja Rússana fimmtíu. Það eru engir smákallar, sem Mannerheim hefur á að skipa! „Flokkur allra síciia" Framhald af 2. síðu. stöðva flóttann úr sveifunum? Málið liggur svona fyrir. verður að Hótel Borg föstudagin n 23. þ. m. og hefst með borð- haldi kl. 8. Mjög fjölbreytt skemmtiskrá. Aðgöngumiðar á verkstæðunum og í skrifstofu félagsins Kirkju- hvoli í dag og morgun kl. 8—10 o g að Hótel Borg eftir kl. 5 á föstudag. Nefndin. Málfundafélags Dagsbrúnar- manna vcrdur haldínn i Al- þýðuhúsinu við Hverfísgöfu í hvöld kL 8.30 Tíl umraeðu: í. Skýrsla undirbúningsnefndar, — 2. Rætí um félagssiofnunína, lög o. fl. — Allír Dagsbrúnarverkamenn hafa að§an§ að fundínum Eðvarð Sígurðsson. Sigurður Guðnason. Jón Rafnsson. Háttvirta útvarpsráð! losið okk ur við Sigfús ,gefið okkur heldur Jón aftur. En nú skiptir um rödd. Viðfeldin kvenmannsrödd heyr- ist. Það er frú Sigríður Eiríks sem flytur þátt um hjúkrunarmál. Hún talar um Soffíu Mannerheim. Erindið er sæmilega skipulegt og vel flutt. En upphafið og endir inn er áróður fyrir málsfað einnar þjóðar gegn annarri, og viljandi eða óviljandi er beitt beinum sögu legum fölsunum. Þannig heldur frúin því fram að Mannerheim hafi leyst finnsku þjóðina undan oki Rússa. Fyrir þessu er sem kunnugt er enginn fótur. En hvað er að fást um slíka smámuni síðan Ríkisútvarpið var tekið í þjónustu þjóðstjórnarinnar og Finna. Svo kom músíkin Útvarpshljómsveifin byrjaði, og lék illa að vanda. Eftir nolckra stund tók Gunnar Pálsson að syngja með henni, og það var nokkur uppbót. Friedman og Beethoven ráku lestina, það hefur sennilega verið gert til þess að láta menn finna Fullkomnasta GCMMIVIÐGERÐARSTOFA BÆJARINS. Seljum: vinnuföt, gúmmískó, hrosshársleppa, ull- arhosur, vinnuvetl- inga, inniskó o. fl. Sækjum. Sími 5113. Sendum. Gúmmískógerðin LAUGAVEG 68. sem greinilegast til eymdar út- varpshljómsveitarinnar. Svo bara eina hógværa ósk, til háttvirts útvarpsráðs. Látið okk- ur hafa svo sem eitt kvöld í viku, án Finnlands og þjóðstjómar-agi- tationar, án útvarpshljómsveitar og án Sigfúsar Halldórs. Látið þið Helga Hjörvar lesa útvarps- Sögu og ef Jón kann ekki við að tala um „daginn og veginn”, þá reynið að fá einhvern sæmilegan mann til þess að taka verkið að sér með V. Þ. G. Hlustandi. Margir hinna stærri bænda sem fylgja S j álf stæðisf lokknum að málum, hafa fengið þúsundir og jafnvel tugi þúsunda króna, í styrk samkvæmt jarðræktarlögun- um. Þeir vilja fyrir hvern mun geta selt þennan styrk, helzt með á- lagningu. Það er nú þeirra hags- munamál. Sjálfstæðisflokkurinn er fulltrúi þessara manna, en ekki hinna efnalausu unglinga, sem vilja reisa bú í sveit, en geta það ekki vegna fátæktar. Flokkurinn er heldur ekkert um það að hugsa pó þessir ungu menn verði að flytja á mölina. Þar lenda þeir auðvitað í fátækt og basli, ef til vill á sveitinni, þegar svo er kom- ið fyrir þeim má flytja þá aftur í sveitina og láta þá í vist hjá mönnum, gem fengu jarðabóta- styrkinn og vilja fyrir hvern mun selja hann. Allt er þetta í fullu samræmi hvað við annað. Flokkur „allra stétta” hefur hugsað hverri stétt nokkuð. Þeim efnuðu styrk af "íkisfé, sem þe\r geta braskað með, þeim fátæku sveitarflutning, svo þeir efnuðu geti auðgazt á fátækt þeirra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.