Þjóðviljinn - 19.04.1940, Side 1
Brefar hrósa happt yfír því, að
Bandamenn haft fen$íð fluínínga-
skípaf lota Norðmanna tíl sínna þarf a
Flestöll hlutlaus riki álfunnar skerpa nú mjög ráðstafanir gegn
nazistum, og er það viða viðurkennt, að ráðstafanirnar séu gerðar
vegna þess, að atburðirnir í Noregi hafi opnað augu manna fyrir
þeim alvarlega þætti, er innlendir nazistar og Þjóðverjar búsettir í
landinu hafi átt í innrás þýzka hersins.
Plngneno SflsHllslallnmtslis birn Irm Hir dhOOu:
Þfóðín verður að spara sér hálaunín og óhófíð. Það
verður að fryggja lífsafkomu híns vínnandí fjölda
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að gera nú þegar, sök-
um þess háska, sem yfir þjóðinni vofir af völdum ófriðarins, gagn-
gerðar ráðstafanir til að tryggja svo sem framast er unnt líf, ör-
yggi og afkomu allra þjóðfélagsþegna.
Alítur Alþingi óhjákvæmilegt, að á slíkum tímum sé eitt látið
yfir alla ganga og því beri sérstaklega að gera eftirfarandi ráðstaf-
anir:
1. Að koma upp margháttuðum atviimuframkvæmdum til að
bæta upp það átvinnutjón, sem verður af völdum styrjaldarinn
ar, jafnframt með það fyrir augum, að hagnýta sein bezt gæði
landsins til að afla þjóðinni nauðsynja.
2. Að afnema allar hömlur, sem standa í vegi fyrir því, að kaup
verkafólks og láglaunamanna geti hækkað í réttu hlutfalli við
hækkað verðlag.
3. Að hlutast til um það, að framfærslustyrkur og aðrir opinberir
styrkir liækki að fullu í hlutfalli við aukinn framfærslukostn-
að.
4. Að koma upp skömmtun á öllum matvörum, vefnaðarvöru og
öðruin nauðsynjavörum, sem horfur eru á, að ekki sé unnt að
afla nægilegs af, og, nái sú skömmtun til allra.
5. Innflutningur á óþarfavörum, þar með talið áfengi, verði bann-
aður, að svo miklu Ieyti, sem telja rná, að ekki verði fyllilega
nægur gjaldeyrir til innflutnings á nauðsynjavörum.
6. Ef skortur verður á húsnæði, að taka leigunámi þá hluta stór-
. . . .íbúða, sem óþarft má telja, að eigandi noti til eigin þarfa.
7. Að láta framkvæma tafarlaust hinn ýtrasta sparnað í þjóðar-
búinu, afnema aukagreiðslur og aðrar óþarfar greiðslur, lækka
hálaun og leggja sérstakan skatt á einstakllnga og fyrirtæki,
sem telja má, að hafi stríðsgróða. Skulu allar þessar aðgerðir
miðaðar við það, að þjóðin hafi ekki ráð á því, eins og sakir
standa, að nokkur einstaklingur hafi meira en 8000 króna árs-
tekjur til eigin afnota, miðað við núverandi kaupmátt krónunn
ar.
Að svo miklu leyti, sem ný lagafyrirmæli þurfa til þessara
framkvæmda, felur Alþingi ríkisstjórninni að leggja hið, bráð-
asta frumvörp þess efnis fyriir þingið, svo þau geti orðið að
lögum á yfirstandandi Alþingi.
Svíþjóó
1 Svíþjóð voru í gær tilkynntar
stjórnarákvarðanir um nýjar ráð-
stafanir gagnvart útlendingum
þar í landi. Er þeim stranglega
bannað að hafast við í höfnum og
á járnbrautarstöðvum, nema þeir
séu á ferðalagi. Ýmis sænsk blöð
skrifa á þá leið, að atferli Quisl-
ings og kumpána hans í Noregi
hafi kennt Svíum að fyrirbyggja
það, að slíkt gæti endurtekið sig í
Svíþjóð. Tilkynnt hefur verið að
allmargt manna, er grunaðir hafa
verið um að hafa samband við er-
lend ríki, hafi verið handteknir.
Holland
I hollenzkum blöðum er nú
mjög rætt um möguleika á því,
hvort starfandi muni þar í landi
nazistiskur njósnarflokkur. Holl-
enzka lögreglan gerði í fyrrinótt
húsrannsóknir hjá fjölda manna
og gerði upptækar ólöglegar
vopnabirgðir. Hegning fyrir njósn-
ir hefur verið þyngd og liggur nú
við slíkri starfsemi 6—15 ára
fangelsishegning.
Belgía
I belgiska þinginu hafa undan-
fama daga farið fram langar um-
ræður um hættuna af njósnurum
og útlendingum. Hefur verið á-
kveðið að setja upp nýjar fanga-
búðir til að einangra útlendinga,
sem eitthvað þykja grunsamir.
Júgoslavía
Ráðstafanir þær, er stjórnin í
Júgoslavíu hefur gert gagnvart út
lendingum þar í landi, eru svo víð-
tækar að talið er líklegt að yfir-
völdin hafi komizt á snoðir um
einhverjar hættulegar fyrirætlan-
ir erlendra manna. Ákveðið hefur
verið að vísa skuli úr landi öllum
þeim útlendingum, er ekki geta
sannað, að dvöl þeirra sé óhjá-
kvæmileg. Þess er getið að tveim-
ur þriðju allra þeirra útlendinga,
er nú dvelja í höfuðborginni Bel-
grad, verði vísað úr landi.
Rúmenia
Stjórnin í Rúmeníu hgfur gefið
út fyrirskipanir um að herða á
öllu eftirliti með útlendingum, og
því, að ekki sé rekinn áróður í
landinu er sé ósamrýmanlegur
hlutleysi þess. I
Tyrkland
Tyrknesk yfirvöld hafa vísað úr
landi tveimur Þjóðverjum. Blöð í
Tyrklandi gefa í skyn, að hér sé
aðeins um byrjunarráðstöfun að
ræða, — í ráði sé að vísa úr landi
miklum fjölda Þjóðverja, er vakið
fi á sér eftirtekt með grunsam-
legri framkomu.
Sviss
Yfirstjórn landvarnaliðsins í
Sviss hefur látið setja hervörð á
alla helztu vegi nálægt landamær-
unum. Framhald á 3. síðu.
Ríflsiafnir lena
MnDailnniap
Á fundi sameinaðs Alþingis í
gær var til umræðu ályktun sú,
sem þingmenn Reykvíkinga fluttu
um innflutning byggingarefnis o.
fl.
Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í
gær hafði allsherjarnefnd lagt til
að breyta tillögunni. Viðurkenndi
Magnús Jónsson prófessor að
frekar væri dregið úr tillögunni
með þessari breytingartillögu
nefndarinnar. Talaði Einar Ol-
geirsson á móti því að breyting-
artillaga nefndarinnar væri sam-
þykkt, því sízt mætti úr þv.í
draga, sem Alþingi vildi að gert
væri fyrir * byggingamennina.
Kvaðst hann því gréiða atkvæði
móti breytingartillögunni, en
verða síðan með tillögugreininni
eins og hún yrði orðuð.
Breytingatillaga nefndarinnar
var samþykkt með 30 atkv. gegn
3 (Sósíalistaflokkurinn).
Síðan var þingsályktunin þann-
ig orðuð samþykkt með 33 sam-
hljóða atkvæðum
Með tillögu þessari, sem flutt er
af öllum þingmönnum Sósíalista-
flokksins, þeim Brynjólfi Bjarna-
Húsbruni
Um hádegisbilið í gær var
slökkviliðið kallað inn að Undra-
landi. Kviknað hafði í íbúðarskúr,
sem stóð skammt frá Undralandi.
Var skúrinn alelda, þegar slökkvi-
liðið kom á vettvang, vatn var
ekki fáanlegt, nema alllangt í
burtu og vindur talsverður. Varð
því við ekkert ráðið og brann
skúrinn til kaldra kola. Hann var
tryggður fyrir eitthvað um 1700
kr.
1 skúr þessum bjó Sigurgeir
Sigfússon bílstjóri. Skúrinn var
mannlaus, þegar- eldsins varð
fyrst vart, en þó tókst að bjarga
innbúi lítt eða ekki skemmdu.
syni, Einari Olgeirssyni og Isleifi
Högnasyni, fylgir löng og ítarleg
greinargerð. Meginatriði hennar
Bæjarstjórnarfundur var liald-
inn í gær og meðal annars rætt
um að leitast við að auka við hita-
veituna frá Þvottalaugunum.
Guðmundur Ásbjörnsson hafði
lagt fyrir bæjarráð tillögu um að
flytja stærri jarðborinn frá Reykj
um að Þvottalaugunum og nota
hann þar í sumar, til að reyna að
auka vatnið í Þvottalaugaveitunni.
Hafði bæjarráð samþykkt þessa
tillögu.
Á bæjarstjórnarfundinum í dag
gerði Guðmundur grein fyrir þess-
ari tillögu sinni á þessa leið:
1 áætluninni um hitaveituna er
gert ráð fyrir að 207 sek. lítrar
eru lesendur Þjóðviljans búnir að
fá í ávarpi því, sem flokkurinn
birti í blaðinu í gær.
I niðurlagi greinargerðarinnar
segir svo:
Þingmenn Sósíalistaflokksins
hafa áður á þessu þingi flutt frv.
og þingsályktunartillögur um
nokkur af þeim málum, sem tekin
eru upp í þessari tillögu, svo sem
frv. um breyt. á lögum um gengis-
skráningu og ráðstafanir í því
sambandi, þingsályktunartillögu
um hækkun framfærslustyrks, um
bætur fyrir atvinnutjón vegna
styrjaldarinnar og um ráðstafanir
til sparnaðar í launageiðslum hins
opinbera. Þessum málum hefur
verið vísað til nefndar, og er sýni-
legt, að þeim er ætlað að sofna
þar svefninum langa, en sum hafa
Framhald á 3. síðu.
Beínt stjórnmála-
samband víð U, S,
A. og Bretland
Ríkisstjórniu hefur leiteað fyr-
ir sér ineð að koma á beinu stjórn
málasanibandi við Bandaríkin og
Bretland, en samband okkar við
erlend ríki hefur hingað til legið
um Kaupmannahöfn sem kunnugt
er. Að því er bezt verður vitað er
ekki um neina sérstaka erfiðleika
að ræða i sambandi við þessar
málaleitanir. Sennilega verður
leitað beinna sambanda við fleiri
ríki innan skanuns.
nægi til að hita bæinn í 10 stiga
frosti. Við mælingu hinn 9. þ. m.
kom í ljós að holumar á Reykjum
skiluðu 216 lítrum á sek. Það ligg-
ur því í augum uppi að þó hlé
yrði á borunum á Reykjum getur
það á engan hátt tafið fram-
kvæmdir hinnar fyrirhuguðu hita-
veitu. Hinsvegar>.er þvottalauga-
veitan fær um að flytja mun
meira vatn, en nú er fyrir hendi
frá laugunum og væri því mikill
vinningur að því að vatn þaðan
yrði aukið. Af þessum ástæðum
hefði hann borið þessa tillögu
fram í bæjarráði, sem féllst á
hana. Tillagan var samþykkt.
Verður reyntaðauka viðhífta-
veífuna frá Þvottalaugunum?