Þjóðviljinn - 21.04.1940, Síða 2
Sunnudagur 21. apríl 1940.
ÍJÍÐVILJINN
þiðoviuiiui
Ctgefandi:
Sameiningarflokkur alþýðu
— Sósíalistaflokkuriim.
Bitstjérar:
Einar Olgeirsson.
Sigfús A. Sigurhjartarson.
Bitstjórn:
Hverfisgötu 4 (Vifcingíí-
prent), snni 2-’T0
Afgreiðsla og auglýsingaskrif-
stota: Austuratræti 12 (1.
hseð) siœi 2184.
Asferiftargjald 6 mánuði:
Reykjavík og nágrenni kr,
2.50. Annaraataðar á land-
inu kr. 1,75. I tauaasölu 10
aura e'ntablð.
Víkmgsprent h. f. Hverfisgötu
4. Sími 2364.
Æflatr þingtð að
hlaupa f irá skyldu-
sldtrfunum
óloknum ?
Að svo stöddu verður ekkert
um það sagt hversu kaupin gerast
á Viinnm pólitíska markaði, sem
lialdinn er þessa dagana. En víst
er um það, að allverulegur hluti
markaðshaldaranna, öðru nafni
þingmannanna, vilja óðir og upp-
vægir hlaupa heim allra næstu
daga.
Hvað er svo starf þingsins, ef
heim verður haldið næstu daga?.
Þess ber að geta sem gert er,
og því má ekki gleyma, að þingið
tók skjóta og myndarlega ákvörð-
un, þegar sambandsþjóð okkar,
Danir, var fótumtroðin af hinni
þýzku villimennsku.
Þingfundurinn sem haldinn var
aðfaranótt hins 10. þ. m. er tvi-
mælalaust einn hinn merkasti í
allri þingsögunni, og er þess að
vænt.a að frá þeim degi sé slitíð
að fullu því stjórnmilasambandi
sem verið nelur ír. i’ v.! og Nor-
o,;s >‘p síðar Dan>.urkur frá 12G2.
Hver eru svo önnur afrek þings
ins?
Stjórnin hefur fengið heimild
til að skera fjárlagagreiðslur nið-
ur um 35% og það er auðvitað
skemmtilegt fyrir gáfaða menn,
sem ekki vita hvað minnimáttar-
kennd er, eins og Hermann að fá
mikil völd í hendur.
Þegar þessu sleppir er afreka-
skráin að mestu tæmd.
Hvað hefur verið gert til þess
að jafna kjörin?
Ekkert.
Hvað hefur verið gert til þess
að auka atvinnuna í landinu?
Ekkert.
Hvað hefur verið gert til þess
að létta þrælsorkinu af verkalýðn-
um, til þess að veita honum rétt
til að hækka kaup sitt í hlutfalli
\úð dýrtíðina?
Ekkert.
Hvað hefur verið gert til þess
að stöðva eða draga úr innflutn-
ingi á óþarfa vöru eins og áfengi,
sem 22 þúsundir kjósenda hafa
heimtað að ekki væri flutt inn?
Ekkert.
Hvað hefur verið gert til þess
að spara rækilega á rekstri þjóð-
arbúsins, til þess að lækka há-
launin og þurrka út ýmsar óþarfa
greiðslur?
Ekkert.
1 sem fæstum orðum sagt:
Þingið hefur ekkert, alls ekkert
gert af því sem því bar að gera,
nema á hinum eina þingfundi að-
faranótt 10. apríl.
Og nú vilja þingmenn hverfa
heim?
Jawaharlal Netarn
leíðfogí índversku frelsishreyfíngarínnar
„Kongressflokkurinn” er þjóð-
frelsisflokkur Indlands, flokkur,
sem sameinar alla þá, sem berj-
ast vilja fyrir fullu frelsi og sjálf-
stæði Indverja, algerum skilnaði
Indlands við Bretland.
Kongressflokkurinn hefur um 5
milljónir virkra meðlima og er
þannig einhver fjölmennustu
stjómmálasamtök heimsins.
Jawaharlal Nehru er hinn raun-
verulegi leiðtogi þessa flokks.
John Gunther, hinn frægi höfund-
Ur bókanna „Inside Europe” og
„Inside Asia” ritar um hann m.
a.:
„Nehru hefur möguleika til a$
verða einhver voldugasti allra nú-
lifandi manna. Hann er aðalmað-
urinn í þjóðfrelsisbaráttu Ind-
verja nú, þegar hinn tignaði Mah-
atma Gandhi er orðinn sjötugur
og gerist ellisljór. Undir hans orð-
um er að miklu leyti komin af-
staða 350 milljóna Indverja til
brezka heimsveldisins, — sem neit
ar þeim um þau lýðréttindi, sem
það kveðst vera að berjast fyrir í
Evrópu”.
Nehru er af háum stigum, til-
heyrir auðugri Brahmanaætt. Fað
ir hans er ríkur og áhrifamikill
lögfræðingur. Nehru var settur til
mentunar í Englandi, í Harrow
og Cambridge. Þegar hann kom
heim aftur til Indlands 1912, þá
23 ára að aldri, tók hann að gefa
sig að stjórnmálum. Blóðbað það,
sem Englendingar stofnuðu til við
Amritsar, hafði mikil áhrif á hann
Hann tók upp samvinnu við
Gandhi.
Nehru fylltist hinni dýpstu sam
úð með kúgaðri alþýðu Indlands,
er hann kynntist kjörum hennar.
Hann sá verkamenn vinna fyrir
ca. 50 aurum á dag. Hann sá að
hungrið og skorturinn svarf svo
að þessum íbúum eins auðugasta
lands jarðarinnar að meðalaldur
þeirra var aðeins 25 ár, — og
hafði lækkað um 10 ár undir
stjórn Englendinga. Og hann sá
að orsökin til alls þessa var heims
veldisstefna (imperialismi) Breta.
Hann skildi að indverska þjóðin
varð því að snúast gegn öllum im-
peralisma, því hann væri jafn ill-
ur hvaðan sem hann kæmi. Og
þar sem imperalisminn væri að-
eins ein mynd og eitt stig auð-
valdsins, þá yrði baráttan að
standa gegn auðvaldsskipulaginu
sjálfu. Nehru varð sósíalisti og
þjóðfrelsissinnaður byltingamað-
ur í senn.
Barátta Nehru hefur verið hörð.
Ekki hefur skort ofsóknimar frá
Breta hálfu. Frá 1921 til 1934 var
Nehru alls sjö sinnum í fangelsi,
samtals 5V2 ár. En ekkert gat
beygt hann. Hann ferðaðist um
Indland þveít og endilangt, til að
hvetja þjóðina til baráttu. 1936—
37 ferðaðist hann 110,000 enskar
mílur á 22 mánuðum og hélt oft
margar ræður á dag. Einu sinni
hélt hann 150 ræður á einni viku.
Hann er starfsmaður hinn mesti,
ágætur skipuleggjari og helgar sig
algerlega málefninu. — En þrátt
fyrir baráttu sína gegn brezku
Það verður að krefjast þess að
þingmenn sitji enn um stund og
taki til meðferðar hin brýnustu
hagsmunamál þjóðarinnar, sem
hér hefur verið drepið á, og Sósí-
alistaflokkurinn hefur sett fram í
þingsályktunartillögu þeirri, er
þingmenn hans lögðu nýlega fram.
heimsveldisstefnunni, er Nehru
síður en svo andstæður ensku
þjóðinni eða því, sem enskt er.
Fátt elskar hann t. d. meira en
ensk Ijóð.
Vald Kongressflokksins og á-
hrif Nehrus hafa aukizt gífurlega
síðustu árin. Frá 1937 hefur Kon-
gressflokkurinn meirihluta og
stjórn í 8 af þeim 11 skattlönd-
um (provinees), sem þeim hluta
Jawaharlal Nehru
Indlands, er beint heyrir undir
Breta, var skipt upp í. (Mikill
hluti Indlands er að nafninu til ó-
háð furstadæmi, þar sem forrikir
furstar drottna einvaldir, en breyta
eftir boði brezka auðvaldsins).
Eftir að styrjöldin milli brezka
og þýzka auðvaldsins hófst, hef-
ur mikil breyting orðið í Indlandi.
Kongressflokknum er ljóst, að
enska auðvaldið meinar ekkert með
fögrum orðum sínum um þjóð-
frelsi og lýðræði. Indland var
dregið inn í styrjöldina með á-
kvörðun brezku stjórnarinnar. Ind
verjum var enginn réttur gefinn
til að samþykkja eða hafna. Jarl
Breta tók sér nú sérstakt vald.
Kongressflokkurinn mótmælti öllu
þessu í skjali, skrifuðu af Nehru.
Verkalýðurinn indverski sýndi
strax að hann var andvígur stríð
inu. Verkfall 90,000 verkamanna í
Bombay, einn af fyrstu stríðsdög-
unum, var talandi tákn um byrj-
andi uppreisnarhreyfingu. Og nú
munu um 350,000 verkamenn vera
þar í verkfalli. Og verkalýðurinn
indverski er sameinaður. Árum
saman voru þar tvö aðskilin verk-
lýðssamböncl, en fyrir tveim árum
siðan sameinuðust þau í eitt.
Bændamilljónir Indlands taka
einnig að vakna og rísa upp gegn
oki Breta og indversku jarðeigend
anna. Voldug bændasamtök —
„Kisan Sabhas” — hafa verið
mynduð og eru reiðubúin til loka-
baráttunar við hrezku yfirdrottn-
. unina.
Auk verkamanna og bænda
standa rnilljónir menntamanna og
indverskra borgara, sem berjast
vilja fyrir frelsi þjóðar sinnar, bak
við indverska Kongressflokkinn.
Og Nehru er sá maðurinn, sem
meira og meira tekur taumana í
sínar hendur. Gandhi mun ekki
ráða mestu í orrahríðinni við auð-
valdið enska eins og hann réði í
þeirri síðustu. Og það sér enska
auðvaldið líka, sér til mikillar
sorgar.
j Nehru hefur alveg markvisst
' leitt Kongressflokkinn til vaxandi
alþjóðastefnu, samhliða þjóðfrels-
isstefnunni. Kongressflokkurinn
sendi abessinisku þjóðinni kveðju
sína í baráttu hennar við ítalska
fasismann. Hann hvatti Indverja
^f7uclrí&in«5r
' m
Þjónustan við brezku þeims-
valdastefnuna hefur sína rökþró-
un. 1 upphafi lýstu Héðinsmenn
því yfir að þeir skildu við Sósíal-
istaflokkinn í mestu vinsemd þó,
vegna þess að þeir væru svo mikl-
ir lýðræðisvinir, að þeir gætu ekki
rúmast í flokknum og eins vegna
þess að þeir vildu að eingöngu
yrði rætt um hagsmunamál ís-
lenzkrar alþýðu hér innanlands.
Nú gefa þeir út „Nýtt land”. Lít-
um á síðasta tölublað. Þar er ekki
minnst einu orði á nokkurt hags-
munamál íslenzkrar alþýðu, en
blaðið er allt einn allsherjará-
róður fyrir því, að Island verði
innlimað í hrezka heimsveldið og
hatursfullar æsingagreinar gegn
Sósíalistaflokknum kryddaðar
með fjarstæðustu lygum út-
breiðsluráðuneytisins brezka.
**
Héðinn Valdimarsson skrifar
grein í blaðið, þar sem hann ræðst
harðlega á þjóðstjórnina fyrir að.
hún sé ekki nógu röggsöm í of-
sóknum sínum gegn Sósíalista-
flokknum, vegna þess að „menn,
sem af íslenzkum foreldrum eru
bornir og telja sig ýmist nazista
eða kommúnista” hafi samband
við þýzka nazista. Léttadrengur-*
inn Benjamín Eiríksson sækir að
hinumegin frá og segir að ofsókn-
irnar gegn Sósíalistaflokknum séu
eðlilegar af því hann hafi sam-
hand við Alþjóðasamband komm-
únista. Hann undirstrikar alveg
sérstaklega, að flokkurinn sé ekki
ofsóttur vegna „baráttu hans fyr-
ir málefnum hinnar íslenzku verka
lýðshreyfingar”. Þjóðstjórninni
er svo sem alveg sama þó Sósíal-
í Afríku til að heyja frelsisbar-
áttu með negrunum. Hann studdi
frelsisbaráttu spönsku alþýðunnar
og styður kínversku alþýðuna í
hennar baráttu, hefur sett bann á
japanskar vörur o. s. frv.
I ræðu sinni sem forseti á árs-
þingi Kongressflokksins í Luck-
now 1936, sagði Nehru m. a.:
„Eina lausn vandamála heims-
ins og þar með vandamála Ind-
lands er sósíalisminn. Og þegar
ég nota þetta orð, þá er það ekki
í óákveðinni, mannúðarmerkingu
orðs þess, heldur í vísindalegri,
hagfræðilegri merkingu þess. Engu
að síður er sósíalisminn meira en
hagfræðileg kenning: hann er og
lífsheimspeki og einnig sem slík-
ur hefur hann áhrif á mig.
Til að afnema fátæktina, til að
útrýma hinu útbreidda atvinnu-
leysi og kúgun indversku þjóðar-
innar sé ég enga leið nema sósíal-
ismann. Það þýðir miklar og bylt-
ingasinnaðar breytingar á stjóm-
mála- og þjóðfélagsskipulagi voru,
endalok aðals- og einveldisríkja-
kerfisins á Indlandi.
i
I
Þessa dagana býr nú indverska
þjóðin sig undir nýja mótþróabar-
áttu. Og það er Nehru, sem er
vinsælasti foringi alþýðunnar í
þeirri frelsisbaráttu.
istaflokkurinn berjist fyrir því að
brjóta kauplækkunarlögin á bak
aftur og „gerbreyta þjóðskipulag-
inu” og það jafnvel „með ofbeldi” ,
bara ef hann hefur ekki samband
við kommúnista.
Ekki er gott að segja hvað er
svona ógurlega glæpsamlegt í sam.
bandinu við kommúnista. Það eru
„vísindi” út af fyrir sig. En hitt.
er rétt að íslenzkir sósíalistar-
hafa engin sambönd haft við Al-
þjóðasamhand kommúnista síðan
flokkurinn var stofnaður. Enda
þykir Héðni Valdimarssyni viss-
ara að Ijúga því upp til vara að
flokkurinn hafi samhand við
þýzka nazista.
-x-x-
Það er ákaflega auðvelt að
ljúga því upp á hvaða Islending
sem er að hann hafi samband við
nazista eða kommúnista. Það er-
auðvelt að ryðja úr vegi hverjum
þeim sem manni er illa við fyrir
einhverjar sakir með slíkum að-
ferðum, rétt eins og sagt er að
tíðkast hafi í Þýzkalandi að losa:
sig við hættulega keppinauta með
því að Ijúga því upp að þeir hefðu
Gyðingablóð í æðum.
En brezku valdhafarnir krefj-
ast þess, að svona ofsóknaraðferð
ir verði teknar upp á Islandi.
Hver skyldi hafa trúað því fyrir
nokkrum mánuðum að ,Nýtt Iand’
ætti eftir að gagnrýna þjóðstjórn-
ina fyrir að vera ekki nógu ötul í
ofsóknum sínum gegn Sósíalista-
flokknum? En brezka mamma er
ströng húsmóðir.
**
. Þegar Finnlandsstyrjöldin hófst
réðust Héðinn og kögursveinar
hans með ofstopa miklum og
heilagri gremju á Rússland fyrir
að skipta sér af innanlandsmálum
Einnlands og gera árás á landið
til þess að koma hinni „göfugu”
„lýðræðissinnuðu” Mannerheims-
stjórn frá völdum, sem átti að
hafa stuðning allrar þjóðarinnar.
Þegar Þjóðviljinn sagði að þessi
„styrjöld væri ekki háð til að hlut
ast til um innri mál Finnlands”,
heldur til að tryggja landamæri
Sovét-ríkjanna fyrir árás auð-
valdsstórvelda Vesturlanda, þá
lýstu þeir því yfir að þetta væri
hámark hræsninnar. Nú er komið
annað hljóð í strokkinn. Nú i.á
þeir ekki upp í nefið á sér fyrir
reiði út af því að Stalin skyldi
ekki hafa haldið áfram stríðinu tií
að frelsa Finnland úr klóm Mann-
erheims og hika ekki við að lep'a
upp jafn hrjálegar brezkar lygar
eins og það, að búið sé að drepa
Kuusinen, til þess að gera þetta
sem allra átakanlegast.
Margt er skrítið í Harmóníum.
Fyrir þrem mánuðum var það
versti glæpur, sem veraldarsagan
þekkir, að heyja stríð við hina
„göfugu lýðræðisvini”, sem stjóm-
uðu Finnlandi. Nú er það jafn
glæpsamlegt að semja frið við þá,
en hitt var ekki horfandi í,. þó
Norðurlöndin öll og sennilega
Balkanríkin og Vestur-Asía að ó-
gleymdum Sovétlýðveldunum yrði
að einum blóðvelli!
En Bretland kallaði í bæði skipt
in. 1 fyrra skiptið þurfi að æsa
upp hugi manna til þess að undir -
búa a’ÍSherjar styrjöld gegn Sov-
étríkjunum. 1 síðara skiptið, þcgar
áti.i að láta til skarar skríða og
gera Norðurlöndin öll að orusiu-
velli, þá koma friðarsamningarnir
cins og reiðarslag.
Var það furða þó það yrði grát-
ur og gnístran tanna í herbúðun
hrezku agentanna úti á íslandi.
SafBÍJ Mrifendnm
V V ♦.***M*‘ V V V W W***V%*V*,*VV VV V V '♦”♦*’*