Þjóðviljinn - 30.04.1940, Blaðsíða 2
Þriðjudagur 30. april 1940.
rJAÐVILJINN
Ávarp Alþjóðasambands
kommúnista 1. maí 1940
þlðOVtUINN
Ctgef andi:
. Sameiningarflokkur alþýðu
* — Sósíalistaflokkurinn.
'fiitstjórar:
. Einar Olgeirsson.
Sigfús A. Sigurhjartarson.
Bitstjórn:
Hverfisgötu 4 (Víkinga-
prent), sími 2.’7ð
Afgreiðsla og anglýsingaskrlf-
stota: Austurstræti 12 (1.
hæð) sími 2184.
Askriftargjald á mánnði:
Reykjavík og nágrenni kr,
2.50. Annarsstaðar á land-i
inu kr. 1,75. I lausasölu 10
aura emtakið.
Víkingsprent h. f. Hverfisgötu
4. Sími 2364.
Eíttftigín svifeín
með feossí
Það höfðu vaknað hjá verkalýð
Reykjavíkur vonir um það, að ein-
ing allrar verkalýðsstéttarinnar
tækist fyrsta maí, að fulltrúar Al-
þýðuflokksins myndu beygja sig
fyrir þeim einbeitta vilja verka-
manna að sameinast allir með til-
liti til þess, hve stórk;ostleg verk-
efni verkalýðnum nú eru lögð á
herðar sökum alvarlegasta á-
standsins, sem skapazt hefur á Is-
landi í marga áratugi.
Einingarvilji verkamanna hafði
sýnt sig svo ótvírætt á Dagsbrún-
arfundinum, að ekki var um hann
að villast.. Stjórnin hafði að vísu
sýnt þar strax tilhneygingar til
þess að sniðganga þennan vilja, er
hún reyndi að slíta fundi án þess
að ræða 1. maí,. — en verkamenn
létu hana svo ótvírætt vita vilja
sinn að hún lét undan og tók til-
lit til hans í svipinn.
En fyrsta hugsun Alþýðuflokks-
foringjanna, er þeir fréttu um
fundinn, var að finna út ráðið til
að kljúfa.. Eininguna varð að
hindra umfram allt. Á því byggð-
ist vald þeirra í verkalýðshreyf-
ingunni, á því byggðust embætti
þeirra. hjá auðvaldinu.
Góð ráð voru þeim dýr. Á þeirri
stxmdu sem hver einasti maður í
verklýðshreyfingunni hafði skyldu
tíl að setja einingu verkalýðsins í
hagsmunabaráttunni ofar öllum
ytri táknum, 1. maí, þá finna for-
ingjar Alþýðuflokksins það upp
að kljúfa einingu fátæks verka-
lýðs, sem á líf sitt og afkomu und-
ir því að sameinast í baráttunni
fyrir brauði og atvinnu, — undir
yfirskyni þess, að rauði fáninn
verði að vera i kröfugöngunni, en
vitað var að inn á það gátu Sjálf-
stæðisverkamenn ekki gengið.
Þessir hræsnarar dirfast svo að
tala um tákn bræðralags verka-
lýðsins, þegar þeir sjálfir eru að
fótumtroða vilja hans til bróður-
legrar samvinnu.
Þessir hálaunamenn, sem setið
hafa nú heilt ár í stjórn með aft-
urhaldssömustu fulltrúum bur-
geisastéttarinnar, — sem hafa
komið á hverjum kúgunarlögun-
nm gegn verkalýðnum á fætur
öðrum, — rúið alþýðuna inn að
skyrtunni með tollum og aukinni
dýrtíð, svikið hana í hverju máli
og skorið niður atvinnu, verklegar
framkvæmdir og kaup, — þessir
herrar þykjast nú ekki geta geng-
ið á götunni 1. maí, nema undir
rauðum fána! Að fótumtroða
fyrst allt, sem rauði fáninn tákn-
ar og ætla svo að nota yfirskyns-
tryggð við hann til að kljúfa
verkalýðinn 1. maí, — það er sann
arlega hámark yfirdrepsskapar-
ins. En þessum ræflum, sem hafa
; ..M., _ ", /
Verkatnenn og vtnn~
andí sféffír um heím
Mitt í ógnum nýja heimsvalda-
stríðsins heldur nú alþýðan hátíð-
legan 1. maí, dag heimsverkalýðs-
ins. Aldrei hefur hugsjón alþjóð-
legrar samhjálpar verið kærari
verkalýðnum en dag, þegar eldar
styrjaldarinnar loga um Evrópu
og Asíu. I 8 mánuði hefur stríð-
ið þegar staðið í Evrópu, en eng-
inn sér fyrir enda þess. Enn breið
ast vígstöðvarnar út. Með ofbeldi
knýja valdhafar stórveldanna und
irgefnar nýlenduþjóðir sínar inn
í styrjöldina. Því lengur sem stríð
ið stendur, því augljósar er að
hlutlausu smáríkin verða verzlun-
arvara í höndum heimsvaldasinna.
| Sem svar við ósvífnu hlutleysis-
broti Englands og Frakklands
gagnvart Norðurlöndum, hertók
1 Þýzkaland Danmörku og hernað-
arlega þýðingarmestu staði Nor-
egs. England og' Frakkland setti
þá líka her á land og Noregur var
gerður að vígstöðvum. Belgía og
Holland eru í yfirvofandi hættu.
1 Vestur-Asíu er verið að undir-
búa nýjar vígstöðvar'. Baráttan
um Balkan og Miðjarðarhafið get-
ur þá og þegar dregið ný auðvalds
ríki inn í stríðið. Italía, sem bætt
hefur afstöðu sína á Spáni og
Balkan, býst til að fara í styrjöld
ina hvenær sem er.
I Austurlöndum hefur Japan í
tæp 3 ár háð ránsstríð sitt gegn
Kína. Japan vill gera þetta mikla
foma menningarland að nýlendu
sinni. Japan vill þvinga Kína til
að semja ráns-„frið”, til þess
sjálft að geta tekið þátt í nýskipt-
ingu heimsins milli stórveldanna.
Rifrildi heimsvaldasinna um yfir-
ráðin í Kyrrahafi virðist ætla að
hleypa nýjum styrjöldum af stað
Japan, England og Bandaríkin
eru þegar farin að deila um hvort
þeirra skuli erfa hollenzku Ind-
landseyjamar. Til að byrja með
seilist auðvald Bandaríkja Norð-
ur-Ameríku eftir ISlandi og Græn-
landi, eftir ensku og frönsku yfir-
ráðasvæðunum í Karibiska hafinu.
Yfirstéttir stórveldanna reka
þjóðimar út í nýtt heimsvalda-
stríð.
Andspænis auðvaldsheiminum,
sem engist sundur og saman í
skelfingu ófriðarins, stendur land
sósíalismans sem land friðarins,
Öfriðarseggimir geta ekki fyrir-
látið þjóðstjómina ata sér út í
hvert óhæfuverkið á fætur öðru,
er allt gott, ef þeir bara geta
hindrað verkalýðinn í því að sam-
einast gegn atvinnuleysinu, ófrels-
inu og kaupkúguninni, sem þeir
hafa leitt yfir hann..
Það, sem Alþýðuflokksforingj-
amir hafa gert nú, með því að
reyna að sprengja einingu verka-
lýðsins 1. maí undir yfirskyni
tryggðarinnar við rauða fánann,
— það er að svíkja með kossi.
En verkalýður Reykjavíkur
mun ekki láta slík svik þeirra,
sem vel er borgað fyrir þau, á sig
fá. Hann sameinast í anda Dags-
brúnarsamþykktanna þrátt fyrir
allt.
gefið Sovétríkjunum að þau skuli
standa utan við múgmorð heims-
valdastyrjaldarinnar. Þeir geta
ekki fyrirgefið þeim að í Sovét-
ríkjunum skuli sósíalisminn eflast
og dafna, meðan auðvaldsþjóðfé-
lagið er sundurtætt af sínum eigin
mótsetningum. Þeir örvænta yfir
því að það skuli ekki hafa tekizt
fyrir þeim að tefja eða hindra þró^
un Sovétríkjanna til fullkomins
kommúnisma, með því að fleka
þau inn í heimsvaldastyrjöld
þeirra.
Þeir geta ekki fyrirgefið Sovét-
ríkjunum að þau tryggja þjóðum
sínum blessun friðarins, — að þau
lifa í friði við Þýzkaland eins og
öll önnur ríki, sem ekki ráðast á
rétt þeirra. Þeir eru Sovétríkjun-
um bálreiðir af því þau vinna
gegn því að skelfingar styfjaldar-
innar breiðist út og vekja með
friðarpólitík sinni friðarþrá þeirra
þjóða, er auðvaldslöndin byggja.
Ófriðarseggirnir eru reiðir Sov-
étríkjunum af því þau eyðilögðu
undirbúning þeirra í Finnlandi að
áfás á Sovétríkin. Þeir eru reiðir
af því Sovétríkin afhjúpuðu með
friðnum við Finnland stríðsfyrir-
ætlanir ensku og frönsku ófriðar-
seggjanna og neyddu þá til að
koma opinberlega fram með fyrir-
ætlanir sínar.
Auðvaldið vill að Sovétríkin
reki pólitík, sem passar í þeirra
kram. En Sovétríkin reka
sína pólitik út frá hagsmunum
sósíalismans, út frá hagsmunum
þjóða sinna, sem nú fullkomna
myndun hins sósíalistiska þjóð-
félags. Og þarmeð vinna þau líka
í samræmi við hagsmuni verka
lýðsins allsstaðar í heiminum.
Það, sem auðmennimir vilja,
eru landvinningar og rán. Það,
sem Sovétríkin vilja, er skap-
andi vinna, sósíalistisk velferð,
hamingjusamt og gleðiríkt líf vinn
andi stéttanna.
Öreigar heimsins eru með réttu
stoltir af hinu mikla landi sósíal-
Lsmans.
l’erkamenn auðvaldslandanna!
Stríðið hefur þegar valdið ykk-
ur ógurlegum þjáningum og neyð.
Þó engar stórorustur hafi enn ver
ið háðar, er jörðin samt þegar roð
in blóði hinna föllnu. Á höfunum
hafa þúsundir og aftur þúsundir
sjómanna orðið að láta lífíð. 1
Evrópu einni saman eru 20 millj-
ónir manna undir vopnum. Þeir
hafa verið rifnir brott frá gagn-
legri iðju, frá heimilum sínum.
Skortur og hungur berja að dyr-
um fjölskyldna þeirra meðan auð-
valdið rekur fyrirvinnumar út í
stríðið. Konur, mæður og börn her
mannanna eru ofurseld dutlung-
um örlaganna.
Með sihækkuðu verði á nauð-
synjavörunum rænir auðvaldið
hina fátæku. Alþýðan er með mat-
vælakortum sett á hungurskamt,
meðan hinir riku lifa í óhófi. Bur-
geisamir fjötra verkamenn sem
galeiðuþræla við vinnustöðvarnar,
lengja vinnudaginn óheyrilega,
lækka launin vægðarlaust og pína
síðustu orkuna út úr verkalýðn-
um. Auðvaldið rekur bændasynina
i stríðið, tæmir þorpin að karl-
mönnum, rænir hestum og naut-
gripum bóndans, matvælunum og
fóðurvörunum og eyðileggur þann
ig milljónir sveitabýla. Auðvaldið
sviptir bóndann þannig ávöxtum
vinnu sinnar og dæmir ungu kyn-
slóðina fjárpúkanna vegna til
hnignunar og dauða.
1 skotgryf junum kvelur hugsun
in um morgundaginn og áhyggj-
urnar fyrir fjölskyldum þeirra her
mennina. En bak við skotgrafirn-
ar rýja strðsgróðamennimir, hin-
ir viðurstyggilegu náhrafnar auð-
valdsins, fólkið og auðgast á neyð
þess. Fyrir'þá er stríðið gullregn.
Blóð og tár breytist hjá þeim í
hlutabréf og ævintýralegan arð.
En auðvaldið ræðst ekki aðeins
á lífskjör alþýðunnar. Það kemur I
líka allsstaðar á hinni verstu harð
stjórn og ógnaröld gegn alþýð- '
unni, rænir vinnandi stéttirnar í
bæ og byggð síðustu réttindum
þeirra. Friðarvilja, fjöldans svarar
auðvaldið með herréttum, tugthús
dómum og múgmorðum. Braut-
ryðjendumir fyrir frelsi og ham-
ingju fólksins, kommúnistarnir,
eru ofsóttir og útlægir gerðir.
Hundruðum þúsunda saman er
kommúnistum, spönskum flótta-
mönnum og pólitískum flóttamönn
um varpað í fangelsi.
Þannig litur hið borgaralega
þjóðfélag út í.dag.
En verkamenn, — hvaða örlög
býr burgeisastéttin ykkur á morg-
un, ef þið ekki bindið enda á stríð
ið, — ef auðmennirnir fá áfram
að drottna yfir ykkur?
Evrópa og Asía og máske fleiri
heimsálfur umskapaðar í blóðvelli
mannskæðustu orusta, sem mann
kynssagan þekkir; miljónir fall-
inna, milljónir örkumla, milljónir
ekkna og munaðarleysingja, óþol-
andi byrðar nýrra álagna, taum-
laus eyðilegging verðmæta, þjóðirn
ar rúnar inn að skinninu, margfalt
ógurlegar en í heimsstríðinu 1914
—18,-------þetta eru örlögin, sem
auðvaldið býr ykkur á morgun.
Á ykkar herðar mun auðvaldið
velta öllum hinum ógurlega kostn
aði. Skattamir, sem orðnir em ó-
þolandi verða þyngdir enn meir..
Auðhringar, kauphallardrottnar
og bankakóngar munu hneppa ykk
ur, konur ykkar og böm í skulda-
þrældóm, koma á svo grimmilegri
harðstjórn að slík hefur aðeins
þekkzt í nýlendunum áður.
Undir yfirskyni „Evrópu-banda-
lags” og „nýskipunar heimsins”
búast heimsvaldasinnar til að
skipta upp stórum ríkjum og
leggja undir sig smærri lönd. Það
á að auka nýlendukúgunina og
undirokun Evrópuþjóða, þannig
að slik þjóðakúgun hefur ekki einu
sinni þekkzt í þeim ríkjum fyrri
tíma, sem reist voru á blóði og
beinum undirokaðra þjóða.
Verkamenn. Vinnandi stétfir!
Hverjir hjálpuðu auðvaldinu til
að koma á þessari ógnarstjórn
auðvaldsins og undirbjuggu með
því hina blóðugu styrjöld? Foringj
ar sósíaldemókratanna.
Heimurinn liti ekki eins út og
hann nú gerir, ef þeir hefðu ekki
hjálpað auðvaldinu til að bæla nið
ur hreyfingar verkalýðsins gegn
því eftir heimsstríðið 1914—18.
Eins og varðhundur varðveittu
þeir og varðveita auðvaldsskipu-
lagið, skutu niður verkamenn,
bældu niður verkföllin og undir-
bjuggu með samningum við bur-
geisastéttina núverandi harðstjóm
afturhaldsins. Með undanlátssem-
inni við landrán heimsvalda-
sinna hjálpuðu þeir til að hleypa
núverandi stríði af stað. Með „hlut
leysispólitíkinni” hleyptu þeir
syndaflóði styrjaldarógnanna inn
yfir Evrópu. Með því að svíkja
spánska lýðveldið undirbjuggu þeir
sprengingu alþýðufylkingarinnar í
Frakklandi og ruddu þar með aft-
urhaldinu braut í öllum auðvalds-
heiminum. Og með því að styðja
núverandi styrjöld hjálpa svo for-
ingjar sósíaldemókratanna til að
hneppa verkalýðinn í enn ógurlegri
þrældóm.
En aldrei skal það verða að vem
leika, sem auðvaldið og sósíal-
demókratiskir erindrekar þess nú
brugga verkalýðnum. Hve æðis-
gengin, sem ofsókn auðvaldsins
verður, þá mun það ekki komast
undan því að verða dregið til á-
byrgðar af þjóðunum fyrir núver-
andi stríð. Því verkalýðurinn vill
frelsi og ekki þrældóm; frið. ent
ekld strið; sósíalisma en ekki auð-
vald. Betur og betur sér verka-
lýðurinn, að út úr öngþveitinu, er
auðvaldið hefur steypt mönnunum
í er engin önnur leið en hin fórn-
fúsa, eindregna barátta gegn heims
valdastríðinu, gegn afturhaldi og
auðvaldi. Og þó sú barátta kosti
fórnir, þá eru þær fórnir samt ekki
nándar nærri eins gífurlegar og
þær, sem auðvaldið heimtar og
mun heimta af alþýðunni.
Milljónir manna á vígstöðvun-
um og bak við þær tala nú i hljóði
um það, sem kommúnistamir
hrópa hátt. Kommúnistamir eru
ekki einstakar hetjur, sem rísa
upp gegn stórveldastríðinu, —
það em tugir þúsunda þroskuð-
ustu verkamannana, sem hvar-
vetna í heiminum hefja merki al-
þjóðastefnu verkalýðsins. I sölum
herréttarinns í París hófu þing-
menn Kommúnistaflokksins þetta
glæsta merki. Undir því berjast
hundruð þúsunda franskra verka-
manna. Spönsku lýðveldishetjum-
ar halda áfram baráttu undir þess
um fána. Verkamenn Englands
krefjast friðar. Milljónum saman
tekur æska Bandarikjanna af-
stöðu gegn stríði. Þýzku verka-
mennimir og bændurnir heimta
frið. Frið þrá japönsku hermenn-
imir.
1 nýlendum og öðmm löndum,
sem auðvaldinu em_ háð, vex
hreyfingin gegn þjóðakúguninni.
Verkamenn og bændur Indlands
berjast af kappi fyrir frelsi lands
síns. Af hetjumóði berst kín-
verska þjóðin fyrir frelsi sínu.
1 öllum auðvaldslöndunum vill
alþýðan binda enda á heims-
valdastríðið og harðstjóm auð-
valdsins, — skapa sér aftur mann-
réttindi og kjör, sem mönnum eru
sæmandi.
Friður, brauð og frelsi — það
er heróp milljónahers vinnandi
stéttanna.
Ennþá er hreyfing fjöldans
tvístruð. Burgeisastéttin reynir að
bæla hana niður með her og lög-
reglu. Til að brjóta kúgunina á
bak aftur verða verkamennimir
að sameinast í volduga samfylk-
ingu verkamanna neðán frá, í þjóð
fylkingu vinnandi stéttanna.
I baráttunni gegn heimsvalda-
Framhald á 4. síðm