Þjóðviljinn - 30.04.1940, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.04.1940, Blaðsíða 3
PJOÐVILJINN Þriðjudagur 30. april 1940 Fyrsta maí-nefnd Dagsbrúnar heldur áfram störfum Hátíðahöld dagsíns fara fram á þeím grundvellí sem fé- lagíð samþyhhtí og samhomulag var um í nefndínní Fulitrúar sjálfstæðísverhamanna og alþfðuflohhsverkamanna svíhja á síðustu stundu Þeír sheyía því engu, að Dagsbrún hafðí falíð þeím með nær eínróma samþvhkf að sfanda fyrír í. maf«fagnaðíy sínum] — að fullkomíð sam- komufag hafðí náðsf ínnan nefndarínnar í öllum afríðum viðvikjandí fíf- hö$un dagsins, og var þeffa bírf i úfvarpínu, — að nefndín ásamt fullfrúum frá mörgum verkfýðsfélögum hafði samþykkf, með öllum atkv> gegn einu, að ganigasf fyrír háfíðahöldum hvað sem líðífsamkomulagí víð híð^svo* kallaða fullfrúaráð verklýðsféla$anna Annars er saga þessa máls í fáum orðimi þannig: Menn þeir, sem nú hafa hlaupið frá því starfi, sem þeim var fal- ið, kröfðust þess á fyrsta fundi nefndarinnar, að engir alrauðir fánar sæjust við hátíðahöldin, og hótuðu samvinnuslitum, ef krafa þessi yrði ekki uppfyllt. Sósíalistarnir í nefndinni töldu rétt að vinna það til einingarinnar að uppfylla þessa kröfu og fékkst þá íullt samkomulag í nefndinni, og var það tilkynnt í útvarpinu. En nú brá svo undarlega við að sumir þeirra, sem harizt höfðu á móti rauðuni fánum, fóru nú í nafni hins svokallaða íulltrúaráðs verkalýðsfélaganna að heimta rauða fána, til þess að samkomulag mætti nást. Sósíalistarnir í nefndinni voru enn fúsir til samninga og sam- komulags. En það kom nú í ljós, að fullkomið samspil var hafið milli Skjaldborgarinnar og Sjálfstæðismanna, um að eyðileggja allt samstarf og skiptu þeir nú með sér verkum mn að vera ýmist með eða móti kröfum fulltrúaráðsins, en voru sammála mn að án þátt- töku þess væri ekki hægt að hafa hátíðahöld fyrsta maí eins og til stóð, þrátt fyrir það þó {æir væru búnir að samþykkja að láta þau fara fram hvað sem fulltrúaráðinu viðviki. Þegar liðhlaupar þessir lýstu því yfir að þeir ætluðu að hætta að starfa, samkvæmt því umboði, sem Dagsbrún gaf jæun, mót- mæltu sósíalistamir í nafni félagsins og kröiðust þess að Dagsbrún- arfundur yrði kallaður saman á mánudagskvöld, og buðu að út- vega húsnæði. Þessu neituðu liðhlauparnir. Þrír nefndarmanna, þeir Eðvarð Sigurðsson, Sigurður Guðna- son og Jón Kafnsson, lýstu því þá yfir að þeir teldu það skyldu sína, að halda áfram störfum í því umboði, sem Dagshrúnarfund- urimi gaf þeim, það gera þeir að sjálfsögðu og er því yfirlýsing „þjóðstjómarinnar” í Dagsbrún, um að félagið taki ekki þátt í 1. maí-hátíðahöldum markleysa ein, sömuleiðis yfirlýsing sú, sem lið- hlaupamir birtu í útvarpinu í fyrrakvöld. Hér á eftir eru birt öll þau skilríki, sem til eru varðandi þetta mál, og geta menn af þeim gert sér fullkomna grein fyrir því sem gerzt hefur. Eins og Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá, samþykkti Dagsbrúnar- fundurinn, sem haldinn var síðast- liðirni þriðjudag þ. 23. þ. m. nær einróma tillögu frá Jóni Rafnssyni um einingu verkalýðsihs 1.. maí. Tillagan var svohljóðandi: „Fundurinn samþykkir að Verkamannafélagið Dagsbrún beiti sér fyrir því að öll stéttar- félög laUnþega hér í bænum efni til sameiginlegrar útisamkomu og hópgöngu 1. maí n.k. Grundvöllur að samstarfi verklýðsfélaganna verði samþykktir þær er gerðar hafa verið í trúnaðarráði og á þessum fundi í atvinnu- og kaup- gjaldsmálum, — svo og önnur hagsmunamál hinna einstöku verk lýðsfélaga. Fundurinn ákveður að kjósa 5 manna nefnd til að hafa undirbún- ing á hendi og snúi hún sér til ann arra verklýðsfélaga í bænum með þá málaleitun að þau kjósi nefnd eða fulltrúa til að starfa með henni. Ræðumenn séu valdir af nefnd- inni þannig, að þeir séu allir með- limir verkalýðsfélaga og frá sem flestum verklýðsfélögum, enda sé tekið tillit til hinna ýmsu pólitísku skoðana í vali ræðumanna svo að öllum sé gert sem jafnast undir höfði”. Breytingartillaga kom fram um að kjósa 9 menn í nefndina og var hún samþykkt. Þessir hlutu kosningu: Sigurður Guðnason, Jón Rafns- son, Edvarð Sigurðsson, Þorlák- ur Ottsen, Guðmundur O. Guð- mundsson, Einar Bjömsson, Sig- urður Halldórsson, Sveinn Sveins- son, Marteinn Gíslason. 1. Fundargerð nefndar- innar Nefndin hélt fyrsta fund sinn fimmtudaginn 25. þ. m. og var á þeim fundi bókuð eftirfarandi fundargerð: 1. fundur í 1 maí-nefnd Dags- brúnar var haldinn 25. apríl í skrifstofu félagsins. Sigurður Guðnason boðaði fundinn. Nefnd- armenn, sem em 9, voru allir mættir. Formaður var kosinn Sig- urður Halldórsson eftir uppá- stungu Einars Bjömssonar, og ritari Guðm. Ó. Guðmundss. eftir uppástungu Sveins Sveinssonar. Samþykkt var í einu hljóði að gangast fyrir hópgöngu 1. maí og bjóða öllum stéttarfélögum (verkal.) í bænum þátttöku. I göngunni væru aðeins bornir fán- ar félaganna og merki dagsins og þjóðfáninn, en enginn pólitískur fáni né alrauður fáni. Allsherjar- nefnd félaganna réðu hvaða ís- lenzkir söngvar yrðu spilaðir og sungnir í göngunni og á útifundin- um. Samþykkt var sem samkomu- lagsatriði að Intemationale yrði spilaður einu sinni á göngunni. Merki dagsins skal ákveðið af allsherjarnefnd félaganna.. Óskað verði að félögin tilnefni einn mann hvért í allsherjarnefnd nema Iðja 3, Framsókn og Sjómannafélagið 5. — Til þess að undirbúa alls- herjarnefndarfund kaus nefndin Sigurð Halldórsson, Guðm. Ó. Guðmundsson og Jón Rafnsson. Allir ræðumenn sem tala eiga 1. maí, verða að leggja fram hand- rite af ræðum sínum fyrir Dags- brúnarnefndina. Sig. Halldórsson. Guðm. Ó. Guðm. Jón Rafnsson, Sveinn Sveinsson, Eðvarð Sigurðss., Einai- Björnss., Þorlákur Ottesen. Bréfíd fíl verklýðsfé* laganna Þegar sama dag var eftirfar- andi bréf sent til stjóma flestra verkalýðsfélaga í bænum: Reykjavík, 25. apríl 1940. Hér með er félagi yðar boðin þátttaka í hátíðahöldum þeim, er Verkamannafél. Dagsbrún hefur ur ákveðið að gangast fyrir 1. maí n. k. tjtifundur og hópganga fara fram á grundvelli hagsmunakrafna verkamannafélagsins Dagsbrún og sérkrafna annarra verklýðsfélaga, er gerast þátttakendur. Gengið verður undir merkjum félaganna og íslenzkum fánum, án merkja eða fána pólitískra flokka. Um þetta er fullkomið sam'komu- lag allra nefndarmanna.. Er félagi yðar, eða stjóm þess, hér með boðið að senda 1 fulltrúa á sameiginlegan fund 1. maí- nefndanna, á skrifstofu Sveina- sambands byggingamanna Kirkju- hvoli annað kvöld kl. 8,30, — þar sem fyrirkomulag verður nánar rætt og framhaldsákvarðanir teknar. Vinnist yður ekki tími til þessa, er þess fastlega vænzt, að oss verði tilkynnt strax þegar það hefur verið gert í sima: 3724. Með félagskveðju 1. maí-nefnd Dagsbrúnar. Sig. Halldórsson. Guðm. Ó. Guðm. Einar Björnsson. Sig. Guðnason. Sveinn Sveinsson. Þorl. Ottesen. Eðvarð Sigurðsson.. Mart. Gíslas. Jón Kafnsson. Næsti fundur nefndarinnar var haldinn á föstudagskvöld 26. þ. m. og voru þar mættir fulltrúar frá allmörgum félögum auk Dagsbrún arnefndarinnar. Niðurstaða þessa fundar var eftirfarandi tillaga, sem var sam- þykkt með öllum atkvæðum gegn einu.. „Fundurinn felur Dagsbrúnar- nefndinn að ræða við 1. maí-nefnd Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna um þátttöku þess i hópgöngu þeirri er 1. maí-nefnd Dagsbrún- ar hefur boðað til á grundvelli samkomulags dagsbrúnarnefndar- innar, og boði til allsherjamefnd- arfundar aftur næstkomandi sunnudag til fullnaðarákvörðunar um fyrirkomulag hátíðahaldanna hvort sem samkomulag hefur náðst við fulltrúaráðsnefndina eða ekki”. Lokafundur ncfndar- ínnar Lokafundur fyrstu mai nefnd- ar Dagsbrúnar var haldinn sunnu- daginn 28. þ. m. Á þeim fundi lagði Guðmundur Ö. Guðmunds- son fram eftirfarandi tillögu. Sex af nefndarmönnum féllust á hana: „Full vissa er nú fyrir því að eining um sameiginleg hátíðahöld Vclavídgcrdír Sauma véla ví ð$erða - stofan Pfaffhúsinu, Skólavörðustíg 1, Sími 3725. Sauma- og prjónavélaviðgerð- ir framkvæmdar af einasta fagmanni landsins, sem stund- að hefur nám hjá hinum heimsfrægu Pfaff verksmiðj- um í Þýzkalandi. Reynslan er sannleikur Beztar viðgerðir á allskonar skófatnaði. Vönduð vinna. Kétt verð. Fljót afgreiðsla. Sækjum. Sendum. Skóvínnustofan Njálsgötu 23 Sími 3814. Jens Sveinsson Kaupum tómar flðskw Flestar tegundir. Kaffistofan* Bafnarstræti 16. T A T tGúmmí skógerðíná VOPNI Aðalstræti 16. Síbií 5880 | | Framkvæmir allar gúmmívið- ♦; <• gerðir vandaðast og óðvrast.J T ' ’ T KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, viskípela, glös og bóndósir. Flöskubáðia Bergstaðastræti 10. Sími 5395 verkalýðsfélaganna 1. maí getur ekki orðið á grundvelli þeim er fullkomið samkomulag náðist um í 1. maí-nefnd Dagsbrúnar af eftir- töldum ástæðum: 1. Nokkur félög, sem eru með- limir Alþýðusambands Islands hafa þegar neitað þátttöku. Framhaid á 4. siðu 1 hefjast á morgun hl. 1,30 í Lækfargöfu fyrlr framan Mcnnfaskólann Ad loknum sefníngarædum verður gengíd um baslnn. Sfaðnasmzf verður affur fyrír franian Mennfaskólann o$ hefsf þar ntiiundnr með ræðumönnum frá verhalfðsfélögunum Da$skrá háfídahaldanna auglýsf á mor^un. 4r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.