Þjóðviljinn - 04.05.1940, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 04.05.1940, Qupperneq 2
Laugardagur 4. maí 1940. I'JÍÐVILJINK þjófnnmNN Dtgefaadi; Samriningarflokkur alþýðu — SáöialjHtaflokkurijui. Kltotjórar: Bfnar OlgeirBsou. Sigfús A. Sigurhjartarson. | Kitstjóro: Hverflflgðttt 4 (Vtttinpí- preat), sími 2.<79 hseð) sími 2184. Askriftargjald & mánaði: Reykjavík og négronni kr, ; 2.50. Annanataðar k laad-; , inu kr. 3*75. I Iavsaaölu 10 mm c&faááð. 1 VHdngaprant h. f. Hverfiegðtu 4. Sími 2364. Þad sem fyrstí mai sýndi Fyrsti maí er genginn um garð. Hann sýndi okkur að hér í Reykja vík er til kjanii verkamanna og menntamanna, sem er þess alráð- inn að berjast til þrautar fyrir at- vinnu og frelsi til handa hinum vinnandi stéttum þessa lands. Þessi hópur er stærri en við var búizt, og ekki bundin við takmörk neins eins stjórnmálaflokks, held- ur finnast menn í öllum flokkum, sem skipa sér í þessa sveit, hvað sem líður hótunum og ofsóknum annarsvegar, og atvinnuloforðum og skjalli* hinsvegar. Þetta sýndi einingarkröfuganga verkalýðsins 1. maí. Það er vissa fyrir að á strætum og gatnamótum í húsum inni, og á fundum Sjálfstæðis- manna og Skjaldborgarinnar, voru þúsundir manna, sem vildu hvergi fremur vera en í einingar- kröfugöngunni, það vantaði að- eins herzlumuninn, það vantaði svolítinn kjark. En nú hefur það sýnt sig að forustuliðið er til, það eru þær 7 hundruð manna, sem tóku þátt í göngunni, þeir sem þrekminni eru munu því koma á eftir, og gerast virkir liðsmenn í baráttunni við skortinn, ófrelsið og ójöfnuðinn. Forustuliðinu er ljóst að ekkert getur bægt skortinum frá dyrum hinna snauðu, annað en það að knýja fram stefnubreytingu hvað snertir stjóm landsins. Slíka stefnubreytingu er hægt að knýja fram með því, að sýna mátt sam- takanna nógu oft og rækilega. Sé það gert og skerist enginn úr leik af þeim, sem sjá og skilja til hlýt- ar að núverandi stjórnarstefna leiðir beint út í sult og seyru, þá er hægt að knýja fram breytingu, annað hvort með því að hræða nú- verandi stjóm til þess að taka fullt tillit til hins vinnandi fjölda, eða með því að knýja hana til að leggja niður völd. 1 þessu sam- bandi skiptir það ekki mestu máli hvor leiðin farin verður, aðalat- riðið er að þjóðin fái að vinna og lifa. Þessvegna verður nú að halda áfram baráttunni imdir kjörorð- unum: eining, jöfnuður, atvinna og linni ekki fyrr en tryggð er at- vinna handa öllum sem geta unn- ið. Morgunblaðið segir um eining- argöngu verkalýðsins 1. maí: „Starfsbróðir vor einn við Komm- únistablaðið taldi að í fylkingunni hefði verið 460 manns”. Sé hér átt við blaðamenn Þjóðviljans er þetta tilhæfulaus uppspuni. Moggi er hræddur um að ekki þýði að bera sína eigin ritstjóra fyrir einu eða neinu, og býr þetta því til. ÍÞBðTTIR Þá er veturinn búinn og sumarið heilsar aftur, þetta marg- þráða tímabil, sem kemur færandi birtu og yl og gefur möguleika til útiveru, ekki lengur við skíði eða skauta, heldur hverskonar aðr ar útiíþróttir bæði einstaklinga og flokka. Að sönnu má segja að sundið eigi engan vetur, heldur eilíft sumar hér í Reykjavík, og má þar þakka laugum Ingólfs. Þó segja megi að allt árið sé meira og minna notað til keppni, þá er það þó helzt sumarið, sem mezt er starfað. Undir þetta starf eru félögin alltaf að búa sig. Með ráð- um og dáð er reynt að búa sig sem bezt undir næsta leik, næstu keppni, næsta átak, hvað sem það nú er. x öllu þessu starfi eru stöð ugir erfiðleikar væntir og óvæntir, viðráðanlegir eða óviðráðanlegir. Það væri of langt mál að telja þá upp eða í þessari stuttu grein að ræða þá nánar, en eitt atriði vildi ég þó ræða svolítið, því það er atriði, sem getur haft áhrif á félagslífið og árangurinn. Hversu oft heyrir maður ekki að einstaklingur neitar að keppa af því eitt- hvað er þar sem honum líkar miður eða honum þóknast ekki. Mað- ur verður var við að ef knattspyrnumaður fær ekki að keppa á stað sem honum líkar, þá hótar hann að keppa ekki eða jafnvel að segja sig úr. Ekki ósjaldan kemur það fyrir að tvíræð orð falla í eyru annars, er hleypur upp á nef sér með þeim áA.ngri að formaður fær úrsögn í höfuðið og svona mætti lengi telja. Og hvað kemur svo? Jú, stjórnin og einstaklingar þjóta af stað til að „ganga eftir” viðkomandi manni. Allt er talið ómögulegt nema hann sé með. Hann setur afarkosti, því félögin vilja kaupa þá vegna stig anna, sem þau svo mjög þurfa með. Þetta er meinsemd í félags- starfinu, sem því miður er of tíð. Þetta verður að lagast ef vel á að fara. Ekkert félag hefur efni á að hafa svona menn innan sinna vébanda, þessvegna eiga þau að láta svona karla sigla sinn sjó í náð því enginn veit hvenær þeir svíkja næst, ef til vill þegar verst gegn ir. Þeir eitra andrúmsloftið. Þeir skapa fordæmi, sem að eilífu endur taka sig, ef ekki er tekið á þessu með þeirri festu og skilningi, að menn finni að stig sé hægt líka á þennan hátt, að kaupa of dýru verði, sem gefi stundarsigur, en ef til vill innri ósigur. Dr. Skiöafélag Siglufjarðar tuttugu íra II. R. NM uHa- uanishlaioið Á uppstigningardag fór fram 25. víðavangshlaup 1. R. og sigr- aði K. R. með 14 stigum, átti 3., 5. og 6. mann. Nr. 2 varð íþróttafélag Kjósar sýslu með 20 st., þriðja varð Ár- mann og fjórða U. M. F. Stjam- an. Fyrstur að marki kom Har- aldur Þórðarson úr U. M. F. Stjam an á 15 mín. 19 sek., annar varð Sigurgeir Ársælsson, Ármann, á 15:22,8 og þriðji varð Sverrir Jó- hannesson K. R. Hlaup þetta er sveitahlaup og em þrír í sveit. Sigurvegarar K. R.-sveitarinnar voru Sverrir Jó- hannesson, Óskar A. Sigurðsson og Indriði Jónsson. Veður var hið bezta og var heitt og gott að hlaupa. Fram- kvæmd mótsins fór vel fram og fólkið lét ekki á sér standa í Aust urstræti til að hitta hlauparana þegar þeir komu að marki. Það vekur nokkra furðu að eng inn keppendanna skuli vera úr fé- laginu, sem sér um mótið og hef- ur alltaf gert, þegar líka er tekið tillit til þess að fyrstu árin er ekki hægt að hafa flokkakeppni vegna þess að aðrir senda ekki menn í hlaupið. Það virðist því vera verkefni fyrir gamla, góða í. R. að endurheimta þessa fornu frægð. Ástæða virðist vera til að benda félögum á, að í svona erfiðu hlaupi getur verið varasamt að senda unglinga í flokk með full- orðnum mönnum. — í. R. efndi til skemmtana og merkjasölu í sambandi við daginn og gekk það sæmilega vel. ) Sigurvegarar . Víðavangshlaupsins gegn um árin. 1916 I. R. fyrstu Jón Kaldal 1917 _ — 1918 — fyrstur Ölafur Sveins- son. 1919 1. R., fyrstur Ölafur Sveins son. Þessi 4 ár kepptu aðeins 1. R.- ingar. 1920 Afturelding — Drengur, Kjós fyrstur Þorgils Guðmundsson úr Afturelding. 1921 Afturelding — Drengur Kjós fyrstur Guðjón Júlíusson. 1922 Afturelding og Drengur Kjós fyrstur Guðjón Júlíusson, A. D. 1923 Iþróttafélag Kjósar, fyrstur Guðjón Júlíusson, 1. K. 1924 Iþróttafélag Kjósar, fyrstur Geir Gígja, K. R. 1925 íþróttafélag Kjósar, fyrstur Hallgrímur Jqnsson, Ármann.. 1926 K. R., fyrstur Geir Gígja. 1927 — — — 1928 - - 1929 K. R. Fyrstur Jón Þórðarson úr K. R. 1930 K. R. Fyrstur Viggó Jónsson úr Glímufél. Reykjavíkur. 1931 K.R. Fyrstur Oddgeir Sveins son K. R. 1932 K.R. Fyrstur Gísli Finnsson úr K. V. 1933 K.R. Bjarni Björnsson 1. B. 1934 í. B. fyrstur Bjarni Björns- son í. Borgarfj.. Eitt af þeim félögum, sem einna mestan orðstír hefur getið sér í skíðakeppnum hér á landi síðast- liðin ár átti nýlega 30 ára afmæli það er Skíðafélag Siglufjarðar. Á sama hátt og knattspyrnan kom hingað frá Englandi — heima landi knattspymunnar , — komu skíðin hingað frá Noregi — föður landi skíðaiþróttarinnar.. Siglfirð- ingar fengu sinn „Muller”, sem að 1935 I. B. fyrstur Gísli Alberts- son I. B. 1936 I. B., fyrstur Sverrir Jó- hannesson K. R. 1937 K. R. fyrstur Sverrir Jóhann esson K.. R. 1938 K. R. fyrstur Sverrir Jóhann esson K. R. 1939 K. R. fyrstur Sverrir Jóhann esson K. R. 1940 K. R. fyrstur Haraldur Þórð- arson, U. M. F. Stjaman. 6 gripir hafa verið unnir til eign ar: Afturelding og Drengur 1 bikar. íþróttafélag Kjósarsýslu 1 Iþróttafélag Borgarfj. 1 — Knattspyrnufél. Reykjav. 3 — Sá gripur, sem er sjöundi í röð- inni er silfurflaskan og er það í fyrsta skipti, sem keppt er um haná. Magnús Guðbjörnsson hefur oft ast keppt, Sverrir 10 sinnúm og Oddgeir Sveinsson 10 sinnum. vísui hét O. Tynes og kom hann þangað með skíðin, sem Skíðafé- lagið var svo stofnað á. Á þeim hefur það runnið sigursælt um Norður- og Suðurland síðan að undant. ámnum frá 1926—1931, en þá var fremur dauft yfir öllu skíðalífi.Þá er Tynes yngdur upp og enn kemur Norðmaður H. Torfö og árangurinn af starfi hans hefur spurzt um land allt. Vandað an skóla á félagið nú skammt frá kaupstaðnum.. Var hann fullgerð- ur á síðasta ári, en áður, eða 1932 hálfbyggði það annan og flutti síð an á annan stað. Utan um alla þessa starfsemi og félagið ríkir nú mikill áhugi, er það í hröðum vexti og eru hinir yngri og efnilegu skíðamenn sönnun þess. Menn, sem á komandi ámm munu etja kapp við aðra skíðagarpa þessa lands. Fyrsti formaður félagsins var Sophus Árnason. Núverandi for- maður er Einar Kristjánsson lyf ja- sveinn. Meðlimatala þess er um 250 ungir og gamlir. I Maraþon-sigurvegarinn . Louis Spyros,. sem sigraði í Maraþon- hlaupinu 1896 á Olympíuleikjun- um í Aþenu það ár, er nýlega dá- inn, 75 ára .gamall. Spyros var einnig þátttakandi í Olympíuleikj- unum í Berlín 1936. I grískum bændabúningi bar hann olypiska eldinn inn á olympiuleikvanginn. Aðalsteinn Sig- mnndsson og ípróttalögin 1 fyrsta hefti „Skinfaxa” þ. á. gerir Aðalsteinn Sigmundsson í- þróttalögin nokkuð að umtalsefni, auk þess sem hann birtir þau L heild. Er vel að þau koma þar fram, svo lesendur Skiníaxa sér- staklega út um dreifbýlið gefist kostur á að kynnast þessum lög- um, sem að ýmsu eru mjög góð, þó þar seu stórir ágallar, sem ég fer ekki útí hér. I hugleiðingum sínum um lögin og afgreiðslu þeirra kemst hann að þeirri fiá- leitu og undarlegu niðurstöðu, að íþróttasamb. Islands, með bréfi dags. 2. apríl 1939 vilji: „að allt það tillit, sem íþróttalögin taka til íþróttastarfsemi U. M. F. 1. sé fellt niður, að U. M. F. I. eigi eng- an hlut í skipun íþróttanefndar, að hvorki það né deildir þess komi til greina um styrkveitingar né önnur þau réttindi, er lögin veita. ■— Það hlýtur því að vekja furðu er 1. S. I. biður Alþingi að setja U. M. F. I. hjá öllum rétti og allri viðui'kenningu í íþróttamálum og fá I. S. 1. þann hluta sem U. M. F. 1. er ætlaður”. Hvort þetta er óviljandi eða ó- hugsuð rangfærsla eða þá af bein- um illvilja, legg ég engan dóm á, en visa fyrst til bréfs I. S. 1., sem hljóðar svo um þetta atriði: ,,að íþróttasamband Islands verði á- kveðinn eini viðurkenndi aðilinn fyrir hina frjálsu íþróttastarfsemi í landinu bæði innávið og útávið”. Síðan ætla ég að vísa til Aðal- steins sjálfs. Á blaðsíðu 25 í Skin- faxa er þess getið, sem rétt er að samkomulag hafi náðst milli I. S. I. og nefndarmanna um að: „I. S. 1. er æðsti aðili um frjálsa íþróttastarfsemi áhugamanna í landinu”. — Þetta eru aðeins falleg orð sem enga þýðingu geta haft í framkvæmd. M. ö. o. það er meinlaust og gagnslaust dinglum- dangl eins og verðlaunapeningar og silfurbikarar”, segir Aðal- steinn. Sem sagt þama var þetta atriði fellt inní lögin, sem í. S. I óskaði eftir, mótatkvæðalaust í nefndinni og greinin eins og hún er orðuð nú er að mestu leyti samkvæmt tillögu frá Aðalsteini Sigmundssyni, sem sæti átti í nefndinni. Eg vil taka það fram að upphaflega var gert ráð fyrir að U. M. F. 1. og I. S. 1. væru tvö sérstæð íþróttasambönd, en þar sem þetta hefur átt sér stað ann- arsstaðar t. d. í Noregi og viðar hefur það valdið mesta glundroða og árekstrum. Eg skil því ekki þennan mál-. flutning A. S., því hvergi hefur fallið svo mikið sem eitt orð í þá átt að rýra réttindi U. M. F. I. eða deilda þess. 1. S. 1. mun alltaf hafa virt þeirra starf sem hefur átt við erfiðustu lífsmöguleika að stríða, allra félaga í landinu, og hafa þó afrekað miklu, sérstak- lega í bættum aðbúnaði, sem raun ber vitni um. Þetta er því ekki leið til að bæta sambúð innbyrðis að leiðandi maður skuli sá þessum Piwnhald á 3. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.