Þjóðviljinn - 27.09.1940, Side 2
Föstudagur 27. september 1940.
ÞJÖÐVILJINN
UN6AFÖLISÐ
Æskan og framtíðin
Unga fólkið verður að bjarga Islandi með
því að knýja fram breytta stjórnarstefnu
þi6nnunn
-> • v
t'tgefandi:
Sameiningarflokkur alþýðu
— Sósíalistaflokkurinn.
Kitstjórar:
Einar Olgeirsson.
Sigfús A. Sigurhjartarson.
Ritstjórn:
Hverfisgötu 4 (Víkings-
prent) sími 2270.
Afgreiðsla og auglýsingaskrif
stofa: Austurstræti 12 (1.
hæð) sími 2184.
Askriftargjald á mánuði:
Reykjavík og nágrenni kr.
2.50. Annarsstaðar á land-
inu kr. 1,75. 1 lausasölu 10
aura eintakið.
Víkingsprent h.f., Hverfisgötu
4. Sími 2864.
Leíð Evfópu und
an okinu
Þýzka nazistastjórnin hefur kastað
grímunni í Noregi, gefizt upp við
að reyna að koma á „samvinnu“
við norsku flokkana og sett upp
ógrímuklætt alræði hins pýzka auð
valds þar. Allir norskir stjóm-
málaflokkar hafa verið bannaðii|.
Ofsóknin gegn verkalýðshreyfing-
unni, ]iar sem kommúnistar og
vinstri menn Verkamannaflokksins
vinna saman, hefst nú fyrir alvöru
pví verkalýðshreyfingin er sá klett
ur, sem áhlaup nazismans fyrst og
fremst hefur strandað á.
Undirokun Noregs er nú orðin
samskonar og undirokun Tékkósló
vakíu, sem Chamberlain og Daladier
hjálpuðu Hitler til að koma á og
hlutu pakkir þjóðstjórnarblaðannia
fyrir. Undirokun Noregs er nú orð-
in samskonar og sú, sem franska
auðmannastéttin hjálpaði Hitler til
að korna á í Frakklandi. Og samn-
ingur nazistastjómaxinnar við fas-
jstana finnsku er auðsjáanlega liður
í herferðinni gegn norsku verka-
lýðshreyfingunni. Hitler er að
tryggja sér þægilega leið fyrir her
sinn til að berja norska .verkalýð
inn niður og undirbúa um leið hugs
anlegt stríð við Sovétríkin.
Örlög Norðmanna, Tékka, Frakka,
Slóvaka, Austurríkismanna, Dana
Hollendinga, Belga, og hinnar þýzku
alþýðu eru nú að verða tengd ó-
rjúfandi böndum. Það er sameigin-
leg reynsla, sem flestar pessar þjóð
ir pegar hafa keypt dýru verði, að
auðmannastéttir landanna eru svo
langt frá pví að hafa megnað að
hafa forustu i sjálfstæðisbaráttu
Joeirra nú, að þær hafa pvert á
móti svikið algerlega í þessari bar
áttu, ýmist með pví beinlínis að
ganga fjandmanninum á hönd eða
með pví að sýna sig óhæfa til að
gera í tirna slíkar pjóðlegar og al-
þjóðlegar ráðstafanir, er gætu
tryggt sjálfstæði þessara þjóða.
Eini möguleikinn fyrir frelsiþess
ara þjóða, sem nú eru beygðar und
ir ok nazismans, liggur i því að
verkalýður þessara landa, alþjóð
lega sameinaður, taki forustuna í
frelsisbaráttu þeirra, sem 'þá í senn
yrði barátta fyrir þjóðlegu frelsi
þeirra, alþjóðlegri samvinnu þeirra
<og sósíalisma.
Frelsisstríð hinna undirokuðu
þjóða og stétta á meginlandi Ev-
rópu gegn kúgun þýzka auðvalds
ins — það er eina leiðin til frels
is — og það er leið verklýðsbylt
ingarinnar <og sósíalismans.
íslenzk æska upplifir nú alvöru-
ríka tíma. Það sjálfstæði, sem þjóð
in hafði öðlazt sem ávöxt áratuga
baráttu sinna beztu sona, hefur ver-
ið fótumtroðið og þjóðin svipt
raunveru legu sjálfsforræði.
Á slíkum tímum þarf æska lands
ins að gera sér ljóst það hlutverk,
sem óhjákvæmilega hlýtur að falla
í hennar skaut, svo fremi sem hún
hefur ekki glatað öllu sjálfstrausti
og sjálfsvirðingu.
Islenzka þjóðin kannast við Qiss
ur jarl og Guðmund ríka, mennina
sem voru þess albúnir að svíkja
ættland sitt og fósturjörð í hendur
erlends valds.
I annað skiptið heppnaðist land-
ráðamanninum áfonn sitt, ihittskipt
ið mistókst það. Undir forustu Ein
ars þveræings var vilji Guðmtmdar
ríka lofurliði borinn, — af pvi að
pjóðin stóð sainan.
I Englandi er auðséð á blöðum
að þessi skoðun ryður sér meir
og meir til rúms, en hún mætir auð
vitað hinni harðvítugustu mótspyrnu
ensku auðmannastéttarinnar, Cham
berlain-klikunnar og utanríkismálla-
ráðuneytisins, sem enn er skipað
Miinchenmönnum, — því enska auð
valdið berst til að ná Evrópu undir
sín áhrif, en ekki fyrir frelsi henn
ar. Átökin milli verkalýðsins og auð
valdsins í Englandi eiga tvímæla
laust eftir að harðna.
Fyrir islenzku alþýðuna liggur
öll von um frelsi og þjóðlegt sjálf
stæðis í því, að öfl verklýðsbylt-
ingarinnar á meginlandi Evrópu og
í Englandi beri sigur úr býtum
jafnt yfir Hitler sem hans dugleg
asta brautryðjanda, Chamberlain,-
klíkunni. Og það sem íslenzka þjóð-
in verður að setja allan sinn kraft
í, er að hindra að enska auðvald
inu takist að selja okkur undir her
vald Bandarikjaauðvaldsins á sam'a
hátt og það hefur selt nýlendurnar
í Karibahafi og Nýfundnaland undir
yfirráð Morgans & Co. En íslenzka
þjóðin verður að vara sig á þvjt, að
aðalvaldhafaklíka landsins kýs held
ur hervald Bandaríkjanna — með
allri þeirri ógæfu og glötun sjálf-
stæðis, jafnvel þjóðemis, sem því
myndi fj’lgja — heldur en að eiga
það á hættu að Island héldi sínu
sögulega sambandi við Evrópu og
kæmist ásamt henni inn á braut
sósíalismans.
Þessvegna verður íslenzk verka-
lýðshreyfing nú að megna að taka
forustuna fyrir þjóðinni, skipuleggja
baráttuna fyrir afkomu hennar, ör-
yggi og frelsi gegn yfirgangi hins
skattfrjálsa innlenda auðvalds og
oki hins erlenda hervalds.
Á dögum Gissurar jarls tókst að
kioma Islandi undir erlend yfirráð
— af pvi ac alpýðan lét höfð-
inc/ja Stnrluncjaaldarinnar simdra
sér ocj tvístra. Það var örlagaríkt
spor sem Islendingar stigu 1264. Og
það tók rúmar sex aldir að endur
heimta stjórnina inn í landið á ný.
Allan þann tíma lutu íslendingar
erlendri stjórn, umboðsmenn hins
erlenda valds lifðu konungalífi og
kúguðu alþýðuna, sem einungis fékk
að revna sætleik þess að vera fá-
tæk og réttlaus.
Maður skyldi ætla að allur þorri
islenzku þjóðarinnar þekkti svo vel
sögu hinnar erlendu kúgunar á Is-
landi, að ekki þýddi að bjóða upp
á slíkt að nýju, eða það væri yfir-
leitt vel liðið að túlka málstað er-
lends valds, sem hefur sýnt landi
og þjóð fjandskap og lítilsvirðingu
í fyllsta lagi.
En svo virðist, því rniður, að
niokkuð stór hluti þjóðarinnar iáti
sér fátt um finnast , þótt hér sé
unnið fullkomið landráðastarf. Rík
isstjóm afturhaldsins á Islandi vissi
um yfirvofandi hernám landsins
mörgurn vikum áður en það var
framkvæmt. Hún þagði, í stað þess
að aðvara og undirbúa þjóðina und-
ir, svo óvenjulegan atburð
Síðan hernámið fór fram tiaía
öll blöð og málsvarar hinna svo-
nefndu „ábyrgu flokka“ skriðið
hundflöt fyrir hinu brezka valdi.
öll hafa þau verið hjartanlega sam
mála um að dreifa sjálfstæðisvit-
und þjóðarinnar eftir mætti. Ekkert
þeirra hefur fundið ástæðu til þess
að glæða með þjóðinni heilbrigð-
an sjálfstæðisvilja, svo mjög sem
slíks er þörf á þessum tímum.
Þó má ekki gleyma þeirri sérstöðu
sem eitt þjóðstjórnarblaðið hefur
haft í þessum málum öllum, n. 1.
Alþýðublaðið. Hefur ekki annað'
verið sjáanlegt, en að sá aumi blað
snepill væri útgefinn af Bretum
sjálfum Svo mjög hefur Alþýðu.-
blaðið gengið á mála hjá hinu
brezka valdi. öll þess afstaða hef
ur verið „brezkari en brezk“ og
fjandskapur þess við málstað Is-
lands og Islendinga hefur virzt tak
inarkalaus.
Ofan á þær raunir þjóðarinnar
að vera á valdi erlends herliðs og
jafnframt svikin af sinum ■■ eigin
valdamönnum, bætist nú það, að
allt útlit er fyrir að Bandaríkin seil
ist hér til yfirráða. Sýnir það bezt
hvers virði öll loforð og yfirlýsingar
Breta eru, ef þeir nú ofan á annað
(mannrán o. fl.) ætla að afhenda
auðvaldi Bandaríkjanna yfirráðin á
ísiandi í því augnamiði að héðan
verði sóknin hafin á EvTópu, þeg-
ar Bandaríkin telja sig þess um-
komin að taka opinberan og virkan
þátt i núverandi styrjöld.
Það má með sanni segja að virð
ingin er lítil, sem borin er fyrir
þjóðstjórninni meðal kollega henn
ar erlendis. Munu þess fá dæmi,
jafnvel nú að slík mál sem þetta
séu kunngerð um allt áður enrætt
er við ríkisstjórn viðkomandi lands.
En við hverju er að búast? Geta
menn búizt við að slíkri klíku,
sem hér stjórnar í trássi við allt
velsæmi iog Tétt, sé sýnd virðing
eða traust í alþjóðaviðskiptum?
Halda menn að framkoma hennar
öll í sambandi við hernám Breta
og afleiðingar þess, séu ekki kunn
utan landssteinana? Slíku er áreið-
anlega valt að treysta.
Þó að við Islendingar séum fó
mennir og varnarlitlir, er þó mikils
vert að eiga til þann heilbrigða
þóðarmetnað, sem erlend kúgun og
erlend áþján geta ekki skert. Sé-
um við saintaka og sammála 'xm
rétt okkar til landsins og gæða
þess, getum við treyst því, aðbet
ur fari en áhorfist i svip. En til
þess þarf að breyta um stefnu. 1
stað undanlátsseminnar og þjónust
unnar við ofbeldið þarf að koma
einurð og festa í öllum framkvæmd
um og athöfnum. Framkoma Alþýðu
blaðsins >og að flestu rikisstjóm
Eftir þetta sumar hafa margir
unglingar betri peningaráð en að
undanförnu. Margir hafa haft vinnu
hjá Bretum um nokkurt skeið, aðrir
hafa haft sæmilega vegavinnu í
sumar a m.. k. eftir því sem hér
gerist að öðru jöfnu.
Það er allt útlit fyrir að fram-
undan sé langur atvinnuleysisvet-
ur, því hvað tekur við, þegar
Bretavinnunni sleppir? Eins og nú
horfjr við blasir einungis aðgerðar
leysið framundan.
Eins og dýrtíðin er orðin tilfinn
anleg, er útlitið ekki glæsiiegt.
Hinsvegar vill „Unga fólkið“ minna
á það, að nú nýlega var auglýst í
útvarpi, að enn væri nokkurt rúm
í alþýðuskólunum, þ. -e. héraðs-
skólum sveitanna. Væri nú ekki
athugandi fyrir ungt |fólk bér í
Reykjavík, og ef til vill annarsstað
ar að notfæra sér héraðsskóíana
í vetur. Uppihald þar og námskostn
pður mun á engan hátt nálgast þann
kostnað, sem hver og einn hefur af
framfærslu sinni í Reykjavík eins
og öllu er nú fyrirkomið. ’*
Sambands-
þing í haust
Eins og auglýst hefur verið hér
í blaðinu og sömuleiðis í útvarpinu
hefur stjóm Æskulýðsfylkingarinnar
ákveðið að kalla saman 2. þing
sambandsins í byrjun nóvember i
haust.
Er nú afar áríðandi að deildii
sambandsins fari að undirbúa vetr
arstarfið og ræði i því sambandi
m. a undirbúning fyrir þingið
Þurfa deildirnar að athuga gaum-
gæfilega alla starfsmöguleika sina
á vetri komanda, því nú er nauð-
synlegt að hagnýta alla möguleika
til þróttmikils félagsstarfs. Þlng-
ið í haust þarf að marka tímamót
i starfi ÆF. Að þvi verður hver .fé-
lagsdeild að vinna.
Þess er fastlega vænst að allar
deildir ÆF. sendi fulltrúa á þingið-
I næstu æskulýðssíðu mun verða
skrifað nánar um höfuðverkefni
þess.
arinnar líka, jnun í framtíðinni verða
dæmd sem ein viðurstyggilegustu
svik við þjóðina á mestu hættustund
sem um getur í sögu hennar. En til
þess að slíkt endurtaki sig ekki
á ný til tjóns fyrir þjóðina í fjiam-
tiðinni, á svona framkoma að dæm
ast svo hart að enginn einstakl-
ingur eða félagssamtök vogi' sér
út á þá braut að nýju.
Það getur haft úrslitaþýðingu um
ófyrirsjóanlega framtið hvemig nú
er á málum haldið. Til þess að
Flrh. á 4. síðu.
Það werður dýrt að lifa i Reykja
Vfk í vetur. Og það er sannarlega
ekkert tilhlökkunarefni fyrir ung
lingana eða aðstandendur þeirra að
horfa fram á atvinnuleysið og allt
sem þvi fylgir. Og -alþýðuæskan
á þess jafnan lítinn kost að afla
sér menntunar og fróðleiks. Það
eina sem henni mundi nú kleift eins
og sakir standa væri ef til vill að
notfæra sér nám í sveitaskólunum
a. m. k. nokkum hluta hennar.
Unglingar, sem aldir eru upp i
bæjunum myndu á - margan bátt
hafa gott af eins eða tveggja vetra
dvöl í héraðsskóla, þar sem ýmis-
konar lieilbrigðar útiíþróttir eru
stundaðar samhliða hinu jbóklega
námi. Að vísu hafa einstaka skóla
stjórar þessara skóla komið þann
ág fránt í garð nemenda að varla er
að vænta þess að slikt auki að-
sókn að viðkomandi iskólum. . En
skólaæskan má ekki láta slíkt fæla
sig frá námi. Hennar er að skapa
þann anda innan skólanna að skoð
anakúgun eigi þar engan griðastað.
Héraðsskólarnir og æsk-
an í bæjnnnm