Þjóðviljinn - 27.09.1940, Page 4

Þjóðviljinn - 27.09.1940, Page 4
Nœturlœknir í nótt: Klistín Ól- afsdóttir, Ingólfsstræti 14, simi 2161. 2161. Nœt:iri>örð:ir er þessa viku í ,Ifng- ólfs- og Laugavegshapótektum. , 12,00 Hádegisútvarp. 19.30 Hljómplötur: Norræn alþýðu lög. 19,50 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20.30 Frá Róm (Helgi Konráðsson prestur). 20,55 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. 21,15 Garðyrkjupáttur: Haustverkin í görðum (Jóhann Jónasson ráðu- nautur). 21.30 Hljómplötur: Sónata eftir Beethoven, E-moll, Op. 90. 21,45 Fréttir. Dagskrárlok. Nokkrir vinningar frá hluta- veltuhappdrætti Ármanns eru ó- sóttir ennþá, og er þess fastlega vænst að þeirra sé vitjað sem allra fyrst í Körfugerðina, Banka- stræti 14. Þar er einnig hægt að fá upplýsingar um þau númer, er út voru dregin. Æskan og framííðín Framhald af 2. síðu. tryggja pjóðareiningu um réttindi Islendinga þarf nýja stjónn og stjórn arstefnu. Stjórn sem vanrækt hef ur einföldustu skyldur sinar .við land iog þjóð á að víkja. I stað henn ar þurfum við ríkisstjórn, sem styðs við yfirgnæfandi mieirihluta þjóð- arinmar — ekki , einungis ' í orði heldur einnig i i raun og veru; og sem jafnframt leitar þeirra úrræða til varnar landi og þjóð, sem skyn samlegar og sjálfsagðar eru eins og málum nú er háttað. Til gð 'knýja fram þá breytingu sem hér hefur verið drepið á, þarf nýja þjóðarvakningu. Hún verður að koma frá æskulýð landsins. Hann á mest í húfi. Hans er fram tíðin. En því aðeins þó að hann reynist nú verkefnnm sínum vax- inn iog leggi sína krafta óskipta fram, til að leiða 'þjóðina út úr því völundarhúsi blekkinga og sinnuleysis, sem valdhafar aftur- haldsins hafa villt hana í. Rósínkranz ívarsson FRAMH. AF 2. SIÐU. skrifa joessa frásögn eða aðra Uka fyrir Þjóðviljarm. Samsætið fór ágætlega fram, en varð hinsvegar að hætta rétt eftir kl. 1, af því húsrúmið fékkst ekki lengur. Annairs hefðu vafalaust all ir gestirnir 'kosið að geta dvalið lengur með Rósa á afmæli hans. Rikissfjórn dýrtíðar- ínnar, Framhald af 1. síðu. sem leiða húsnæðisvanidræðin yfir alþýðuna, — stjórn skattfrjálsu stór- útgerðarmannanna, sem sliga fólk- ið undir sköttum og tollum, — stjórn dýrtíðarinnar, sem bannar verkamönnum og launþegum með þrælalögum að hækka kaupið ,í sararæmi við dýrtíðina, — stjórn- vöruskattsins, sem sjálf býr við allsnægtir meðan fólkið vantar fleira og fleira, — þessi stjórn á Innílega þökk fil allra, er sýndu mér vín- semd og vírdíngu á sexfugs afmaelí mínu, Rósinkrane A. Ivarsson, Vetrarstarfsemi íþróttaskólans hefst 1. október. Viðtalsthni næstu daga klukkan 4—7 síðdegis. Shni 3738. Jón Þorsfeinsson, Iiotvinnik og Löwenfisch tefla. Skákmófíð í Moskva: Löwenfísch telur Botvínntk líklegastan tíl sigurs. „Skákíþróffín mun hvergi eíga við eins góð kjör að búa og i Sovéfrikjunum" Skákmeistarinn Löwenfisch rit- aði í fyrradag grein í sovétblaðið „Isvestía” um skákmótið, sem nú stendur yfir í Moskva. Löwenfisch er einn þekktasti skákmeistari Sovétríkjanna af eldri kynslóðinni, og sjálfur þátttakandi í mótinu. Nefnir hann greinina „Dirfska æskunnar” og lofar hann mjög hina ungu sovétskákmenn fyrir kunnáttu þeirra, dugnað og dirfsku. Um úrslit mótsins segir Löwen- fisch að mjög erfitt slé að spá nokkru ákveðniu vegna þess að í hverri umferð geti komið fyrir ó- vænt atvik. Efstu meisaramir séu mjög jafnir. Bondarevskí og Lil- ienthal aðeins hálfurn 'vinning á eft- ir Smisloff, þá komi Botvinnik og Makagonoff einnig í ,hálfs vinnings fjarlægð og loks Keres og Bolesl- avski aðeins hálfum öðrum vinning nieðar en efsti maður mótsins. En með þessum fyrirvara telur Löw- enfisch sigurmöguleika Botvinniks Oinna mesta, þar sem hann eigi aðelns einn i„erfíðan'‘ Inann eftir — LiiienthaL Löwenfísch verður tíðrætt i um Smisloff. „Það er icngin tilviljun“, segir hann, „að þessi 19 ára Moskvastúdent skyldi ná jþað langt að víkja. Hún er búin að sitja allt- of lengi, landi og lýð til stórtjóns og vansæmdar. Burt með hana! að verða fremstur >nú. þegar kom- ið er að úrslitaþætti ' skákmótsing. Hann komst ekki með í síðustu keppnina um skákmeistaratitiU Sov- étríkjanna, en skýzt nú fram úr sér frægari mönnum, án allrar virðingar fyrir frægð þeirra. Hann byrjaði ekki eins ljómandi og Stolberg en hefur enzt betur“. LöwenfísCh telur skákstíl Smisl- 'off mjög athyglisverðan, og segir að margar skákir hans á mótinu séu fallegar og lærdómsrikar. Löwenfisch skrifar einnig ýtar- lega um Boleslavski, „,Þessi rúm- lega tvítugi tJkraínumeistari hefur staðið sig vel. Hann vann titil sinn 19 ára, og ,hefur varið hann með • prýði. Hann byrjaði ekki sem bezt á þessu rnóti, og meistaramir álitu sýnilega að þeir ættu allskostar við hann, en það álit hefur breytzt“. Segir Löwenfisch að iBoleslavskí sé fruimlegur >og sterkur skákmaður, „Það ánægjulegasta við þetta rnót“, segir í greininni, „er sú stað- reynd, ,að þar kemur fram heill hópur kornungra, framúrskarandi skákmanna, sem með kunnáttu sinni dirfsku 'Og dugnaði eru í þann veg- inn að fara fram úr eldri kynslóð- inni. Þetta er órækur vottur um gróandaim í skáklífi Sovétrikjaima, endia mun skákíþróttin hvergi ann- arsstaðar eiga jafn almennum vin- sælduni að fagna, og búa við eins góð kjör og hér“. Skáldsaga ettir Mark Caywood dyrnar og það heyrðist smellur, þegar höfuðið á honum skall á þilinu á móti. Eg brosti framan í stutta þrekvaxna manninn, sem hafði lofað því að vera vinur minn og virtist ætla að efna það. Þakka þér fyrir Abel, sagði ég lágt. Bíddu bara þangað til ég er kominn á fætur og orðinn frískur aftur — þá skal ekki standa á því, að ég fóðri hákarlana á þessum litla Spanjóla — svo sannarlega sem ég heiti John Nichol. Abel Gosport lokaði dyrunum vfel og gáði vandlega í hvern krók og kima á klefanum (hann virtist vanur að gera það áour en samræður hófust) og leit á mig eins og honum mislíkaði mjög við mig. Hvað sagði ég ekki, stýrimaður? spurði hann. Hvað sagðirðu mér? spurði ég á móti. Eg hef gleymt því. Sagði ég þér ekki, að þú fengir í þig kúlu, ef þú gerðir nokkra uppreisnartilraun ? Gerði ég það kannske ekki? Alveg rétt, játaði ég sneypulegur. Vertu ekki að rifja það upp. Abel, hvar kom skotið í mig? Er ég mikið" særður ? Veiztu það? Hver er læknir á þessum dalli? Hún hefur verið að lappa þig saman, sagði Abel og tyllti sér á bekk. Eg hef nú vitað menn særast meira en, þetta á fjörugu laugardagskvöldi — og jafngóða eftir nokkra daga. Þetta lagast fljótt, stýrimaður. En, drottinn minn dýri,' þú varst heppinn. Ef kúlan hefði farið hálftommu innar, þá hefð- irðu fengið gat á lungun. Hann varð allt í einu gremjulegur á svip. Hvern fjandann sjálfan varstu að gera? Hélztu að þú gætir ráðið við okkur öll? Datt þér það í hug? Eg ætlaði að loka ykkur öll niðri, sagði ég, og mér hefði tekizt það, ef þessi kvenvargur hefði ekki verið, bætti ég við gremjulega. Gæti ekki skeð, að þú hafir gleymt lúkunni frammí? spurði Abel illkvitnislega. Er lúka þar líka ? spurði ég undrandi. Abel hló hæðnislega. Eg heyrði á hlátrinum, að áætlun mín hafði verið aulaleg. Það sem ég hafði tekið fyrir skýli utan um akkerisvinduna, var þriðji uppgangur skipshafnarinnar. Setjum svo, að þér hefði tekizt að koma okkur öllum undir lás og slá? Hvað þá? Það var vöruflutningaskip framundan, tautaði ég. Jæja, þar lá hundurinn grafinn. Hann blístraði lágt og það var eins og hann sæi nú fyrst ástæðuna til minnar árangurs- lausu flóttatilraunar. Stýrimaður góður, eftir þetta væri ég ekki hissa, þó að þér væri hollara að gæta varúðar í hegðun þinni. Hvað finnst þér? Eg er ekki frá því, mælti ég iðrunarfullur. Að minnsta kosti þangað til ég get farið að hreyfa mig aftur, — og ég stundi þungan. Þú átt víst ekki sígarettu aflögu? Hérna, sagði Abel. Undan afarvíðri peysunni dró hann litla, gullfallega pípu, tilreykta vel. Hvernig lízt þér á hana þessa ? Dásamlega, tautaði ég og þreif dýrgripinn. Abel, þú ert al- veg ágætur. Nú vantar bara tóbak. Andartaki síðar reykti ég og púaði ánægjulega. Abel stóð upp. Eg gat ekki látið vera að íhuga hvaða óþekkt afl það væri, sem hefði þau áhrif á þennan harðgerða bófa, sem áreið- anlega þekkti innviðina í mörgum fangelsum, að hann tók flæking eins og mig upp á arma sína. Eg brosti. Ekki af neinu öðru en því, að við vorum báðir Lundúnabúar og við Tom gamli Gosport höfðum verið lagsbræður endur fyrir löngu. Einkennileg frímúrararegla — sjórinn. Beztu þakkir, kunningi, sagði ég í einlægni. (Eg forðaðist að spyrja um hvaðan pípan væri fengin. Slíkt hefði verið brot á almennu velsæmi. Það er líka til gullvæg regla, sem Ægir kennir þeim, sem hann dýrka: að lífið er of stutt til þess að gera sér rellu út af smámunum). Eg hélt áfram: Þú skalt skila til rottusnjáldurs, að ég ætli að varpa honum fyrir borð strax og ég verð frískur. Farðu varlega, lasm, sagði vinur minn. Þeir eru mestu mát- ar Gringo og skipstjórinn. Hann metur Gringo meira, en hina alla til samans. Eg hef séð þrjá af áhöfninni, sagði ég glettnislega, og hví- líkur lýður! Hvernig líta hinir út? Abel dró annað augað í pung, rykkti höfðinu snöggt til og

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.