Þjóðviljinn - 02.11.1940, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.11.1940, Blaðsíða 4
Rí' Nœtarlœknir í tnótt: Halldór Stef- ánssDn, Ránargötu 12, sími 2234. Nœtarvördar er þessa ,viku í Reykjavikurapóteki iDg Lyfjabúðinni Iðunni. „Eftir öll pessi ár“ heitir leikrit ShemmtltiðpuF iE. F. R. heldur fyrsta fund sinn í kvöld kl. Sy2 á skrifstofu félagsins í Lækjargötu 6b. pAGSKRÁ: 1. Vetri fagnað. Stutt ræða. 2. Upplestur. 3. Spennandi? o. m. fl. NB. Félagar eriu beðnir að taka með sér spil og töfl. Félagar fjölmennið, komið með gesti ><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><>&<><><><><><><><><><> eftir Joe Gorríe, sem leikið veTður í útvarplð í kvöld. Otuarpiö i dag: 12,00 Hádegisútvarp . 15.30 Miðdegisútvarp . 18.30 Dönskukiemnsla, 1. flokkur 19,00 Enskukennsla,, 2 .flakkur. 19.25 Hljómplötur Kórsöngvajr. 19,50 Auglýsingak . 20,00 Fréttir. 20.30 Leikrit: „Eftir öll þessi ár“, eftir Joe Gorrie (Va^ur Gíslason, Alda MöIIer, Alfreð Andrésson, Brynjólfur Jóhannesson, Emilía Borg). 21,05 Útvarpstríóið: Einleikur ,og tríó. 21.25 Danslög. Þýzkakennsla í Háskólanum: Ing var Brynjólfsson, sem gegnir lekt- orsstarfi í pýzku við Háskólann mun halda námskeið í þýzku fyrir almenning í Háskólanum. Vænfan- Iegir nemendur giefi sig fram við háskólaritara í siðasta lagi á mánu- daginn. Nánnskeiðið er í 2 flokk- um, fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Indlandsmálín Framhald af 1. síðu. hefði skyndilega verið lokað í gær, og gat þess um leið að Nehru hefði verið tekinn fastur daginn áður. Má telja víst að handtaka Nehrus hafi vakið mótmælaöldúi um allt Indland, þó að brezka fréttaskoðunin reyni að hindra að nokkrar fregnir af sjálfstæðisbar- áttu indversku þjóðarinnar berist út um heim. 1 vetur verður tekin upp sú nýbreytni við Háskólann að nokkr- ir Háskólakennarar munu flytja fyr irlestra fyrir almienning um vísinda leg efnj, Fyrirlestramir verða alls 6 í vetur, og verða þeir fluttir í há- tíðasalnum á sunnudögum kl. 2. Fyrsta fyrirlesturinn flytur próf. dr. Ágúst H. Bjamason á sunnudagr inn kemur, 3. nóv. nm verömœti mannlegs lífs. öllum er heimill að- gangur. *X^H**HhW* H**HHmH**H • Féíagar. Nú er vetrarstarfið að hefjast. Hin mörgu aðkallandi störf biða vaskra og baráttufúsra félaga. Baráttan harðnar og enginn hefur ráð á því að draga sig í hlé, i Kómið á skrifstofu Æ. F. R. í Lækjargötu 6B, eem er opin alla mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga kl. 6—7 s. d., og takið að ykkur störf fyrir félag ykkar. Kom ið og talið við skrifstofustjórann sem veitir ykkur allar frekari upp lýsingar. Magnús Helgason Framhald af 3. síðu. En ævistarf sitt helgaði hami samt islenzkri alþýðu. Menning hennar . var hugsjón hans og hann skildi vel að andleg og efnaleg velferð varð að fylgjast að. Islenzk alþýða, sem átt að érfa þetta land. Pað er einungis mennt un þín og manngildi, sem getur fært þér sigurinn og gefið þér réttinn til þessa arfs. Stattu fast um rétt þinn í hagsmunabaráttunni en minnstu þess og gleymdu því aldnei, að þeir isem tendra ljós þekk ingarinnar og varðveita gull mann göfginnar em þínir beztu foringjar. Stokkseyri 31. okt. 1940 Hlöðver Sigurðsson. Balkansfyríöldío Framh. af 1. síðu. lín til að gefa skýrslu um stjóm- málaástandið í Tyrklandi. Tyrklandsforsefínn ræd- ír afsföðuna fíl Brcf« lands og Sovéfríkjanna Inonu, forseti Tyrklands, hélt raeðu í gær, við setningu þingsins, þar sem liann m. a. minntist á sambúð Tyrklands og Bretlands og afstöðu Sovétríkjanna, Forsetinn lét svo um mælt, að Tyrkland og Bretland væru tengd traustum vináttuböndum. Muni Tyrkir standa við allar skuldbind- ingar sínar samkvæmt gerðum samningum við Breta. Um afstöðuna til Sovétríkjanna sagði Inonu, að undanfarið hefðu ýmsir erfiðleikar verið á sambúð Tyrklands og Sovétríkjanna, en því væri nú snúið til betri vegar. Stjórnarstefna Sovétríkjanna á þessum dimmu tímum einkenndist af baráttunni fyrir friði og öryggi Brezkar spren$iflugvél- ar gera árás á Neapel Brezkar sprengjuflugvélar gerðu ákafa árás á borgina Neapel í It- alíu í fyrrinótt. Varpað var niður sprengjum á olíubirgðastöðvar og önnur hern- aðarlega þýðingarmikil mannvirki. Er játað í ítölskum fregnum, að tjón hafi orðið á þremiuir tiltekn- um stöðum í umhverfi Neapel. Þetta er fyrsta loftárásin, sem gerð er á Neapel í styrjöldinni. Allar brezku flugvélarnar, er þátt tóku í árásinni, komu heim til bækistöðva sinna. ,Svona stðr1 Hríf andi nútí m askáldsaga eftir einn frægasta kven~ rithöfund Bandaríkjanna Verð kr. 3.50 Fæst á affjr. Maðsins Herizt áskrifendnr I Eg undirritaður óska hér með að gerast áskrifandi að Þjóð- viljanum. Reykjavík. •. 1940 47 urHafs jvmfyri Skáldsaga ettir Mark Cay wood Eg veit varla hversvegna ég leyfði yður það, sagði hún hik- andi. Ráðleysið í svip hennar varð að undrun og hún bætti við: Kannske það hafi verið af ást. Eg kyssti hana aftur. Ungfrú Mortimer — viljið þér giftast mér, þegar við kom- um heim aftiur? Hún sleit sig lausa, hló glaðlega og spurði: Hvernig á ég að giftast manni, sem kallar mig ungfrú Mortimer ? Virginia, sagði ég aulalega. Þetta er betra, herra stýrimaður, sagði hún hlæjandi. Konan min á að kalla mig John, sagði ég og hætti við illkvitnislega: Það er að segja, ef hún verður ekki búin að skjóta mig áður en við náum í prestinn. Eg reyndi að grípa hanai í faðm mér, en hún komst und- an. Eg stóð svo sem einn eða tvo metra frá henni, dálítið kjánalegur að ég held, og stundi upp: Virgina! Eg vissi ekki að ég elskaði þig fyrr en við kom- um þama |inn — og ég benti á hellismunnann. Kvenfólk hef- ur aldrei haft mikla þýðingu fyrir mig, og mér þykir nú vænt um það, því ég veit, að þú ert eina stúlkan í heiminum, sem ég kæri mig um. Ef ég hefði ekki fundið- þig, þá hefði ég aldrei hugsað um neina stúlku. Eg vil að þú lofir að giftast mér jafnskjótt og við komum aftur til menningarinnar. Þú villt það, er ekki svo? I stað þess að svara, kom hún til mín og horfði óttalajust í auga mér. Þá hreyfingu hefði ég skilið á annan veg fyrir tæp- um sólarhring. En ég var húinn að læra töluvert síðan í gær. Eg sá að orð voru fánýt og greip hana þvi þegjandi í faðm mér. Eg kærði mig ekkert um mmmlegt loforð — þetta var nóg. Þannig stóðum við dálitla stund — ef til vill lítið eitt lengur en bráðnauðsynlegt var. — Sólin var nú að hálfu sigin í mar við yztu sjónarrönd og ég hristi af mér ástarórana ,— í bili — og sagði: Við verðum að ganga niður í fjöruna áður en dimmt er orð- ið og athuga, hvað orðið hefur um bátinn og snekkjuna. Vi leiddumst niður aði lóninu Leið okkar lá yfir. fallin tré og berar klappir, sem ofviðrið hafði sópað öllum gróðri af, og því fór fjarri, að leiðin væri nú jafn greið og hún hafði verið fyrir fáum stuttum klukkustundum. (Það var eins og óður risi hefði ætt um eyjuna og rifið burt ailt, sem hönd á festi svo eftir var tóm auðn og eyðilegging. Eg hjálpaði föru- naut mínum yfir trjábolina og urðimar og okkur tókst að komast niður í fjöruna áður en aldimmt var orðið. Ströndin var þakin allskonar rusli. Það var ems og risiim hefði sópað botninn á lóninu og hent öllum óþverranum upp á hvíta ströndina. Við horfðum út á hafið. Hvergi sást votta fyrir snekkjunni. Það gerir ekkert til, sagði ég. Hogan hefur orðið að hleypa undan ofviðrinu. Sennilega verður hann kominn hingað aftur á morgun. Heitkona mín þakkaði mér með blíðu brosi. Hvar er vélbáturinn, spurði hún og horfði rannsakandi eft- ir ströndinni. Eg horfði líka. Hvergi sást votta fyrir bátnum. Svo þótt- ist ég sjá á eitthvað bak við r.unna hátt uppi á eynni. Halló, hrópaði ég. Er það ekki bátsstefni, sem sást þama á bak við hríslumar? Við skunduðum þangað. Það var báturinn. Hjartað hoppaði í mér af gleði, því upp á síðkastið hafði maginn af og til ver- ið að minna mig á, að í þessari aumu veröld yrði maður að taka tillit til fleira en ástarinnar og mér var orðið mjög annt !im að ná aftur í matvælapokann. Hinum þunga björgunarbát hafði verið svipt 20 metra upp á ströndina og lagður þar á ,milli pálmanna. Mér brá ónotalega við að stórt gat var á bátnum eftir trjábol, því ég sá strax að það var úti um öll not af bátnum fyrir okkur. Eg stökk áfram og rótaði um dótinu, sem í honum var. Mér til mikillar gleði var pokinn þar ennþá. Eg tók hann upp sigri hrósandi. Hæ, hrópaði ég. Héma er kvöldverðurinn okkar. Ágætt ,sagði hún. Eg hefi fundið til svengdar síðasta hálf- tímann, en ég vildi ekki hafa orð á því.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.