Þjóðviljinn - 17.11.1940, Blaðsíða 2
Simnudagur 17 .nóvember 1940
*>JO©VlLJlNN
Hiöowuimi
I ÍJtgefaadi:
Samemingarflokkur alþýðu
— Sósíalistaflokkuriim.
Kitst jórar:
Einar Olgeirseon.
Sigfús A. Sigurhjartarson.
Bitstjórn:
Hverfiagötu 4 (Víkinga-
prent) simi 2270.
Afgreiðsla og auglýsingaskrif
stofa: Auaturstræti 12 (1.
líæð) sími 2184.
Askriftargjald á mánuði:
Reykjavík og nágrenni kr.
2.50. Annarsstaðar á land-
inu kr. 1,75. I laus&sölu 10
aura eintakið.
Víkingsprent h.f., Hverfisgötu
Félag atvínnurefe-
enda, Sjálfstæðís-
flohhurínn h.f., ætl-
ar að láta athuga
skípulag Alþfðu-
sambandsíns
Það er dauft hljóðið i leiðtogum
íhaldsins síðan peir sáu að fulltrú-
arnjr á Alpýðusambandsþinginiu
ætla, hvað sem hver ssgir, að
breyta sambandinu þannig, að allir
fái sama rétt innan þess, og það
verði ekki i sambandi við neinn
stjórnmálaflokk. Svo mikil er deyfð
þessara leiðtaga, að blöð þeirra
hafa naumast getið þess, sem er
að gerast á Alþýðusambandsþing
inu.
Morgunblaðið birtir þó i leiðára
siniim í 'gær nakkurn útdrátt úr laga
frumvarpi því, fyrir Alþýðusam-
þinginu.
Blaðið hefur þö engan dóm á
frumvarpið að leggja utan þann,
er felst í þessum orðuin þess:
bandið, sem nú er til umræðu á
„Morgunblaðið hefur ekki haft
tækifæri til að kynna séT þetta
frumvarp, en við fljótan yfirlestur
verður ekki ánnað séð, en að það
istefni mjölg 1 sömu átt og frumvaTp
það, er Bjami Snæbjömsson bar
fram á' Alþingi. Vafalaust standa
einstök atriði til böta og munu nú
þeir mienjx í Sjálfstæðisflokknum, er
aðallega hafa beitt sér fyrir verka-
lýðsmálunúm, athuga gaumgæfile^a
frumvarpið og síðan koma á fram
færi þeim breytingum, er þeir telja
æskilegar“.
Allir vita að þessi afstaða, eða
öllu heldur afstöðuleysi blaðsins,
byggíst á því að blað þetta og at-
vinnurekendur þeir, sem gefa það
út, telja sig ekkert erindi eiga til
verkamanna, annað en að snikja
hjá þeim atkvæði. Allt sem þeir
hafa sagt og skrifað um frelsi og
jafnrétti verkam., hafa þeir sagt
eða skrifað, af því, og þvi einu,
að slíkt var, réttilega talin, greið-
fær leið til að afla sér fylgis með-
al verkamanna. Hinsvegar er atvinnu
rekendum, þeim sem Sjálfstæðis-
flokknum stjórna, fullljóst, að þeirra
sjónarmið hljóta a"5 víkja innan
verklýðsfélaganna hvenær, sem með
limir þess geta snúið sér í fullri
alvöru að hinum stéttarlegu mál-
efnum, en það geta þeir gert, þeg
ar félög þeirra eru komin á heil-
brigðan skipulagsgrundvöll, eins og
Við viljum Island frjálst!
Kjörorð sambandsþings Æskulýðsfylkingarinnar
Eins og Þjóðviljinn hefur áð-
ur skýrt frá var skýrsla sam-
bandsstjórnar Æskulýðsfylk-
ingarinnar til umræðu í fyrra-
kvöld og var eigi lokið.
Framsögumaður Eggert Þor
bjarnarson, forseti Æskulýðs-
fylkingarinnar rakti störf og
stefnu hennar frá stofnun í
skarpri ræðu.
Síðan hófust fjörugar um-
ræður um reynslu þá, sem
fengizt hefur á hinu tveggja
ára starfstímabili og hin
mörgu verkefni, sem bíða sam-
bandsins í framtíðinni. Djúp
alvara og festa einkenndi um-
ræðurnar.
í gærkveldi héldu svo um-
ræðurnar áfram, þá átti að
ljúka þeim.
Annað höfuðmál þingsins
verður: Æskulýðurinn og sjálf-
stæðismálin, kemur það til
umræðu í dag, sem og öll þau
mál, sem eftir eru og leggjast
eiga fyrir þingið, því reynt
verður að ljúka því í dag.
Þetta Æskulýðsfylkingar-
þing mun marka þá stefnu, er
Æ. F. hlýtur að fylgja næstu 2
árin, og er því nauðsynlegt
fyrir allt ungt fólk að fylgjast
vel með öllu því, sem frá þing-
lagt er til í frumvarpi Alþýðusam-
bandsstjórnarinnar.
Allt þetta vita atvinnunekendur og
þessvegna eru þeir andvígir full-
komnu frelsi og jafnrétti iinnan verk
lýðssamtakanna, hversu hátt ogdátt
sem þeir tala um þessi mál.
Það er vert að vekja athygli
verkamanna á þvi, að Sjálfstæðis-
flokkurinn ætlar að fela þeim mönn
um, sem „aðallega hafa beltt sér
fyrir verklýðsmálunum“ að athuga
frumvarp þetta gaumgæfilega.
Verkamenn þekkja þá menn dá-
lítið, sem SjálfstæðisfLokkurinn hei
ur aðallega haft til þess að „beita
sér fyrir verklýðsmálum“.
Einn þessara manna heitir Sig-
urður Halldórsson, hann er nú for-
maður Dagsbrúnar og hefur með
sér í stjóm nokkra af mönnum
þeim, sem aðallega hafa „beitt sér
fyrir verklýðsmálum" fyrir hönd
þeirra atvinnurekenda, sem reka
SjálfstæðisfLokkinn sem sitt mesta
gróðaþ|-irtæki.
Afskipti Sigurðar Halldórssonarog
félaga hans af DagsbrúnaTmálum
er rétt mynd af starfi þeirra manna
sem gróðafélagið Sjálfstæðisflokkur
inn h.f. hefur aðaLLega haft til þess
að „beita sér fyrir venkalýðsmál-
um“ og geta verkamenn af því mark
að hvaða tillagna sé að vænta úr
þeirri átt, í sambandi við lög AÞ
þýðusambandsins.
Þeir fulltrúar verkalýðsfélaganna,
sem nú sitja á Alþýðusambands-
þingi, eiga heiður skilið fynr að
hafa skilið rétt hvað gera ber í
skipulagsmálum Alþýðusambandsins,
og það á ekki að þurfa að benda
þeim á að þeir þurfa'ekki að sækja
ráð í brjóst verstu andstæðinga al-
þýðusamtakanna, atvinniirekendanna,
sem hafa myndað gróðafélagið
Sjálfstæðisflokkurinn h.f.
inu kemur, og ÞjóSviljinn mun
skýra nánar frá síðar.
Hér er svo lauslegur útdrátt-
ur úr framsöguræðu forseta
Æ. F,
Félagar!
Tvö ár eru liðin frá stofnun Æskh
Iýðsfylkingarinnar. Tvö viðburðar-
rík ár frá sameiningu hinnar sósíal
istisku æsku. Við höfum fundið það
glöggt á þessum liðnu starfsárum
hve nauðsynleg sameiningin hefur
verið.
Við höfum fundið það, ekki sízt
nú, þegar "ránsstyrjöld auðvaldsins
geisar og sem við erum ekki lengur
laus við, hve áríðandi og ómissandi
það er fyrir æskulýðinn að eiga
sín sterku og sjálfstæðu samtök,
byggð á grundvelli sósíalismans, til
'baráttu fyrir hagsmunamál sín.
Á síðustu tveim árum hefur ís-
lenzki æskulýðurinn horfzt í augu
við störkiostlegar breytingar á al-
þjóðlega og innlenda auðvaldinu.
Breytingar, sem allar miða að því
að þrengja kosti æskunnar.
Hernám Islands hefur i för með
sér tvöfalt ófrelsi, ekki sízt fyrir
æskulýð landsins, sem er lífsnauð
syn að standa samlan í haráttui sinni
Enginn æskulýðsfélagsskapur ann
ar en ÆF. tók — þegar eftir her-
námið — ákveðna afstöðu gegn því
skýlausa broti, sem framið var þá
á okkur. öll hin pólitísku æskulýðs
félög borgaraflokkanna þögðu. —
Aðstaða æskunnar ínnanlands hefur
stórum versnað undir okurstjóm
stríðsgröðamannanna, sem hófu hin
ar tauimlausustu ofsóknir og árás-
ir á alþýðuna, og nægir i' þvi sam-
bandi að nefna sem dærnt þrælalög
m, gengislækkunina, baráttuna gegn
laiukinni atvi.nnu, hina taumlausu dýr-
tíð, stríðsgróða atvinnurekandanna
skattfrjálsu, meðan alþýðan er að
sligast undir skattabyrðinni. Allt
hefur þetta þýtt aukna örbirgð al-
þýðunnar.
Allt það sem íslenzka yfirstétttn
hefur boðið alþýðuæskunni er: þegn
skýlduvinna, sveitaflutrttngar, tak-
markaður aðgangur að mennta-
stofnunum landsins og skoðanakúg
un.
Þetta hefuT verið sá draumur
þjóðstjómarklíkunnar, sem hún hef-
ur hugsað sér að framfylgja út í
yztu æsar. Yfirstéttin íslenzka hef-
ut gefið æskunm allt — nema það
sem hún þarf, sem er fyrst og
fremst: Atvinna, frelsi og mennt-
un.
Aa'ömmrmkUkwi í kmdini pt. þuí
smrinn óvinrjr œsk.ulýösins. Henni
parf œskalýöarinn aö stei/pa af
stóli, til pess aö œskan njðtt rétt-
ar síns.
Það sem æskulýðurinn krefst eru
hinar sjálfsögðu, réttlátu kröfur
um: friö, atvinnu, menntun og
frelsi.
En þessu verðúr aðeins náð með
því, að æskúlýðurinn skilji sjálf-
ur nauðsynina fvrir, aö taka völdin
úr höndjm arörœningjarma meö
sósfalis manam.
Hvernig hefuT svo ÆF. brugðizi
við verkefnum sínum á liðnum 2
árum?
Þótt við hljótum að viðurkenna
Hallgrímur Hallgrímsson
forseti þings Æ. F.
að ÆF. hefur ekki náð út í raðir
æskulýðsins eins og hún þarf nauð-
synlega; í framtíðinm, og á ég þar
aðallega við sveítirnar og einstaka
bæi, þá vitum við vel um þau
mörgu velheppnuðu átök, sem gerð
hafa verið og náðst hefur I sæmilega
góður árangur í gegnum út-
breiðslustarfið, skemmtikvöldim, fé-
lagsfundina og æskulýðsmótin, og
hinn fátæklega blaðakost sambands-
ins o. s. frv.
Við sjáum þvi, þrátt fyrir okkar
mörgu erfiðleika, sem stundum geta
óneitanlega vaxið manni í augum,
að við erum á réttri braut.
En markinu verður eigi náð
nema með auknu starfi og takmarka
lausri fómfýsi, því við verðum að
gera okkur grein fyrir því að and-
stæðingar iokkar eru margir og.
sterkir og hafa yfir að ráða marg-
falt ineiri útbreiðslutækjum en við.
Áframhaldandi styrjöld þýðir ankn
ar árásir á alþýðuna og islenzka
cesku.
Vaxandi róttækm æskunnar og
samheldni hlýtur því að verða svar
hennar.
Æskulýðnum verður að vera ljóst
að uim hverja kröfu sína verður hann
að berjast, og heilbngðasti grund-
völlur æskunnar og um leið sterk
asti í slíkri baráttu, er eining henn
ar.
Allur frelsisunnandi æskulýður
hlýtur því að skipa sér undir merki
ÆF. til baráttu fyrir hinum mörgu
knýjandi verkefnum, sem enginn
annar æskulýðsfélagsskapur hefur
einlægan vilja til að framkvæma.
Helztu verkefni ÆF. á næstuinni
hljóta því að vera:
V Eining æskunnar í baráttunni
fyrjr fullu sjálfstæði Islands.
2. Eining alþýðuæskunnar í bar-
áttunni fyrir atvinnu, lýðréítindum
og menntun.
3. Aukið útbreiðslu- og fræðslu-
starf.
4. Efling starfsins í sveitunum og
smærri bæjum.
5. Efla skipulagsstarf sambands-
ins inn á við.
Við þurfum á sístarfandi, skipu-
leggjandi mönnum að halda — eng
inn mál draga sig i hlé, (Sem' í raun
og sannleika vill Island frjálst..
Safnio áskrifendn
Mér finnst sanngjamt að
gera þá kröfu til manna, sem
koma fram sem heilagir vand-
lætendur fyrir íslenzka tungu
og svo miklir þykjast fyrir sér,
að geta tætt sundur málfar
þess rithöfundar, sem nú skrif-
ar fegursta íslenzku, að þeir
þori að láta nafns síns getið.
í gær birtist í Morgunblað-
inu grein undir fyrirsögninni:
“íslenzkan á síðustu bók Hall-
dórs Kiljan”, eftir einhvern
X. Greinin er skrifuð af svo
mikilli þröngsýni og svo ómak-
lega, að engu tali tekur.
Hver er þessi X? Hvers
vegna þorir hann ekki aðkoma
fram í dagsljósið? Hefur hann
áður unnið sér eitthvað til ó-
bóta gagnvart íslenzku máli?
Er greinin skrifuð af persónu-
legri hefnigirni? Þykir höfundi
hennar ekki viðkunnanlegt, að
það sæist, að hann skyldi ein-
mitt núna og gagnvart þessum
rithöfundi finna hvöt hjá sér
til vandlætingar fyrir íslenzka
tungu? Blygðast hann sín
sjálfur fyrir skrifið?
Það er ósæmandi að birta
greinar, sem þessa, undir dul-
nefni. Ef höfundurinn er svo
mikill heigull, að þora ekki að
láta sjá framan í sig, skora ég
á ritstjóra Morgunblaðsins að
birta nafn hans. Að öðrum
kosti verður að skoöa greinina
sem meinfýsna persónulega á-
rás, eftir mann, sem ekkert
mark sé á takandi.
Kristinn E. Andrésson.
Pýzhu nazístarn-
ir herða þræla~
fökín á norsku
verkalýðshreyf^
íngunní
Nazistayfirvöldin í Noregi
herða stöðugt þrælatökin á
norsku verkalýðshreyfingunni,
að því er fregnir frá London
herma. ,
Hafa Þjóðverjar lýst yfir því,
að ekki komi til mála að
greiða norskum verkamönnum
dýrtíðarupphót á laun þeirra,
þar sem þau séu nú þegar
20% of há.
Félagslöggjöfin norska er nú
aðeins að veröa nafniö tómt.
Nazistarnir þrengja stöðugt
kosti verkalýðsfélaganna, og
hafa nú algerlega bannað
þeim að hafa nokkur afskipti
af kaupgjaldsmálum.
Hatrið á Quisling og fram-
ferði hans fer dagvaxandi,
fundir þeir, sem hann boðar
til eru aðeins sóttir af fáeinum
hræðum og alþýðan notar
hvert tækifæri til að láta í ljós
fyrirlitningu sína og andúð á
þeim Norömönnum, sem
nudda sér utan í innrásarher-
inn.