Þjóðviljinn - 19.11.1940, Blaðsíða 1
FUNDUR FLOKKSÞINGSINS
í kvöld hefst kl. 8% í Baðstofu
iðnaðarmanna, Flokksmenn
velkomnir meðan húsrúm leyf
ir. Hafið með ykkur skírteini.
5. árgangur.
Þriðjudagur 19. nóv. 1940.
264, tölublað.
Steínþór Guðmundsson kosínn forsetí
þíngsíns. — I kvöld flytur Brynjólfur
Bjarnason skýrslu míðstjórnarínnar
Annað þing Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalista-
fiokksins var sett s.l. sunnudagskvöld í Baðstofu iðnaðar-
manna.
Einar Olgeirsson, formaður flokksins bauð fulltrúa og
gesti velkomna. Risu menn úr sætum sínum og sungu
Alþjóðasöng verkamanna. Kjörbx-éfanefnd athugaði kjörbréf
fulltrúanna, en að því búnu hófust þingstörf með kosning-
um á starfsmönnum þingsins og nefndum.
Forseti' þingsins var kosinn
Steinþór Guðmundsson kenn-
ari, en varaforsetar Einar Ol-
geirsson og Áki Jakobsson,
bæjarstjóri á Siglufiri.
Ritarar þingsins voru kosn-
ir Gunnar Benediktsson, Arn-
finnur Jónsson, Steingrímur
Aöalsteinsson og Dýrleif Árna-
dóttir.
Þá var gengið til kosninga í
nefndir þingsins og fóru þær
þannig:
Stjórnmálanefnd: Áki Jakobs
son, Brynjólfur Bjarnason,
Eggert Þorbjarnarson, Jóhann
Kúld, Steinþór Guömundsson.
Verkalýðsmálanefnd: Ed-
varö Sigurösson, Hallgrímur
Hallgrímsson, Jón Rafnsson,
Kristinn Sigurösson, Sigurður
Guðnason, Tryggvi Helgason
og Þóroddur Guömundsson.
Kosninganefnd: Arnfinnur
Jónsson, Einar Olgeirsson,
Gunnar Benediktsson, Gunnar
Jóhannsson oð Sigfús Sigur-
hjartarson.
Blaða- og útgáfunefnd: Ein -
ar Olgeirsson, Kristinn E. And
résson og Steingrímur Aöal-
steinsson.
Fulltfiiar Alþýduflokksfélaganna hvcría af
þín$í verklýðsfélaganna
Fullfrúar verklýðsfélagafina verða að láfa fara fram
nýjar kosnin$ar í ollum verklýðsfélögum innan sam~
bandsíns og kalla saman þíng síðar í vefur
Brynjólfur Bjarnason
í gær fór fram allsherjaratkvæðagreiðsla á Alþýðusam-
bandsþinginu um hin nýju lög Alþýðusambandsins og voru
lögin samþykkt með 5406 atkvæðum gegn 896, 97 sátu hjá
og 1507 voru fjarverandi.
í dag kl. IVz halda þingfundir áfram, og verða þar að-
eins mættir fulltrúar frá verkalýðsfélögum. Á þeim fundi
hlýtur aðalumræðuefnið að vera, nýjar þingkosningar til
Alþýðusambandsþings og þinghald síðar í vetur, þannig að
stjórn sambandsins verði skipuð í fullu samræmi við þann
grundvöll, sem Alþýðusambandið er komió á.
Það er mikiö gleðiefni að
skipulag Alþýöusambandsins
er nú komið í það horf aö öll
íslenzk verklýösfélög ættu að
geta sameinazt innan þess, og
eiga fulltrúar þeir sem þingið
sátu þakkir skilið fyrir aö
hafa leyst þessi mál með þeim
hætti sem orðiö er, en engum
Hltler rædir uið Clano greifa og
I
Bændanefnd: Grímur Norð-
dal, Sigurður Einarsson, Brynj
ólfur Bjamason og Gunnar
Benediktsson.
Samþykkt var að fresta þing
fimdum þar til í kvöld, þriðju-
dag, vegna þess að fulltrúun-
um af Norðurlandi hafði seink
aö, en þeir eru flestir með
Esju.
í kvöld hefst fundurinn með
því að Brynjólfur Bjarnason,
formaður miöstjómar og
flokksstjórnar, flytur skýrslu
um störfin á þeim tíma sem
liðinn er frá stofnþinginu og
verður ræða hans jafnframt
grundvöllur umræðna um hlut
verk flokksins og starf á
næstu árum.
Þýðingarmiklar breyfíngar á sfjórn
breeka hersíns
Ciano greifi, utanríkisráðherra ítala, og Suner, utanrík-
isráðherra Francostjórnarinnar ræddu við Hitler í Berchtés-
gaden í gær. Viöstaddir fimd þeirra voru von Ribbentrop,
utanríkisráðherra Þýzkalands og von Keitel, forseti þýzka
herforingjaráðsins.
Síðar um daginn ræddi Hitler við þá Ciano greifa og von
Ribbentrop eina,
Ekkert hefur verið látið uppi um viðræður þessar, en
talið víst að þær standi í sambandi við áætlanir um hern-
aðaraðgerðir á næstunni. Það vekur athygli að Suner ræddi
við Laval á leið sinni til Þýzkalands, og er gert ráð fyrir að
rætt hafi verið í Berchtesgaten m. a. um nýlepdukröfur
Spánverja í Norður-Afríku í sambandi við það ef Spánn
færi í styrjöldina með Möndulveldunum.
Antonescu, forsætisráðherra Rúmeníu, kom heim til Búk
arest í gær úr ítalíuför sinni.
Breyiingarnar á bresku
hersijórnínní
Mikilvægar breytingar er
veriö aö gera á yfirstjórn
brezka hersins, og er sú þyð-
ingarmest, að komiö verðuv á
náinni samvinnu landhers og
flughers. Hefur verið ákveðið
ao viss hluti flughersins yrði
jafnan reiðubúinn til aðstoöar
landhernum, og hefur sir
Arthur Garrett marskálkur
verið skipaður herforingi yfir
þessum hluta flugliersins, og á
hann að hafa aö herforingja-
ráði foringja bæði úr flugliði
Frh. á 4. síðu
ætti aö vera betur ljóst en ein-
mitt þeim, að öll verklýðsfélög,
sem nú eru 1 Alþýðusamband-
inu, sem og þau félög, sem
ganga munu inn í þaö næstu
vikurnar, hljóta að krefjast
þess að kosningar fari nú fram
í öllum félögum, og að hinir
nýkjörnu fulltrúar komi sam-
an til þings síðar í vetur og
verði þá kosin stjórn fyrir sam
bandið, en bráðabirgðastjóm
fari með völd til þess tíma.
Það er augljóst, að kjósi þeir
fulltrúar sem kosnir hafa ver-
ið samkvæmt hinum gömlu
einræðislögum Alþýðusam-
bandsins, veröur það til þess
eins, að gefa þeim öflum, sem
ekki eru holl einingu verkalýðs
ins tækifæri til þess, aö tefja
fyrir því enn um stund að öll
íslenzk verklýðsfélög samein-
ist í einu sambandi. Enginn
þarf að efa að þessi öfl eru til
og þau munu láta á sér bæra,
en hitt viröist ljóst, að þeir
fulltrúar verklýðsfélaganna
sem nú sitja á þingi þessu,
vilji af heilum hug vinna að
fullkominni einingu verkalýðs-
ins, en þeir ættu að gera sér
Ijóst, að þeir taka með annarri
hendi það sem þeir gefa með
hinni, ef þeir tryggja ekki að
stjórnin verði kosin í samræmi
við hinn nýja grundvöll.
Ekki má heldur gleyma því
að þeir menn, sem semja við
stjórn Alþýðuflokksins um fjár
hagslegan aðskilnað flokksins
og Alþýöusambandsins verða
að vera kosnir af fulltrúum
allra sambandsfélaga, og á full
um lýðræðisgrundvelli.
Þegar athuguð er afstaða
blaðanna tU þessara mála.
kemur í ljós, að ritstjóri Vísis
þurfti að lesa Þjóöviljann í
4—5 daga til að sannfærast
um aö hér hefði verið stigið
spor í rétta átt. En Alþýðublað
ið skrifaði leiðara í gær um
skipulagsmál verklýðshreyfing
arinnar sem má heita berg-
mál af skrifum Þjóðviljans um
þau mál þetta síðasta ár. Eng-
um er alls varnað.
BnMr Idru etkl
úr IkíauDum 15.
íslcnzkar fjölskyldur
hafa ekki þak yfir höf-
uðid en brezkír liðsfor-
íngjar o$ íslenskír bur-
geisar gína yfír íbúðum
sem naegðu fil að baefa
úr húsnaeðísleysinu
Því var lofað af stjórnarvöld
unum í haust, þegar húsnæðis
vandræðin komu ómótmælan-
lega í ljós, að brezka setuliðið
skyldi 15. nóv. flytja út úr þeirn
íbúðum, sem það hefði. Þessu
var hátíðlega yfirlýst sem
samningi milli þjóðstjórnar-
innar og biezku herstjórnai-
innar.
Nú er 15. nóv. kominn og lið
inn og brezka setuliðið situr
kyrrt í íbúðum þeim, sem það
hefur tekið.
Það munu vera um 70 ibúð-
ir alls, 20 heil hús og svo íbúð-
ir í ýmsum húsum, sem Bretax
hafa. En 40 fjölskyldur að
minnsta kosti eru húsnæðis-
lausar enn.
Þess eru jafnvel dæmi, aö
hjón með tvö böm verði aft
hafast við á götunni að mikiu
leyti á daginn og fái af náft
að liggja í íbúðum hinna og
þessara kunningja sinna á
nóttunni.
“Yamhaid k 4. aíðu.