Þjóðviljinn - 04.12.1940, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 4. desember 1940.
»J Ofi VILJINN
tuöomuiicH
ÍJtgefandl:
Sameiniogarflakkur sljjýöu
— Sósíalístaflokkuriim.
Kitatjórar:
Einar Olgeirsaon.
Sígfús A. Sigurhjartarson.
Bitstjórn:
Hverfisgötu 4 (Víkings-
prent) gími 2270.
Afgreiðsla og auglj'singaskrif
stofa: Austurstrati 12 (1.
lœð) sitni 21.84.
Askriítargjald á mánnði:
Reykjavík og nágrenni kr.
2.50. Annarsstaðar á land-
inu kr. 1,75. I lauaasölu 10
aura eintakið.
Víkingsprent h.f., Hverfisgötu
nto atolnnurefe-
enfeanna hefla sfti
hm slnna
Verkamenn Dagsbrúnar hafaknúð
pað fram á fundi sínum að 8 tíma
vinnudagur með óskertu dagkaupi
og hækkun kaups a. m. k. í hlut-
falli við dýrtíð, var sett fram;, sem
ófrávíkjanlegar kröfur verkamanna
við komandi kaupsamninga.
\
Atvinnurekendum lýst ekki áblik-
una. ' Brezki innrásarherinn og ís-
lenzku stríðsgróðamennirnir, stærstu
atvinnurekendurnir nú, álíta að þjón
ar peirra í stjóm Dagsbrúnar eigi
ekki að láta verkamenn knýja sig
til að beita valdi félagsins til að
koma fram stórvægilegum hagsbót-
um.
Þeim finnst Iítið gagn í þjónustu
peirra, ef verkamenn eiga samt að
geta knúð fram hagsbætur sínar.
Og atvinnurekendur fyrirskipa:
„Þið verðið að hindra að pessar
kröfur nái fram að ganga. Þið verð
ið að brjóta þennan vilja Dagsbrún
ar til kjarabóta á bak aftur. Þið
verðið að tryggja það, að við get-
um fótumtroðið pennan vilja vierka-
mainna“.
Svo hljóðaði rödd húsbóndans' til
þrælsins. Og þrælliren tók að fram-
kvæma skipun húsbónda síms.
Maðurinn, sem bezt hafði tjáð
vilja verkamanna í Dagsbrún til
bóta á hag þeirra, var Jón Rafns-
son. Maðurinn, sem þjónar atvinnu-
rekendanna óttuðust mest að myndi
skera upp herör í Dagsbrún, ef þeir
tækju að slá af kröfunum og semja,
var Jón Rafnsson.
Fyrsta verkið til að undirbúa svik
við kröfur Dagsbrúnar og koma í
veg fyrir að þeim svikum Verði
mætt með einhuga neitun Dags-
•brúnarmanna á öllum afslætti, var
því að reka Jón Rafnssom.
Þjónamir treystust ekki til að
reka rýtingimm í bak Dagsbrúnar
opinberlega á félagsfimdi. Þeir laum
uðust með brottreksturstillöguna á
trúnaðarráðsfund hinna útvöldu at-
vinnurekendaþjóna og létu sam-
þykkja hama þar.
En Dagsbrún á eftir að segja sitt
orð. Og Dagsbrún skilur hvað hér
er í húfi.
Það er Dagsbrún, sem atvinnu-
rekendur og þjónar þeirra óttast.
Og þeir eiga eftir að sjá að sá ótti
er ekki ástæðulaus.
»Fagurí skal mæla...«
Blöð burgeisastéttarinnar í Reykja
vik, Morgunblaðið, Visir og Alþýðu-
blaðið, gera mikið veður út af því,
að ónefndur maður hafi í enska út-
varpinu endurtekið yfirlýsingu
stjórnarinnar um að Bretar færu
héðan með her sinn að stríðinu
loknu. Og það er nú ekki spar-
að að telja auðtrúa Islendingum
trú um að allt sé í lagi, Bretar
niunu fara burt eftir stríðið. Ölafur
Thors endurtekur sömu fullyrðing-
arnar í ræðu sinni 1. des.
„Bretar nmnu aldrei svíkja þessi
heit. Þar er í veði eigi aðeins þjóð
frelsi íslendinga, heldur og þjóðar-
heiður Breta".
Og Morgunblaðið endurtekur:
„Ekkert hefur hin brezka her-
stjórn aðhafzt hér eða hið brezka
setulið síðan 10. maí sem gæti vak-
ið nokkurn grun um að Bretum
dytti í hug að bregðast loforðum
þeim, er þeir gáfu daginn sem
landið var hernumið, enda eru slík
biigðmælgi óhugsanleg“.
Með svona fullyrðingum á . að
svæfa þjóðina.
Hefur íslenzka þjóðin ástæðu til
að treysta þessum loforðum brezku
stjórnarinnar? Það er hið mesta al
vörumál fyrir oss að ákveðja í þesstu
efni hverju trúa beri.
Atvinnumálaráðherrann heídur því
fram, að þjóð, sem segist berjast
fyrjr lýðræði og frelsi þjóða geti
ekki heiðurs síns vegna verið þekkt
fyrir að svíkja svona Ioforð.
í síðasta stríði lofaði enska stjóm
in að gefa Indlandi sjálfstjóm „eft
ir stríðið“. Þá var enska stjómin
lí-ka að berjast fyrir Iýðræði og
þjóðfrelsi. En það eru liðin 22 ár
síðan því stríði Iauk og komið nýtt
stríð „fyrir lýðræði og þjóðfrelsi“,
— og ekki hafa Indverjar fengið
sjálfstjórn. Þeir hafa verið fangels
aðir hundmðum saman fyrir að
krefjast þjóðfrelsis og lýðræðis. Og
aftur lofar enska stjómin þeim
sjálfstjórn „eftir striðið“, en það
em fæstir Indwerjar svo auðtrúa að
leggja trúnað á slíkt.
Enska utanríkismálaráðuneytið hef
ur aldagamla æfingu í að mæla feg-
urst þegar fláttskapurinn er mest-
ur. Hve fagurlega talaði ekki enska
stjórnin um „hlutleysisafstöðu“ sína
gagnvart Spáni þegar hún var að
hjálpa fasistunurn að myrða lýð-
ræðið þar! Hvar var umhyggjan fyr
ir því að „heimurinn yrði fátækari“
ef aldagömul menningarþjóð, eins
og Baskar glötuðu sjálfstæði sínu?
Og hvar var ástin á Iýðræðinu og
þjóðfreisinu, þegar Tékkóslóvakía
var ofurseld undir höggexi naz-
ismans, meðan Chamberlain ving-
aðist við Hitler um að nú skyldi
herja í austu rveg.
Stjórnmálamenn íslenzku bur-
geisastéttarinnar þurfa ekki að vera
að leika neinn skrípaleik frammi
fyrir íslenzku þjóðireni í þeirri trú
að hún álíti þá slika auðtrúa heimsk
ingja, að þeir trúi yfirlýsingum
brezka auðvaldsins. Hver maður,
sem hefur einhverja þekkingu á
sögu, — og íslenzka þjóðin hefur
allmikla þekkjngu á henni, — veit
betur.
Einn kafli í ræðu Ólafs Thors
1. desember sýnlr ef til vill betur
en allt armað, hve djúpa “Eyrirlitn-
ingu þessi maður hefur fyrir skyn-
semi þjóðarinnar: Heenn býðar
henni upp á að trúa öðru eins og
þessu:
„Verði Bretar undir í styi'jöldinni
munu aðrir fara með úrskurðar-
valdið. Mér þykir jafn fjarstætt
að ætla að Þjóðverjar létu hemám
Islands bitna á oss sem það, að
Bretar hyggðu á hefndir í garð
Dana út af hemámi Danmerkur“.
Eins og þýzka auðvaldiö ef það
sigraði í þessu stríði og gæti (vegna
Bandaríkjanna) ráðið ráðum sínum
hér á Islandi, myndi ekki innlima
okkur á sinn hátt, t. d. í norsikt
leppríki þýzka auðmagnsins! Hvers
konar hyldýpi heimsku eða var-
mennsku lýsir sér ekki í því að
láta sér svona orð um rnunn fara.
Og svo dregur Ólafur Thors þá
afleiðingu af svona „rökum‘‘ fyrir
Jiví, að hvorki Þjóðverjar né Eng-
lendingar grandi sjálfstæði vora,
hvor þeirra, sem sigrar, að: „her-
nám Islands hafi ekki úrslitaþýð-
ingu um framtíð þjóðariimar“. En
sannleikurinn er sá, að hvort sem
þýzka eða enska auðvaldið sigr-
ar, þá er oss mikil hætta búin.v
Það er aðeins ef báðar auðnranna
stéttir þessara ríkja tapa fyrir al-
þýðu landanna, sem vilja frið og
frelsi, að Island getur verið ör-
uggt um sjálfstæði sitt og afkomu.
Brezka auðvaldið sleppir ekki tök
um sínum á Islandi, ef það lifir
þetta stríð af, nema það sé neytt til
þess. Það reynir að halda hér und-
irtökunum fjármálalega eins og það
hefur haft þau síðustu 20 ár. Það
notar hertökuna, meðan hún stendur
til að ná fastari tökum á islenzkum
stjómmálum, en það hefur nokk-
umtíma haft, enda er það nú orðið
deginum ljósara hvemig íslenzku
Quislingamir keppast um að kom-
ast í náðina hjá því og mest þeir,
sem yfirgefnastir eru af íslenzkri
alþýðu. Og brezka hervaldið mun
ekk^ sleppa sínum hernaðarlegu tök-
um hér ótilneytt, nema það sé ör-
uggt um að geta náð þeim aftur,
jafn fyrjrhafnarlaust og 10. maí.
Og eitt ber sérstaklega að að-
jgæta í þessum efnum. Það er ekki
aðeins frá brezku stjóminni, sem
hættan stafar. Að fráreiknaðri hætt
unni af yfirráðum þýzku ógnar
stjómarinnar, — þá vofir beinlín-
is sú hætta yfir oss, að brezka auð
mannastjómin framselji Island til
Bandaríkjanna, eins og hún hefur
þegar gert við nýlendur sínar í
Vesturheimi.
íslendingum er nauðsynlegt að at-
huga hvað verið hefur að gerast
undanfarið í þessum efnum:
Stjómir Bretlands og Bandaríkj-
anna hafa haft samkómulag um
allar aðgerðir viðvíkjandi Islandi.
Roosevelt hefur lýst því yfir að
landamæralína Bandaríkjanna væri
austan við ísland. Landvamanefnd
Kanada og Bandaríkjanna hefur
lýst því yfir að hún álíti nauðsyn
legt að hafa „öflugar hervarnir"
á Islandi.
Samtímis þessum yfirlýsingum
gerast svo ýmsir hlutir á Islandi
sem allir benda í þá átt að verið sé
að undirbúa i nnbrríun í' Ameriku.
Vilhjálmur Stefánsson ,gefur út
bók! um ísland, þar sem það er
kiallað „The first American Repu-
blic“ (fyrsta amerislca lýðveldið).
Engin Tödd á íslandi mótmælir
þessu, — en því skal þó ekki ó-
mótmælt látið.
Thor Thors lýsir því yfir liér
heima, að hann álíti að Island ætti
að æskja þess að Monroekenningin
næði til þess, m. ö. o. að ísland
kæmist inn úndir yfirráðasvæði
Bandaríkjaauðvaldsins. Hann er
gerður sendiherra Islands í Banda-
rikjunum! — Hefði það þótt skyn-
samlegt að . gera íslenzkan nazista,
sem opinberlega hefði lýst þeirri
skoðun sinni, að Island skyidi inn-
Umast i „þriðja ríkið“, að sendi-
herra í Berlín?
Það er haft eftir Vilhjálmi Þór
í blöðum vestra og hér, að hann
hafi látið líkar skoðanir í ljós og
hann hefur enn ekki mótmælt.
Þegar frásögnin um þau ummæli
Roosevelts og amerisku Iandvama
nefndarinnar, sem að framan er
vitnað í, voru birt hér, þá var
því líkast sem þjóðstjómarblöðun-
um væri bannað að ræða þau.
Morgunblaðið sagði að það væri
ekki nema gott að hervamir væm
hér öflugar. Vísir skrifaði gegn
þessu fyrsta daginn og þagnaði síð-
an sem væri hann kefldur. Mála-
liðsblöðin þögðu sem vænta mátti.
Og svo þvaðra þau nú um sjálí-
stæðið, efndir Breta á loforðum og
þvíuinlíkt, eins og þeim væri borg-
að fyrir, — en varast bara að
koma að raunveruleikanum í öllu.
skrafi sínu.
Það era ekki heimskingjar, sem
þannig haga sér. Það eru visvit-
andi landráðamenn.
*
Við höfum þegar smádæmi um
hvernig brezka hervaldið efnir lof-
orð sin.
Brezka herstjómin lofaði að
skipta sér ekki af innanlandsmál-
um vorum. Hún hefur samt Iátið
ræna Islendingum saklausum og
fiytja þá af landi burt. Og hún er
byrjuð að kúga verkamenn til að
brjóta samþykktir verkalýðsfélaga
sinna, ef þeir eigi að vinna hjá
henni.
Brezka herstjórnin lofaði að fara
úr íbúðum íslendinga 15. nóv. Hún
hefur svikið það loforð. Og íslenzka
ríkisstjórnin hefur ekki manndáð i
sér til að heimta að loforðunum
sé framfylgt. Og þjóðstjórnarblöð-
in hafa hvorki vilja né þor til að
átelja þessi loforðasvik.
Á það að' ganga svona til líka
„eftir stríðið“, þegar brezka auð-
mannastjórnin svikur loforðin þá?
Verður manndáð og kjarkur stjörn-
arvalda og blaða þeirra á Islandi
þá á sama stigi?
*
Það er aðeins ein' von um það,
ef brezka auðvaldið lifir þetta stríð
af, að það láti Island í friði og
fari héðan burt með her sinn.
Og hún er sú að brezki verka-
lýðurinn, verkamenn þeir, sem nú
ganga hér um götumar í hermanna
kuflum, neyði brezka auðvaldið til
þess. Það var brezki verkalýðurinn
sem 1921 stöðvaði þriggja ára inn-
rásarstyrjöld brezka auðvaldsins
gegn rússneska verkalýðsríkinu.
Hann gerði það með verkföllum
og hótunum um uppreisn. — Og
það er afl, sem brezka auðvaldið
hræðist. Verkföll og uppreisnir:
Það er mál, sem það skilur, —
meðan það hlær að bónarkvakinu
og blíðmælginni.
Bræðrabönd íslenzku alþýðunnar
við enska verkalýðinn eru sú trygg-
ingi sem skapa þarf fyrir sjálf-
stæði íslands. Það er sameiginlegt
htutverk enska og islenzka verka-
lýðsins að gera það.
Lokað i dag
kl. i-4.
íökauníélaqiá
Verðlækknn á
bollnpðrnm
10 tegundir: 6720 bollapör nýkomin. Góð bollapör á kr. 1.40.
K. Eínarsson & Bjornsson
Bankasfræíí tí.
Kfðrfnndnr.
Kosning tveggja presta í Hallgrímsprestakalli í Reykja-
vík fer fram sunnudaginn 15. þ. m. í Austurbæjarbama-
skóla, og hefst kl. 10 f. h.
Umsóknir umsækjenda og umsagnir biskups eru kjósend
um til sýnis virka daga 4.—12. des. að báðum dögum með-
töldum hjá Guðmundi Guðmundssyni kaupmanni, Njálsg. 65
Sóknamefndin.