Þjóðviljinn - 04.12.1940, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.12.1940, Blaðsíða 4
Nœti/'lœknjr í nótt: Alfreð Gisla- son, Brávallagötu 22, sími 3894. Nœtaruördur er þessa viku í Ingólfs- og Laugavegsapótekum. OtmrpiS í dag: 13,00 Þýzkukennsla, 3. fl. 19,25 Hljómplötur. 20,30 Kvöldvaka. a) Bjarni Ásgeirsson alþingism.: Úr Jökulfjörðum og Djúpi. Ferða- saga. b) 21,00 Kristín Sigurðardóttir, ungfrú: Upplestur úr kvæðum Dav- íðs Stefánssonar. o) Björn Jónsson: Einleikur á klar ínett. d) 21,20 1 Landbroti fyrir 70 ár-'! um. Úr endurminningum Páls Sig urðssonar, fyrruin bónda í Þykkva- bæ. (J. Eyþ.). Jardarför Pétars Halldórssonar fer frant í dag. Vegna jarðarfarar- innar verður búðum og opinberum stofnunnum lokað frá kl. 1 til 3V2 eða 4. Mœdrufélagið heldur bazar n. k. sunnud., 8. des. — Félagskonur, kom ið munum til Olafíu Sigurþórsdóttur Laugavegi 24 B, Rannveigar Majars dóttur, Grettisgötu 42 B, Halldóru Árnadóttur, Ránargötu 10 og Hall- fríðar Jónasdóttur, Brekkustíg 14 B. Kjartan Jónsson frá Búastöðum í Vestmannaieyjum andaðist að Víf- ilsstöðum í gærmorgun, rúmlega fertugur að aldri. Dagsbrún * Framhald af 1. síðu. „Trúnaðarráð hefur æðsta vald í málum félagsins, þar sem ekki er annars getið í lögum þessmn, þó, ávallt að undanskildum allsherjar- atkvæðagreiðslum. Ráðið skal ætíð skipað 100 kjömum fullgildum fé- lagsmönnum. Skulu þessir trúnað- armenn kosnir um leið og stjórn félagsins og á sama hátt. Tillögur um kosningu geTir 3ja manna nefnd sem skipuð er samkvæmt 22. grein. J7ækki í trúnaðarráði á árinu, skal lögmætur félagsfundur kjósa nýja trúnaðarmenn þannig, að ráðið sé ávallt fullskipað". 1 trúnaðarráð hefur síðan í vor vantað um 20 manns, og stjórn félagsins hefur vanrækt þá skyldu að láta kjósa í þeirra stað. Störf trúnaðarráðs eru sem stendur mark Leysa ein, og það ekki bært að gera samþykktir hvorki um eitt né ann- að. 41 Verkamenn láfa ekkí ruglasf Annars er ástæðulaust, að ræða þetta mál fnekar, verkamenn gera sér ljóst, að hér er aðeins um til- raun að ræða til þess að vekja sundrung í röðum þéirra, svo at- vinnurekendur eigi hægara með að troða á rétti þeirira í .sambandi við væntanlega samninga. Þetta láta verkamenn ekki tak- ast, næsti fundur þeirra mun gera hina ólöglegu samþykkt trúnaðar- ráðs að engu, og hann mun fylkja verkamönnum fast um kröfuna um 8 stunda vinnudag og fulla uppbót i samræmi við dýrtíðina. II Alfreð Andrésson og Valur Gíslason ÖLDDB CC eftír séra fakob fónsson Flóttinn úr sveitunum heldur á- fram. Nú hefur til skamms tíma verið efst á baugi' hér í bænum að taka til sýningar leikrit er gerast í Idnadurínn í Sovéfrikjunum Framhald af 1. síðu. allra, olíuframleiðsla Aserbajd- sjan hafa tvo síðustu mánuði farið fram úr áætlun. Járniðn- aðurinn er að ná áætlunaraf- köstum. Framleiðsla á kopar, alúminium og gulli hefur farið fram úr áætlun. Framleiðsla léttavarnings og vefnaðarvöru hefur einnig farið,fram úr á- ætlun. Hundruð iðnaðarfyrir- tækja í öllum iðngreinum hafa þegar náð áætlunarafköstum ársins. Árangur sá er náðst hefur í iðnaðarþróuninni á þessu árj er að þakka vinnuáhuga verks fólksins, er bezt hefur komið fram í ákvörðuninni um 8 stunda vinudag og sjö daga vinnuviku, í aukinn sósíalist- iskri samkeppni og útbreiðslu Stakhanoff-hreyfingarinnar. Á þessu ári hafa ríkisstjórn- in og Kommúnistaflokkurinn gert ýmsar þýðingarmiklar á- kvarðanir til tryggingar stöð- ugri þróun iðnaðarins og efl- ingar atvinnulífi og landvörn- um Sovétríkjanna. Hafa ráð- stafanir þær er gerðar hafa verið haft mikla þýðingu fyrir framleiðslu ársins 1940, og munu þó hafa enn meiri þýð- ingu á komandi ári’. sveit hér á landi, eða taka til með- ferðar líf og tilweru sveitafólks, er lifði fyrir svo og svo mörgum ár- Um, ef um íslenzk verk hefur verið að ræða. Viðhorfið til þessara mála, virð- ist þó vera breytt nú, og farið er að sýna !hér í Iðnó ný leikrit eftir uinga höfunda. í fyrra var sýnt hér „Brimhljöð“ eftir Loft Guðmundsson, sem fékk góðar viðtökur. Og nú er sýndur hér leikurinn „Öldur“, eftir síra Jakob Jónsson. Bæði þessi leikrit eiga sammerkt í því, að þau lýsa fólki við sjávarsíðuna, og lýsa lífi og lumhverfi þess fólks, sem dregur gull úr greipunr Ægis., Þetta verk síra Jakobs er auðsjá- anlega heldur viðvaningslegt. Það er ekki tilþrifamikið né stórbrotið, en þó munu allir, er við sjóinn starfa og þekkja það Ijf, er lifað er í samfélagi við sævarlöður og þara lykt, kannast við sum atriði Ieiks- ins eins og gamla kuinningja. End- urminningar frá álíka atburðum munu rifj.ast upp. Margir munu kannast við óttann og úrræðaleysið, sem mér finnst höfundur lýsa vel i átakanlegu ;atriði í 3. þætti. Ann- ars er uppistaða leiksins ekki frum- leg, en leikurinn í heild meistara-1 verk frá hendi leikstjóra og leik- enda, sem gjöra þama mikið úr litlum efnivið. Allir þeir er leikinn hafa séð, og sem ég hef átt tal um hann við, ljúka upp einum munni um það, að leikurinn og sýning hans hér, sé fullkomlega þess virði að fólk sæki hann. H. J. 73 Sökum hinnar sífellt auknu dýrtíðar höfum vér neyðzt til þess að hækka verð á öllum þvotti frá 1. des. að telja. Þvoffahús Rcfhjavífeur Nýja Þvofíahúsíð Þvoffahúsið Grýfa Þvoffahúsíd Drifa Skáldsaga ettir MarkCaywood voru vélarnar í Narcissus komnar af stað. Nú var Hog- an kominn drjúgan spöl frá okkur. Báturinn þaut áfram áleiðis til Omatu. Það var gefið merki úr vélarrúminu um að allt væri í lagi. Eg hafði þegar létt akkerum meö rafmagnsvindunni, sem til þess var gjörð. Eg snéri vél- arsímanum, fyrst á “hægt”, síðan “hálfa ferð” og loks “fulla ferð” með örstuttu millibili og nú brunaði snekkj- an yfir grænar bárurnar, á eftir strokumanninum. Virginía stóð við hlið mér í stýrishúsinu. Á ég að fara og líta eftir Gringó? hvíslaði hún. Það þætti mér vænt um. Eg vil, umfram allt, að ekki verði gerð fleiri samsæri hér um borö. Hvað var gert við rifflana? Eg lét Larry fara með þá niður í mína íbúð, sagði hún. Þeir eru undir lás og slá — og gerðu .svo vel.... Hún rétti mér eitthvað. Eg sleppti annarri hendinni af stýrishjólinu og tók við því. Eg náði í hina, mælti hún lágt, og þær eru báðar hlaönar. Hún kyssti mig og brosti glaölega um leið og hún fór niður til þess að bæta skrámurnar á Rottu- snjáldri. Eg elti Hogan í rúmar tíu mínútur og tók eftir því, mér til ánægju, að snekkjan vann á. Þó að báturinn væri hraðskreiður, þá þurfti Hogan ekki að gera sér vonir um að komast undan snekkjunni. Eg brosti illi- lega. Mér væri sönn ánægja aö því aö sigla beint á bátinn og leggja svo til þangað til Hogan synti að snekkjunni og bæði um að verða innbyrtur. Þetta ætl- aði ég mér að gera. Eg var djúpt niðursokkinn í hefnd- arhugsanir. Eg ætlaði að ná mér niöri á fantinum, sem fyrir stuttu síðan, í gær, hafði saurgað eyru ástmeyj- ar minnar með dónalegu hjali sínu. Eg leit allt í einu upp og sá þá, mér til mikillar undrunar, að báturinn hægði ferðina. Eg brosti á ný. Ætlaöi Hogan aö gefast upp. Eg skal samt Sem áður sjá um, að þú fáir ærlegt bað, þrjóturinn, hugsaði ég. Nú snéri hann við og stefndi beint til okkar. Um leið sá ég hvaö var á seiði. Sólin var aö ganga til viðar beint fram undan og þar, í sömu stefnu og kjölfar bátsins, í stefnu á Omatu, þar sem Hogan ætlaði að leita hælis, sá ég svarta reykjarsúlu. Drottinn minn dýri, hrópaöi ég. Abel, hvaða fleyta heldurðu að þetta sé? og ég benti á reykinn. Abel starði. Svo fór hann út úr stýrishúsinu, til þess aö gluggarúðurnar drægju ekki úr sjóninni. Þetta skip er lágt á vatni, herra .... tók hann til máls. ■ — y.;.;' Hvar er sjónauki? greip ég fram í. Hann er þarna í skápnum. Eg flýtti mér að ná í sjónaukann og starði á skipið, en lét Abel taka við stýrinu. Eg þurfti ekki lengi aö horfa — eg hafði séö of mörg skip af þessari gerð á höfninni í Sidney, til þess að þurfa aö vera i nokkrum vafa. Stýrið hart út í borð! hrópaði ég. Snúðu snekkjunni við — fljótt! Eg held að Abel hafi séð hversu óttasleginn ég var. því að hann spurði engra óþarfra spurninga. Hjólið snérist eins og skopparakringla í höndum hans og skip- ið hallaðist á hliðina um leið og það snérist í hring. Eg kallaði í talpípuna, sem lá niður í vélarrúmið: Halló, halló, hrópaði ég. Halló, var svaraö. Er skipið á fullri ferð? Er ekki hægt aö láta þaö fara einni eða tveimur sjómílum hraðara? Eg skal gera allt, sem í mínu valdi stendur til þess, herra. Það er líka betra fyrir þig sjálfan; nema þig langi til þess að dvelja í tugthúsi það sem þú átt ólifað. Við nálguðumst nú okkar fyrri verustað við Lonely Atoll. Eg leit í kringum mig. Hogan stefndi á opið á rifinu. Það var auðséð, að hann myndi komast undan. Hann hafði nægar vistir til þess að geta falizt, þangaö

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.