Þjóðviljinn - 29.12.1940, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.12.1940, Blaðsíða 4
Orborglnnl Dnglegan dreng eða telpn vantar tíl þess að bera Þjóðvíljann til haupenda í Austurbænum. — Upplýsíngar á afgreíðslunní í dag. Nœturlœknir í nótt: Daníel Fjeldsteð, Hverfisgötu 46, sírni 3272. — Aðra nótt: Eypór Gunn arsson, Laugavegi 98, sími 2111 Helgidagslœknir í 'd;ag: Jónas Kristjánsson, Grettisgötu 81, sími 5204. Nœtuwördur er þessa viku í Ingólfs- og Laugavegsapótekum. Otvarpia í 'diig: 10,00 Morguntónleikar (plötur): Lagaflokkur í Es-dúr og tríó nr. 3 í E-dúr, eftir Mozart. 11,00 Messa í Dómkirkjunni, séra Friðrik Hallgrímsson. 15.30 Miðdegistónleikar .plötur: Ýms tónverk. 18.30 Barnatími Þorsteinn Ö Steph ensen o. fl. 19,15 Hljómplötur: Tónverk eftir Chopin. 19.50 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,20 Erindi: Reykjavík æskuára minna, III: Tómthúsmenn, Jón biskup Helgason. 20.50 Hljómplötur: Valsar og polk ar. 21,05 Upplestur: Úr „Þáttum“; frú Unnur Bjarklind. 21.30 Hljómplötur: Hreinn Páls- son syngur. 21.50 Fréttir. 22,00 Danslög. Útvarpitíi á morgun: 12,00 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegistónleikar. 19.25 Hljómplötur: Norsk og dönsk alþýðulög. 19.50 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20.30 Um daginn og veginn; Jón Eyþórsson. 20.50 Hljómplötur: Lög leikin á celló. 20,55 Útvarpssiagan: „Kristín Lafransdóttir“ eftir Sigrid Und set; Helgi Hjörvar. 21.25 Útvarpshljómsveitin: Is- lenzk þjóðlög. — Einleikur á fiðlu, Þórarinn Guðmundsson: Úr spánska lagaflokknum eftir Lalo. 21.50 Fréttir. Kolaokríð Framh. af 1. sítSu. garðsmanna. Til þess að starfi þessara þjóna, starfi nefnd- anna verði unað, veröur aftur að kaupa máttarstólpa fjár- málalífsins. Tveir þekktustu liöirnir í þeirri verzlun eru skattfrelsi stórútgerðarinnar og kolaokrið, Hugsandi mönnum ber aö gera sér ljóst, að kolaokrið er ekkert einstætt eða óeðlilegt fyrirbrigöi, það er aðeins ein afleiðing af gjörspilltu stjórn- arfari, og ef þeir vilja vinna móti þessum og öðrum álíka ósóma, verða þeir að vinna gegn þeim klíkum, sem standa að núverandi óstjórn, gegn þjóöstjórnarafturhaldinu í öll- um hinum ábyrgu flokkum. Pýztef herskip ræðsf á btcztea eyju I Kyrrahafí Bresk og hollcnzk skíp leita að árásarskípínu í fyrradag gerði þýzkt her- skip, er sigldi undir japönsk- um fána, árás á Nauru-eyju í Kyrrahafi. Hóf það skothríð á aðalbæinn á eynni og olli hún miklu skaða. i Nauru er undir umsjón I Þjóðabandalagsins, og fara Bretland, Ástralía og Nýja-Sjá- land þar með stjórn í umboði þess. Eyjan liggur um 3500 mílur norðvestur af Sidney í Ástralíu. Þar eru þýðingar- miklar fósfatnámur. Árásin hefur valdið miklum óróa í löndunum við Kyrrahaf. Fjöldi herskipa er farinn að leita skipsins er árásina geröi, og taka bæði brezk og hollenzk herskip þátt í leitinni. Bandaríkjaherskipum, sem eru stödd á þessu svæði Kyrra- hafsins, eða eru á leið til Fidji- ■ eyja hefur verið fyrirskipaö að halda þegar til Suva, höfuð- borgar Fidji-eyja, og bíða þar frekari fyrirskipana. Frá síðasta bæjarstíórn* arfundí Á síðasta bæjarstjórnarfundi var samþykkt að veita h.f. Gamla Bíó leyfi til að reka kvikmyndasýningu gegn 30 króna gjaldi á ári fyrir hvert sæti í sýningarsal. Tillaga um bæjarrekstur var felld, sömu- leiðis tillaga frá Jóni Axel Pét- urssyni um 100 kr. árgjald. Ársæll Sigurðsson bar fram tillögu um að leyfið til Gamla Bíó skyldi veitt um óákveðinn tíma með eins árs uppsagnar- fresti. Var sú tillaga felld. Háskólanum var veitt leyfi til kvikmyndasýninga. Nýja Bíó var gert að greiða sama gjald af sæti í bæjarsjóð og Gamla Bíó. í sambandi við framfærslu- málin bar Katrín Pálsdóttir fram tillögu um að aukastyrk væri úthlutað fyrir jólin til þeirra, sem hefðu framfærslu sína af opinberu fé: öryrkjar, gamalt fólk, einstæðings mæð- ur og aðrir styrkþegar. Skyldi styrkurinn nema 35 kr. á mann. Tillögunni var vísað til framfærslunefndar. Er nú eft- ir að sjá hvort nokkuö veröur gert að því aö hjálpa þessum nauðstöddu heimilum fyrir jól- in. Frí Sigrlhr Páls- IflDr 15 ðra Elzta manneskjan á Eyrarbakka frú Sigríður Pálsdóttir verður 95 ára 29. desember. Hún ier fædd að Skógtjörn á Álftanesi 29. des- ember 1845. 12 síðustu árin hefur Sigríður dvalið á heimili systurdóttur sinn- ar Sigurlínar Jónsdótfur og manns hennar Guðmundar Eiríks sonar trésmíðameistara í Merki- gerði á Eyrarbakka. Sigríður ér vel gefin kona og blátt áfram, með einlægan vilja til að láta gott af sér leiða og þrátt fyrir hinn háa aldur, hefur hún enn að mestu óskert minni og er því gaman að ræða við hana um fyrri tíma. Vinir og ættingjar Sigríðaróska henni hjartanlega til hamingju á þessum afmælisdegi hennar. Á gamlárskvöld Framhald af 2. síðu. ekki hugsað til að fara á sjó og myndi heldur ekki þola sjóvolkið. ( — Stopul atvinna og sárafátækt. .■ Konan vinnur baki brotnu, við fiskþurrk, þvotta, hreingerningar, hvað sem fæst. Maðurinn vinnur þegar vinnu er að fá, þó að heils an leyfi það ekki alltaf. — Um morguninn var kalzaveður, hann hefur von ura vinnu og fer nið- ur á hafnarbakka, bíður þar 4 tíma, vinnan bregzt, fer skjálfandi heim, leggst fyrir og liggur dauð vona um kvöldið. Hávaðinn uppi á loftinu eykst nú er dansinn stiginn af miklum móð. ölvaðir menn syngja há- stöfum. — Klukkan slær tólf þung högg. — Margraddað húrra hróp, blástur eimskipa, hlátur og köll. Sjúklingurinn hrekkur við og sezt upp í rúminu. Konan star- ir hrædd á hann og ætlar að hjálpa honum að leggjast út af en þá hnígur hann niður. — Þung stuna. — Hann er látinn. — Takmarkalaus, táralaus sorg nístir konuna iim að hjartarótum, hún náfölnar og horfir köld og stirð á láíinn mann sinn. —Sárt er aö þurfa að leita á náðir þeirra er skammta knappt með köldu hjarta. Ríka fólkið uppi á hæðinni skemmtir sér áhyggjulaust við vín og glasaglaum. Það flytur hvert öðru meiningarlausar árnað aróskir í tilefni af nýja árinu. 'Erf í kjalliaranum í sama húsi sit ur sorgbitin fátæk ekkja yfir sof andi börnum og önduðum ásbéni. — Hún sendir eldheitar bænir til hins máttuga alvalds, hún heit- ir á allar góðar vættir til bjargar. — Hún biður — og biður — en svarið er — þögn — miskunar- . laus, ísköld þögn. i \ 88 uöurHafs- æviníýri Skáldsaga ettir Mark Caywood Vertu hugrökk, ástin mín, mælti ég. Nú veröum við að hugsa upp eitthvert ráð til þess aö komast undan armi laganna, sem nær lengra en fallbyssukúlur Jimm- ys. Viö vorum komin rúmar níutíu mílur frá Paradísar- eyjunni, um sólaruppkomu um morguninn. Eg brosti, þegar mér varð hugsaö til Jimmys, sem enn beiö eftir bráðinni. Eg hefði ekki viljað vera í sporum þess yfir- manns, sem var á veröi um nóttina, þegar Jimmy tal- aði yfir hausamótunum á honum, eftir að allt væri kom- ið UPP- Hamingjan góða! Heldur vildi ég þurfa að synda frá Lenwin til Mauritius. James Buchanan, sem flotinn var hreykinn af og allir vopnasmyglarar óttuðust eins og pestina. Mér fannst við vera komin það langt undan, aö nú væri kominn tími til þess að fara að íhuga hvað næst skyldi til bragðs: Þegar Virginía var komin á fætur og við höfðum búið um sár Rottusnjáldurs, sem ekki var hættulegt, fórum vió því að taka saman ráð okkar. Eg stefndi í norðvestur til þess að forðast allar eyjar af fremsta megni, svo að Jimmy gæti ekki rakiö leið okk- ar, því að ég þóttist viss um, að hann mundi gera allt, sem unnt væri, til að hafa uppi á okkur, þegar er hann yrði flóttans vísari. Það sem verst er, sagði ég við Virginíu, þegar við vorum sezt í hægindastólana aftur á og nutum þess að hvíla okkur eftir volkið, er þetta skeyti, sem ég sendi Conray gamla. Það kemur sér bölvanlega fyrir mig. Hvernig á ég að komast í kringúm það? Hún var hugsi. Getum við ekki látið sem Hogan hafi öllu ráðiö? spurði hún. Tæplega, Það kemur ekki heim við frásögn da Silvas. Æ, það er satt, stundi hún og þagði síðan. Það er enginn, sem þekkir skipið eða nafn þess, sagði ég. Það er mikið unnið, ef við getum losað okkur við það. Heyrðu, greip hún fram í. Getum við ekki fleygt skot- vopnunum fyrir borð og þú segir svo, að þér hafi skjátl- azt? Eg varð hrifinn af þessari hugmynd fyrst í stað, en þegar ég sá gloppurnar á henn , þvarr gleði mín. Það er hægt að sanna.að þú keyptir rifflana.Þeir geta fengið upplýsingar um það símleiðis. Hvers vegna hefð- um við líka þá átt að vera.að flýja Jimmy og tundur- spilli hans? Nei, við verðum að sökkva snekkjunni með öllu saman, þó að þaö sé synd, um svona fallegt skip, en hinsvegar er fangelsið, mælti ég. Hvar ætlaröu að sökkva því? Einhversstaöar undan ströndum Ástralíu, býst ég við. Hvað um okkur og skipshöfnina? Við höldum til lands 1 björgunarbátnum. Við verðum að sæta lagi, þegar veður er gott. Við borgum mönn- unum og segjum þeim að dreifa sér. Svo finnum við okkur góðan dvalarstað, fjarri menningunni. Og svo..... Við látum sem við höfum verið þar nokkrar vikur og aldrei komið til Paradísareyjar. En þú sendir símskeytið frá Omatu? Hvert í hoppandi. Já, það er satt. Hvernig hafðix'ðu hugsað þér að færa líkur fyrir því, aö við hefðum veriö lengur á landi, en rétt væri. Mér hafði dottið í hug að múta einhverjum presti til þess aö falsa dagsetningu á giftingarvottorðið. Hún fór að skellihlæja. Henni fannst þetta svo fárán- legt, Eg fór líka að hlæja. Þannig leið morguninn. Við vorum komin fimmtíu mílum nær Ástralíuströndum, en ekki spönn nær lausn þessa vandamáls. Á meöan við, snæddum hádegisverð, rann upp fyrir mér ljós. Eg var að stinga upp 1 mig laxbita, lagði allt í einu frá mér gaffalinn og staröí á Virginíu. Heyrðu góða, mælti ég. Hvernig væri, að við hættum alveg við að fara til Ástralíu — fyrst um sinn? Við get-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.