Þjóðviljinn - 29.12.1940, Síða 3

Þjóðviljinn - 29.12.1940, Síða 3
ÞJÖÐVIL JINN Sunnuda,gur 29. desember 1940 ,Mhi‘ falsar grsln eitir Paul Robe I Inn í ádeílugreín gegn audvaldí og afturhaldi er lsett níðí um kommúnísmann en Robeson er sjálfur kommúntstí! í síðasta hefti tímaritsins “Stundin” er birt þýð'ing á grein eftir Paul Robeson, hinn heimsfræga negrasöngvara, og birtist greinin nýlega í amer- ísku tímariti. Þeim, sem vita að Paul Robeson hefur hvaö eftir annaö gengið fram fyrir skjöldu til varnar amerískum kommúnistum, vita, að hann hefur sent einkason sinn til langdvalar í Sovétríkjunum, vegna þess að það er eina menningarlandiö, þar sem eng- inn greinarmunur er gerður á kynþáttum, að hans eigin sögn, — mun koma endir grein arinnar í “Stundinni” kynlega fyrir sjónir. Þar er ekki annað sjáanlegt, en að Paul Robeson sé farinn að hugsa líkt og ís- lenzkur þ j óðst j órnar grautar- haus, leggi að jöfnu kommún- isma og fasisma, og telji komm únisma eina tegund “aftur- haldsins”. Sannleikurinn er sá, aö Paul Robeson hefur ekki skipt um skoöun. Grein hans, sem hér um ræðir, “In what direction Paul Robeson are we going?” er markviss á- deila á afturhaldið í Bandaríkj unum og um allan heim. En “Stundin” falsar orð Robeson’s á hinn ósvífnasta hátt, inn í grein hans er lætt allt annarri meiningu en er í frumritinu. Þessu til sönnunar skal hér birt niðurlag greinarinnar á frummálinu og í þýðingu “Stundarinnar”. Paul Robeson: “Against this new twentieth century kind of enslavement the Negro people in America áre a living powerful bulwark. Fascism, oppression or bywhat ever name reaction is called — would lay a bitter bloody terr- or on the 12,000.000 Negroes in the Unfted States. And the strength of this 12,000,000 is one of America’s defenses against the loss of liberty for America’s 130,000,000’. < . - Orðið “kommúnismi”, sem hér er haft meö breyttu letri til að vekja athygli á því, stendur ekki í grein Robeson’s. En þaö gerbreytir hugsunar- innihaldi greinarinnar að bæta því inn á þessum stað, — það er ósvífin, vísvitandi fölsun á því, sem Paul Robeson er að segja og væri réttast aö hann fengi sjálfur að segja álit sitt á slíku athæfi. Fölsunin er að vísu einstaklega klaufaleg, sú fullyrðing, aö kommúnistar mundu beita negrana í Amer- íku “blóðugum og brjálæðis- kenndum ofsóknum” hlýtur að hljóma undarlega af vörum manns, sem sjálfur tekur virk- an þátt í frelsisbaráttu amer- ísku negranna, og hefur hvað eftir annað látið í ljós aðdáun sína á þátttöku Kommúnista- flokks Bandaríkjanna í þeirri IBTi ■ÍLKWHINL “Þýðingin” í “Stundinni”. “Blökkumenn Ameríku eru lifandi, máttugur skjólveggur gegn þessari nýju tegund þrælahalds, sem sprottin er upp úr tuttugustu öldinni. Fasismi, kommvinismi, kúgun — eða hverjum nöfnum sem afturhaldiö nefnist — mundi beita hinar tólf milljónir blökkumanna Bandarikjanna blóðugum og brjálæðiskennd- um ofsóknum. Og styrkur þessara 12 millj- öna er ein af vörnum gegn sviptingu frelsis og sjálfstæðis hinna 130 milljóna Bandaríkja manna”. baráttu, — flokksins sem hafði negra að frambjóöanda í vara- forsetaembættið við kosning- arnar í nóvember sl, Enda seg- ir Robeson ekkert á þá leið — hann er aö tala um kjör negr- anna undir óskoruöu valdi fas- isma og afturhalds. í þetta sama hefti “Stundar- innar” skrifa ýmsir þjóðkunn- ir rithöfundar, og hafa nöfn þeirra verið óspart notuð til að auglýsa tímaritið. Er ekki ólík- legt að þeir hugsi sig tvisvar um áöur en þeir leggja nöfn sín í þá hættu, að láta nota þau til útbreiðslu tímarits, sem leggst svo lágt til þjónk- unar þjóðstjórnarafturhaldinu að falsa greinar heimsfrægra manna og lauma inn í þær hugsanagraut ritstjórans eða trúnaðarmanna hans. St “Víkingur” nr. 104 held- ur fund annað kvöld á venju- legum staö og tíma: 1. Inntaka. 2. Erindi: Sigf. Sigurhjartars. 3. Upplestur: Þorl. Þorgrímss. 4. Áramótafagnaður og dans aö fundi loknum. St. Framtíðin nr. 173 Hátíðafundur í kvöld kl. 8,30 1. Vígsla nýliða. 2. Áramótahvörf, Æ. t. 3. Prédikun: Ástráður Sigur- steindórsson cand. theol. Hafið sálmabækur með ykk- ur. W RAFTÆKJA VIÐGERÐIR VANDADAR-ÓDÝRAR SÆKJUM & SENDUM PAtT.AÍKMVGRUUN - flAPVIRKJUN - VkOGCROAJTOCA Daglega nýsoðin S VID Kaffistofan* Hafnarstræti 16. Faust-sýning Stúdenta- félags Reykjavíkur Stúdentafélag Reykjavíkur verður 70 ára á næsta ári. — Mörg mál hefur það látið til sín taka á þessum árum, þó starf þess hafi ekki alltaf verið jafn þróttmikið. Þegar á fyrstu árum félags- ins sýndi það Útilegumenn Matthíasar (Skuggasv.) og Ný- ársnótt Indriða Einarssonar, og síðan hefur það öðru hvoru fengizt meira eða minna við leikstarfsemi, einnig gekkst það fyrir þrettándabrennu og álfadönsum, sem hér voru haldnir um langt skeið. Að þessu sinni efnir félagið til marionett-syningar og er það fyrsta sýningin af því tagi hér á landi. Leikform þetta er æfafornt og hefur náð miklum list- rænum þroska hjá öðrum þjóð um. Frægasti marionett-leik- flokkur nútímans er ítalskur og munu margir íslendingar. ;em dvalið hafa erlendis, átt íost á að kynnast list hans. Faust, leikrit það, sem Stúd- entafélagið ætlar nú að sýna, 2r fyrirrennari hins fræga Faust eftir Goethe og þykir fullvíst að Goethe hafi þekkt þetta leikrit. Frumsýning fer fram í há- tíðasal Háskólans og hefst kl. 8 e, h. Einn af kennurum Handíða- skólans, Zier, hefur annazt all- an útbúnað og undirbúning sýningarinnar, en hann hefur áður annazt slíkar sýningar í Þýzkalandi og Sviss. Léreftstuskur eru keyptar í Víkingspircnf hX «*wX'mXKKhXwX'hX*4XmX**XmX*í*XXH Áramotadansleikur glímufélagsins Ármann verður haldinn í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu á gamlárskvöld kl. 10 síðdegis. Dansað í báðum sötunum. Aögöngumiða fá félagsmenn fyrir sig og gesti sína í skrif- stofu félagsins á hverju kvöldi milli 8—10 síðd„ sími 3356. Aðeíns fyrir íslehdinga. Tilbjrnning frá loftvarnanefnd. Loftvarnanefnd Reykjavíkur hefur, vegna framkominna tilmæla frá stjórn brezka setuliðsins, ákveðið að merki um yfirvofandi loftárásahættu skuh framvegis standa yfir aðeins í 3 mínútur. Rafflauturnar munu þvinæst þagna þar til merki um að hættan sé liðin hjá verður gefið. Loftvarnanefnd. IÐJA, FÉLAG VERKSMIÐJUFÓLKS fhndhb verður haldinn í dag 29. des. 1940 kl. 5 e. h. í Aiþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Fundarefni: Samningarnir. Áriðandi aö íélagsmenn mæti. Stjórnin. F A U S T . Stúdentafélag Reykjavíkur hefur frumsýningu á Marionett- leiknum “Faust” í hátíðasal Háskólans á nýársdag kl. 20. Á undan leiksýningunni flytur Jón stúdent nýárskveðju. Önnur leiksýning 2. janúar. Félagsmenn geta í dag og á morgun tryggt sér aðgöngumiöa að báðum leikkvöldunum í skrifstofu gjaldkera félagsins, hr. Egils Sigurgeirssonar lögfræðings, Austurstræti 3, sími 1712, opið kl. 10—12 og 14—18.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.