Þjóðviljinn - 17.01.1941, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.01.1941, Blaðsíða 3
í>J OÐVILJINN Föstudagur 17-. janúar 1941. Var Stephan 6. Stephans- son landrí ðamaðnr ? Afsfada KlcffafíaHasbáldssns tíl hcímsvaldasfyifjaíd^ Stephan G. Stephansson var sósíalisti. Hann dróg enga dul á ])á sknöun sína. Heimsstyrjöldin 1914—18 var éldrauin fyrir hvern sósíalista. Pað reyndi á hugrekki og vit hvers einasta peirra, héort peir joyrgu að breyta samkvæmt sann- færingu sinni og hvort þeir reynd Ust menn til að standast blekk- iingar auðmanna.nna, — eða hvort þeir létu hrífast með af hern- aðaræði auðvaldsin-s og múgæs- ingum blaðanna, og kúgast af hðtuwum um landráðaákæru og fangelsisvist. Stephan G. Stephansson var sjálf ur brezkur þegn - og Kanada var í stríðimu. Og það vantaði ekki. áróðurinn frá hálfu hernað- arsinna og hótanirnar frá hálfu yfirvaldanina, jafnt í Kanada sem Bretlandi, ef menn voru andví'gar stríðinu og létu þær skoðanir í Ijósi. Þúsundum saman voru rót- tækir sósíalistar og aðrir and- stæðingar striðsins settir í fang- elsi vegna afstöðu sinnar. Hernaðaryfirvöidin brezku sögðu þá eins og nú,- að þau væru að berjast fyrir því aðkomu á lýðræði í heiminum- Þati lofuðu þá — eins og nú — að allt skyjdi verða miklu betra og rétt- látara fyrir alþýðuma eftir stríðið. Þau sögðu þá — eins og nú — að þ^u væru að berjast fyrir menningunni í heiminium, sem ,,Húnarnir“ ætluðu að granda. Stephan G. Stephansson var ekki ginkeyptur fyrir þessum fögru orðum. Hann efaðist ekki um eðli þessarar styrjaldar. t kvæði sínu1 „Vopnablé" lýsir hann af- stöðu sinni Um leið og hann dreg- ur upp mynd tveggja alþýðu- manna, beggja megin viglinunn- ar, sem mætast meðan verið er að ryðja valinn og skiptiast á hugsunum þessa skömmu griöa- stund. Það er hverjum holt að lesa það kvæði oft og rifja kenn- ingar þess upp fyrir sér. Skal það ekki gert hér nú. En í því lýsir hann eðli stríðsins, yfir- drottnunarkapphilaupii auðmainna- stéttanna, sem sé „Þjóðríkjanna haturskapp um markaö, til að fleyta ómegð sinni á öðrum allsþurfandi og srnærri — svo þau bítast ekki um frelsi, en villimanna verzlun." En bann veit líka hve erfitt var að vinna gegn því samtvinn- aða blekkinga- og ofbeldiskerfi, sem hervaldiðog stríðsæsingarnar vorui Hann hafði áöur lýst því í ,,Transvaal“, er hann segir: „Því bölvun lands og heims er her, sú böfðatala fægð og steypt, sem venst að láta siga sér, þar samvizkum ei inn er leyft. arínnar 1914—1918 Stephan G. Stepbansson Og fólksins blýðni, heimsk og sterk,. ,■ sér heiður metur skemdarverk." Öll samúð hans er með þeirn, sent hvetja til baráttu gegn strið- inu, sem skora á fólkið að risa Upp gegn þessari skelfilegu blekk ingu og kúgun, sem það er beitt. En þegar hann yrkir „Vöpnahlé" 1915, þá lítur enn i 11 a út fyrir þeirn möunum, sem ekki vildu svíkja sósíalismann oghéldu áfram að berjast gegn stríðinu. Hann lýs- 'ir því svo í ,,Vopn,ahlé“ og setur s j á 1 fur neða nm á 1 sti 1 v i tn a n irna r, svo ekki er um að villast við hviað hann á: „Hver hafa orðið forlög foringj- anna, fáu þeirra er ekki hafa brugðið friðarntæli sín, og vildu ei svíkja sannleikann i voða? Einn') er myrtuir', annar-') fyrir sömu sök er gerður rsvivirðing í eigin hóp ogdæmdur, yfirgefinn rænula'us af raunum reikar nú sá þriðji3) um grafar- hakkan n.“ 1) Jean Jaurés — 2) Liebkwecht — 8) Kejr Hardie. En Stephan G. lætur ekki þcssi hyggijegu örlög frönsku, þýzku og ensku ve rk a 1 ýðsl e iðtoganna, sem reyndwst sósialismanum trú- ir, hindrá sig í því að feta í þeirra fótspor. Hvert kvæðið í „Vígslóða" á fætur öðru er árás á striðið og stríðsæsingarnar og það er ekki verið að skera utan af hlutun- tinn. ( Það 'er í þessu sambandi eftir- tektarvert að Stephan einbeitir allri árás sinni gegn brezka auð- og hervaldinu. Ekki miutt það vera vegna þess að bann bataði þýzka hervaldið og auðjöfrana jiar minna (eins og sést líka í „Vopnahlé"), heldur vegna hins að hann vissi vel, hve ódýrt það var að ráðas't á þýzka aiuðvaldið í skjóli hrezkra byssustingja í Kanada, — það gat hvert and- legt leiguþý brezka hervaldsins 1 gert. Þvi einbeitti Stephan ötlum þrótti ádeilu sinnar að Englandi. Og það er ekki alltaf fallegt, sem hann segir, svo sem t. d. kvæðið „Sláturtíðin“ 1916. „Evrópa er sláturhús, þar myrða þeir af móði, og mannabúka í spaðtunnumar^ brytja í erg og gríð. Við trogið situr England og er að hræra í olóði, með öllum sínum kaupmönnum og bæjargötu-]ýð.“ Þau hafa vafalaust þótt bci-a nokkuð ríkan vott utn skort á „ást á lýðræðinu" eða* „virðingu fyrir heimsmenningunni" kvæðin hans þá. Hann var líka litinn homauga af þeim, sem einir þykjast hafa rétt til að vita hv,að „Íýðræði" og „föðurland" sé — og túlka þann rétt þannig að þeir einoka hvorttv-eggja fyrir sig og sina. Stríðið færðist nær og nær Is- lendingunum í Vesturheimi. Blöð- ijt höniuðust að fá þá í striðið með hinum „brezka málstað", með „lýðræðinu", með „heims- menningunni“. Og fjölmargir ís- lendingar fóru. Þeir voru rómaðir sem hetjur, tiguaðir af blekkttim lýðnunt, hrósað af hernaðaryfir- völdunum, krossum prýddir við heimfoomuna, — þeir, sem þá kornu heim aftur og dóu ekki hetjudauðanum „fyrir föðutland- íð“ í hinni frækilegu herferð yf- ir hafið. En Stephan G. leit öðru vísi á málið. 1917 orti hann djarfasta kvæðið, sem hann ef íil vill nokkurn tíma hefir ort, þar sem hann talar fyrir munn Fjiall- konunnar „til hermaunanna, sem heim koma“, á þessa leið: „Mér hrynja tár um kinnar, mér hrekkur ljóð af vör! Við heimkomuna ykkar úr slíkri mæðuför, með skarð í hverjlum skildi, með bróðurblóð á hjör. Þann allra stærsta greiða — en vildarlaust — mér vann, Sá vopnum fletti börnin min! Og sátt er eg við hann! Unt gest minn síðan óhtvlt er, og húlf um heimamann. En vei sé þeim! og vei sé þeim, sem véla knérunn minn, að vega blindra höndum í grannaflokkinn sinn, Eins hermilega og Höður, til óráðs aúðsvi'kinn, Minn frið til jveirra, er féllu. Þú kyrð og kös þá geyrn! Og Kainsmerki leyndu undir blóðstorkunni á þeim. En að fá þá minni.-menn, tsern heimtast aftur heim, I Er húgarraun mér þyngst." Við, sem nú lifum, getutu vafa- laust skilið, hvernig aðdáendum hins brezka málstaðar hefir orð- ið við slik kvæði sem þessi, hver svivirða þeim hefir fundizt að gerð væri hintim brezka her, hver Pai ælti ii ianni slifo iiru m iil ntlrra n aetia ad Ua í Mn Þjóðviljinn vakti nýlega máls á þeirri hættu, sent yfir vofði, að milljónainæringarnir, sent sök- unt skattfrelsisins ekki vita hvað þeir eiga við peningana aö gera, keyptu upp allar álitlegustu eign ir, sem þeir gætu klófest, þar á meðal. jarðir í sveitum. Það er eitt mál, sem væri rétt að athuiga í þvi sambandi, og það er hvort ekki ætti að banna sölu jarða, neiua til þeirra, sent ætla að búa á þeim. Minnsta kosti verð ur að leita einhverra ráða til að hindra það að jarðirnar og aðrar glæpur væri með þessu drýgður gagnvart „lýðræðinu" og „menn- ingunni". Það vantaöi heldur ekki land- ráðaásakanirnar á Stephan G. af hálfu æstustu Vestur-Islending- anna í og eftir strið. Svo langt var gengið í hrigslunum af hálfu braiskaranma, að hann var minnt- ur á, að „islenzka þjóðin skuld- aði honum ekki einn dollar“ og „kvæðin sín hefði hann ort fyrir sjálfan sig“. Það er og haft fyrir satt, að einhverjir hafi lagzt svo lágt að koma til yfirvaldanna fremur ill- viljuðum þýðiingum á róttækustu kvæðum hans, og hafi það þá legið við, að Stephan yrði settur í tugthús fyrir laudráð, ep að séra Rögnvaldur Pétursson hafi afstýrt þessu með áhrifum sinum. Þekking Klettafjallaskáldsius á eðli og 'orsökum styrjaldarinnar og hugrekki þess að segja sann- færiugu sína, er hverjum manni til fyrirmyndar, einnig í þeirri heimsvaldastyrjöld, sem nú er háð. Hatur Stephams G. til her- valdsins og landrána þess birtist pkarplega í þessum visuiorðum úr ,,Transvaa]“: „Þín trú er1 sú að siilsa upp grunJ; þtn siðmenning er sterlingspund.“ Og ef við fslendingar, sem nú lifum, tök'um svo þar að afuki hina sterku, hreinu föðurlandsést Stephans til fvrirmyndar, — þá verður afstaða vor til heims- valdastyrjalciarinnar og hertöku lands vors vart betur né réttar mörkuð. En það mun ekki skorta s.iður nú en þá þýin, sem hrópa upp um „landráð, landráð", ef ekki er dansað eftir pipu auðjöfranna U’tanlands og innan. fasteignir komist á hendur brask aranna. Bezta ráðið er vitanlega skatturinn á milljónamæringana. Skattlagningin á stríðsgróðaimenn ,ina er í senn hagsmunamál verka lýðs og millistétta og hin bezta trygging þjóðarinnar gegn ofur- valdi þeirra. Ilngu maedur Saumíð sjálfar fyrstu barnafötin. Ég sníð og leíðbeíní Steínunn Mfrdaí Sbólavörðustíg 4. Gerízf áskrífendur að tímarítínu ,Réttur‘ Síðara heftið 1940 nýkomið út Daglega nýsoðin S VIÐ Kaffistofan* Hafnarstræti 16. SalBb ðskrifesdiH ÁskriKendnr Réttir í Reykjavík eru beðnir að koma á afgreiðsluna í Austurstx-æti 12 og greióa árgjaldið fyrir síðasta ár með 5 kr. AFGREIÐSLA RETTAR, Austurstræti 12.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.