Þjóðviljinn - 17.01.1941, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.01.1941, Blaðsíða 4
REVÝAN 1940 Úrbopglnnl Nœturlœknir í nótt: Gunnar Cortes, Eiríksgötu 11, skni 2924. Nœturvördur er þessa víku í Reykjavíkurapóteki og Lyfjabúð- inni Iðunni. Páll isólfsson flytur í kvöld þriðja útvarpserindi sitt um skiln ing á tónlisty Að þessu sinni skýr- ir Páll Pastoral-symfóniuna eftir Beethoven. Útvarpid í dag: 12,00 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukennsla, 2. fl . 19,00 Þýzkukennsla, 1. fl. 19,25 Hljómplötur: Orgellög. 19.50 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: „Kristín Lafr- ansdóttir", eftir S. Undset. 21,00 Erindi: Um skilning á tón- list, III: Pastoral-symfónían, eftir Beethoven, mieð tóndæm- um: Páll Isólfsson. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Revyan “Forðum í Flosa- porti”, var sýnd í gærkvöld í 43. sinn, fyrir fullu húsi og urðu margir frá að hverfa. Sýning verður 1 kvöld. Þjóðverjar vílja losna víð Stauníng úr dönsku stjórn ínní Samkvæmt fregn frá London hefur þýzka stjórnin farið þess á leit við Kristján X. Danakonung að hann endurskip.ulegði danska ráðuneytið, o-g yrði endurskipu lagningin m. a. í þvi fólgin að Stauning gengi úr' stjórninni. Konungur neitaði að verða við þessum. tilmælum. i F Ástands-útgáía verður leikin í Iðnó í kvöld kl. 8 V>. Aðgöngumiðar seldir ,fré. kl. 1 í dag, — Simi 3191. Lækkað' verð eftir kl, 3 Skjalda borln Skjaldborg, í daglegu tali köll- uð Skjalda, félag Alþýðuflokks- manna innan Dagsbrúnar, hefur orðið léttari og fætt lista, sem Styrjöldín Framhald af 1. síðu. isins, að árásin hafi staðið mest alla nóttina og hafi verið harðasta loftárás er gerð hafi verið á Wil- helmshafen. Tjón varð mjög mikið, oig telja Bretar, að Þjóðverjum muni ekki verða gagn að flotahöfninni næstu mánuðina. Árásir voru einnig gerð ar á Emden, Bremerhafen, Rott- erdam, Vlissingen og Brest. Þjóðverjar gerðu loftárásir á London og borgir á suðau'Stur-. strönd Englands og í Midlands. Flugvélarnar, er árásirnar gerðu á London, vörpuðu miklum fjölda eldsprengja. Kom allvíða upp eld ur, sem þó tókst fljótt að slökkva að því er brezkar fregnir herma. Bretar senda nú stöðugt orustu flugvélar gegn sprengjuflugvél- um Þjóðverja, einnig að næturlagi Segja brezk blöð að töluverður árangur hafi þagar náðst, oghafi orustuflugvélunum ]ægar tekizt að gera sprengjuflugvélunum marg- an óleik, hrakið sumar á flötta, en skotið aðrar niður. Það er þó viðurkennt, að loftárásirnar að næturlagi séu enn hættulegustu árásirnar, en stöðugt er unnið að því að finna upp varnir gegn þeim. ' verða á í kjöri við stjórnarkosn- ingar. í Dagsbrún. Listinn er þannig skipaður: i: Httraldur Giwnmmlsson ,Jteid,ursstúdent“ formaður. Á síðasta. Dagsbrúnarfundi vioru ýmsir verkamenn að hugsa um að leggja fram tillögu um að gera Harald að „heiðursverka- manni“. Af þessu varð þó ekki en fullvíst má telja að tillaga þessi hefði verið samþykkt með samhljóða atkvæðgm, og sé þvi syndlaust að kalla Harald „heið- ursverkamann" auðvitað án þess að svipta stúdenta þeirri sæmd, að kalla hann við og við „heið- ursstúdent“. 2. Torfi Þorbjarnarson. Hann hefur verið gjaldkeri félagsins sl. ár, og gætt sjóða þess. 3. Sigurður Guðmundsson. Hann hefur unnið að útreikningi launa fyrir Bretavinnu, af kappi og sam vizkusemi, síðan auglýsingastjóri Alþýðublaðsins tók það starf úr höndum Dagsbrúnar. En hver fær launin? Því er Alþýðuhlaðið brezkara en brezkt? 4. Jón S. Jónsson, kallaður Júd- as, af því að hann seldi félaga sína og landa í hendur Bretans til þess að greiða götu atvinnu- rekenda i baráttu þeirra við Dags b rún a rv e rkamenn. 15. sætið mun enn ekki hafa fengizt nógu lélegur maður. Svona er kálfurinn hennar Skjöld*. Ekki er hann lífkálfs- legur. Stauning (í miðið) myndin tekin á fer&alagi í, Löndon 0 0 0 '0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 s Anna Liegaard Skáldsaga cftir Nini Roll Anker “Klara Ringei\»er laglegasta stúlka. Þaö er leitt aö hún skuli ekki vera úr okkar hóp”, Á miöju gólfi í danssalnum tóku gestgjafarnir á móti hinum kátu gestum. Allir tóku innilega í hönd frú Lie- gaards, þetta haföi veriö skemmtilegt kvöld og ágætur basar, og Anna átti framar öllum heiöurinn af því. Roar stóð viö hlið konu sinnar, brosti cg hneygöi sig. Anna var vinsæl, öllum bæjarbúum -þótti vænt um hana. Allt í einu minntist hann kvölds frá stúdentsár- unum, — félagarnir, sem svo oft áttu athvarf á heim- iii Önnu, héldu henni veizlu, og hylltu, hana, eins og gert var í kvöld. Þá haföi hann ekki .enn> átt neitt til- kall til hennar, var aöeins einn af mörgum aödáendum, Hann leit við og horföi til konu sinnar. Hún var glöö og kát, formfagrar varirnar titruöu. Og löngun eftir sátt viö hana altók hann; það var eins og fang- elsishurö hefði opnazt, hann færöi sig nær henni. Skömmu síöar hitnaöi honum svo að hann varð aö taka af sér gleraugun. Þegar hann seinna um kvöldiö dansaöi í hátíöasaln- um meö frú Harris i faöminum, fylgdi hann meö aug- unum hinu parinu, sem var stundarkorn eitt meö þeim á gólfinu, Anna og lögreglustjórinn. Hrynjandi dans- lagsins ólgaöi í hinum beinvaxna líkama hennar og geröi hana unga og liðuga. Strax og þau voru bæöi laus, gekk hann yfir til hennar. “Eigum viö aö dansa, Anna?” Hún brosti. Slétta háriö hennar hafði ýfzt yfir öörum vanganum, — hann strauk það niður áöur en þau hófu dansinn. Og meðan þau svifu hægt meðal unga dans- fólksins, horfði hann hugfanginn á rjótt andlit hennar, eins og þaö byggi enn yfir leyndardómum. Hann dansaði ekki meira um kvöldið. Inni viö borðiö með drykkjarföngunum hlustaöi hann stundarkorri á tal Sturlands og fleiri karla um skattamál, en sagöi ekkert sjálfur. En síöan var hann mest í danssalnum, hallaöist upp aö þili og fylgdi dansfólkinu meö aug- unum. Þaö hafði eitthvaö komiö fyrir hann, hjartaö sló ör- ar, það var léttara yfir honum en verið hafði mánuöum saman. Hann var eins og maöur í afturbata, gætti sín aö trufla ekki þaö sem var að gróa innra með honum, en foröaöist að beita viö þaö hugsuninni. Þarna dans- aöi Per; grannur og íturvaxinn eins og ungur íþrótta- kapp. Þarna var Ingrid á gólfinu, meö áhyggjur vegna danssporanna, þetta var í fyrsta skipti sem hún fékk aö fara á ball með fullorönum.,.. Þegar leiö á nóttina varö kætin ákafari, allir vildu nota síöustu mínúturnar áöur en ljósin slokknuöu, all- margt af- roskna fólkinu var komiö af staö. Roar sá snöggvast bregða fyrir konu Tillers tollgjald- kera úti á gólfinu í fanginu á Bensen kolakaupmanni. Hann haföi ekki séð hana fyrr um kvöldið, og minnt- izt þess nú aö maöur hennar lá í lungnabólgu. En konan setti sig aldrei úr færi ef einhversstaöar var dans- aö, og hún hafð'i ekki getaö stillt sig. .. . Kátur glampi kom í augu Roars. Hann fylgdist meö frú Tiller af athygli, hún dansaöi jazzinn svo aö negra- dansari heföi mátt öfunda hana. ... Dansherra hennar hélt bráð sinni fast aö sér, þaö hvítmataöi í augu hans undir loönum brúnum, eins og hann væri í miöilsdái. Þau eiga saman, hugsaöi Roar, og blístraöi lágt. Frú Pryser, er sat viö hlið hans, leit upp. Einnig hún hafði fylgzt með þessum undarlegu hjúum gegn- um stangargleraugun. “Þetta fer ílatt áöur en nokkurn varir, Liegaard”, sagöi hún lágt. “Trúið mér til þess”. “Já, öll hin sýnast- þægöarskepnur hjá þeim”, svar- aöi hann lágt. “Húh dansar eins og skækja”. “Já, hún er ekki kynfreðin”, Orðin skruppu út úr honum og hann brosti, hann gat ekki stillt sig um að taka svari litlu konunnar, sem haföi ergt hann meira

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.