Þjóðviljinn - 19.01.1941, Page 2
Sunnudagur 19. janúar 1941.
ÞJOÐVIL JINN
þlðOVIUINII
t?tgefaadi:
Sameiniugarflokkur alþýðu
— Sósíalistaflokkuriiui.
Bitatjórar:
Einar Olgeirseon.
Sigfús A. Sigurhjartarson.
Ritstjóm:
HYerfisgötu 4 (VíkingB-
prent) sími 2270.
Afgreiðsla og auglýsingaskrif
stofa: Austurstræti 12 (1.
haeð) sizoi 2184.
Asferiftargjald & mánufii:
Reykjavik og nágrenni kr.
2.50. Annarsstaðar á land-
inn kr. 1,75. I lausaaölu 10
anra eintalrið.
Víkingspreut h.f., Hverfisgötn
Lýdsfíóriiarhrcyf-
ingin í Bretlandí
Fregnin um lýðstjómarhreyf-
inguna í Englandi mun vekja
fögnuð hvar um heim, sem hún
verður birt. Gildi þessarar hreyf
ingar fyrir þjóðir heimsins, sem
nú þjást undir fargi styrjaldar
og stórveldakúgunar er gífur-
legt.
Þiað hefur ekki getað hjá því
farið að tvískinnungurinn í hinni
opinberu stjórnarpólitík Eng-
lands vekti tortryggni og andúð
um víða veröld. Urn leiðogstjórn
Englands lýsti því yfir að hún
væri að berjast fyrir lýðræði, hef-
ur hún sjálf neitaö 4/5 hlutum
:af íbúum Bretaveldis um lýðræði.
Um leið og hún sagðist vera
að berjast fyrir frelsi undirok-
uðu þjóðanna, hefur hún sjálf
undirokað á einvaldsvísu þjóðir;
sem eru fimmtungur alls mann-
kynsins. Um leið og hún þóttist
vera að berjast fyrir jafnrétti;
manna, hefur hún viðhaldið og
aukið misréttið millíi rnanna og
stétta svo stórko<stlega að reiði
fjöldans hefur farið sívaxandi
vegna þess.
Það er þessi tvískinnungur, sem
veldur því að menn hafa svo
oft og réttilega brennimerkt strið
Englands sem stríð auðmannarma
ensku, er aðeins hafi lýðræðið
að yfirskyni til þess að blekkja
lýðinn og lýðræðissinna til fylgis
við sig. Stríðið hefur því frá
hálfu ensku auðmannastéttarmn-
ar eins og frá hálfu þýzka auð-
valdsins verið heimsvaldastríð, þó
lýðræðið væri nú á ný notað sem
yfirvarp eins og í stríðinu 1914
—1918.
Þessi lýðstjórnarhreyfing, sem
verið hefur að váxa í Englandi
undanfarið og nú hefur skipu-
lagt sig á landsmælikvarða með
þjóðfundinum í Lond-on, stefnir
að gerbreytingu á ölhim þessum
málum.
í fyrsta lagi ætlar hún að knýj-a
fram stórfelldar hagsbætur fyrir
alþýðuna, ekki aðeins hvað snert-
ir lo-ftvarnabyrgin — sú barátta
hefur þegar borið árangur víða —
heldur og hvað almennar umb-æt-
ur snertir. Það þýðir a-ð auðvald-
ið brezka verður knúið til að láta
af einhverju af fiorréttindum sín-
um’til ágóða fyrir alþýðuna.
En- í öðru lagi stefnir hreyfing
Jjessi að því að knýja fram al-
geran sigur lýðræðis og þjóðfrels
BÆKUB
Lewis Broad; Winston
Churchill — Víkingsút-
gáfan 1940.
Síöan Winston Churchill
varö forsætisráöherra Bret-
lands, hefur hann veriö brenni
depill allra umræöna um sig-
urhorfur lands síns. Þessi bók
er glæný og samin meö þetta í
huga. Hún er því lesin mikið
og nokkuö rædd.
Á forsíöu blasir viö mynd
strokufangans 5 feta stutta.
sem Búar lýstu svo fyrir 40 ár-
um: — gengur álútur, föl-
ur, meö rauðbirkiö hár, lítt áj
berandi yfirskegg, talar út um
nefiö* getur ekki sagt “s”
skýrt”. Þessi náungi lifir lengi
í þjóðsögum. Þjóðverjar eru
nýfarnir aö líta á hann sem
djöful í mannsmynd, pólitískir
óvinir hans 1 enskri yfirstétt,
liafa oft verið á svipaöri skoö-
un, en í íslenzkum þjóðsögum
hefur öldum saman ríkt þetta
álit á lágum manni rauðskeggj
uöum.
Á hættustund finnst Bretum
hann nú bera höfuð og herðar
yfir aðra menn og segja eins
og stendur í bókarlokin: “Ef
Winston Churchill hefur ekki
veriö lýst hér sem manni gædd
um ótta firrtu hugrekki, stál-
haröri viljafestu og ósveigjan-
legu þoli ásamt mjög víðtækri
is og byrjar heinia hjá sér, þar
sem hægast er við að ráða og
skýrast liægt að sýna öllumheim
inum að alvara búi á bak við. Lýð
stjórnarhreyfingin krefst þess að
Indland fái fullt frelsi og ný-
lcnduþjóði: Englands fái fullan
sjJ Ifsák’ crðuiianétt.
Með þessu cr fáni lýöræðisins
hafinn á loft í Bretaveldi sjálf'u
og þá fyrst er hægt að bera þann
fána fram óblettaðan utan ]>ess.
En það er hinsvegar vitanlegt að
auðjöfrarnir ensku, sem nú græða
hundruð milljóna af sterlings- |
pundum á ári með einræðinu yfir
Indlandi, verða hatrammir gegn
því að iýðræði og þjóðfrelsi kom-
ist á í Indlandi. Þessvegna mun
lýðstjórnarhreyfingin verða að
heyja hina skörpustu haráttu við
þetta auðvaid til að knýja fram
sigur lýðræðis og þjóðfrelsis í
Bretaveldi sjálfu.
En hreyfing með slíka stefnu
sem þessa stendur ólíkt betur að
Vígi í stríði við Hitler, en núver-
andi auðmannastjórn Englands.
Verði Indland frjálst ög kjör al-
þýðunnar bætt, eru öll skæðustu
undirróðursvopnm slegin úr
hendi nazista, en þjóðum þeim,
siem stynja undir oki þýzka auð-
valdsins hinsvegar gefin hinglæsi
legustu fordæmi.
Ekkert er líklegra en isinmiH
að sigur lýðstjórnarhreyfingarinn-
ar í lEnglandi yrði táknið til upp-
r-eisna kúgaðra þjóða og undir-
stétta Evrópu.
Og lýðstjórn-arhreyfingin ger-
ir sér Ijóst, að hún verður að eign
ast sterkan bandamann á megin-
landi Evrópu, ekki aðeins frelsis-
þekkingu á styrjaldarmálefn-
um, þá hafa verið gefnar hér
rangar hugmyndir um þann
mann, sem viö höfum faliö ör-
lög okkar í hendur. Alla þessa
eiginleika á hann í ríkum
mæli”. - Vafalaust réttur dóm-
ur og rekst ekki heldur á þjóð-
trúna.
“Sá gamli” er gælunafn, sem
fer auðvitað betur brezkum
stjórnmálamanni en öðrum,
því að ekki mátti Churchill
yngri vera en hálfsjötugur,
þegar hann var fyrst talinn
hæfur til aö vera forsætisráð-
herra. Gamlir menn og gamalt
heimsveldi, sem gæta þarf pen-
inga sinna umfram allt, eiga
stundum furöu lík áhugamál.
En Churchill er hermaöur
og heimsveldissinni af lífi og
sál meö nóg áhugamál frá
manndómsaldri sínum. Ef
horft er gamanlaust á hrein-
skilna mynd hans, minnir hún
lítiö á gamla menn eöa “þann
gamla”, miklu heldur á harö-
jaxla hins forna lieimsveldis
viö MiðjárÖarhaf,
Brennur þrá til frama af enni
og augum,
ást til náms og tignar, fíkn
til gjaldsins;
— ver með hreysti, viljans eld
í taugum —.
hreyfingu hins kúgaða fjölda,
heldur og Sovétríkin, sterkasta
herveldi heimsins.
Því þó lýðstjórnarhreyfingin
vilji frið, þrái að binda enda á
hlóðbaðið og nranndrápin, þá ger
ir hún sér Ijóst, að til þess að
það sé hægt, þarf að gera frið-
inn þannig úr garði, að orsökum
styrjalda'nna sé útrýmt. Þessvegna
er frelsi þjóðanna, afnám nýlendu
k-úgunarinnar -o-g þær fjármála-
legu o-g þjóðfélagslegu umbreyt-
ingar, sem í því sambandi eru,
nauðsynlegar gerðar að skilyrði
fyrir friði.
Lýðstjórnarhr-eyíingin reiknar
auðsjáanlega ekki með því að
BancIai'íkjaauð\raI(lið miuni styrkja
enska lýðs-tjórn i raunveruiegu
lýðræðisstríði gegn Hitler. Banda
ríkjaauðvaldið styður nú enska
auðvaldið sem minniháttarfélaga
í braskfyrirtæki, af því Morgan
& Co. búast til að ná tökunum
á hinu hrezka nýlenduríki. Sjái
Bandaríkjaa-uðvaldið hættu á því
að eðli strí-ðsins breytist, að það
hætti að verða heimsvaklastyrj-
öld í þágu auðmannanna, og
v-erði fr-elsisstyrjöld í þágu lýð-
ræðis og þjóðfrelsis, þá stöðva
Bandaríkin samstundis allar vopna
sendingar.
Lýðstjórnarhreyfingin ætlar sér
því auðsjáanlega að vera við öllu
búin.
Fyrir okkur Islendinga er al-
veg sérstök ástæða til að fagna
eflingu þessarar hreyfingiar. Fytr-
ir lýðræði og þjóðfrelsi í framtíð-
inni hér á landi, getur það riðið
baggamuninn að þes-.si frelsis -
hreyfing sigri nógu snemma.
Þess kyns þjóö voru Eng-
lendingar margir á uppgangs-
tímum sínum. Lestir þeirra og
kostir veittu þeim rómverska
sigursæld og drottnunaraö-
stöðu. SíÖan hefur þróun kapí-
talismans merkt óafmáanlega
bæöi öreiga alþýöuna og hnign
andi yfirstétt. Nú ei' þaö Winst
on, trúlofunarbarn hins enska
lávaröar og amerískrar borg-
arastúlku, sem er vegna bast-
aröseölis síns talinn fulltrúi og
ímynd hins sigurvænlegasta í
fari Englendinga aö fornu og
nýju.
Á þess kyns ímynd og átrún-
aöargoö má líta misjafnlega.
Bókin er varnarrit fyrir Churc
hill, og hirði ég ekki aö deila
við höf. um ást hans á honum,
frekar en um enska íhalds-
flokkinn yfirleitt. Fyrir kemur,
að höf. áfellist samtök Churc-
hills viö hina mestu aftui'halds
seggi, en gleöst yfir pólitískum,
fataskiptum hans, er hann t.
d. gekk í frjálslynda flokkinn
um skeið eöa hélt uppi allrót-
tæku stjórnarandófi. Báðir
flokkar hafa á víxl haft hann
að ráöherra, 14 ár samtals á
tímabilinu 1906—22, 5 ár á bil-
inu 1922—39 og loks nú í
þessu stríði. Þó lýsir það lífs-
stefnu hans enn betur, aö Búa-
stríðið, sem geröi hann þekkt-
an í æsku, var ekki nema 4.
styrjöldin, sem stráknum hafði
tekizt að trana sér fram í.
Bókin er greiölesin og glögg.
Þýðandinn sýnir góða getu og
þó nokkrar málvillur. — í vali
erlendra ævisagna til þýðingar
er æskileg sem mest fjöl-
breytni, og þá er þessi saga
talsvert betri en ekki, B. S.
Jóhann Bárðarson: Ára-
skip. — Útgefandi ísa-
foldarprentsmiöja.
Þessi bók er sérstök í öllu
bókaflóði síðastliðins hausts og
vetrar. Óbreyttur alþýðumað-
ur tekur þar saman hversdags-
legustú atriði úr atvinnulífi
þorps síns, skýrir frá þessu
eins blátt áfram og hann get-
ur, fær útgefanda, útgáfan
verðui' myndarleg, og áður en
nokkur vissi ,var hún uppseld.
Þetta er ævintýri til sæmdar
höfundi, útgefanda- og íslenzk-
um kaupendum, á sama tíma
sem þorri áskrifenda aö gjafa-
bókum Menningarsjóös, hin-
um ensk-þjóðlegu, nennti ekki
aö sækja þær til afgreiöslunn-
ar, fyrr en helzt var bæði kom-
inn Sultui’ í þýðingu Jóns frá
KaldaÖarnesi og mannslíkam-
inn eftir rithæfan innlendan
lækni.
Bókin er um fiskveiðar í Bol-
ungarvík um síðustu aldamót,
rétt áöur en útgerð tók að
breytast til nútímahorfs úr
því sniði, sem haldizt hafði frá
ómunatíö og í aðaldráttum
raunar frá landnámi. Margt í
bókinni getur átt við um alla
Vestfirði, sumt um land allt.
Hún er hin merkasta menn-
ingarsöguheimild ,því aö sjó-
mönnum og öllum, sem ég'
veit til, ber saman um aö trútt
sé fariö meö hvert atriöi og af'
víötækri kynning höf. sjálfs.
Hann var formaður á áraskipi
um skeiö. Honum hættir aldrei
til aö blanda saman útbúnaöi
áraskipa og vélbátanna síðar
eöa seilast þannig til löngu liö-
inna daga, aö frásögn hans sé
villandi heimild í því, ei' veru-
legu máli skiptir. Prófessor Ól-
afur Lárusson hefur ritaö for-
mála að bókinni. Aö loknum
inngangi höf., sem er óþarf-
lega mikiö sniöinn handa Bol-
víkingum sérstaklega, skiptist
hún niður 1 21 kafla um ein-
staka þætti, og má nefna til
dæmis: Fiskimiö,' Vertíðir, Ver-
búðii', Veiðiskip, Veiðarfæri, —
Fanggæzla, Skipaskækjur, Líf-
ið í landi, Slysfarir, Formenn.
Margar smásagmir lífga lýs-
ingarnar og festa heildarmynd
þessa horfna þjóðlífs í minni. í
ritinu eru góð kort og fjöru-
tíu og fimm myndir.
Til brimbrjóts í Bolungarvík
var veitt nokkurt landsfé, en
kostaði óheyrilegar eftirtölur.
jafnvel í sveit minni á öðru
landshorni. Þær hefðu orðiö
hóflegri, ef Áraskip hefðu ver-
iö komin út. Þaö vantaði ekki
aö menn vissu, hvaö lending-
arleysið kostaði þarna eða að
skip höfðu farizt með allri á-
höfn við landsteina, þó að
hundruð manna horfðu á úr
landi. Líf manna þóttu ekki
svo dýr, né glataöir dagar. En
menning þorpsins, sem hafði
þrátt fyrir allt fæst sjóslys til-
tölulega lætur enn síður að
sér hæða en dauðinn. Menn
neyðast til að sýna henni við-
urkenningu í verki. Eitt veröur
að minnsta kosti ekki hrakið.
Menningarsnauö alþýða yrði
hundflöt. Það er metnaöur al-
þýðumenningarinnar einn,
sem gefur stéttinni lífsrétt í
heild og þrek til að standa æ-
tíð á réttinum. B. B.
Nýtt blaö, sem heitir Breiöa-
blik hóf göngu sína í fyrrad.
Blaöinu er ætlað að koma út
hálfsmánaðarlega og fjalla um
bindindis- og menningarmál.
Ritstjórar eru Helgi Sæmunds-
son og Guöjón Halldórsson.
Blaöiö kostar 5 kr. á ári. Blaö
þetta hefur þarft verk að
vinna og er vonandi aó það
reynist vandanum vaxiö.
Fyrir nokkru. vai' stofnuð
Rauöa-Kross-deild á ísafirði
með 110 félögum. Deildin hef-
ur sótt um að vei'ða viður-
kennd og innrituö sem deild í
Rauöa Kross íslands, með
þeim skilyröum, skyldum og
réttindum ,sem þeim fylgja, og
hefur stjórn Rauða Kross ís-
lands nú veitt henni viður-
kenningu á þann hátt, sem lög
hans mæla fyrir.
Stjórn deildarinnar skipa:
Kristján Arinbjarnar héraðs-
læknir form. Kjartan Jóhanns-
son læknir, varaform,, Gunnar
Andrew, ritari, Sig. Þorkelsson
gjaldkeri, Guðmundur Jónsson,
frá Mosdal, Sig. Dalmann, Jón
A. Jóhannsson meðstjórnend-
ur.