Þjóðviljinn - 06.02.1941, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.02.1941, Blaðsíða 4
Nœturlœlmir í nótt er Eyþór Gunnarsson, Laugavegi 98, sími 2111. Nœturuördiir er þessa viku í Reykjavíkurapóteki og Lyfjabúð- inni Iðunni.. Útmrpíð. í dag, 18.30 Dönskukennsla, 1. fl. 19,00 Enskukennsla, 2. fl. 12,00 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 19.25 ErindL Uppeldismál, IV. Dr. Sínwn Jóh. Ágústsson. 19.50 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20.25 Lesin dagskrá næstu viku. 20.30 Erindi: Atvinnumálin 1940. Ól. Thors, atvinnumálaráðh. 21,15 Hljómplötur: ísl. lög- 21.25 Minnisverð tíðindi: Sigurð- ut Einarsson. 21,45 „Séð og heyrt". 21.50 Fréttir. 22,00 Dagskrárlok. Gjafir til Sly&avarnafélags ís- líinds á árinu 1940 (ekki auglýst áður). Frá velunnara félagsins kr. 50,00. Kvenfélag Bongarhrepps kr. 25,00. Eiður Benediktssion, Akur- eyri kr. 20,00. N. N. hr. 5,00. M.b. Geir Goði, Rvk. kr. 50,00. Mar- grét kr. 3,00. Gömul kona Rvk. kr. 5,00. Ungmennafélagið „Dðg- un“ Staðarfelli kr. 150,00. Kona, Borgarfirði kr. 5,00. O. Þ. Vest- miannaeyjum kr. 20,00, Jön Jak- obsson kr. 3,00. Oddur Jónsson kr. 3,00. Jón Rögnvaldsson, kr. 3,00. S. G. Rvk. kr. 2,50. Skips- höfnin á e.s. Lagarfoss kr. 140,00 Steinunn Jónsdóttir, Ósgerði, Ó1 afsfirði, Minningargjöf kr. 100,00 Bezto þakkir. ■— J.E.B. Gjafir í xekstrarsjóð björgunar skipsins „Sæbjörg" á árinu 1940. (ekki áÖur auglýst). Frá skip- stjóra og skipverjum á m.b. Þor steini, Rvk. kr. 75,00. M.b. Þor- steinn Reykjavík kr. 25,00. Kvenna deildin, ólafsfirði kr. 250,00. M. b. Kristjana Ólafsfirði kr. 100,00. M.b. Þór, ólafsfirði kr. 100,00.! Vélbátaábyrgðarfélag Akurnes- inga, kr. 300,00. M.b. Sigurfari, Akranesi kr. 100,00. M.b. Aldan Akranesi kr. 100,00. — Kærar þakkir. — J*.E.B- Æ- F. R. | £ Áhugaliðsfundur í kvöld kl. 8V2 í skrifstofu Æ.F.R., Lækjargötu 6A. Málshöfðun gegn Sígurðí Bene~ díkfssyni Dómsmálaráðuneytið hefur fyr irskipað málshöfðún gegn Sig urði Benediktssyni póstmanni fyr ir brot á 10. kafla hegningarlag- anna („landráð") og 18. kafla peirra, en hann fjallar um 'brot er hafa í för með sér almenna hætto. Situr Sigurður enn í igæzluj varðhaldi. Stríðíd í Afriku Framh. af 1. síðu. öllum vígstöövum í Afríku, aö því er tilkynnt er frá London. í Líbýu hafa Bretar náð á vald sitt bænum Cyrene, sem er um 80 km. vestur af Derna og eiga nú um 200 km. ófarna til Bengasi. Á þessum víg- stöðvum tóku Bretar í gær um 400 fanga og allmikiö af her- gögnum. Loftárásir hafa hvað eftir annað verið gerðar á flug stöðvar og járnbrautarstöðvar við Bengasi. Brezkar flugvélar liafa einnig gert árásir á her- flutninga ítala í Líbýu og valdið miklu tjóni. í Eritreu er ítalski herinn á undanhaldi, og verður að skilja eftir mikið af hergögn- um, því að brezku hersveitirn- ar fylgja fast á eftir. í Abessi- níu sækja Bretar og Abessiníu menn fram til Gondar og verð- ur vel ágengt. Málshöfðanírnar Framhald af 1. síðu. stjórum Þjóðviljans til að snúast. Þetta verður því ljósara, ef at- huguð er í þessu sambandi ven'j an hér á landi um þessi mál. Hingað til hefur verið leyfilegt að ræða alveg hispurslaust þau mál, er fyrir dómstólumim ligtgja og eins eftir að dómur er fall- inn. öllum er í minini afstaða and banninga til mála út af balnnlaga- brotom. Þá hefur og ekki síÖur verið tekin afstaða „opinberlega og greinilega“ með hinum dæmdu í þeim málum er áður fyrr snertu „landráð" og „uppþot“ svo sem dómana gegn Verklýðsblaðinu, Alþýðublaðinu og Þórberigi Þórð- arsyni út af Hitler, eða hinsveg ar dómana út af 7. júlí og 9. nóv. 1932. Verði því 121. greininni beitt eins og dómsmálaráðherrann ætl- ast til — og það undir þessum sérstöku kringumstæðum sem. nú cru, — til að dæma menn fyrir blaðaummæli, þá er þiarmeð stór um verið að takmarka prentfrels ið á íslandi, takmarka þlað' í þiágnj þeirra yfirvalda, sem ekkí viljá þiola aðfinnslur að gerðum sín- um. Qg verði það gert, þá vita ís- lenzk blöð, sem halda vilja uppi málstað frelsis og sjálfstæðip þjóðarinnar eins og nú er komið hvað þeim ber að gera: að taka upp það „þrælamál", sem notað er, þegar menn búa undir harð- stjórn og rnega ekki segja mein- ingu sína. Enskt borgarablað birtir eftir- farandi frásögn í sambandi við síðustu viðræður um viðskipta- mál milli fulltrúa þýzku stjórnar- innar, Schnurre, og fulltrúa Sovét stjórnarinnar i Moiskva. Fulltrúi Sovétstjórnarinnar í samningum var Masluk, og er hiouum lýst svo að hann sé þrjár álnir á hæð, með ljóst hár og blá augu, rétt eins og hann væri hiug- sjón Hitlers um þann hreina Aría íklædd holdi og blöði. Masluk þekkti mjög vel fjár- mála- og atvinnuás-tand Þýzka- lands og sannaði því hvað eftír annað fyrir Schnurre, að loforð nazista væru alveg út í bláinn. Á fyrsta fundi þeirra sló Schnur re Maslúk gullhamra fyrir útlit hans og bjóst auðsjáanlega við að koima sér á þann háfjt í rnjúk- inn hjá honum. „Þér eruð hinn sianni norræni maður“, — sagði Schnurre. Masluk svaraði þurrlega: „Góð fyndni hjá yður þetta. Ég er Gyð- ingur. Báðir foreldrar mínir eru af Gyðingakyni". JAMES JOYCE hinn heimsfrægi írski rithöfund- ur lézt nýlega í Ziirich' í Sviisis, að' undangengnum uppskurði, fimm- tíu oig átta ára að aldri. James Joyce er kunnastur fyrir skáld- sögur sínar „Ulysses", er kom út 1922 oig var árum saman bönn- úð í 'Bretliandi og Bandaríkjunum, og „Finnegau’s Wake“, sem kom út 1939. Frá 1910 bjó hann ýmist í Triest eða París, en var nýfluttur til Sviss er hann lézt. DR. EMMANUEL LASKER, þýzki skáksnillingurinn er ný- le(ga látinn, sjötíu og tveggja ára að aldri. Lasker var heimismeiist- jari í skák 1894—1921. Eftír hann liggja rit um helmspeki, stærð- fræði og skák. Hann var af Gyð- ingaættum og flýði land eftir að Hitler komst til valda, dvaldi í Sovétríkjunum um tíma, en var fluttur til Bandaríkjanna fyrir nokkru. Hann lézt í New York. Forsæti Æðstaráðs Sovétríkj- anna hefur ákveðið að stofna nýtt þjóðfúlltrúaráð (ráðuneyti), er beri nafnið öryggismálaráð, ag hefur Vsevolod Merkúloff verið skipaður til að veita því for- stöðu. Mál þau er heyra undir hið nýja þjóðfulltrúaráð heyrðu áðiur undir innanríkismálaráðið. Þjóðfulltrúi innanríkismála er Lav renti Bería. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, viskípela glös og bóndósir. 'FlöskubúðinBerg- staðastræti 10. 5395. 0 0 24 Anna Liegaard Skáldsaga cftir Nini RoW Anker rödd móður hans eyddi þeim. Þaö var eins og gráthljóð í rödd hennar, — gat þetta haft svona óhemju sterk á- hrif á hana? ,,En mamma, — þú hefir aldrei sýnt neinn áhuga fyr- ir stjórnmálum”. „Þess þarf ég ekki. Eg er fædd vinstri”. Það var eins og hún segöi: ,,Eg er fædd kóngsdóttir”. Per gat ekki að sér gert, hann brosti. Og nú byrjaði hún að tala um æsku sína, sagði hluti, sem hún hafði áöur sagt, stóö eins og í virkisgarði með gömul vopn í höndum. Stundum leit hún yfir borðið, þangaö sem maður hennar sat. Hvers vegna hjálpar hann henni ekki, hugsaði Per. Þau, sem hafa verið ung saman. En faðirinn þagöi og Anna brýndi raustina eins og hún væri að tala fyrir tvo. í miðri setningu um kjör verkamanna fyrr á tímum varð hún að þagna, — vinnukonan kom inn með eftii’- matinn. Annik skildi ekki þessa óvæntu þögn, og horfði foi'vitnislega á Bernhardínu, sem gekk kringum borðið og skipti á diskum. Hvers vegna vildi móðirin ekki tala meöan Bernhardína var inni? Hjarta Önnu sló ört. í kyrrðinni var eins og rödd hennar bergmálaði. Hún sat mitt á meöal sinna nán- ustu, sem hún hafði gefið alla ævi sína. Og enginn hjálpaöi henni, enginn virti hana. Meðan hún gaf yngstu börnunum eplaköku á disk- ana, talaði hún við þau. Og hún hélt áfram að áminna bau og Ingrid meðan þau borðuðu.. “Hnýttu þurrkuna um hálsinp, Sverre — nei, alveg aftur fyrir”. “Vertu ekki aö leika þér við boi’ðiö, Annik”. „Sittu bein Ingi’id”. Öðru hvoru leit Roar til hemrar, það komu kipi’ur í munnvikin, en hann þagði. Þá velti Ingrid allt í einu glasinu með saftvatninu, það flóði út yfir hreinan dúk- inn og fór líka í kjólinn hennar, hún ýtti stólnum frá box’ðinu og hljóðaði upp yfir sig. „Hana nú!” Taugar Önnu létu snögglega undan. “Því getui’ðu ekki passað þig einhverntíma! Hvað ertu eig- inlega að hugsa, stúlkan, sem átt að fermast í haust. Faröu fram strax og reyndu að skola úr kjólnum! Þú situr hálfsofandi viö borðiö og veizt ekki hvað þú ger- ir!” x Roar hafði lagt frá sér skeið og gaffal, í sama bili og Ingrid skellti á eftir sér huröinni tók hann ölglasið sitt hálffullt, og lagði það á hliðina svo að gulur vökvin^ rann út yfir dúkinn og náöi rauðleita saftvatnsflekkn- um. “Skál”, sagði hann. Per kastaði hnakka og skellihló. „Roar!” Anna starði á dúkinn. „Já, fyrst allt á að lenda hér í ónotum, er bezt að hafa þau svo um muni. Þakka fyrir matinn”. Hann stóð upp. Arma laut fram og tók höndum fyrir augu. Á sama augnabliki var handleggur litlu dótturinnar kominn um háls henni, hún kom upp í kjöltu móður sinnar og þrýsti sér að henni og klappaöi henni. „Vertu ekki aö gráta mamma, vertu ekki aö gráta! Góða, góða mamma mín, mér þykir svo vænt um þig”. En Anna gat ekki hætt, hún hágrét upp viö mjúka bai’nskollinn. Per hafði flýtt sér út. Sverre sat enn og horfði á móð- ur sína og systur, en svo ákvað hann að sýna karl- mennsku og hljóp fram hjá þeim með samanklemmd augu fram í eldhúsiö. Roar lagði hendina á öxl konu sinnar, en hún ýtti honum frá sér. Hann gekk hægt inn í stofuna. Þar kveikti hann sér í sígarettu og settist í einn lágu stólanna. Aldrei þessu vant hafði hann sjálfur munað eftir því að kveikja upp á kvistinum áður en þau gengu til borðs, þar voru nýj- ar bækur, sem hann langaöi til að lesa. .. En hann gat ekki farið upp strax. 00000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.