Þjóðviljinn - 12.02.1941, Síða 1

Þjóðviljinn - 12.02.1941, Síða 1
Miðvikudagur 12. febrúar 1941 35. tölublað. VI. árgangur. Bréf frá Jakobi Benedikts- syni cand. mag. hefur nýlega borizt hingað um Lissabon. skrifað 17. jan. Þar segir svo meðal annars: „Mér líður vel og hef nóg að gera, bauka við orðabókar- starf, en get lítið átt við aðra fræðimennsku í íslenzkum iræðum, því handrit öll eru lokuð niður. Jóni Helgasyni og hans fólki líður vel. Sendiráð- ið heldur lífi í stúdentum, en öllum þykir okkur fátt um tíð- indi heimanað... Annars var uppi fótur og fit þegar eintak af bók Halldórs, Pegurð himinsins, komst hing- að eftir miklum krókaleiðum. Það var kallaður saman stúd- entafélagsfundur í gærkvöldi. til að lesa upp úr bókinni. Á- hugi manna var svo mikill að við Jón Helgason lásum til skiptis viðstöðulaust í fjóra klukkutíma, komumst þannig yfir alla bókina, með því að fella úr nokkra kafla, og á fundarmönnum var enginn bilbugur að finna. Má telja fé- lagsmönnum þetta til heiðurs og Halldóri til frægðar”. Gyldendalsforlag í Dan- mörku hefur nú keypt útgáfu- réttinn að verkum Halldórs Kiljan Laxness, og kemur næst út í Danmörku Saga Ljósvík- ingsins öll í einu bindi hjá því forlagi, en áður hafði Hassel- balchs forlag gefið úttvöfyrstu bindin af því verki, Ljós heims- ins og Höll Sumarlandsins. Inflúensan fer hægt yfír Aðeíns 6 hjálparbeiðn* ír fil skáfa Inflúensan fer hægt yfir í Reykjavík, að því er læknar telja, og bættust við í fyrradag 360—370 ný tilfelli, sem ekki er talið mikið. Miðstöð skátanna fékk að- eins 6 aðstoðarbeiðnir í gær. Víða út um land hafa verið gerðar varúðarráðstafanir vegna veikinnar, og mörg lækn ishéruð sett í sóttkví. Franco og Suner fara fál Ifalíu. — Talíð að Hffler muní einníg fara fíl fundar víð Mussoííní Pfzh áfás á Gríkkland yfírvofandí ? Franco og utanríkisráðherra hans, Suner, fóru um Frakk land í gær áleiðis til ítalíu, en þangað fara þeir til fundar við Mussolini. Orðrómur gengur um að Hitler muni einnig vera á leið til fundar við Mussolxni, og muni þeir Mussolini og Hitler ætla að leggja á ráðin fyrir mikla sókn á hendur Bret um, og eigi að fá Franco til bcinnar þátttöku í styrjöldinni. Pétain marskálkur fór frá Vichy í gær áleiðis til Suður- Frakklands, og er gert ráð fyrir að þeir Franco muni hittast þegar Franco fer heim. líklegt að þýzkur her verði Þær breytingar hafa verið gerðar á Vichy-stjórninni und- anfarna daga að Darlan flota- foringi hefur verið gerður að utanríkismálaráðherra í stað Flandins og einnig að vara- manni Pétains, þannig að hann fer með ríkisstjóraem- bættið í veikindaforföllum marskálksins og tekur við af honum, ef hann fellur frá, og ekki hefur verið öðruvísi á- kveðið. í þýzkum blöðum og Þjóð- verjasinnuðum blöðum í París er haldið áfram árásum á Pé- tin, og telja þau lítið hafa á- unnizt við breytingarnar. l’O- evre í París segir, að Darlan sé að vísu eini maðurinn í Vichy, sem vilji af einlægni stuðla að góðri samvinnu við Þjóðverja, en þó hefði verið heppilegra að Laval hefði hlotið sæti í stjórn- inni og völd til að vinna að bættu samkomulagi milli Vichy stjórnarinnar og stjórnarinnar í Berlín. Frá útvarpsstöðinni í Tou- louse, sem er í hinum óher- numda hluta Frakklands, var í gær flutt ræða um samkomu- lagsumleitanirnar við Þjóð- verja. Var þar látið svo um- mælt að Frakkar væru enn x hættubeltinu, en aö Pétain- stjórnin væri einhuga um að lialda fast við ákvæði hlutleys'- issamninganna. Hernaðarundírbúníngur Þjóðverja á Balkan Margt þykir benda til þess aö Þjóðverjar séu að undirbúa hernaðaraðgeröir á Balkan- skaga. í Rúmeníu fara fram. miklir herflutningar, einkum til suðurhluta landsins, til landamæra Búlgaríu. í bi’ezkum fregnum er talið að sendur yfir Búlgaríu til Griklc- elands, og sé tilgangurinn sá, að neyða Grikki til uppgjafar. Talið er að búlgarska stjórnin liafi átt í einhverjum samning- um við þýzku stjórnina undan- farið, og kunni árangur þeirra að verða sá, að stjórnin leyfi þýzkum her yfirferö og láni Þjóðvei’jum hei’stöðvar í land- inu. Hefur búlgarska stjórnin neitað að semja við tyrknesku stjórnina um sameiginlegar varnir gegn þýzkri innrás. Fulltrúar stjórnarandstöð- xxnnar í Búlgaríu fóru í gær á fund stjórnarinnar, og ræddu yið hana hið alvarlega ástand. Styrjöldín í Albanlu Undanfarna daga hafa orðið ákafar loftárásir yfir Albaníu milli ítalskra og brezkra flug- véla. Hafa sprengjuflugvélar Breta gert ákafar loftárásir á slbönsku borgina Tepelini. — ítalskar sprengjuflugvélar gerðu í gær loftárás á borgina Janina í Grikklandi. Framhald á 4. síðu. Bcezk Mi Mussolini. Brezk herskip gerðu skotá- rás á hafnarbæinn Ostende snemma í gærmorgxm, og tókst herskipunum að skemma hafn- armannvirki borgarinnar, að því er segir í brezkum fregn- um. Ostende er ein hinna svo- nefndu „innrásarhafna” og liafa Þjóðverjar haft þar mik- inn hernaðarviðbúnað. Þjóðverjar viðurkenndu í hernaðartilkynningu sinni i gær að brezkar flotaeiningar hefðu ráðizt á Ostende, en bætti því viö, að sklpin hefðu verið hrakin á brott af strand- virkjum. Um tjón var ekki get- ið. Landvarnir Bandavikj* anna og Kanada undírbúnar La Guardia, forseti land- varnarnefndar Bandaríkjanna og Kanada hefur lýst yfir því, að áætlanir um sameiginlegar landvarnir ríkjanna séu nú fullgerðar, en að sjálfsögðu yrði ekkert látið uppi um þær að svo stöddu. Franco. Það er lærdómsríkt fyrir al- þýðu bæjarins að athuga, hvernig afstöðu borgarablöðin hafa tekið til loftvarnamál- anna eftir fyrstu vopnavið- skiptin hér á landi á sunnu- daginn. Alþýðublaðið reynir af veik- um mætti og auðsjáanlega frek ar slæmri samvizku að verja brezka setuliðið gegn ásökun- um, er þaö telur hafa komiö fram manna á milli, um „aö loftvarnir Breta hafi ekki reynzt eins vel og vænzt hefði verið og við mætti búast”. Svo Alþýðublaðið hefur þá orðiö vart við einhverja óánægju, enda fer meginhluti greinar- innar í þaö að verja hertökuna og sýna fram á að ekki sé hægt að verja borgir gegn loftárás- um. — En blaöið á ekki til eitt álösunarorð út af því, að gera borgir eins og Reykjavík að skotspæni í loftárásum, og því síður ’eitt orð um það, að hér vanti sjúkrahús, skipulag á hugsánlegum brottflutningum, sprengjuheld loftvarnabyrgi og dugandi framkvæmdastjórn í loftvarnamálunum, er hafi fé til umráða og völd. Það er á öllu auðséð að blaðið ber hinn brezka málstaö mjög fyrir brjósti, en þekkir ekki hinn ís- lenzka. “Morgunblaðið” steinþegir lika um þær kröfur er gei’a þarf. Það heimtar bara „Karl- mennsku og stillingu”, líklega samsvarandi þeirri, sem vissir auðm@nn sýndu í sumar, er þeir brunuöu á lúxusbílum sín- um upp í sumarbústaði sína, meðan fátækar barnafjölskyld- ur skorti fé til að klæða börn- in svo að þau komist í sveit. Vísir gerist samábyrgur um sama kæruleysið, og hin blöð- in. Eina undantekningin þar er Arni frá Múla, sem ritar einn af sínum ágætu „leiðurum” um loftvarnir Bretans, — Árni er ekki alveg að ófyi'irsynju Framhald á 4. síöu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.