Þjóðviljinn - 19.02.1941, Side 4
Þín sekt er uppvís, afbrot mörg og stór,
og enginn kann að verja málstað þinn.
Ó, græna jörð, þar Shakespeare forðum fór
til fundar við hinn leynda ástvin sinn.
Þú brennur upp, þér gefast engin grið,
og gamalt bál þú hefur öðrum kynt.
Ó, lát þér hægt, þó lánist stundarbið,
að lokum borgast allt í sömu mynt.
\
Og jafnvel þó á heimsins nyrztu nöf
þú næðir þrælataki á heimskum lýð,
það varð til einskis, veldur stuttri töf.
Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð.
Steinn Steinarr.
Sfyrkþcgamíir
glcycndusf
Framhald af 1. síðu.
umskapað almenningsálitið í
hverju máli varðandi kaup og
kjör verkalýðsins sér í hag.
Einnig gera nú hinir opinberu
starfsmenn hjá ríki og bæ,
sem bundnir eru á klafa ríkis-
valdsins og mega sig hvergi
hræra, geta ekki einu sinni
boðið hinum háu herrum að
horfast í augu við beittasta og
bezta vopn verkalýðsins: verk-
fallsréttinn — kröfur um
launabætur. Þeir verða því aö
fara bónarveginn, sem auð-
mjúkir þjónar og láta ráðast
hvað milljónamæringunum
þóknast að skammta þeim úr
sínu nægtabúri. — Hefur þá
enginn gleymzt? Eru þá allir
saddir, eða hafa góða von um
að seðjast? Þess væri óskandi.
en mikið mætti þá högum vor-
um vera breytt til batnaðar í
þessu litla auðvaldsþjóöfélagi
okkar, sem Jónas frá Hriflu og
Ólafur Thors reka sem gróða-
fyrirtæki, ef hvergi væri til
hinir útskúfuöu. Jú, þeir eru
til, því miður. Það eru styrk-
þegarnir, menn og konur, sem
sökum veikinda, slysfara og
fyrirvinnumissis — ekkjur og
aldraðir foreldrar — sem geta
ekki unnið erfiðisvinnu og
verða því eftir langvinnt sál-
arstríð og jafnvel hungur, að
taka þá ákvörðun, sem er sú
hryggilegasta í ævi flestra
styrkþega, að biðja hið opin-
bera um lífeyri, sem það er þó
lagalega skylt að veita án þess
að viðhafa nokkur undan.
brögð, eöa að reyna með sví-
virðilegum ráðum að drepa
sjálfsvirðingu þeirra, sem til
bæjarins leita og láta líta svo
út, sem styrk urinn sé ölmusa,
er veittur sé frekar af hjarta-
gæzku en þjóðfélagslegri
skyldu. Haft er það eftir óljúg
fróðum manni, að einn „fá-
tækrafulltrúinn”, sem kunnur
er aö fruntaskap við styrkþega
hafi sagt við unga konu, sem
vinnur fyrir börnum sínum
einsömul og leitaði til hans
um styrk, að svona ung og
girnileg kona þyrfti ekki að
biðja um styrk eins og ástand-
ið væri nú hagstætt fyrir ung-
ar konur! Þetta er táknrænt
svar við málaleitun alþýðunn-
ar, frá valdhöfunum. Margur
heidúr mann af sér, má segja
um'þá menn, sem nú sitja að
völdum hér á landi og eru
orðnir svó sýktir af mútustarf-
semi og sannfæringarsölu, af
öllu frjálsu og stolnu — og
ekki sízt síðan sá kom, sem
hefur full efni á að greiða vel
fyrir sálirnar — að þeir gera
ser ekki grein fyrir því, að til
eru íslendingar, sem enn eru
óspilltir af þessari mútusýki,
þó hún dafni nú vel á hærri
stöðum og sé að kæfa alla
frjálsa hugsun og athafnir
þrátt fyrir hinn óþjóölega og
hættulega fleðuskap og undir-
lægjuhátt valdhafanna við
hinn brezka „verndara”, eru
þó til menn og konur, :sem
liafa þann þjóðarmetnað að
.vilja ekki selja líkama sinn eða
sál fyrir hið brezka gull, en
slíkt athæfi er nú talið land-
ráð, að vilja halda hinum ís-
lenzka málstað óflekkuðum og
menn dæmdir í margra ára
fangelsi fyrir það, að vilja vera
íslendingar! Við þurfum ekki
að öfunda Norðmenn yfir
Quislingunum. Þeir íslenzku
fara í fötin þeirra! — Styrk-
þegar eru búnir að sannreyna
það, að frá „fulltrúum“ sínum
fá þeir þetta eina svar: Seldu
þig, og ef það er ekki gerlegt,
þá leptu dauðann úr skel. Sósí-
alistar einir hafa munað eftir
styrkþegum og borið fram til-
lögu á bæjarstjórnarfundi um
að hækka framfærslustyrkinn,
en því hefur ekki veriö sinnt
og er þaö ekkert undarlegt, þó
að bæjarstjórnaríhaldið látl
sig litlu varöa um kjör þeirra,
því aö þaðan er einskis góös
Orrborgtnnt
Næturlæknir í nótt: Pétur
Jakobsson, Vífilsgötu 6, sími
2735.
Næturvörður er þessa viku í
Reykjavíkur apóteki og Lyfja-
búðinni IÖunni.
Dtvarpið í dag:
12,00 Hádegisútvarp.
13,00 Þýzkukennsla, 3. flokkur
15,30—16,00 Miödegisútvarp. /
18.30 íslenzkukennsla, 2. fl.
19,00 Þýzkukennsla, 1. fl.
19,25 Þingfréttir.
19.50 Auglýsingar.
20,00 Fréttir.
20.30 Kvöldvaka:
a) Knútur Arngrímsson kenn-
ari: Robert Bruce, þjóöhetja
Skota. Erindi. /
b) 21,00: Skozk þjóðlög (plöt-
ur).
c) 21,10: Vigfús Guðmundsson
gestgjafi: Frá Yellowstone-
garði. Erindi.
a) 21,30: Ragnar Ásgeirsson
ráðunautur: Strokið úr vist-
inni í Danmörku. Frásaga.
21.50 Fréttir.
Dagskrárlok.
að vænta, en hitt er því undar-
legra að fulltrúi alþýðunnar í
framfærslunefnd, Arngrímur
Kristjánsson — hann telur sig,
vist vera þar fyrir alþýðuna —
skuli ekkert láta heyra frá sér
um afstöðu sína í þessu máli,
og ekki einu sinn taka málstaö
hennar. Og það er ekki nóg
með það, að styrkþegar séu
ennþá sveltir með 80 aura líf-
eyri á dag fyrir hvern mann,
lieldur er þeim, sem áöur hafa
verið styrkþegar, en eru nú
famir aö vinna, íþyngt svo
með sköttum — jafnvel farið
að innheimta margra ára
gamlan framfærslustyrk, sem
á aö vera óafturkræfur, — aö
það liggur við borö, að menn
séu verr settir en áður og
verða aö beita ýtrustu spar-
semi til þess að hafa ofan í
sig að éta. Það virðist vera.
takmark stjórnarvaldanna að
mynda hér einskonar City-
auðvald nokkurra milljóna-
mæringa og stjórna í krafti
þessa auðmagns að fasista-
hætti, en verkamenn skulu
aldrei mega um frjálst höfuð
strjúka og rétta sig úr krepp-
unni, rétt aðeins að þeir geti
skrimt þaö af.
Krafa okkar verkamanna er
sú, að við fáum að njóta arðs-
ins af vinnu okkar og verðum
gerðir skattfrjálsir á meðan
við erum að koma fótum undir
okkur, svo að við getum sóma-
samlega séð fyrir fjölskyldum
okkar og alið upp hreina ís-
lendinga, án þess að óttast
landráöaákæru fyrir slíka
starfsemi! Hollt er heima hvað
— nema þjóðstjórnin.
Verkamaður.
<><><><><><><><><><><><><><><><>0<><><><><><><><><><><><><><><><><><>C
35
Anna Liegaard
Skéldsaga cftir
Nini IRoll Anker
Hann fann að þetta gat ekki gengið svona til lengd-
ar. Sumarið hafði aðeins verið undirbúningur að úr-
slitaátökunum.
Um miðjan september gerði versta fárveður. Storm-
urinn stóð af hafi, öðru hvoru komu rigningardembur
svo að dundi á rúðunum, en stytti fljótt upp aftur, ský-
in æddu um himininn, en máttu ekki vera að því aö
gefa frá sér regnþungann. Fjörðurinn var allur í kófi,
laufið sópaðist af trjánum við efra veginn. Uppi á ásn-
um var veðurofsinn svo mikill að grenitré fifnuðu upp,
og í skóginum dundi og ýlfraöi rokið.
Um miðja nótt eftir þriðja óveðursdaginn hringdi sím-
inn við rúm Roars. Anna var nýbúin að kveikja, hún
sat uppi í rúminu og hlustaði á skröltið 1 lausu þak-
hellunum. Og meðan Roar var enji með símtólið við syr-
að, sagði hún:
„Það mætti segja mér, að það tæki af öllu þakinu í
nótt. Það hefur verið lag á því hjá okkur þegar þið lögð-
uð á nýju þakhellurnar.
Þaö var hringt eftir lækni frá Reistad, Helvig gamli
konsúll hafði fengið nýtt hjartaáfall. Hestur og vagn
voru á leiðinni að sækja lækninn.
Meðan hann klæddi sig, hélt Anna áfram að mæöast
um þakið. Hann svaraöi gremjulega, að hann heföi gam-
an að sjá aö hægt væri að ganga svo frá þakhellum að
svona rok hreyfði þær ekki. Þaklagning væri heldur ekki
atvinna sín.
Nei, en það reið á því, aö gera allt samvizkusamlega.
Hún minntist þess, að þegar hún loks gat drifið þá Per
til að gera við þakið, höfðu þeir verið grunsamlega fljót-
ir að því, höfðu sjálfsagt kastaö til þess höndunum. Ro-
ar kærði sig ekkert um að halda húsinu við. Já, hún
hafði oft hugsaö um það meöan hún var veik, að allt
yrði látið drabbast niður, ef hennar missti við. Stund-
um efaðist hún um að hann kærði sig um þetta heimili
þeirra.
Vindhviða skall á húsveggnum svo að allt inni hrist-
ist. Þannig hafði veðrið látið dögum saman, og það
hafði tekið á þau bæði. Roar svaraði Önnu fullum hálsi
og hún lét sig ekki.
Þegar hann sat í einéykisvagninum og ók 1 áttina til
Reistad í rokinu og myrkrinu, óskaði hann þess að hann
mætti'halda áfram að aka burt, burt, og snúa aldrei við.
Á Reistad tók gamla frúin á móti honum í forstof-
unni. Gráklædd, meö hvíta slæðu um höfuðið, stóð hún
hreyfingarlaus við breiða stigann, líkari myndastyttu
en manneskju. Stóru, djúpu augun voru líkust augum
blindra. Án þess að taka hendurnar fram undan slæð-
unni, sagði hún:
„í þetta sinn hefur hann þaö ekki af, Liegaard. En
hann vill ekki deyja. Ef þér gætuð fengið hann til að
vilja það, læknir. En hann trúir því enn að hann sé
sterkari: Hann trúir því enn”.
Þegar Roar gekk á eftir konunni upp stigann, minnt-
ist hann Helvigs eins og hann sá hann síöast í klúbbn-
um, — með þurrkuna undir hökunni og stóra blóðríka
andlitið beygt yfir disk með ostrum. „Fimmtíu smádýr
eða ekki neitt, læknir. í gamla daga voru menn sex um
tunnuna — öllu fer aftur, bæði fólkinu og ostrunum.
Nægjusamir eru þeir einir, sem eru ónýtir, kai'linn,
það getiö þér borið Lars Helvig fyrir!”
Og hann minntist þess góða tilboðs, sem þessi gamli
herra hafði laumaö að honum fyrsta sinn, sem þeir hitt-
ust í veizlu. „Ef þér lendið í einhverju klandri hér í
bænum, ungi maður, skuluð þér bara skrifa það hjá
mér. Við erum ekki ókunnug, kirkjubókin og ég!”
Það var karl, sem hafði andað með báðum lungum
alla ævi! Hann gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana,
nei... Roar átti bágt með að trúa því, að hann væri bú-
ínn að vera, það var ekki í fyrsta sinn, sem hann gekk
upp þennan stiga, til þess að horfa á hann berjast og
sigra.
0
ú
ú
ó
<>
0
■0
$
0
0
OOOOOOO<OOOOOOOOOOO<OOOOOOOOOOOOOOOOO<