Þjóðviljinn - 11.03.1941, Blaðsíða 3
PJOÐ VIL JINN
ÞxiiÖjudagiur 11. ;marz 1941.
Þimgmenn Sósíalistaflokksins leggja
fram frnmvarp nm fnlla dýrtiðarnpp-
bót til starfsmanna rikisins
Það er ebhert réttlæti í að setja þá hjá þegar allar aðrar
starfsstéttír hafa hnúíð fram fulla dýrtíðaruppbót
Þingmenn Sósíalistaflokksins í neðri deild hafa lagt
fram frumvarp um fulla dýrtíðaruppbót til handa [Starfs-
mönnum ríkisins. Það hljóðar svo:
FrumVarp til laga um breyting
á iögum nr. 77, 7. maí 1941, uim
greiðslu verðlagsuppbótar á laun
embættismanna og starfsmanna
rikisins og ríkisstofnana. r
Flm.: Einar Olgeirsson og Is-
leifur Högnason.
1. gr.
í stað orðanna „1. jan. 1940“
í ,1- gi'. laganna komi: 1. jan.
1941.
Æskulýðsheimílí í
Rteykjarík
Framh. af 2. síöu.
bæjarstofnun né opin almamningi.
Þessi stofnun er ’Félagsbeimili
Verzlunarmannafélags Reykjavik-
ur.
V. R. er gamallt og sjálfsagt
fésterkt félag. Um dugnað þess
í launamáium verzlunarstarfs-
manna má ýmislegt misjafnt
segfja, enda hiefur það jafnan ver-
/iö í höndum kaupmanna. En um
hitt verður *ekki deilt, að Félags
heimili þess ier fyrirmyndarstofn
un.
í glæstu húsi í Miðbænrum hef-
ur félagið stofnsett heimili sitt
Þar er lítill salur fyrir stjórnar
fundi, ein eðia tvær stofur, þar
sem menn geta setið við tafl, spil
eða .lestur, fallegur salur fynir
veitingar, leldhús, fatageymsla,
snyrtiiherbiergi o. s. frv. Öllu er
fyrir komið af smekkvísi, ágæt
húsgögn ,góð lýsing, málverk, út-
varp, blöð og rit, töfl o. s. frv.
1 salnum eru framneiddar góðar
veitingar við kostnaðarverði og
má auk pess hafa þar fundi og
samsæti. Allt ber heimilið á sér
blæ menningar og snyrtileika.
Hingað koma meðlimir félags
:ms í frístundunum. Hér geta þeir
setið og skrafáð isaman eða lesið,
skrifað, teflt, spilað, haft funda-
höld smærri og stærri, skemmti-
kvöld, námshringi eða aðra starf
semi, sem hugir þeirra standa til
Hér geymiir félagið fána sina,
bækur, myndir og aðrar eignir.
t fáum. orðum sagt: Heimilið er
menningarlieg miðstöð og félags-
legur samkomustaður V. R.
Það eru stofnanir áþekkar
þessu, ,sem unga fólkiið í Rieykja
vík vanhagar um Hvert það félag
sem. ætti slíkt heimili, mætti
hrósa happi.
En fyrst og fremst þyrfti að
vera hér til stórt oig myndarlegt
Æskulýðsheimili, miðstöð fyrir
heilbrigt frístundalíf ungra manna
og kvenna, sem allir hefðu jafn-
an aðgang að.
Þar yrðu að vera smærri og
stærri samkomusalir, Iessalir, tafl
stofur, ódýrar veitingar i snotr
u;m veitingastofum, salir fyrir í-
þróttir og leiki, baðstofa o. s. frv.
2. gr.
2. gr. laganna orðist svo:
Af launum ,sém lekki eru hærri
en svo, að kaupmóttur þeirra jafn
gildi : 650 kr. mánaðarlaunum í
janúar—mars 1939 samkvæm.t vísi
tölu Hagstofu Islands um fram-
færslukiostnáð í Reykjavík, greið-
ist full verðlagsuppbót isamkvæmt
nefndri vísitölu. Þó greiðist aldrei
hærri verðlagsuppbót en svo, að
mánaðarlaunin að henini viðbættri
jafngildi 650 kr. mánaðárlaunum
í jan.— mars 1939.
3. gr.
8. gr. laganna orðist svo:
Verðlagsuppbótin greiðist eftir
á, .miánaðarlega, í senn, bg miðast
við vísitölu næsta mánaðar á und-
an.
Greiwarg&rð.
Starfsmenn ríkisins eru nú eina
iS'tarfsmannastéttin í landinu, sem
ekki hefur fengið uppbætur vegna
dýrtíðarinnar samkvæmt gildandi
vísitölu. Er þó vitanlegt, aðfjöldi
starfsmanna ríkisins, svo sem
b’arnakennarar, eru svo lágt laiun-
aðir, að þeir geta ekki veitt sér
brýnustu nauðsynjar. Getur það
ekki talizt vansalaust fyirir menn-
ingarþjóð, að búa ,svo að starfs-
mönnum sínum, að þeir geti ekki
helgað sig óskiptir þvj starfþsem
þeim er ætlað að vinna í þágu
þjóðfélaigsins, vegna lélegra iauna
kjara. >■
Flutningsmenn höfðu búizt við,
að stjórnin myndi þegar í þing-
Hér gætu áhugamenn og félög
hlotið griðastað fyrir jákvætt fé-
lagslíf — laus við okur og póli-
tíska hlutdrægni, sem nú gerir
mörgum samtökum örðugt fyrir
með .aðgang að þvi takmairkaða
fundáhúsnæði, er Reykjavík hef
ur upp á að bjóðá.
Þvílíkt heimili væri að ^vísu
aðeins einn þáttur í meimninigar-
lífi æskunnar, — en engu að síð-
ur veiigamikið skref í áttina frá
knæpunum, „rúntinum“ og slæp-
ingsskapnum.
Eðliilegast væri að bærinn reisti
slíka stofnun. Hverjum, ef eklki
honum ber að hugsa um sameig-
linleg málefni, er snerta framtíð
Reykjavíkur? Og ekki ættu bur-
gedsarnir að geta borið við fé-
leysi um þessar mundir..
Hugsanlegt væri það einnig
að æskulýðsfélöig bæjarins kæmu
því á fót með samieiginlegu á-
taki og stuðningi bæjarins. Og
áreiðanliega !ber þeim að hefja
baráttunna fyrir þessu nauðsyn.ja
málii og knýja á dyr bæjarforust
unnar. Þvi án frumkvæðús æsk
unnár sjálfrar, þarf hún engra
bóta að vænta í imálum sínum,.
R.
byrjun leggja fram tillögur til
þess að ráða bót á þessu- En það
hefur brugðizt. Þar sem vitanlegt
er, að lægra launaðir starfsmenn
ríkisins eru svo stæðir, að það
þolir enga bið, að hlutur þeirra
sé réttur, þá höfum við talið ó-
hjákvæmilegt að láta það ékki
dragast lengur, að frumvarp um
þetta efni kæmi fram.
Snilld eða
heimska
Miðvikudaginn 5. mars þ. á.
skrifar Björn Sigfússon í Víðsjá
Þjóðviljans um íslenzkt mál. Mig
langar til að bæta við það nokkr-
um orðum. í tiilefni af tveimur til
viitnunum i grein hanis.
Önnur er eftir fræðslumálá -
stjóra: „að eigi ætti að þola sniill
ingum útlenzkar slettur, fremur
en öðrum mönnum, enda spilltu
þær liistinni fremur en bættu-"
Hin er úr ummælum Björns
Guðfinnsonar ,um skáldsöguna
Sóion íslandus: „Er hún viðast
hvar rituð á svo góðri íslenzku,
áð tiil fyrirmyndar er, og þó að
Davíð Stefánsson ,sé ekki eins mik
dlL stiluður eins og þeir Þórbergur
Þórðarson og Halldór Laxneas,
þegar þeim tekst bezt, er það
sannfæring mfo', að rit hains verði
íslenzkri tungu traustari sioð á
þessum niðurlægingartimum henn
ar, en nit þeirra".
Hlutverk tungunnar er aðtúlka
hugsunina. Munur íslenzkrar og
danskrar tungu er ekki aöeins sá,
að hlutirnir heita þar öðrum nöfn-
um, heldur og að öðruvísi þarf
að hugsa á íslenzka en danska
tungu.
Nákvæmar beygingar eru sér-
stakt einkenni íslenzkunnar. Þol
fall og þágufali túlka ekki sömu
hugsun, þess vegna er það mis-
beiting málsins, að rugla peim
saman. Það er jafnslæmt að röa
á bát og að festa bandi i stað
þess að róa á báti, og festa band.
Sv.ipað er að siegja um ranga notk
un forsetninga og samtenginga-
En það er engu betra að rugia
saman þeim atviksorðum, sem
tákna kyrrstöðu og hinumi, sem
tákna hreyfingu s. s. út—úti„ ofan
—niori, fiwn—frammi o- s. frv.,
en þetta gerir Davíð Stefánsson
nærri því alstaðar í fyrrnefndri
skáldsögu. I
Slíkar villur, sem þessar brjála
hugsun málsins-
Hitt er tungunni fiengur að
auka orðaforða sinn. Það skiptir
litlu máli þótt eitthvað af ]>eim
orðum sé af erlendum uppruna,
ef þau lúta lögmálum íslenzkrar
tungu, og það gera nýyrði jreirra
Þ. Þ. og H. K. L. æfinlega.
Heimskinginn verbur skilytfvis-
laust að iúta tungunni. Annars
siaurgar hann hana með heimsku
... ir‘*,r 'ir
Jarðarför dóttur okkar
fóhönnu Svölu
sem andaðist á Flateyri 2. þ. m., fer fram frá Dómkirkj-
unni 12. þ. m. kl. 2 e. h.
Laufey Sæmundsdóttir, Guðjón Guðmundsson.
Eg þakka ykkur öllum f jær og nær af heilum hug, sem
synduð mér samúð og hluttekningu við fráfall og jarðar-
för móður minnar
fóhönnu |ónsdótlur«,
Ólafur Guðbrandsson
frá . Stóru-Völlum.
Iðfa télu uerhsniðjulúms
Fundur verður haldínn í kvöld kl, 8,30 í Varðarhúsínu
Áríðandí mál á dagskrá. Stjóirnin,
Alþingí: <r,1,mn"l[ir^1
A að gcfa íslcnzh
um lánardrotmim
rikisins 3 mílljón
ír króna ?
Umrædurnar um 10 míllj
óna ínnanrikíslánid í
neðrí deild
Fjárhagsnefnd neðri deildar
hefur! gert þá breyting'artillögu
við bráðabirgðalög stjórnarinnar
um 5 milljón króna innanríkis-
Lán, að lámð verði ákveðið 10
milljónir.
Lán þetta á að nota til að
greiða enskt lán að upphæð 510
þúsund sterMnigspund.
Einar Olgeirsson isýndi fram
á það við umræðurnar um jietta
miál, iað það væri óþarft, að ríkis
stjóm, sem gætl fengið nóg fé
með . því að afnema skattfrelsi
stórútgerðarinnar, væri að binda
ríkfesjóði þungar byrðar afborg
ana og vaxta með því að táka
innianrikislán til þess að hjálpa
hánum nýríku til að ávaxta fé
sitt- Og þó tæki út yfltir allan
þjófabálk, þegar sterliingspundið
væni skráð á 26 krónur til út-
gerðarmannanna. Bara með þess
ari einu lántöku gefur ríkisstjórn
in hinum nýju íslenzku lánar-
drottnum 3 milljónir króna, ef
rniöað væri við sterlingspund á
20 krónur.
Þá ávítti Einar það og að rik-
fesjóður greiddi of háa vexti af
láni þessu miðað við lánsfjár-
markaðinn nú.
En það er auðséð að þjóðstjórn-
arþingmiennirnir álíta gjafirnar ti'I
milljónamæringanna ekki nógu
miiklar enn. Samþ-yjkktu þeir frum
varpið til 3. umræðu með breyt-
ingum þeim, er fjárhagsnefnd fór
fram á.
ÚTSALA
Kventöskur,
Silfurrefir,
Barnatöskur,
Lúffur,
Buddur og veski,
Ullarleistar,
Peysur,
Kerrupokar,
Kuldavettlingar,
Húfur,
Vinnuföt,
Belti,
Gúmmískór,
Inniskór,
Skóhlífar, ýmsar geröir
o. m. fl.
Notið þetta einstaka tæki-
færi að fá dýrar vörur ó-
dýrt. — Góður afsláttur,
allt á aö seljast úr búöinni.
Gú mmíshógerðín
LaugaVegi 68.
ooooooooooooooooo
KAUPUM FLÖSKUR
stórar og smáar, viskípela glös
og bóndósir. Flöskubúðin Berg-
staðastræti 10. 5395.
ooooooooooooooooo
KAUPUM FLÖSKUR OG GLÖS
háu verði. — Sækjum samstund-
is. — Sími 5333.
Flöskuverzlunin Kalkofnsveg
við Vörubílastöðina
sinni og ambögum. Snilli'ngurinn,
sem hugsar nýjar hugsanir verður
að> hafa frjálsar hendur. Annars
getur hann ekki auögað tunguna
af snilíd sinni.
Honum verðoir tungan að lúta,
og þó ekki skilyrðistaust.
Stokkseyri, 6. mars 1941.
Hlöðver Sigurðsson.
Daglega nýsoðin
S VIÐ
Kaffistofan.
Hafnarstræti 16.