Þjóðviljinn - 13.03.1941, Side 4
Tónlistarfélagið og
Leikfélag Reykjavíkur.
„NITOUCHE"
operetta í þrem þáttum eftir
Harvé.
Sýning annað kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir frá kl.
4 til 7 í dag.
ATH. Frá kl. 4 til 5 verður
ekki svarað í síma.
Næturlæknir í nótt: Karl S.
Jonasson, Laufásveg 55, sími
3925.
Næturvörður er þessa viku í
Reykjavíkur-apóteki og Lyfja-
búðinni Jðunni.
Útvarpið í dag:
12.00—13.00 Hádegisútvarp.
15.30—16.00 MiÖdegisútvarp.
18.30 íslenzkukennsla, 2. fl.
19.00 Þýzkukennsla, 1. fl.
19.25 Þingfréttir.
19.40 Lesin dagskrá næstu
viku.
19.50 Auglýsingar.
20.00 Fréttir.
20.30 Erindi: Æskuár Winston
Churchills (Sigurður Gríms-
son lögfr.).
20.55 Hljómplötur: Létt lög.
21.00 Minnisverð tíðndi (Sig-
urður Einarsson}.
21.20 Útvarpshljómsveitin leik
ur lög úr óperettunni „Ni-
touche“, eftir Harvé.
21.40 „Séð og heyrt“.
21.50 Fréttir.
Dagskrárlok.
Óperettan „Nitouche“ verð-
ur sýnd annað kvöld og hefst
sala aðgöngumiða kl. 4 í dag.
Revían „Hver maður sinn
skammt“ verður leikin í kvöld
kl. 8. Aögöngumiðasala eftir
kl. 1. Lækkað verö eftir kl. 3.
Hænsnabu brennur
Framhald af 1. síóu.
Það gekk vel að slökkva eld-
inn, hafði hann verið slökktur
að fullu klukkutíma eftir aö
kviknaði í. En allmikið verk
varð þó að vinna eftir það við
að ganga tryggilega frá öllu
saman.
Dr. Helgi Tómasson kom
þarna að frá Kleppi og bauð
hjálp, ef þess þyrfti með. En
til þess kom ekki.
I Æ- F. R.
5» ♦!* **•
Áhugasamir félagar beðnir
að mæta á skrifstofunni Lækj-
argötu 6 A milli kl. 6 og 7 í
dag.
KAUPUM FLÖSKUR OG GLÖS
háu verði. — Sækjum samstund-
is. — Sími 5333.
Flöskuverzlunin Kalkofnsveg
við Vörubílastöðina
þJÓÐVILllNN
MW M
x SflW *
Reybíavífeur Annáll hX
Revyan
verður sýnd í kvöld (fimmtu-
ciag) kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 1.
Lækkað verð frá kl. 3.
Það sem Þjóðvíljínn sagðí er
þýzku feafbátarnír komu 1939
22. júli 1939 birti Þjóðvilj-
inn fregnina um komu þýzku
kafbátanna U 26 og U 27 hing-
að. Fyrirsögnin var á þessa
leið:
„Þýzku kaíbátarnir komu í
gær.
íslenzki skipaflotinn fær að
kenna á „kurteisi“ U 26 og U
27 þegar til ófriðar kemur“.
Síðan hófst greinin í blað-
inu með þessari setningu:
„Við Löngulínu getur nú að
líta drápstæki þau, sem m. a.
eru ætluð til þess aö tortíma
íslenzkum skipshöfnum og ís-
lenzkum skipum í förum
landa á milli“.
Réöst Þjóðviljinn skarplega
á þessa ,,kurteisisheimsókn“
og sýndi fram á hvað á bak' við
byggi, en MorgunblaÖið hafði
þá birt þær upplýsingar eftir
þýzka konsúlnum, að kafbát-
c-.rnir væru í heræfingum hér
við land og heimsóknin í
Reykjavík væri liður í heræf-
ingunum. Blöð stjórnarinar töl
uðu mikið um kurteisi þýzku
stjórnarinnar og var þeim boö-
ið um borð í kafbátana.
Ærásiti á Fróda
Framh. af 1. síðn.
ar voru dregnir á hálfa stöng,
búðum lokað og vinna stöðvuö.
Hinir 5 skipverjar, sem eftir
lifa, dvelja um borð í Fróða.
Eru þeir ósærðir.
Þorsteinn Eyfiröingur, eig-
andi Fróða, sem venjulega hef-
ui verið skipstjóri á honum,
var ekki með þessa ferð.
Sjópróf fara fram í málinu
í dag.
Það verður að gera ráðstafanir
til að draga úr hættunni.
Þaö veröur ekki annað álykt
að en að hér hafi verið um
þýzkan kafbát aö ræða, er
hryðjuverk þetta framdi. Það
var niðamyrkur, svo skipverjar
gátu ekkert greint, en ganga
verður út frá því.
Það er heldur ekki hægt að
álykta að hér sé um nein mis-
tök“ að ræða, að Fróði hafi ver
ið tekinn fyrir t. d. vopnað
brezkt skip, — því það væri þá
undarlegt, ef slík mistök hefðu
ekki komið fyrir fyrr.
Hér mun vera um það að
ræða aö árásin á skipaleiðir
vorar til Englands er að hefj-
ast í sambandi viö þá sókn,
sem þýzka herveldið hefur boð
að nú í vor.
Þannig verðum við að taka
þetta hryðjuverk.
íslenzka þjóðin vottar að-
standendum fyrstu Islending-
anna, sem með vopnum eru
vegnir í því styrjaldarmyrkri,
sem yfir oss grúir, dýpstu hlut
tekningu sína og virðingu.
En samtímis legst sú skylda
css á heröar að finna leiðir til
að dragaúr hættunni fyrir þá.
sem eftir lifa af sjómönnum
vorum. Mun það verða tekið
nánar til athugunar í sam-
ræmi við þau úrræði, sem á
er bent í blaðinu í dag.
8 nýír kaup-
endur í marz
í marz hafa Þjóðviljan-
um bætzt 8 nýir kaupend-
ur. Allir sem skilja nauðsyn
þess að gagnrýnin á gerð-
um valdhafanna kæmi fyr-
ir sem flestra augu ættu
að vinna enn betur að því
ætti enginn dagur að líða
svo að ekki bættust við
tveir nýir kaupendur að
minnsta kosti.
Ríkíssf jórnín kem
ur loks með frv,
um dýrtiðarupp~
bóf ftl handa
starf smönnum rik
ísíns
í gær var útbýtt á Alþingi
frumvarpi frá ríkisstjórninni
um fulla dýrtíðaruppbót til
starfsmanna ríkisins. Er auð-
séð, aö ríkisstjórnin hefur farið
að flýta sér með málið, eftir
að þingmenn Sósíalistaflokks-
ins komu fram með sitt frum-
varp um helgina síðustu. Er
það og auðséð á frágangi þessa
stjórnarfrumvarps að kastaö.
hefur veriö til þess höndunum,
því á því eru ýmsir gallar.
Mun vart hjá því fara að í
meðferð málsins verði að sníða
stjómarfrumvarpið eftir frum-
varpi Sósíalistaflokksins, til aö
gera það sómasamlega úr
garði.
ý<XXXXXX><XX>O^OOOOO«OOOOOO0OOO«>®C«OOC
63
Anna Liegaard
Skéldsaga eftir
Nini Noll Anker
Henni varð það allt í einu ljóst, ef hún léti -ekki
undan nú, missti hún hann. Hún varð að sleppa hon-
um, ef hún vildi ekki missa hann það hafði móðir
hennar sagt.
ískaldur ömurleiki altók hana, án þess að líta upp
sagði hún:
„Eg skal fara, Roar. Það skal verða eins og þú vilt“.
ÞaÖ varð þögult í húsinu eins og einhver lægi á lík-
börum.
Móðirin vék ekki að heiman dag eftir dag. Hún
sýslaöi við ýmislegt smávegis, gerði að fötum, og sagði
varla orð. Faðirinn var stilltur og vingjai’nlegur, næst-
um hlýlegur við Önnu. Við boröið sagði hann: „Helltu
öli í glasið hennar mömmu þinnar, Per. — Réttu
mömmu þinni brauðið“.
Þegar Per og Ingrid voru komin upp á kvöldin,
heyrðu þau að foreldrarnir ræddust við lágt og ró-
lega niðri 1 stofunni.
Anna og Roar höfðu komið sér saman um, að þau
skyldu ekki segja börnunum neitt fyrr en Per hafði
lokið stúdentsprófi. Það gat haft slæm áhrif á hann.
Smám saman komu þau sér saman um fleira, fyrst
um sinn ætluðu þau ekki að láta yngstu börnin vita
neitt, þeim átti að segja, að móðirin færi með Per til
Oslo af því að hann ætlaði á háskólann. Eldri börn-
unum ætluðu þau að segja eins og var þegar Per hafði
lokið prófi. En ástæðuna ætti helzt ekki að láta þau
vita fyrr en endilega þyrfti, fannst Önnu.
Roar gerði ekki kröfu til aö halda neinu barnanna,
en Anna hélt því fram að Sverre ætti að vera hjá
honum. Hann væri á þeim aldri, að hann þyrfti föður
við.
Roar þakkaði henni.
Ingrid ætti að fá að kjósa, sagði Anna, en líklegt var
að hún vildi verða með tilöslo. Og hún bað manninn
aö tala ekki um þetta við aðra, þau tvö ár sem tilskilin
voru þar til hann mátt'i gifta sig aftur.
„Það er ekki nema eitt ár“, sagði Roar, ef við kom-
um okkur saman“.
Það gat hún ekki ákveðið nú. Hún varð að tala við
móður sína og Hans Jóhann. „Þeim get ég 'treyst“.
Þegar sumarfríin byrjuðu í skólunum, ætlaði hún með
öll börnin norður í Guöbrandsdal. Um haustið kæmi
skilnaðurinn til framkvæmdar. Fyrr ekki. Frá því varð
henni ekki þokað. •
„Þú getur reynt að venja þig við einveruna í sumar“,
sagði hún og leit rannsakandi til hans.
Nóttina eftir að þetta var afráðið, ásóttu hana hugs-
anir, sem hún ætíð síðan minntist með blygðun. Hana
hafði langað til að fyrirfara sér. Hún hafði fróaö sér
við tilhugsunina um að Roar fyndi þana. Það hafði
komiö yfir hana eins og ölvun, hún hafði hugsað sér
framkvæmdina alveg nákvæmlega. Eitur var til á heim-
ilinu, það var bæði morfín og veronal í töskunni, sem
Roar hafði með sér á læknisferðunum utanbæjar. Hún
skyldi klæða sig í brúðarkjólinn sinn og leggjast á rúm-
ið. Þar átti hann að finna thana.
Þegar sólin skein inn um gluggann morguninn eftir,
fannst henni hún verða að fela sig af blygðun. En sól-
skinið yljaði höndum hennar eins og venjulega. Og í
fyrsta og síðasta sinni þennan erfiða tíma grét hún
milt og fróandi. Illar vættir höfðu sótt að henni, hún
haföi ætlað að svíkja lífiö, sem lá og teygði sig langt
frameftir og krafðist af henni kjarks og vinnu. Og hún
ætlaði ekki að gefast upp.
!
I
Per varð hæstur við stúdentsprófið. Það var ef til vill
ekki sérstaklega þakka vert, en foreldrana gladdi þaö
innilega. Þeim fannst báðum það vera gjöf sem þau
höfðu þörf fyrir. Daginn sem hann útskrifaðist, höfðu
þau steik og vín til miðdags. Börnin voru kát og fjörug,