Þjóðviljinn - 21.03.1941, Page 4

Þjóðviljinn - 21.03.1941, Page 4
Oprboi*glnn1 Nœturlœknir í friótt: Gísli Páls- son, Laugavegi 15, sími 2472. Nœturvördw er piessa viifcu í Ingólfs- o,g Laugavegsapótekum. Útvarpi'ð í clacj: 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Miðdegistónleikar. 18.30 Islenzkukennsla, 2. fl. 19,00 Þýzkukennsla, 1. fl. 19,25 Þingfréttir. 19.50 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: „Kristín Lafr- ansdóttir", eftir S. Undset. 21,00 „Takið undir“: Páll ísólfs- sion stjórnar. 21,55 Stnokkvartett útvarpsins: Kvartett no. 17 í F-dúr, eftir Mozart. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Til víðbótar pví, sem Þjóðvilj inn áður hefur sagt um sendingu á tilkynningu frá brezku hierstjórn inni til blaðanma um „heilabólg- una og setuliðið" skal jress get- ið, að fulltrúi frá herstjórninni kom inn á ritstjórn blaðsins á laugardagskvöldið og var þá með tilkynninguna. Talaði hann við starfsmann í prentsmiðjunini en þá var enginn viðstaddur af ritstjórninni. Kom tilkynningin eHki í Ihiendur ritstjórnarinnar fyrr en eftir helgina- — Rétt þykir að geta þessa, af því það sýnir að herstjórnin hiefur ætlazt til þess’ að Þjóðviljinn fengi tilkynningu þessa jafn snemma og hin blöðin sem aðrar tilkynningar hennar. Hefur sffóirn Júgóslavíu stuíö víð Hítler? Taliö er að samkomulag hafi þegai' náöst milli stjórnar Júgó slavíu og Þýzkalands um að Júgóslavía gerðist aðili að þrí- veldabandalagi fasistaríkjanna Segir í fregn frá Belgrad, sem þó er óstaðfest, að Þjóðverjar hafi lofað Júgóslövum landa- ciukningu á kostnaö Grikkja. Sarajoglu, utanríkisráðherra Tyrkja, hefur sent Anthony Eden skeyti, þakkað honum móttökurn iar í Cyprus og látið í ljós ánægju sína með það, að enn sem fyrr hefði verið um algert samkomu lag Breta og Tyrkja að ræða, í öilum þeim málum, siem rædd höfðu verið. Bretar tilkynna að kafbátar þeirra hafi sökkt fimm ítölskum herflutninga- og birgðaskipum á Miðjarðarhafi. ChurchíII vcr rásírnar á skoð~ anafrelsid i Breflandi Churchill, forsætisráðherra Breta ,svaraði í gær tvieim fyrir spurnum varðandi brezka út- varpið. Var önnur urn sérfræð inga, er vikið hafði 'verið frá störfum vegna þess að þeir lýstu sig „af samvizkuástæðum“ and víga styrjöld. Kvaðst Churchill vera algerlega samþykkur þess- ari ráðstöfun útvarpsstjórnarinn- ar. Hin fyrirspurnin var um þá ákvörðun útvarpsstjórnarmnaT að banna þeirn listamöninum, er sátu þjóðfund alþýðuhreyfingarinnar í London, 12. jan. s. 1. að koma fram í útvarpínu. Churchill svar aði þ.ví að ekki þyrfti að bú- ast við, að slíkum möiyium yrði gerður greiður aðgangur að út- varpi, en þetta horfði þó sérstak lega við um hljómlistarmenn, iog háfi útvarpsstjórnin endurskoðað ákvörðun sína hvað þeim við- víkur. ItH ÍÍM- unun un uuthuu tulslOua i Eni- Póst- og símamálastjórnin hef ur gefið út nýja reglugerð um notkun talstöðva í skipum. Er nokkuð linað á takmörkunum \ þeim, er verið hafa á notkun stöðvanna, og tekur þó rýmk- unin aðeins til Englandsferða. Er leyft að nota talstöð fil nauðsyn- legra samtala við annað skip, er haft er samflot við, til að til- kynna hættu á siglingaleiðum (tundurdufl, flök o. s. frv.) og tól að svara neyðarkalli annarra sfcipa. ITR riLKym/m ST. SÓLEY NR. 242. Afmæl- isfagnaður verður í kvöld, föstu daginn 21. þ. m. og hefst með fundi í Góðtemplarahúsinu uppi kl. 8 síðd. Eftir fund verður kaffisamsæti. Skemmtiatriði m. a.: Upplestur: Friðfinnur Guð- jónsson; ein'Söingur: Hermann Guð mundsson; eft.-r kl. 11 dans i salnum niðri. Aðgöngumiðar sald- ir í Góðtemplarahúsinu frá kL 7 síðd. föstudag. Aðeins fyrir templara. — Skemmtinefndin. KAUPMM FLÖSKU^ OG GLÖS háu verði. Sækjum samstund- is. — Sími 5333. Flöskuverzlnnin Kalkofnsveg við Vörubílastöðina HandknaffleíkS" mófíd Framhald af 2. síðu. flokki og þar keppi allir við einn og einn við alla. Þá er spurningin hvernig á að byrja að flokka þetta og ætti að byrja á því strax og leggja félögin frá því í fyrra til grundvallar eða taka 4 áber- andi beztu félögin frá þvíi í fyrra og láta hin keppa um 5. og 6. sætiö í leikjum fyrir aðalkeppn- ina og koma svo þegar á móti fyrir B-sveitir. Út af fyrir sig skiptir engu máli hvort flokkun in fer fram þiegar eða þetta mót verður lagt til grundvallar, og þar sem ekkert heíur verið aiuglýst um þetta fyrirfram, mælir allt með því að þetta mót verði lagt til grundvallar, og að 6 beztu félögin eftir vinningunum verði í A-flokki næsta ár, en en í fram tíðinni færist svo nr. 6 niður B-flokk en nr. 1 í B-flokk upp í A, án keppni, svo framarlega sem félagið hefur þar ekki lið fyrir, og er þar með gert ráð fyrir að B-sveitir félaganna geti keppt þar. Þá er nauðsyn að mót- in verði ákveðin með meiri fyrir vara en vierið hefur eða fyrir áramót. Þá veröur betra ,að dreifa leikjunum niður á .iengri tíma og helzt að fá, ef hægt væri, allt af sömu daga og klukkutíma tii keppninnar, þannig að áhugasam ir áhorfendur vissu að á þess- um tíma færu fram leikir. Þetta fer að sjálfsögðu eftir því hvort þátttaka verður utan Reykjavtk ur og Hafnarfjarðar. Þar sem þetta er orðið svona mikið um- fangs verður í. S. I. að skipa að ila sem starfar frá ári til árs og sér um þessi mál. Eftir því sem þátttaka virðist ætla að verða er hvert það félag úr leik sem tapar tveimur leikjum, séu þau fleiri en 6 og færri ien 11, sem taka þátt í því, en séu þau fleiri en 10 fara þau úr eftir l tapaðann leik. Endanleg ákvörð un hefur ekki verið tekin þeg- ar þetta er ritað, en yrði horfið að þessari skipan eða einhverri annarri, verður það að tilkynnast áðúr en mótið hefst. Fyrírspurn Getur Þjóðviljinn gefið mér svar við eftirfarandi spurningum: 1. Konan mín hefur legið rúm- föst síðan Laust eftir áraimót í fyrra. Til þess að vinna hennar verk hef ég orðið að taka stúlku, sem ég hef orðið að greiða 100 kirónur á mánuði. 2. Fyrir læknishjálp og meðul hef ég orðið að greiða um fimm hundruð krónur. Má ég telja þessa liði frani á skattskýrslu minni og koma þeir til frádráttar þar? Sveitamaður. Svar: Þetta fæst ekki dregið frá, þó að óréttlátt sé að Iáta menn borga skatt af slíku- S^fnM áskrifendam ^ÖOOOOOOOOO^OOOOOOOOOOOOCOOOOOOOOOí* s 70 Anna Liegaard Skáldsaga cftir Nini Roll Ankcr fyrir honum. „Eg hef aldrei tekiö skynsamlegri ákvörð- un“. „Something up?“ „Eg var að hitta börnin mín“. Hann var enn ekki alveg viss, hvort hann átti að segja eins og var. „Sonur þinn kom um borð í gær. Sprækur strákur, Per“. „Hann og yngri stúlkan búa hér innfrá hjá móður sinni“. „Ja, hver skollinn!“ „Eg hef létt akkerum, Dyvik“. „Hefurðu — hefurðu losað þig viö konuna?“ Roar kinkaði kolli.... „En ég vildi helzt, að þú minntist ekki á það heima fyrst um simr. Ekki enn. Eg bý meö tveimur börntínum sem stendur“. Skipstjórinn horfði á Roar samankipruöum augum. „Ætlarðu að gifta þig aftur?“ Roar var í þann veginn aö segja: „Komdu inn og þú skalt fá að sjá hana!“ En honum varð litið fram- an í Dyvik og sagði: „Manstu daginn, þegar eg kom um borð? Sum ævin- týri geta oröið nógu langvarandi, sagöir þú. Nú hef ég lent í ævintýri, sem endist meðan ég lifi, Dyvik. Eins og ég var aö óska mér“. Hinn skaut fram neðrivörinni; hann hafði rétt úr sér, og varð nú heldur hærri en læknirinn. -Hann horfði út undan sér á Roar. „Þú hefðir átt aö verða með Liegaard. Þá hefðirðu hlíft konunni þinni við þessu“. „En — ég hefði ekki getað haldið fram hjá henni, og komið aftur eins og ekkert hefði ískorizt. Eg er ekki þannig gerður". Þá hló skipstjórinn, lítinn, harðan hlátur. „Nei, það er ekki auðvelt ef maður ber slíka virðingu fyrir konunni sinni. Sælir Liegaard. Roar rétti fram höndina. „Samvizkan er ekki eins hjá öllum, Dyvik“. „Nei, hún er fíngerðari hjá sumum en svo, að sjó- mann geti fest hendur á henni. Jæja, þú ert velkominn um borð, ef þú átt fría stund, skútan liggur út af korn- hlöðunni“. Roar stóð um stund og horföi eftir bláklædda mann- inum, sem gekk burtu frá honum vaggandi í spori. Það hafði verið ásetningur Dyviks að særa hann. Og hann kastaði sér á kaffistofudyrnar og hrinti þeim upp. Finna Elí — forða sér til hennar. Þegar fyrsta árið var á enda, fékk Anna bréf frá Roar með beiðni um að samþykkja algeran skilnað nú. Þau þyrftu að samþykkja það bæöi, þá fengju þau því fram- gengt. Hún ráögaðist við móður sína og Hans Jóhann, eins og hún hafði ætlað sér, og hún ráðgaðist við Per.. Hon- um fannst sem henni, að hún ætti að neita. Hálft sumariö hafði Ingrid og Sverre verið hjá henn'l í sveitinni. Hún hafði spurt Ingrid rækilega um allt fyr- irkomulag heimilisins. Hún hafði fengið að vita, xaö Roar var 1 þungu skapi daginn sem hann seldi Lövli og dagana sem þau fluttu í íbúðina í bænum. Hún fékk að vita, að hann væri oftastnær þögull og alvörugefinn. Per staðfesti það, — hann og Annik höfðu farið suöur með Ingrid og Sverre 1 ágúst, og dvaliö um tíma á nýja heimilinu. Per hafði lítið gefið sig að fööur sínum, hafði lengst af verið með félögum sínum, siglt og iðkað í- þróttir, en það hafði hann séð, að fað'ir hans var orð- inn ellilegri og skapstyggari. Anna hugsaði um bréf Roars nokkra daga. Hún fór í gönguferðir upp í Vestra-Aker, stóð upp í hlíðinni og horfði suöureftir. Hún fann, að hún hafði aldrei trúað því í alvöru, að hún ætti ekki afturkvæmt til bæjarins þarna handan við ásana. Og það sem börnin sögðu henni, styrkti von hennar. Það hafði farið eins og hún bjóst við: Roar þoldi ekki biöina, hún smáeyddi ásetn- 0>00000000<x>00000000000000000000000000000000000000000000\'000000000000000000000 /0000-0000000000000

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.