Þjóðviljinn - 29.03.1941, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.03.1941, Blaðsíða 4
Nœturlœknir í nótt: Bjarni Jónsson, Skeggjagötu 5, sími 2472. Nœturvördur er þessa viku í Laugavegs- og Ingólfsapótekum, Otuarpid í dag. 20,30 Upplestur: G.ullhúsið kóngs ins og drengirnir þrír, ævin- týri (Friðfinnur Guðjönsso'n). 21,25 Útvarpshljómsveitin: Gaml- ir dansar. Hallgrímsprsstakall. Kl. 10,30 f. h. barnaguðsþjónluístal í Austur- bæjarskólanum- Séra Jakob Jóns- son. — Kl. 2 hámessa í dómkirkj- unni. Séra Jakob Jónsson. 55 ára varð í gær Signý Ei- ríksdóttir, Reykjavíkurvegi 11, Skerjafirði. Síðastlíðinn laugardag opi'nber uðu trúliofun sína ungfrú Ingi- leif Friðleifsdóttir og Svavar Krist jánsson þjónn á Ingólfs Café. Luikfélag Reykjavíkur hefur nú ísýnt leikritið „Á útleið“ þrisvar sinnum að þessu sinni við ágæt- ar undirtektir iog aðsókn og verð- ,ur næsta sýning aninað kvöld, en aögöngumiðasala helst kl. 4 í dag. Armznningar! Munið að allar fimleika- og aðrar íþróttaæfingar, sem fallið hafa niður viegna fim- leikasýninga úrvalsfliokka félags- ins, byrja iaftur: í .kivöíldi í Iþrótta- húsinu. Mætið öll. Fteröajélgg íslands heldur skemmtifund að Hótel Island laugardaginn 29. þ. m. Húsið opn að kl- 20,30. Sr. Jakob Jónsson segir frá Islendingabyggðum viest- an hafs og sýnir skuggamyndir þaðan. Síðan dansað til klukkan 2. Aðgöngumiðar seldir hjá Ey- mundsson og tsafold. Félagsmenn mega taka með sér íslenzka gesti. Flokkurínn V X Allir deildarformenn og gjald- kerar deildanna eiga að koma á skrifstofu Sósíalistafélagslins kl. 4—(7 í dag til þess að gera upp og taka við verkefnum fyrir næsta fund. Fundir verða í öll- um deildum á mánudaginnn. Maður vcrður bráðkvaddur Um sjöleytið í gærkveldi viidi það til í Sundhöllinnni, að mað- ur nokkur, Sigurjón Jó'nsson læknanemi, sonur Geirjóns Jóns- sonar fyrrverandi gjaldklaitai í ísa- foldarprentsmiðju, hné niður og var þegar önendur. Petta bar að með þieim hætti* að Sigurjón var nýkominn upp úr lauginni og var :að skrúfa frá kalda steypibaðinu, er hann hné allt í einu niður. Bar í sömu svifum að einn starfsmann Sund- hallarinnar og var Sigurjón þegair borinn burt og reyndar við hann öndunaræfingar. Var stráx símað eftir lækni og hélt hann öndun- aræfingum áfram, en árangurs- laust- Var líkið flutt á Landsspítal- lann í gærkveldi til rannsókniar. Leifefclag Rcybjavíbur. „Á Ú T L EIГ Sýning annað kvöld kl. 8. Hljómsveit undir stjórn Dr. V. Urbantschitsch aðstoðar Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag. Börn fá ekki aðgang. Vélstjórafélag Islands hcldur fund feL 2 c. h, í dag, 29. marz i Oddfellowhúsinu uppi, STjÓRNIN. Brczhí hcrínn sækír hraff fram í Erífreu og Abcssíníu Adsfaða ífalska hersins i Afrífeu fer sívcrsnandí Herir Breta í Austur-Afrí ku sækja hratt fram eftir töku borganna Keren og Harrar. Herinn sem náði Keren á sitt vald sækir fram í áttina til Asmara, höfuðborgar Eritreu. Talið er, að mikill hluti ítalska setuliösins í Keren, er var um 40 þús., hafi komizt undan eftir vegunum til Asmara. Sú borg er um 75 km. frá Keren, en liggur miklu hærra. Frá Harrar, næststærstu borg Abessiníu, sækja Bretar fram til bæjarins Diridava, en um hann liggur járnbrautin frá Addis Abeba til Djibuti í franska Sómalílandi, en það má nú heita eina leiðin, sem ítalir í Abessiníu gætu notað til aðflutninga og undankomu. í hernaðartilkynningum Bœta er lögð áhierzla á að bnezki flug herinu hafi ttekið mikiinin þátt í lokabardögunum um Keren- Brezk ar sprengjuflugvélar hafi undan- farið gert hverja árásina eftir aðra á járnbrautina frá Addis Ab- eba til Djibuti- Hernaðarsérfræðiúgár í London telja að eftir töku Keren sé ítalski herinn í Eritreu illa siettur, og megi jafnvel gera ráð fyrir, að Italir eigi hér eftir örðugt um allar varnir hvarvetna í Austur- Afríku- Eftir því sem Bretar ná Sígurður Guðmundsson og Eírífeur Eínarsson fá 1. verðlaun í samfeeppn ínní um bíóhús hásfeól>- ans Nefndin sem hafa á umsjón mieð bíóbyggingu Háskólans efndi til samkeppni um uppdrætti að bíóhúsinu, og hét þrennum verð- launum, kr. 4000, 2000 og 1000. Átti að skila uppdráttum innai. mánaðar, og var fresturinn út- runninn 10. þ. m. Þátttaka varð mikil og var 16 uppdráttum skilað- Dómnefndin, <sr í voru Einar Svieinsson húsa-. meistari, Árni Pálsson verkfræð- ingur og Níels Dungal prófessor, dærndi 1. verðlaun þeim Sigurði Guðmundssyni og Eiríki Einars- syni húsameisturum. önnur verð- laun hlutu Gísli Halldórsson og Sigvaldi Thordarson og 3. vérð- laun Gunnlauglur Halldórsson. — Nefndin Iagði ennfnemur til, að keypt yrði tiltekin hugmynd af Ágústi Pálssyni varðandi bygg- inguna á 500 kr. stærri svæðum hinna ítölslcu landa á vald sitt, verður örðugra fyrir ítála með alla aðfiutninga1. Sigurvinni'ngar Breta hafamjög orðið til þess að ýta undir upp- reisnarhneyfingunia í laíndiiniu, og geta ítalir hvergi verið öruggir fyrir árásum abessínskra skæru- flokka. Æ kvöldborðíð: KAVIAR GAFFALBITAR IIUMAR REYKT SÍLD RÆKJUR RÆKJUPASTA SANDWICH SPREAD KÆFA OSTUR HARÐFISKUR ÍSLENZKT SMJÖR oooooooooooooooooooooooooooooooooooc 75 oíiv^rpoo^ Breyfing á fölusetnín$fu húsa Framhald af 2. síðu. nr. 64 við Framnesveg, ásamthúsi Jóns Magnússonar og Ingimuinid- ar teljist við Grandaveg og fái númer við þann veg þiegar haun verður tölusiettur. Ennlremur hafa vfcrið samþykkt ar éítirfarandi brieytingar: KLapparst. 38 B verði Grettisg. 3 Klapparst. 38'A verði Grettisg. 5 Grettisgata 1 verði Gnettisgata 7 Grettisgata 3 verði Grettisgata 9 Annq Liegaard Skéldsaga eftir Nini Roil Anker Allt í spítalanum hafði minnt hana á Roar, lyktin, sjúkrarúmíð og léreftssloppur læknisins. Það var skylda hennar að síma til mannsins. Annik hafði fengið snert af heilashristing, brotið var ljótt og læknirinn gat enn ekki sagt hvort hún hefði skaðazt að öðru leyti. Roar skyldi fá aö vita allt eins og það var. Morguninn eftir sendi hún skeyti, heimilisfang hafði hún af bréfspjaldi, sem Per hafði fengið frá föður sín- um. Hún fylgdi skeytinu eftir í huganum meðan hún sat við sjúkrarúm dótturinnar, og þegar hún hugsaði: „nú er hann að fá það“, fór hitabylgja um hana alla. Hún vissi hvernig honum leið á þessari stundu — hann sem alltaf varö svo hræddur ef eitthvað varð að börn- unum. Við miðdaginn talaði hún ekki um annað en það, hvernig Roar mundi verða við fréttina. „Hann hugsar áreiðanlega ekki um annað fyrst til að byrja með“, sagði hún. „Nei, það er áreiðanlegt", bætti Ingrid við. „Heldurðu að hann komi heim, mamma?“ spurði Sverre. „Það er ekki ótrúlegt“, svaraði móðirin. Öllum fannst sem hann væri þegar kominn. Þegar fyrsta skeytið kom með beiðni um nánari upp- lýsingar, sagði móðirin Ingrid að skrifa honum. „Og þú skalt ekki gera það betra en það er, Ingrid“, sagði hún. „Annik á sjálfsagt lengi í þessu“. Hann kom ekki heim. En hann vildi fá daglega skeyti um líðan telpunnar. Og Annik fékk bréf. „Pabbi hugs- ar ekki um annað en þig, litla vina mín“, stóð í því. Teinrétt, með glóð í dökkbláu augunum, gekk Anna Liegaard leiðina til spítalans og heim aftur. Réttlætið er ekki eins illa komið, og menn vildu vera láta. Roar hafði fengiö að kenna á því, — konan, sem hjá honum var, haföi fengið að finna, að hann var bundinn bönd- um, sem ekki urðu/ leyst. Og þegar Roar skrifaöi Per, og bað um að skeytin yröu framvegis ekki send heim, heldur til Pasteur- stofnunarinnar, þar sem hann ynni, vissi Anna hvað það þýddi: Ungfrú l’ofte, — hún nefndi hana alltaf því nafni —, gat ekki átt þetta með honum. Það gat engin nema hún sjálf og bömin. Annik lá þrjár vikur á spítalanum. Grönn, með eilítið fölvara sólskin á fagra, einþykka andlitinu, kom hún heim. Bræöurnir báru hana upp stigann, hún hoppaði um stofuna á hækjum. Nokkrum kvöldum síðar sagði Per móður sinni, að Ingrid og Sverre vildu fara suður og vera í íbuðinni, þegar faðirinn kæmi að sunnan eftir nokkrar vikur. Móðirin tók þessu stillilegar en Per hafði búizt við. Hún sat stundarkorn þögul og horfði í gaupnir sér. Svo sagði hún: „Eg bjóst við því. Þau kunna ekki við sig hér innfrá. Það er líklega bezt þannig, Per. Að við verðum öll sam- an, framvegis, á þann hátt“. En hún gat ekki að því gert að henni fannst það vera ásökun gegn sér, er hún sá hve elzta dóttir henn- ar varð glöð og hress þessar síðustu Vikur. Daginn áður en Ingrid og Sverre lögðu af stað, tal- aði hún við þau í einrúmi. Mörgu urðu þau að lofa henni, vikulega áttu þau að síma til hennar fyá Stur- land. Ef þau yrðu beðin aö kalla ungfrú Tofte mömmu, neituöu þau því auðvitað. Og þau urðu að skrifa henni allt sem gerðist á heimilinu. „Eg treysti ykkur“, sagði hún að lokum. „Eg treysti þér til þess, Ingrid, að þú verðir trú mömmu þinni; í hvað sem skerst“. Ingrid svaraði ekki, en hún rétti fram höndina, eins og móðirin bað hana, og grannir,' kaldir fingurnir þrýstu hinni sterku og hrjúfu hendi móðurinnar. Hún var móður sinni trú — eins og öll hin. En hún gat ekki veriö annars staðar en þar sem faðir hennar var... Og hún brá handleggnum fyrir andlit sér og faldi augun. OOOObOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO< OOOOOOOO^OOOOO

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.